Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 45 GÍSLIBORGFJÖRÐ JÓNSSON + Gísli Borgfjörð Jónsson var fæddur í Reykjavík 20. október 1928. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 11. október síðast- liðinn. Foreldrar Gisla voru Þor- björg Samúelsdótt- ir og Jón Erlends- son. Arið 1951 kynn- ist Gísli konu sinni Sjöfn Helgadóttur, f. 17.11. 1936 og kvæntust þau 22.10. 1960, og varð þeim sex barna auðið. Útför Gísla fór fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 21. október. Nú kveðjum við þig, kæri frændi, og þökkum þér allar sam- verustundirnar sem við áttum með þér og Sjöbbu því alltaf var talað um ykkur í sömu andránni. Svo lengi sem við systur munum hefur þú verið í lífi okkar, þú og mamma óiust upp saman og var samband ykkar mjög náið og sérstakt alla tíð. Eftir að mamma dó 1967 hélst þú áfram sambandi við okkur og var ekkert sem þú og Sjöbba vild- uð ekki fyrir okkur gera, enda notuðum við okkur það óspart, og voru mörg vandamál leyst í eld- húsinu á „Grettó", enda voru frásagnar- hæfileikar þínir og skopskyn með ein- dæmum. Fyrir tíma sjónvarps og myndbands, þegar fólk hafði tíma til að hittast, var oft setið á kvöldstundum við hlátur, spil og söng og þá naust þú þín vel því ekki var til sá argasti fýlupúki sem þú komst ekki til að hlæja. Ekki var skóla- ganga þín löng en sjáifmenntaður varst þú og last allar bækur og fræðirit sem þú komst yfir, enda ber bókasafn þitt vitni um það. Mikið hafðir þú gaman af að spyija okkur krakkana spurninga og brostir þú ef svörin voru rétt en hristir höfuðið yfir svörunum ef þau voru röng. Hestamennska og laxveiði áttu mikinn þátt í lífi þínu enda sameinaðist fjölskylda þín í þessum áhugamálum með þér. Oft var glatt á hjalla í ykkar ferðum enda varst þú mikill söngmaður og gleymum við seint góðum stundum er þú og Kjartan í Sand- hólum sunguð saman svo undir tók. En lífið líður hratt og við eignuð- umst fjölskyldur og fengu makar okkar og börn að kynnast þér á sama hátt og við. En þú veiktist svo snöggt að líf þitt breyttist á einum degi, en allt- af varst þú jafn góður við okkur er við birtumst óvænt. En það var eins og lífsneistinn hyrfi úr augum þínum, er þú misstir einkason þinn Valda af slysförum árið 1992, aðeins 38 ára gamlan. Var hann okkur öllum harmdauði því Valdi var okkur bróðirinn sem við eignuðumst ekki. Kæri frændi, nú vitum við að þú hefur hitt hann og aðra ástvini á grænum grundum í paradís. Við biðjum góðan guð að geyma Sjöfn og dætur ykkar og íjölskyld- ur þeirra á þessari stundu. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið. rótt. Nú sæll er sigur unnin og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Hvíl þú í friði, kæri frændi. Þínar frænkur, Ólafía (Lóa) og Ósk. Inn í minningargrein um Gísla Borgfjörð Jónsson á blaðsíðu 35 í Morgunblaðinu sunnudaginn 20. október síðastliðinn slædd- ust slæmar villur. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðing- ar á mistökunum og birtir hér greinina að nýju. t Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, HARPA STEINARSDÓTTIR, Birkihlfð 7, Sauðárkróki, lést af slysförum 19. október. Steinar Skarphéðinsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Helga Steinarsdóttir, Tryggvi Ó. Tryggvason, Hafdís Halldóra Steinarsdóttir, Hörður Þórarinsson, Hlín Steinarsdóttir, Jósef Kristjánsson, og systradætur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, DAGIMÝ MAGNÚSDÓTTIR frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, Dalalandi 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Heimahlynningu Krabba- meinsfélags (slands. Þórarinn V. Grímsson, Þorbjörg H. Grímsdóttir, Magnús V. Gri'msson, Ástríður S. Grímsdóttir, Kolbeinn Grfmsson, Hulda D. Grfmsdóttir, Þóra G. Grímsdóttir, Sigrún B. Grímsdóttir, Emil Sigurðsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Guðbjörn Dagbjartsson, Ingibjörg Di's Geirsdóttir, Atli S. Ingvarsson, Lovísa Heiðarsdóttir, Kjartan Valdimarsson, Gunnar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. RAÆÞAUGL YSINGAR Kæri íbúðareigandi Föður og dóttur bráðvantar góða íbúð frá 1. nóvember. Algjör reglusemi, skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Góð meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 588 1750 og 853 7124. Viðskipti og þjónusta Traust fyrirtæki á Vestfjörðum með góð sam- bönd óskar eftir umboðum fyrir hverskonar viðskipti og þjónustu. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlega sendið nafn og símanúmertil afgreiðslu Mbl., merkt: „V - 1407“, fyrir 5. nóvember. Sumarbústaðaland Óska eftir sumarbústaðalandi suðvestan- lands í skiptum fyrir Lödu Sport árg. ’93. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 5. nóv., merkt: „Land - 96“. ÓSKASTKEYPT Antík - gjafavara Nýkomnar vörur. Ein stærsta antíkverslun landsins. Opið virka daga frá kl. 12-18, laugardaga frá kl. 12-16. BÖRG sími 552 4211. Erró-máiverk Leitum að góðu verki eftir Erró. Höfum kaupendur að góðum módelmyndum eftir Gunnlaug Blöndal. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Opið virka daga frá kl. 12-18, laugardaga frá kl. 12-16. BORG sími 552 4211. Utboð - innréttingar bæjarskrifstofu Bæjarsjóður Garðabæjar óskar eftir tilboðum í innréttingar bæjarskrifstofu í Garðabæ. IJm er að ræða 1250 fm skrifstofuhúsnæði. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. mars 1997. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofum Garðabæjar frá og með mánudeginum 21. október 1996 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til bæjarverkfræðingsins í Garðabæ fyrir kl. 11.00 þann 8. nóvember 1996, þar sem þau verða opnuð að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu ca 60 fm skrif- stofuhúsnæði á svæði 112, Ártúnshöfða. Upplýsingar í síma 587 9044 eða 487 8700. Svör óskast send á fax 587 9044 eða á af- greiðslu Mbl. merkt: „S - 4352“. Járnsmíðavélar Við leitum að lítið notuðum vélum til notkunar fyrir framleiðslu okkar á stáltoghlerum, m.a.: Plötuvalsi fyrir allt að 12 mm efnisþykkt x 2500 mm. Valsi fyrir rúnnjárnsstangir og annað stangarjárn. Hjakksög fyrir allt að 200 mm efni. Súluborvél fyrir allt að 50 mm bora. Hlaupaketti, 4-5 tonna. J. Hinriksson ehf., Súðarvogi 4, sími 588 6677, bréfsími 568 9007. Smá ouglýsingor FÉLAGSLÍF □ Fjölnir 5996102219II11 Frl. D Edda 5996102219 I 1 Frl. □ Hlín 5996102219 VI 2 AD KFUK, Holtavegi. Ferð i Skálholt. Maeting á Holtavegi kl. 18.15. Brottför kl. 18.30. Léttur kvöldveröur, helgistund og kaffi. I.O.O.F. Rb. nr. 1 = 14610228 - 9.II* SJL Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Útsala í Flóamarkaðsbúðinni, Garðastræti 6, þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 13-18. Mikið af góðum fatnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.