Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 2C ERLENT Andstæðingar ESB hrósa sigri í Finnlandi Helsinki. Morgunblaðið. ANDSTÆÐINGAR Evrópu- sambandsins (ESB) hrósuðu sigri í fyrstu kosningum Finna til Evrópuþingsins á sunnudag og fór Miðflokkurinn þar fremst- ur. Athygli vakti að þátttaka i kosningunum var dræm. Frambjóðendur, sem lýst höfðu andstöðu við ESB í heiid eða að hluta, fengu um þriðjung atkvæða. Paavo Váyrynen, fyrrverandi utanríkisráðherra og forseta- frambjóðandi, vann yfirburðasig- ur og setur persónulegt fylgi hans ríkisstjórnina í vanda og jafnframt Miðflokkinn og Esko Aho, formann hans. Stærstu stjórnaröflin, Jafnað- armannaflokkurinn og Samein- ingarflokkur hægrimanna, eru þekkt fyrir að vera hlynnt ESB. Sigur Miðflokksins og einkum ESB-andstæðinga þykir meðal annar sýna að Finnar séu sýnu tortryggnari í garð ESB, en stjórnvöld. Esko Seppánen, fyrrverandi .★★★* EVRÓPA^ þingmaður kommúnista og nú- verandi þingmaður Vinstra bandalagsins, vann stóran sigur. Hann er einnig í hópi þeirra, sem gagnrýndu stefnu ríkisstjórnar- innar í ESB-málum og einkum tengingu finnska marksins við evrópska myntkerfið, ERM, fyrir rúmri viku. Kosningasigur manna á borð við Váyrynen og Seppánen veld- ur flokksbræðrum þeirra einnig áhyggjum. Aho hefur reynt að halda jafnvægi milli bænda og borgarbúa, þ.e. milli andstæð- inga og stuðningsmanna ESB. Nú er sennilegt að þetta jafn- vægi raskist. Vinstra bandalagið og ráðherrar þess hafa þagað þegar ESB hefur verið rætt í stjórninni. Uppreisn Seppánens getur valdið því að flokksforust- an þurfi að víkja. Þetta gæti einn- ig bundið enda á stjórnarþátttöku Vinstra bandalagsins. Kosningaþátttakan var sú minnsta í 40 ár. Aðeins um 60% kjósenda greiddu atkvæði í kosn- ingunum. Þátttaka var að venju mikil meðal bænda og mennta- manna, en dræm á svæðum þar sem rammt kveður að fátækt og atvinnuleysi. Finnar senda 16 fulltrúa á Evrópuþingið. Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn og Hægri flokk- urinn fengu hver fjóra fulltrúa, Vinstra bandalagið tvo, græn- ingjar einn og Sænski þjóðar- flokkurinn einn. Finnar kusu einnig bæjar- og sveitarstjórnir á sunnudag. Mið- flokknum tókst einnig að bæta við sig í þeim kosningum, en ekki jafn miklu fylgi og í Evrópu- kosningunum. Reuter „Skurt“ stel- ur senunni GRÆN og mjúk sænsk sjónvarps- stjarna, „Skurt“, stal senunni á blaðamannafundi framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins í Brussel í gær. Fréttamenn sögðu að Skurt hefði tekizt það ómögu- lega, að fá talsmann Evrópusam- bandsins til að Ijá sig í skýru og einföldu máli. „Úff, þetta var nókið,“ hvein í Skurt að aflokinni langri útskýr- ingu á viðræðum um viðskipti ESB og Suður-Kóreu með fjarskipta- búnað. „Þetta þýðir að Svíar geta selt miklu fleiri síma þangað,“ svaraði Peter Guilford, talsmaður ESB, fremur kindarlegur. Skurt sat fyrir svörum á blaða- mannafundinum vegna þess að hann er nýjasti kynningarfulltrúi ESB. Sjónvarpsbrúðan, sem nýtur mikilla vinsælda hjá sænskum börnum, hefur verið fengin til að kynna Evrópusambandið fyrir ungu kynslóðinni. „Það er ekki auðvelt að skilja Evrópusambandið og útskýra það síðan fyrir tíu ára gömlum börn- um, sem horfa á þáttinn," segir framleiðandi þátta Skurts, Bengt Roslund. „Þetta er erfiðasta verk- efni, sem við höfum ráðizt í.“ Alemán lýsir yfir sigri yfir Ortega Managua. Reuter. HÆGRIMADURINN Arnoldo Ale- mán lýsti í gær yfir sigri yfir Dani- el Ortega, leiðtoga Þjóðfrelsisfylk- ingar Sandinista, í forsetakosning- unum í Mið-Ameríkuríkinu Nic- aragua á sunnudag og hvatti til þess að frambjóðendurnir tækju höndum saman til að koma í veg fyrir átök í landinu. Ortega sagði hins vegar of snemmt að fullyrða nokkuð um úrslit kosninganna. Þegar um þriðjungur atkvæða hafði verið talin var Alemán með 49% fylgi og hann kvaðst sann- færður um að fá að minnsta kosti helming atkvæðanna. Honum nægir 45% fýlgi til að ná kjöri og komast hjá annarri umferð þar sem kosið yrði milli tveggja efstu fram- bjóðendanna. Ortega var með tæp 40%_ atkvæða. „Eg býð öllum flokkunum að taka höndum saman. Nicaragua þarfnast okkar allra til að segja skilið við fortíðina,“ sagði Alemán í sigurræðu í höfuðstöðvum sínum. Hann hafði veist harkalega að Ortega og Sandinistum í kosninga- baráttunni og varað við því að átök gætu blossað upp í landinu ef þeir kæmust til valda að nýju. „Nú er komið að raunverulegri frelsisbyltingu, byltingu fijáls- lyndu aflanna," sagði einn af stuðningsmönnum Alemáns. Kosningabaráttan var hatrömm, Sandinistar hömruðu á því að Ale- mán nyti stuðnings fyigismanna Anastasios Somoza, fyrrverandi einræðisherra, og Alemán lýsti Ortega sem „laumukommúnista" sem þættist nú vera jafnaðarmað- ur. Forystumenn Sandinista virtust áhyggjufullir en sögðu að ekki væri enn öruggt að Alemán næði kjöri. „Við höfum beðið alla Sandinista um að sýna stillingu, það er of snemmt að lýsa því yfir að einhver hafi sigrað eða tapað.“ Neitaði að fordæma Somoza Sandinistar steyptu Somoza árið 1979, börðust gegn Contra-skæru- liðum, sem nutu stuðnings Banda- ríkjamanna, og stjórnuðu landinu í ellefu ár þar til þeir biðu ósigur fyrir núverandi forseta, Violeta Chamorro, árið 1990. Alemán er fyrrverandi borgar- stjóri Managua og sat um skeið í fangelsi á valdatíma Sandinista. Hann olli ólgu meðal andstæðinga sinna í kosningabaráttunni þegar hann krafðist þess að Sandinistar greiddu fyrir fyrirtæki sem þeir þjóðnýttu. Hann neitaði hins vegar að fordæma Somoza, sagði hann skárri en Sandinista, og sú afstaða er talin hafa kostað hann atkvæði margra miðjumanna. Eftirlitsmenn frá Samtökum Ameríkuríkja sögðu að kosning- arnar hefðu farið lýðræðislega fram og engar tilraunir hefðu ver- ið gerðar til kosningasvika. 1.650 erléndir eftirlitsmenn, þeirra á meðal Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fylgdust með kosningunum, auk 4.380 eftirlits- manna frá Nicaragua. Tilslökun forseta Hvíta- Rússlands fálega tekið Mínsk. Reuter. ALEXANDER Lúkashenko, for- seti Hvíta-Rússlands, ákvað um helgina að fresta umdeildri þjóðar- atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að völd hans yrðu aukin en andstæðingar hans sögðu að því færi fjarri að valdabaráttu forset- ans og þingsins væri lokið. Lúkashenko hafði ætlað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar 7. nóvember en samþykkti á laugar- dag að fresta henni til 24. nóvem- ber. Þann dag ráðgerir þingið þjóð- aratkvæðagreiðslu um þá tillögu sína að forsetaembættið verði lagt niður. Samkvæmt tillögu Lúkashenkos, sem verður borin undir þjóðarat- kvæði, getur forsetinn skipað dóm- ara, helming stjórnlagadómstólsins og helming yfirkjörstjómar. Sagður stefna að einræði Andstæðingar Lúkashenkos sögðu að í þeirri ákvörðun hans að fresta atkvæðagreiðslunni fæl- ist í raun engin málamiðlun. „Hann hefur einfaldlega gert sér grein fyrir að hann verður að virða stjórnarskrána,“ sagði kommún- istinn Sergej Koljakín, leiðtogi stærstu fylkingarinnar á þinginu. Koljakín bætti við að þingið myndi ekki falla frá tillögu sinni um afnám forsetaembættisins nema Lúkashenko drægi sína til- lögu til baka. Stjórnarandstaðan, sem er í meirihluta á þinginu, krefst þess ennfremur að forsetinn hætti við áform um að framlengja kjörtímabil sitt um tvö ár, en því á að ljúka árið 1999. Lúkashenko var kjörinn 1994 og hefur sætt harðri gagnrýni þjóð- ernissinna vegna þeirrar stefnu hans að auka tengsl landsins við Rússland. Þúsundir manna efndu til mótmæla í höfuðborginni Mínsk á laugardag, sökuðu forsetann um að vilja koma á einræði og kröfð- ust þess að hann segði af sér. fólki r r rOOfíl f')Ctí I Jf b\If Ú 80 H8 I ordajtT . 84 klst. (126x40 mín) Markmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhald allt árið. Byrjendum og óvönum gefst kostur á grunnnámi Námið felur í sér dagbókarfærslur, launabókhald, gerð skilagreina um staðgreiðslu og tryggingargjald, lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskatts- skýrslna, afstemmingar, merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna, fjárhags og viðskiptamanna- bókhald í töivu. 64 k/st. (90x40 mín) Almenn tölvufræði Word ritvinnslukerfi Windows stýrikerfi Excel töflureiknir (Ld. áætlun og útboðsgögn) Internet tölvufjarskipti (samband um allan heim) Frír Internet-aðgangur meðan á námi stendur hjá Treknet sem veitir alhliða Internetþjónustu Hafið samband eftir nánari upplýsingum Innifalin er skólaútgáfa fjárhags- og viðskiptamannabókhalds og 30% afsláttur af verðskrá Kerfisþróunar að verðmæti 45.000 kr. ^ Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28, sími: 561 6699, fax: 561 6696
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.