Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGTJNBLAÐIÐ NEI, nei, Árni minn, ekkert gítarsóló góði . . . Þáttur um tölvufyrirtæki í Hveragerði sýndur í kandadísku sjónvarpi EINAR B. Bragason í tölvuveri Smart Net í Hveragerði. Hundrnð þúsunda heimsóttu heimasíðu Smart Net Hveragerði. Morgunblaðið. KANADÍSKIR sjónvarpsmenn komu hingað til lands í júnímán- uði gagngert til þess að gera sjónvarpsþátt um alnetsþjón- ustuna Smart Net í Hveragerði. Þann 15. október síðastliðinn var þátturinn síðan sýndur á Disco- very Channel í Kanada. Er skemmst frá því að segja að eft- ir að þátturinn fór í loftið hafa allar línur verið rauðglóandi hjá Smart Net í Hveragerði. Einar B. Bragason, eigandi Smart Nets, segist hafa verið að vinna í tölvuveri fyrirtækis- ins nóttina sem þátturinn var sýndur. Skyndilega tók hann eftir því að eitthvað mikið var að gerast á miðlaranum. „Ég hélt að kerfið væri bilað svo ég endurræsti það en „bilanirnar“ héldu áfram þátt fyrir það. En þegar mér fór að berast fjöldi bréfa í tölvupósti þar sem fólk lýsti ánægju sinni með þáttinn gerði ég mér grein fyrir því að kerfið var ekki bilað heldur voru heimsóknirnar svo margar að það réð ekki við álagið.“ Bandbreiddin sem Smart Net hefur yfir að ráða ræður við u.þ.þ. 120.000 heimsóknir á sól- arhring. En síðan þátturinn var sýndur í Kanada hafa heim- sóknir til Smart Nets verið ríf- lega það á hverjum sólarhring. Og færri komast að en vilja því yfirleitt er löng bið eftir því að komast að. „Það er einfaldlega allt stíflað," sagði Einar. „Kerf- ið sem ég hef yfir að ráða ræð- ur við milljón heimsóknir á sól- arhring en þar sem Póstur og sími selur bandbreidd innan- lands eftir kílómetrafjölda eig- um við sem rekum alnetsþjón- ustur á landsbyggðinni afar erf- itt uppdráttar. Þar sem við fáum aukna bandbreidd á mun betra verði í Reykjavík stend ég núna frammi fyrir því að neyðast til að flytja hluta af minni starfsemi til Reykjavíkur eingöngu vegna Iandsbyggðar- stefnu Pósts og síma. Við von- umst nú samt sem áður til að breyting verði þarna á og að við fáum að sitja við sama borð og alnetsþjónustur á höfuðborg- arsvæðinu.“ Á heimasíðu Smart Nets eru upplýsingar um ísland og hafa myndir af landinu verið sérlega vinsælar. Einar segir greinilegt að fólk þyrsti í upp- lýsingar um land og þjóð og því séu á alnetinu miklir ónotaðir möguleikar. Hefursótt um þreföldun á bandbreidd Fjöldi íslenskra fyrirtækja er með heimasíðu hjá þjón- ustunni og hafa þau ekki farið varhluta af þeim miklu vin- sældum sem Smart Net nýtur núna. Aðspurður sagði Einar að þessi umfjöllun um Smart Net og Island væri ómetanleg. „Þetta er stórkostlegt tækifæri sem okkur gefst núna til að kynna land og þjóð. Enda finn ég fyrir miklum og jákvæðum viðbrögðum frá fyrirtælqum hér heima sem gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem heimasíða á jafn vinsælum stað býr yfir. Því það er ekki nóg að koma sér upp heimasíðu, fólk verður líka að vita að hún sé til, því annars er heimasíðan manns eins og öngstræti í New York sem enginn rekst inn í, nema fyrir helbera tilvilj- un.“ Sýning þáttarins í Kanada var aðeins byijunin því fljót- lega verður þátturinn sýndur í Bandaríkjunum, Asíu og Evr- ópu og þar á eftir í gervitungla- sjónvarpi. Einar gerir ráð fyrir að heimsóknum muni enn fjölga og hefur hann því þegar sótt um þreföldun á bandbreidd sinni til Hvera- gerðis. Aðalsamningamaður í fiskveiðimálum Reynslan von- andi styrkur Jóhann Sigurjónsson JÓHANN Siguijóns- son var frá og með deginum í gær skip- aður aðalsamningamaður íslands í fiskveiðimálum og um leið settur sendi- herra í utanríkisþjón- ustunni til eins árs. Jóhann tekur sér leyfi frá starfi sínu sem aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar á meðan hann sinnir samn- ingaviðræðum fyrir Is- lands hönd. Jóhann er fyrst spurður hvort það hafi komið hon- um á óvart er utanríkis- ráðuneytið leitaði til hans og bað hann að taka starf- ið að sér. „Já, það er óhætt að segja að það hafí komið mér á óvart. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, enda mikil breyting á starfsvettvangi. Ég var í áhugaverðu og að mörgu leyti erilsömu og skemmtilegu starfi, þannig að ég þurfti að hugsa mig vel um. Starf mitt á Hafrann- sóknastofnun tengist mörgum samstarfsaðilum, þannig að fyrst þurfti ég að kanna hvort það væri hreinlega gerlegt að fara frá um tíma. Eg þurfti líka að ræða þessi mál við fjölskylduna, enda fylgja nýja starfínu mikil ferðalög. Allt þetta þurfti ég að gera upp við mig, en þetta v'*rð niðurstaðan. Samningar um fiskveiðimál eru áhugavert og mikilvægt verkefni og skemmtilegt að einhver telji að ég geti hjálpað til við að leysa það, og í raun viðurkenning á því starfí sem er unnið á Hafrannsóknastofn- un á þessu sviði. Ég vona að reynsla min á hinu fiskifræðilega sviði geti styrkt þá vinnu, sem framundan er í þessum málum.“ Þú er væntanlega heldur ekki ókunnugur alþjóðlegu starfi og samninga viðræðum ? „Almennt má segja að haf- og fiskirannsóknir fari fram í mjög alþjóðlegu umhverfi. Ég hef fengið stóran skammt af því, bæði á veg- um Alþjóðahvalveiðiráðsins, Al- þjóðaspendýraráðsins og Alþjóða- hafrannsóknaráðsins. Þar hef ég eflaust lært eitthvað, sem að gagni kemur í þessu starfi. Ég hef verið í mörgum sendinefndum, þar sem menn hafa reifað málin fyrir ís- lands hönd og skipzt á sjónarmið- um.“ Menntun þín og reynsla er ólík bakgrunni flestra diplómata. Áttu von á að þú komir með nýtt blóð í utanríkisráðuneytið? „Með minni ráðningu kemur vonandi ný fagþekking inn í ráðu- neytið, sem ég held að sé fullkom- lega tímabært að sé þar til staðar. Burtséð frá mér sjálfum, finnst mér að svona þekking eigi að sjálf- sögðu heima í utanríkisráðuneyti, ekki sízt á Íslandi." Nú er mikil gerjun í fiskveiði- málum og ný skipan að komast á úthafsveiðar og alþjóðlega samninga um nýtingu auðlinda. „Það er margt að gerast í þessum málum. Túlkun á ýmsum alþjóðlegum samningum er að mótast hvað varðar umgengni við auðlindina. í samningunum, sem hafa gengið í gildi í kjölfar umhverfisráðstefn- unnar. í Ríó, bæði um líffræðilega íjölbreytni og umhverfi og þróun, er sett fram hin svokallaða varúð- arregla, sem menn eiga eftir að sjá hvernig festist í sessi. Úthafs- veiðisamningur Sameinuðu þjóð- anna er nýlega undirritaður og Hafréttarsamningurinn er ný- genginn í gildi. Framundan eru jafnframt samn- ► Jóhann Sigurjónsson er 44 ára gamall. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1976 og cand. real., embættis- prófi í sjávarliffræði, frá Ósló- arháskóla 1980. Hann var sér- fræðingur við Óslóarháskóla og síðar sérfræðingur í hvalarann- sóknum við Hafrannsóknastofn- un. Hann varð verkefnisstjóri og yfirdeildarstjóri hvalarann- sókna við stofnunina 1986 og hefur verið aðstoðarforstjóri hennar frá 1994. Jóhann hefur verið fulltrúi íslands í vísinda- nefndum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, NAMMCO og NAFO, svo nokkrar alþjóðastofnanir séu nefndar, og í stjórn Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Kona Jó- hanns er Helga Bragadóttir arkitekt og eiga þau þrjú börn. ingaviðræður um marga fiskstofna, sem íslendingar nýta. Síldarsamn- ingurinn var aðeins til eins árs og honum þarf að fylgja eftir. Ræða þarf ýmis mál varðandi karfaveiðar á Reykjaneshrygg, þótt þar hafi náðst árangur í fyrra. Menn eru ekki á eitt sáttir um veiðar á Flæm- ingjagrunni og loks er það Smugu- deilan, sem krefst úrlausnar. Þetta eru býsna mörg mál, sem þarf að leiða til lykta með einhveijum hætti alveg á næstunni." Hvernig finnst þér hafa gengið að samræma varúðarreglu um umgengni við auðlindina efna- hagslegum hagsmunum íslend- inga í samningum við önnur ríki? „Beiting varúðarreglunnar snýst í raun ekki um annað en að við reynum að halda okkur á sama spori og við höfum gert við nýt- ingu fiskstofna við ísland síðastlið- in 20 ár. Við höfum reynt að reka hér fískveiðar, byggðar á sjálf- bærri nýtingu stofnanna. Það má deila um hvernig til hafi tekizt, en ég held að okkur hafi gengið betur en mörgum öðrum. Við höf- um hagsmuni af að varúðarreglan og önnur slík sjónarmið, sem nú koma upp í samningum á alþjóðavettvangi, fest- ist í sessi vegna þess að þau skipta miklu fyrir efnahag okkar og fram- tíð. Þetta samræmist vel þegar menn gá betur að.“ Hvalir hafa verið eitt þitt helzta áhugamál og rannsóknarefni. Áttu von á að taka þátt í spennandi samningaviðræðum um hvalamál? „Það kom nú ekki sérstaklega til tals vegna ráðnirigar minnar. Samkvæmt okkar skilningi eru hvalir hins vegar endurnýjanleg auðlind, líkt og fiskstofnarnir. Hvalveiðimálin eru enn til skoðun- ar hjá stjórnvöldum og ákvörðun hefur ekki verið tekin. En ef slík mál koma upp, er ég á heima- velli." Ekki auðveld ákvörðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.