Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 19 Verðbólga ógn- ar síaukinni velsæld íNoregi Ósló. Reuter. RÍKISSJÓÐUR Noregs hefur hagn- azt á hækkunum á olíuverði að undanförnu. I fáum öðrum löndum Evrópu er afgangur á ríkisfjárlög- um, en velsældin getur haft öfug áhrif — leitt til stöðnunar eða verð- hækkana og aukins kostnaðar að sögn fjármálasérfræðinga. Útlitið í norskum efnahagsmál- um hefur sjaldan verið betra. Af- gangur hefur verið á ríkisfjárlögum síðan í fyrra. Noregur er annar mesti hráolíuútflytjandi heims á eftir OPEC risanum Saudi-Arabíu og einn af fimm helztu seljendum gass til meginlands Evrópu. Samkvæmt drögum að fjárlögum 1997 er búizt við afgangi upp á 37.9 milljarða norskra króna 1996 og að hann aukist í 40.9 milljarða króna á næsta ári. Líklega verður afgangurinn meiri, að minnsta kosti 1996. Fjárhagsá- ætlun stjómarinnar 1996 byggðist á olíuverði sem væri 125 krónur. I þess stað hefur það verið 128,50. Gæti raskað jafnvæginu Þrátt fyrir síauknar olíutekjur óttast sérfræðingar að sífelldar hækkanir á verði olíu geti raskað viðkvæmu efnahagsjafnvægi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi minnihlutastjórnar Verkamanna- flokksins er gert ráð fyrir höftum til að halda verðbólgu í skefjum vegna aukinnar eftirspurnar og launahækkana. Þingkosningar eru á næsta ári og telja sérfræðingar líklegt að stjórnarandstaðan muni knýja fast á um aukin opinber útgjöld, sem leiða í sjálfu sér til verðhækkana. Verðbólguþrýstiingur eykst um leið og staða norsku krónunnar styrkist vegna olíuverðhækkana. Efling krónunnar hefur haldið skammtímavöxtum niðri, en Knut Anton Mork, yfirhagfræðingur Handelsbanken, sér blikur á lofti. Hann óttast verðbólgu vegna launa- hækkana og aukinnar neyzlu innan- lands. Hækkunin á gengi krónunn- ar getur haft of örvandi áhrif á efnahaginn, segir hann. Harald Magnus Andreassen, aðalhagfræðibgur Elcon verðbréfa- markaðarins, segir að traustara gengi geti einnig ógnað samkeppn- ishæfni atvinnuveganna. „Ég óttast að við teljum okkur of ríka og hagi okkur samkvæmt því,“ segir hann. „Hátt olíuverð getur leitt til kyrrstöðu í atvinnu- greinum á meginlandinu og öllu efnahagslífinu. Gallinn er að afleið- ingarnar koma ekki í ljós fyrr en eftir 10-20 ár.“ Æ fastar hefur verið lagt að seðlabankanum að hefta hækkun krónunnar. Það hefur leitt til auk- inna afskipta á gjaldeyrismörkuð- um. Bankinn hefur verið tregur til að breyta vöxtum og eiga það á hættu að hleypa af stað verðbólgu. Hófleg bjartsýni í pappírsframleiðslu Minni gróði Finna af pappír en ífyrra Helsinki. Reuter. STÆRSTA tijávörufyrirtæki Finna, UPM-Kymmene Oy, einn helzti framleiðandi dagblaðapappírs í Evrópu, hefur skýrt frá minni hagnaði og er aðeins hóflega bjart- sýnt á horfurnar. UPM segir aukna eftirspurn eftir vönduðum pappir, en fer varlega í að spá um verðlagsþróun. Forstjóri fyrirtækisins telur að verð á dag- blaðapappír verði áfram undir þrýstingi. „Við ættum ekki að vanmeta þetta,“ sagði Juha Niemela á blaðamannafundi þegar hann var að því spurður hvort hann teldi hættu á því að verð á dagblaða- pappír mundi lækka 1997. Hann kvað hætt við því vegna þess að verðið í Evrópu væri enn hærra en annars staðar, en skýrði það ekki nánar. Ekki skortur á dagblaðapappír News Corp og fleiri fjölmiðlafyr- irtæki hafa bent á að ekki sé leng- ur hörgull á dagblaðapappír eins og i fyrra, en hagnaður UPM af dagblaðapappír hefur aukizt og verðið er enn hátt. UPM sagði að offramboð hefði verið nauðsynlegt á sumum mörk- uðum í sumar til að lækka verð á dagblaðapappír — sem var hækkað um 3-10% í janúar — og verðið færi enn nokkuð lækkandi. Hagnaður fyrir sérstök útgjöld lækkaði um 41% í 2.67 milljarða finnskra marka eða 582 milljónir dollara frá janúar til ágúst úr 4.54 milljörðum á sama tíma í fyrra - og er það að miklu leyti í samræmi við markaðsspár. Fyrirtækið býst við að arðsemi það sem eftir er ársins verði svipuð og á fjórum mánuðum til ágústloka - minni en frá janúar til apríl. Bent var á að því væri spáð að hagvöxtur mundi smám saman auk- ast í Evrópu, aðalmarkaðnum, og það mundi auka pappírsnotkunina. Enn væri erfitt að spá um markaðs- verð á tijákvoðu, sem hefur lítið hækkað síðan metverð á henni lækkaði í fyrra. Sala á tímaritapappír hefur minnkað og rekstrarhagnaður þeirrar deildar minnkaði í 1.55 millj- arða marka úr 2.15 milljörðum í fyrra. Rekstrarhagnaður af dag- blaðapappír nemur 856 milljónum marka, en nam 792 milljónum á sama tíma í fyrra. Heildarnettósala minnkaði í 33.82 milljarða úr 35.62 milljörðum þar sem UPM segir að eftirspurn eftir mörgum afurðum sé greinilega minni en í fyrra — þegar fyrirtækið og keppinautar þess skiluðu met- hagnaði. Þriðja stærsta tijávörufyrirtæki Finnlands, Metsa-Serla Oy, er bjart- sýnna en UPM á möguleika vand- aðs pappírs, en hagnaður þess hefur minnkað enn meir - í 254 milljónir marka úr 1.29 milljörðum fyrir ári. Metsa-Serla spáir tapi fjóra síðustu mánuði ársins, þótt búizt sé við hagnaði á árinu í heild. „Markaðsverð á trjákvoðu náði botni í vor og lítils háttar hækkun var sýnilega í lok sumars," sagði fyrirtækið. „Búizt er við að hefjast muni hófleg hækkun á verði vand- aðs pappírs." Sala Metsa-Serla jókst í 9.53 milljarða marka úr 8.64 milljörð- um. tng&fU' Tíunda innsýnin er sjálfstætt framhald Celestine handritsins og er í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. LEIÐARLJ*S ehf. Fyrirlestrar- Ráðgjöf- Námskeið- Útgáfa Dreifingarsími: 567 3240 Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu!“ SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þér eina! WM 20850SN WM 21050SN Við bjóðum á næstu vikum þessar tvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. • Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600-1000 sn./mín. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C. • Ryðfrítt stál í belg og tromlu. UMB0ÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: Rafstofan Hvítárskála Snæfellsbær: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guóni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Ocyggi Vopnaf jörður: Rafmagnsv. Árna M, Neskaupstaður: Rafalda Reyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn GuÓmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stelánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt Vík i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavik: SMITH & NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.