Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 UR VERIIMU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Vaxandí áhugí á asískrí matargerð Morgunblaðið/Þorkell HILDUR Arnardóttir í verslun sinni Kryddkofanum. Ahugi Islendinga á asískrí matargerð eykst stöðugt. Ein þeirra verslana sem selja aust- uríenska matvöru er Kryddkofínn í Skeif- unni. Hildur Einars- dóttir skoðaði úrvalið með leiðsögn eigandans, Hildar Amardóttur. VERSLUNIN Kryddkofínn flutti ný- lega í Skeifuna, en var áður til húsa á Hverfísgötunni. Kryddkofinn selur eingöngu austurlenskar matvörur. Hildur Amardóttir rekur verslunina, ásamt eiginmanni sínum, Gilbert Khoo. Sagði hún að verslunin hefði stækkað um helming við flutninginn og vöruvalið aukist að sama skapi. Kryddkofínn flytur einkum inn krydd, sósur, hrísgrjón, núðlur, nið- ursoðna ávexti og ferskt, austur- lenskt grænmeti eins og kóríander, langar baunir, chili, Soy Sam og ýmiss konar grænt grænmeti. „Það em helst Asíubúar sem kaupa þessar vörur en íslendingun- um fjölgar stöðugt sem vilja prófa sig áfram með indverska, tælenska, kínverska og japanska rétti. íslend- ingar eru famir að ferðast töluvert til Asíulanda þar sem þeir kynnast þessari fæðu,“ sagði Hildur. Kryddkofínn hefur verið með kynningar á vörum sínum á laugar- dögum. „Við fáum asískar konur til að matreiða eitthvað gott og látum uppskriftir að réttunum fylgja með. Við seljum líka tilbúinn, heitan mat í hádeginu og hefur það komið vel út.“ Það má geta þess að þau hjónin reka tvo veitingastaði í Reykjavík, Sjanghæ á Laugaveginum og Fu Man Chu á Grensásveginum. Núðlusúpurnar vinsælastar Hildur kvað núðlusúpumar einna vinsælastar af því sem þau hafa á boðstólum. Með þeim fylgdi krydd- poki og væri fljótlegt að matreiða súpumar. Heitu vatni væri hellt yfír núðlumar og beðið í þijár mínútur. Síðan mætti setja bæði kjöt og græn- meti út í. Súpurnar væm til bæði mildar og sterkar. Einnig þættu kín- versku sveppimir góðir í kjöt og grænmetisrétti. Tælensku jasmín- hrísgijónin seldust líka eins og heitar lummur. Hægt væri að kaupa þau í eins kílóa pakkningum og upp í fímmtíu kílóa poka. „Það er fljótlegt að sjóða hrísgijónin og ekki þarf að krydda þau, því jasmínbragðið er afar gott. Einnig er lyktin góð sem kemur meðan á suðunni stendur," segir Hildur. Ekki langt frá hrísgijónunum eru innpakkaðar hvítar kökur sem minna helst á átján tommu pizzubotna. Aðspurð segir Hildur að þetta séu hrísgijónablöð frá Kína. „Þau eru bökuð í ofni og þeim er vafíð utan um kjöt eða grænmetisrétti. Við er- um líka með vorrúlludeig, sem einnig er hægt að setja utan um réttina." Fjölmargar kryddtegundir Hvað þarf fólk að eiga í skápnum hjá sér þegar það fer að búa til asísk- an mat? „Til að matreiða kínverskan mat þarf að eiga kínverska soja sósu, hoisínsósu, ostrusósu, engifer og þriðja kryddið. Einnig er ágætt að eiga súrsætar sósur. Þegar verið er að matbúa tælenskan mat er nauð- synlegt að eiga karrímauk, kókos- hnetumjólk, sítrónugras, ferskt eða þurrkað, fískisósu, sæta sojasósu og galangan sem er sæt engiferrót og ekki má gleyma edikinu. Hægt er að velja um mjög margar indverskar kryddtegundir við indverska matar- gerð. Mikið er beðið um kóríander, kumín, tandoori, tumerik og bay lauf.“ Aðspurð sagði Hildur að fólk gæti drukkið hvað sem er með asískum réttum. Þegar hún væri í heimsókn hjá tengdafólkinu í Malasíu, væri venjulega boðið upp á jasmín te og svart te sem hún segir létt og gott með matnum en til eru margar te tegundir í versluninni. „Svo er gott að fá sér austurlenska, niðursoðna ávexti eftir matinn, eins og lychees, rambutan og longan. Avextimir bragðast vel með ís.“ Halda verðinu niðri Hildur segir þau reyna að halda verð- inu niðri. Það geti þó verið dýrt að kaupa inn í fyrsta skipti en þá sé kaupandinn Iíka kominn með ákveðna undirstöðu fyrir fleiri rétti. Stundum eigi fólk ýmislegt sjálft eins og engifer og hvítlauk. Hildur gengur með okkur um verslunina og bendir á ýmislegt fleira eins og nuddolíur, plástra og krem sem kallast Tiger balm og á að eyða hvers kyns eymslum. Hún segir að það sé afar gott að bera tígriskrem- ið á bringuna ef menn eru með slæmt kvef, það leysi upp óþverra í öndun- arfærum. Við rekum líka augun f ýmiss konar sælgæti eins og jap- anskt gúmmí og bananasnakk. Við látum fylgja með uppskrift að kjúklingarétti sem Hildur mælti með: Tandoori masala kjúklingur Fyrir I jóra. 600 g kjúklingabringur, _______pöru og beinlausor._________ 1 msk. Ghee eða mgtarolio. 'h tsk. hvítlauksduft. 1 sm söxuð engiferrót.______ 1 smátt saxaóur salatlaukur. V2 tsk. chili duft. _______'h tsk. tandoori masala.____ _________1 tsk. karrí mouk. _______ _______V2 tsk. garam masala._______ 2 ferskir tómatar, skornir í bita. Smá salt. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er orðinn brúnn. Setjið allt kryddið á pönnuna ásamt smá vatni svo það festist ekki allt við pönnuna. Steikið í fimm mín- útur. Kjúklingurinn er borinn fram með hrísgrjónum, chutney, popdums, naan brauði eða chapati. íslenskt í sviðsljósinu ÞRIÐJI hver aðspurðra í könnun átaksins íslenskt, já takk, velur ís- lenska vöru beinlínis vegna hvatning- ar frá átakinu. Könnunin var gerð fyrr á þessu ári og þar kemur einnig fram að þeim hefur fjölgað um 10% milli ára sem vísa beint til átaksins. Þá hafa endurteknar kannanir ÍM- Gallups leitt í ljós að vel yfír 90% neytenda telja íslenska vöru betri eða jafngóða erlendri vöru. Slagorð í haust er íslenskt,já takk, ég kaupi það!, en átakið er nú að hefjast í fjórða skipti. Áhersla er lögð á að benda neytendum á að með kaupum á innlendri vöru geri þeir góð kaup um leið og þeir styrki at- vinnulífið í landinu. I frétt frá Sam- tökum iðnaðarins segir að átakið hafí vakið mikla athygli og góður árangur þess hafí orðið til þess að samstarf aðila vinnumarkaðarins um kynningarátakið, sem upphaflega átti aðeins að standa út árið 1993, sé enn í fullum gangi. Þátttaka sveitarfélaga Framkvæmd átaksins er nú með öðru sniði en verið hefur. Því er fyrst og fremst ætlað að skapa andrúms- loft eða umhverfí til að selja og kynna íslenska vöru og þjónustu, með fram- leiðslu og dreifingu auglýsinga og kynningarefnis. í ár leituðu fram- kvæmdaaðilar átaksins einnig til sveitarfélaganna um samstarf og tóku þau þeirri málaleitan vel. Sveit- arfélögin hafa annars vegar tekið innkaupastefnuna til umfjöllunar og hins vegar staðið að undirbúningi og skipulagningu vikudagskrár í hveij- um landshluta i haust. íslenskir dagar um allt land Sveitarfélögin leggja áherslu á að draga fram það jákvæða sem er að gerast í atvinnulífínu á hveijum stað. Viðburðimir munu einkennast af kynningu á íslenskum vörum og þjónustu, listum, menningu og at- vinnulífí hvers svæðis. íslenskir dag- ar verða á Suðurlandi dagana 21.-27. október, á Norðurlandi 28. október til 3. nóvember, á Vestfjörð- um og Vesturlandi 4.-10. nóvember, á höfuðborgarsvæðinu og Austur- landi 11.-17. nóvember og á Suður- nesjum 18.-24. nóvember. Júpiter fann gjöfula síldartorfu Góð veiði á „gömlumu síld- armiðum „VEIÐIN er hreint frábær. Við fund- um þessa síld fyrir hreina tilviljun. Sögðum frá því og ákváðu menn að drífa sig í þetta. Það hefur verið al- veg fantaveiði og hafa síldarskipin verið að fá þetta 500, 600, 700 og 800 tonna köst. Það er ljóst að tölu- vert er af síld þarna, stórar og mikl- ar torfur,“ sagði Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpiter ÞH í samtaii við Verið í gær, en þá var Júpiter á leið á síldarmiðin á ný eftir að hafa land- að 200 tonnum til vinnslu hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar. Þrátt fyrir að Júpiter taki 1.300 tonn í einu, má hann aðeins veiða 200 tonn í einu þar sem sfldin er flökuð og fryst til manneldis á Þórshöfn og ekkert fer í gúanó. Óvart yfir lóðningarnar „Við vorum byijaðir á loðnu, en það hefur aftur á móti ekkert viðrað til loðnuveiða fyrir vestan undan- farna tíu daga þannig að ákveðið var að senda okkur á síld tímabundið eða þar til úr rættist á loðnumiðunum," sagði Lárus. „Á leiðinni keyrðum við yfír þessa torfu, sem er tvær til þijár mílur út af Borgarfirði eystri, en á þessum slóðum hefur ekki sést síld í ein fimmtán ár. Við lentum óvart yfír þessar lóðningar þama eftir að menn voru í þijár vikur búnir að hanga nánast á engu suður í Beru- fjarðarál þar sem eru hefðbundin síldarmið. Menn voru að vonum orðn- ir úrkula vonar og pirraðir.“ Lárus segir síldina á þessum slóð- um vera mjög væna og góða. Menn hafí verið komnir í smásíldina sunnar í Berufjarðarálnum, en ljóst sé að síldveiðiskipin muni halda sig þarna eitthvað áfram. „Við erum hinsvegar á loðnu og munum sinna þeim veiði- skap. Eigum ekki mikinn síldarkvóta, en ef það leggjast hæðir yfír Græn- land og þessar lægðir renna hér hjá, þá verður sundið á milli íslands og Grænlands, þar sem loðnan er, gjör- samlega ófært og það ástand getur varað í marga daga.“ Þrátt fyrir rysjótta tíð og ófærð, segir Lárus loðnuskipin hafa verið að bagsa á miðunum. Þau hafí hinsvegar gefíst upp í fyrradag og farið í land. Sem JVÍorgunblaðið/Ágúst Blöndal , UM ÞRJÚ þúsund tonn af síld hafa verið unnin hjá Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað þaðan sem þessi mynd er. stendur væri því ekkert loðnuskip á miðunum fyrir vestan og engin breyt- ing væri fyrirsjáanleg á veðurhamn- um á loðnumiðunum fyrir vestan út vikuna. „Við þurfum að fá breytingu á veðrakerfinu, hæðina yfír Græn- landi í burtu og þá fer þetta að koma.“ Lárus sagði að undanfarin fímm til sex ár hafi ekki tekist að veiða loðnu í októbermánuði. Hún hafí ekki gefíð sig fyrr en nú og þætti mönnum því illt í efni að veðr- ið þurfí að spilla fyrir þar sem hún væri í veiðanlegu standi. „Á meðan þetta veðrakerfí helst, dundum við okkur í síldinni og förum á loðnu um leið og hann gefur." Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva var í gær- morgun búið að tilkynna veiðar á þrettán þúsund tonnum af síld. Þar af hafa um þijú þúsund tonn farið til frystingar, rúm fímm þúsund tonn til söltunar og jafnmikið í bræðslu. Móttökustaðir fyrir síld eru orðnir þréttán talsins og hefur Síldarvinnsl- an í Neskaupstað tekið á móti mestu magni, rúmum þijú þúsund tonnum. Lítið af fiski í haustrallinu „VIÐ höfum fengið lítið af fiski það sem af er,“ sagði Ólafur Karvel Páls- son, leiðangursstjóri á rannsókna- skipinu Bjama Sæmundssyni, sem nú er í svokölluðu haustralli Ha- frannsóknastofnunar ásamt Múla- berginu frá Ólafsfirði sem leigt var í rallið. Leiðangursstjóri á því er Ein- ar Hjörleifsson. Leiðangurinn hófst 2. október síð- astliðinn og er því rúmlega hálfnaður í það heila. Rannsóknaskipið Bjami Sæmundsson er nú statt fyrir austan land, búið að spanna grunnslóðina frá Reykjanesi, vestur og norður um landið og hyggst loka hringnum á næstu dögum. Grálúðan ofveidd „Við erum aðallega að veiða þorsk og annan botnfísk á grunnslóðinni. Múlabergið er aftur á móti á djúpslóð- inni og hefur verið að kanna grálúðu- slóðina djúpt norður af landinu að undanfömu, en hefur líka verið vestur 0g austur af landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem grálúðusvæðið er tekið með í þessa könnun. Við erum að auka rannsóknir á henni því um er að rseða mikilvægan nyljastofn, sem er í mjög slæmu ástandi þannig að brýnt er að fá góða mælingu á hon- um. Kvóti hefur verið í grálúðunni í nokkur ár. Samt sem áður hefur hún verið ofveidd. Til stóð að taka djúp- karfa inn í þetta i ár. Ekki gat orðið af því nú þannig að það verkefni verð- ur að bíða næsta árs. Ennþá er of snemmt að segja nokkuð til um niður- stöður enda rallið rétt hálfnað, en það sem af er, hefur aflinn verið fremur dræmur. Hvað það kann að tákna, bíður nánari skoðunar enda á eftir að vinna úr gögnum. Við erum hvorki bjartsýnir né svartsýnir auk þess sem benda má á að svona rannsóknir verða að vera í gangi a.m.k. í fímm ár til að hafa eitthvert vægi og einhveija viðmiðun við þekktar stærðir," segir Ólafur Karvel. Haustrall er tiltölulega nýtt verk- efni í þessu samhengi og í reynd er þetta í fyrsta skipti sem farið er í haustrall með þetta miklum umsvifum á tveimur skipum. Aðalrall Hafró fer hinsvegar fram í marsmánuði á ári hveiju og hefur það staðið yfir síðan 1985 eða frá upphafí kvótakerfísins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.