Morgunblaðið - 22.10.1996, Page 19

Morgunblaðið - 22.10.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 19 Verðbólga ógn- ar síaukinni velsæld íNoregi Ósló. Reuter. RÍKISSJÓÐUR Noregs hefur hagn- azt á hækkunum á olíuverði að undanförnu. I fáum öðrum löndum Evrópu er afgangur á ríkisfjárlög- um, en velsældin getur haft öfug áhrif — leitt til stöðnunar eða verð- hækkana og aukins kostnaðar að sögn fjármálasérfræðinga. Útlitið í norskum efnahagsmál- um hefur sjaldan verið betra. Af- gangur hefur verið á ríkisfjárlögum síðan í fyrra. Noregur er annar mesti hráolíuútflytjandi heims á eftir OPEC risanum Saudi-Arabíu og einn af fimm helztu seljendum gass til meginlands Evrópu. Samkvæmt drögum að fjárlögum 1997 er búizt við afgangi upp á 37.9 milljarða norskra króna 1996 og að hann aukist í 40.9 milljarða króna á næsta ári. Líklega verður afgangurinn meiri, að minnsta kosti 1996. Fjárhagsá- ætlun stjómarinnar 1996 byggðist á olíuverði sem væri 125 krónur. I þess stað hefur það verið 128,50. Gæti raskað jafnvæginu Þrátt fyrir síauknar olíutekjur óttast sérfræðingar að sífelldar hækkanir á verði olíu geti raskað viðkvæmu efnahagsjafnvægi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi minnihlutastjórnar Verkamanna- flokksins er gert ráð fyrir höftum til að halda verðbólgu í skefjum vegna aukinnar eftirspurnar og launahækkana. Þingkosningar eru á næsta ári og telja sérfræðingar líklegt að stjórnarandstaðan muni knýja fast á um aukin opinber útgjöld, sem leiða í sjálfu sér til verðhækkana. Verðbólguþrýstiingur eykst um leið og staða norsku krónunnar styrkist vegna olíuverðhækkana. Efling krónunnar hefur haldið skammtímavöxtum niðri, en Knut Anton Mork, yfirhagfræðingur Handelsbanken, sér blikur á lofti. Hann óttast verðbólgu vegna launa- hækkana og aukinnar neyzlu innan- lands. Hækkunin á gengi krónunn- ar getur haft of örvandi áhrif á efnahaginn, segir hann. Harald Magnus Andreassen, aðalhagfræðibgur Elcon verðbréfa- markaðarins, segir að traustara gengi geti einnig ógnað samkeppn- ishæfni atvinnuveganna. „Ég óttast að við teljum okkur of ríka og hagi okkur samkvæmt því,“ segir hann. „Hátt olíuverð getur leitt til kyrrstöðu í atvinnu- greinum á meginlandinu og öllu efnahagslífinu. Gallinn er að afleið- ingarnar koma ekki í ljós fyrr en eftir 10-20 ár.“ Æ fastar hefur verið lagt að seðlabankanum að hefta hækkun krónunnar. Það hefur leitt til auk- inna afskipta á gjaldeyrismörkuð- um. Bankinn hefur verið tregur til að breyta vöxtum og eiga það á hættu að hleypa af stað verðbólgu. Hófleg bjartsýni í pappírsframleiðslu Minni gróði Finna af pappír en ífyrra Helsinki. Reuter. STÆRSTA tijávörufyrirtæki Finna, UPM-Kymmene Oy, einn helzti framleiðandi dagblaðapappírs í Evrópu, hefur skýrt frá minni hagnaði og er aðeins hóflega bjart- sýnt á horfurnar. UPM segir aukna eftirspurn eftir vönduðum pappir, en fer varlega í að spá um verðlagsþróun. Forstjóri fyrirtækisins telur að verð á dag- blaðapappír verði áfram undir þrýstingi. „Við ættum ekki að vanmeta þetta,“ sagði Juha Niemela á blaðamannafundi þegar hann var að því spurður hvort hann teldi hættu á því að verð á dagblaða- pappír mundi lækka 1997. Hann kvað hætt við því vegna þess að verðið í Evrópu væri enn hærra en annars staðar, en skýrði það ekki nánar. Ekki skortur á dagblaðapappír News Corp og fleiri fjölmiðlafyr- irtæki hafa bent á að ekki sé leng- ur hörgull á dagblaðapappír eins og i fyrra, en hagnaður UPM af dagblaðapappír hefur aukizt og verðið er enn hátt. UPM sagði að offramboð hefði verið nauðsynlegt á sumum mörk- uðum í sumar til að lækka verð á dagblaðapappír — sem var hækkað um 3-10% í janúar — og verðið færi enn nokkuð lækkandi. Hagnaður fyrir sérstök útgjöld lækkaði um 41% í 2.67 milljarða finnskra marka eða 582 milljónir dollara frá janúar til ágúst úr 4.54 milljörðum á sama tíma í fyrra - og er það að miklu leyti í samræmi við markaðsspár. Fyrirtækið býst við að arðsemi það sem eftir er ársins verði svipuð og á fjórum mánuðum til ágústloka - minni en frá janúar til apríl. Bent var á að því væri spáð að hagvöxtur mundi smám saman auk- ast í Evrópu, aðalmarkaðnum, og það mundi auka pappírsnotkunina. Enn væri erfitt að spá um markaðs- verð á tijákvoðu, sem hefur lítið hækkað síðan metverð á henni lækkaði í fyrra. Sala á tímaritapappír hefur minnkað og rekstrarhagnaður þeirrar deildar minnkaði í 1.55 millj- arða marka úr 2.15 milljörðum í fyrra. Rekstrarhagnaður af dag- blaðapappír nemur 856 milljónum marka, en nam 792 milljónum á sama tíma í fyrra. Heildarnettósala minnkaði í 33.82 milljarða úr 35.62 milljörðum þar sem UPM segir að eftirspurn eftir mörgum afurðum sé greinilega minni en í fyrra — þegar fyrirtækið og keppinautar þess skiluðu met- hagnaði. Þriðja stærsta tijávörufyrirtæki Finnlands, Metsa-Serla Oy, er bjart- sýnna en UPM á möguleika vand- aðs pappírs, en hagnaður þess hefur minnkað enn meir - í 254 milljónir marka úr 1.29 milljörðum fyrir ári. Metsa-Serla spáir tapi fjóra síðustu mánuði ársins, þótt búizt sé við hagnaði á árinu í heild. „Markaðsverð á trjákvoðu náði botni í vor og lítils háttar hækkun var sýnilega í lok sumars," sagði fyrirtækið. „Búizt er við að hefjast muni hófleg hækkun á verði vand- aðs pappírs." Sala Metsa-Serla jókst í 9.53 milljarða marka úr 8.64 milljörð- um. tng&fU' Tíunda innsýnin er sjálfstætt framhald Celestine handritsins og er í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. LEIÐARLJ*S ehf. Fyrirlestrar- Ráðgjöf- Námskeið- Útgáfa Dreifingarsími: 567 3240 Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu!“ SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þér eina! WM 20850SN WM 21050SN Við bjóðum á næstu vikum þessar tvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. • Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600-1000 sn./mín. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C. • Ryðfrítt stál í belg og tromlu. UMB0ÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: Rafstofan Hvítárskála Snæfellsbær: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guóni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Ocyggi Vopnaf jörður: Rafmagnsv. Árna M, Neskaupstaður: Rafalda Reyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn GuÓmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stelánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt Vík i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavik: SMITH & NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.