Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FJÖLMÖRG fyrirtæki fengu viðurkenningu fyrir 100% þátttöku í bíllausa deginum. Umhverfísmál kynnt á Egilsstöðum Öll helstu grunnotriði Visual Basic kennd með hagnýtum verkefnum o.fl. Að loknu námskeiði eiga nemendur að geta búið til músarstýrð forril með myndrænu viðmóti með gluggum, volmyndum, hnöþpum og táknmyndum. Læ r ðu a ð f o r r ita ! Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúnt 28. símt: 56! 6699. fax: 561 6696. Netfang: tolskrvik@treknet.is, í veffang: www.treknet.is/tr ; - kjarni málsins! Egilsstöðum - ítengslumvið umhverfisverkefni sem er í gangi á Egilsstöðum var boðað til fund- ar þar sem verkefnið var kynnt og umhverfismál rædd í víðu samhengi. Veittar voru viður- kenningar til þeirra fyrirtækja sem hvíldu bílinn á bíllausa dag- inn og náðu 100% þátttöku starfsmanna sinna. Sigurborg Kr. Hannesdóttir kynnti verkefnið í heild sinni og Helga Hreinsdóttir, heilbrigðis- fulltrúi á Austurlandi, kynnti stöðu vatns- og frárennslismála á Egilsstöðum. Skipaðir voru vinnuhópar þar sem fundarmenn fjölluðu um og lögðu til sínar hugmyndir um m.a. öryggi í bænum, vatns- og frárennslis- mál, umhverfisfræðslu o.fl. Nið- urstöðurnar fékk Sigurborg verkefnissljóri og mun hún vinna úr þeim og kynna síðar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BÓKNÁMSHÚS Verkmenntaskóla Austurlands. Verkmenntaskóli Austurlands 10 ára Neskaupstað - Nú í haust eru liðin 10 ár síðan Verkmenntaskóli Aust- uriands hóf starfsemi sína. Það var árið 1985 sem samningur var gerður á milli sveitarfélaga á Austurlandi og ríkisins um stofnun Verkmennta- skólans og tók hann til starfa á Neskaupstað árið eftir. Á þessum tíu árum starfstíma skólans hefur fjárveitingavaldið ver- ið skólanum hiiðhollt því byggt hefur verið nýtt bóknámshús auk nýs og glæsilegs heimavistarhúss og nú þessa dagana er verið að leggja loka- hönd á breytingar á gamla íþrótta- húsinu sem ríkissjóður keypti til verkkennslu. Með tilkomu þess breytist öll aðstaða til verklegrar kennslu mjög ti! hins betra. Námsframboð við skólann er nokkuð fjölbreytt t.d. eru grunn- deildir í málmiðnaði, tréiðn og raf- iðn. Þá er boðið upp á sjúkraiiða- og vélstjórnarbraut. í bóknámi er kennt á fornáms- og uppeldisbraut og nemendur geta lokið stúdents- prófi á náttúrufræði og félagsfræði- braut i samvinnu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Þá starfar Farskóli Austurlands við Verkmenntaskól- ann. í tilefni af 10 ára afmælinu var opið hús í skólanum sl. laugardag þar sem gestum og gangandi var kynnt starfsemin. Nemendur við skólann eru um 160 og kennarar eru 18. Skólameistari er Helga M. Steinson. Átakið íslenskt, já takk hefst á morgun ÁTAKIÐ íslenskt, já takk hefst á morgun, miðvikudaginn 23. október, á Flúðum í Hrunamannahreppi. Iðnaðarráðherra mun fylgja átak- inu úr hlaði í verksmiðju Límtrés hf. kl. 9.30 að viðstöddum forseta íslands, hr. Ólafi Ragnari Gríms- syni, og eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Áð setning- arathöfn lokinni bjóða heimamenn á Flúðum gestum til morgunverðar í húsnæði Flúðasveppa. Umhverfisverðlaun Siglu- fjarðarkaupstaðar afhent Siglufirði - Umhverfisverðlaun Siglufjarðarkaupstaðar voru afhent að Hótel Læk nú á dögunum. Bæj- arstjórn Siglufjarðar hefur um nokkurra ára skeið staðið að verð- launaveitingu sem þessari og hefur jafnan veitt tvær viðurkenningar til einstaklinga fyrir fallega garða svo og einu fyrirtæki fyrir fegrun um- hverfis. Þeir einstaklingar sem hlutu við- urkenningar að þessu sinni voru Marín Gústafsdóttir og Leonardo Passaro fyrir garð sinn að Hólavegi 67 og Sigríður Björnsdóttir og Ólaf- ur Jóhannsson fyrir garðinn að Suðurgötu 44. Það fyrirtæki sem hlaut viðurkenningu í ár var RARIK og veitti Sverrir Sveinsson, veitu- stjóri, viðurkenningunni viðtöku. ★ ★★★ Góðir dómar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.