Morgunblaðið - 02.11.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 02.11.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjórburasysturnar héldu upp á átta ára afmæli sitt heima og í skólanum Gaman í skólanum - en jafnvel skemmtilegra ef maður á afmæli SUMIR skóladagar eru í huga barna enn skemmtilegri en aðrir. Það eru afmælis- dagarnir. Einn slíkur rann upp í gær í Varmárskóla í bekk 3. EG og að þessu sinni var tilefnið fjórfalt. Systurnar og fjórburarnir Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur voru prúð- búnar í rauðri peysu og svörtum skokk enda orðnar átta ára. Þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði átti einmitt að syngja afmælissönginn. Undir stjórn Eddu Gísladóttur, umsjónarkennara bekksins, var sunginn sérstakur söngur, sem er sannarlega enginn venjulegur afmælissöngur. Það var sungið, klappað og trommað til heiðurs afmælisbörnun- um. Þegar spurt var hveijir væru orðn- ir átta lyftu flestir í bekknum upp hendi en svo kom í ljós að nóvember var sann- kallaður afmælismánaður en auk fjór- buranna eiga þrír aðrir einnig afmæli í mánuðinum. „Ég á afmæli eftir níu daga, en það er á laugardegi," sagði Axel hálf- svekktur en auðvitað á að syngja fyrir hann, fyrsta skóladag eftir afmælið. Bekkjarsystkinin Sigfríð og Steinar Þór upplýstu blaðamann að það væri gaman í skólanum á afmælisdögum. „Stundum er komið með kökur og nammi,“ sögðu þau. „Þá má líka stríða," gall í öðrum. Krakkarnir bættu þó við og tóku fram að aðeins mætti stríða í góðu. Systurnar höfðu ólíkar hugmyndir um hvað skemmtilegast væri að gera í skólanum. Elínu finnst mest varið í að lita, Brynhildi þykir skemmtilegast í lestri og Diljá í frímínútum, en þá má leika sér að vild. Alexöndru þykir valið best en þá fær hún að ráða hvað hún lærir. Vinkonur hennar Linda og Tinna voru henni alveg sammála. Eftir afmælissönginn gleymdu sér all- ir við að klippa út lestrartré og lestrar- orma. Það verkefni er þáttur í norrænu lestrarkeppninni, Mími, en fyrir hveija bók sem börnin lesa hengja þau orm á lestrartréð. Verkefni barnanna er að vinna úr efni bóka og túlka það á vegg- spjaldi. Að sjálfsögðu eiga foreldrar síð- an að fylgjast með og aðstoða börn sín við að skilja efnið. 1 Éj ■ ! ' - :í' mi | r - wmmi iwmmí:- 'mmmi ttmmii jiitfBiH . ! MHKfð Morgunblaðið/Golli AFMÆLISSÖNGUR er sunginn í hvert sinn sem einhver í 3. EG í Varmárskóla á afmæli. Tinna og Axel tóku vel undir í söngnum en í þetta sinn var sungið fjór- um sinnum fyrir fjórburasystumar. Morgunblaðið/Kristinn SYSTURNAR og gestir þeirra áttu örlítið bágt með að tolla á mynd, því það var svo ósköp skemmtilegt í fjórföldu átta ára afmæli. Frumvarp um tilskipun ESB um vinnuvernd barna „Gengið eins langt og hægt er“ Þingvallaprestakall Gamlan Árnesing langar heim SÉRA Heimir Steinsson, út- varpsstjóri, hefur sótt um stöðu sóknarprests í Þingvallapresta- kalli, fyrstur manna eftir að staðan var auglýst. Ástæðu þess segir hann vera einfald- lega þá, að „gamlan Árnesing langi heim,“ og verst frekari yfirlýsinga af þessu tilefni. Umsóknarfrestur um presta- kallið rennur út 30. nóvember nk., og hefur samkvæmt upp- lýsingum frá Biskupsstofu eng- in önnur umsókn borizt enn sem komið er. Það hefur þótt nokkuð óvenjulegt, að umsókn séra Heimis skyldi kunngjörð svo snemma, en að sögn Bald- urs Kristjánssonar, biskupsrit- ara, gaf Biskupsstofa ekki út neina tilkynningu um umsókn hans. Það hafi orðið opinbert eftir öðrum leiðum. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra mælti á Alþingi á fímmtudag fyrir frumvarpi á breytingu á lög- um um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem er ætlað til að innleiða ákvæði tilskip- unar Evrópusambandsins frá 1994 (94/33) um vinnuvemd barna og ungmenna, sem ísland er skuld- bundið til að gera samkvæmt EES-samningnum, en dráttur hef- ur orðið á vegna ágreinings um það hvernig hægt sé að fram- fylgja tilskipuninni en jafnframt tryggja, að íslenzkum unglingum sé eftir sem áður heimilt að stunda launavinnu, eins og hefð er fyrir hér á landi. Ráðherrann sagði frumvarpið í öllum meginatriðum í samræmi við tillögur nefndar, sem í áttu sæti m.a. fulltrúar vinnumarkað- arins og vann að undirbúningi þess að ísland gæti framfylgt umræddri tilskipun ESB án þess að umbylta hérlendri hefð fyrir atvinnuþátttöku barna og ungl- inga. Ráðherra sagði að með frum- varpinu væri eins langt gengið og mögulegt sé til að tryggja áfram- haldandi möguleika unglinga til atvinnuþátttöku, en framfylgja jafnframt ákvæðum tilskipunar- innar um bann við bama- og ungl- ingavinnu. Þetta er gert með því að setja þá meginreglu, að börn megi ekki ráða í vinnu, en skilgreindar ítar- lega undantekningar frá henni, sem heimili vinnu barna og ungl- inga eftir tilteknum reglum, sem setja m.a. hámark á vinnutíma þeirra, sem er mismunandi eftir aldurshópum. Stangast á við sjómannalög Jóhanna Sigurðardóttir kvað í umræðum um frumvarpið það myndu stangast á við sjómanna- lög, þar sem unglingum undir 18 ára aldri yrði samkvæmt ákvæðum frumvarpsins ekki heimilt að vinna slíkan vinnutíma eins og tíðkast á sjó. Einnig gæti það, að mati Jó- hönnu, stangazt á við reglur um heilsdagsskóla. Dagblaðið The Virginian Pilotum fiskréttaverksmiðju Iceland Seafood Stærsta fjár- festing í borg- inni frá 1986 225 STÖRF skapast í borginni Newport News í Virginíufylki, þeg- ar ný fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood tekur þar til starfa um mánaðamótin ágúst/september 1997. í dagblaðinu The Virginian Pilot var fyrir skömmu greint frá því, að fjárfesting Iceland Seafood væri hin stærsta í borginni frá því að Canon-fyrirtækið opnaði þar verksmiðju árið 1986. í frétt blaðsins er tíundað, að fjárfesting Iceland Seafood nemi meira en 19 milljónum dollara, eða um 1,3 milljörðum króna. Haft er eftir Howell Carper, forstjóra Ice- land Seafood, að fyrirtækið hafi viljað ráðast í þessa stóru fjárfest- ingu, þar sem þarfir viðskiptavina þess hafi breyst og fyrirtækið þurfí að bregðast við því. Þá er haft eftir forstjóranum, að um 100 starfsmenn fylgi fyrirtæk- inu frá fyrri verksmiðju í Camp Hill, en 125 heimamenn verði ráðn- ir til viðbótar. Þá megi reikna með, að starfmönnum eigi eftir að fjölga og þeir verði allt að 350 talsins. Byijunarlaun starfsmanna verða að meðaltali 8 dollarar, eða um 340 krónur á tímann en geta farið í allt að 10 dollara eða 680 krónur með uppbótum. Þá kemur einnig fram í frétt- inni, að með fiutningi verksmiðj- unnar reiknar Iceland Seafood með að lækka flutningskostnað vöru um 600 þúsund dollara á ári, eða um 40 milljónir króna, vegna nálægðar við höfnina í Hampton Road og þykir hagur hafnarinnar vænkast mjög við þessi viðskipti. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Col- umbia Ventures Aðilar hafa færst nær sam- komulagi JIM Hensel, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Columbia Vent- ures, segir að viðræður fyrir- tækisins við Landsvirkjun og íslensk stjómvöld á síðustu dögum hafi fært aðila nær endanlegu samkomulagi um byggingu nýs álvers við Grund- artanga. Hensel vildi ekki tjá sig um ummæli Kurts Wolfensberger, framkvæmdastjóra álsviðs Alusuisse-Lonza, sem höfð voru eftir honum í Morgun- blaðinu á þriðjudag um að ekki væri arðbært að reisa lítil ál- ver, líkt og fyrirhugað væri við Gmndartanga. Hann sagði á hinn bóginn augljóst að fyrir- tækið íhugaði ekki byggingu álvers hér á landi nema að stjórnendur fyrirtækisins teldu þau áform arðbær. Fundargerðir birtar í nóvember Að sögn hans er stefnt að því að formlegar fundargerðir um viðræðumar verði birtar um miðjan nóvember en sagði of snemmt að segja til um hvað í þeim fælist. Þess væri þó vænst að í þeim skjölum væru áform fyrirtækisins og samstarf þess við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld útfærð nánar. Jim Hensel fullyrti að stefnt væri að því að lokaákvörðun um áform fyrirtækisins yrði tekin fyrir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.