Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 14

Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ómetanlegt Ijón þegar Vallakirkja í Svarfaðardal brann Möguleikar á endurbót- um kannaðir eftir helgi Morgunblaðið/Kristján DANÍEL Snorrason og Gunnar Jóhannsson í rannsóknardeiíd lögreglunnar leituðu eldsupptaka í Vallakirkju í gærmorgun. ÓMETANLEGT tjón varð þegar Vallakirkja í Svarfaðardal varð eldi að bráð í fyrrinótt. Kirkjan var reist af grunni 1861 og er hún elsta bygging í Svarfaðardal. Undan- farna mánuði hafa kostnaðarsamar endurbætur verið gerðar á kirkjunni og var ætlunin að endurvígja hana eftir þijár vikur. Eftir helgi verður gerð úttekt á ástandi kirkjunnar og skoðað hvort einhver möguleiki er á að lagfæra hana. Þá eru fulltrú- ar tryggingafélaga einnig væntan- legir til að meta tjón. Nokkrir af munum kirkjunnar líta þokkalega út, að sögn Jóns Helga Þórarinsson- ar sóknarprests, og verða þeir send- ir á Þjóðminjasafnið þar sem litið verður á þá. Eins og púðurtunna Sigurður Jónsson, slökkviliðs- stjóri í Slökkviliði Dalvíkur, sagði að liðið hefði verið kallað út skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt og voru alls 19 menn úr liðinu mættir að Völlum um hálftíma síð- ar. Útkallið gekk, að sögn slökkvi- liðsstjóra, vel en það kom um Neyð- arlínuna. Ábúendur á Völlum urðu eldsins fyrst varir. Mikil hríð var og þæfingsfæri og þá var töluvert frost. Forkirkjan var alelda þegar að var komið en eldurinn hafði enn ekki náð inn í kirkjuna. Tveimur tímum áður en eldsvoðinn varð höfðu menn verið að störfum í kirkjunni, en fernisolía hafði verið borin á gólfið. Sigurður sagði loft- ið hafa verið mjög olíumettað í kirkjunni. „Þegar eldurinn hafði brotið sér leið gegnum skilrúmið og fram í aðalkirkjuna var þetta nánast eins og púðurtunna,“ sagði Sigurður. Þegar slökkvilið hafði náð tökum á eldinum var allt innandyra ónýtt, þó svo kirkjan sjálf hafi ekki hrun- ið. Veðrið setti mark sitt á slökkvi- störfin og olli mönnum erfiðleikum, gijót komst í dælu og þá fraus hvað eftir annað á stútum, þannig að stöðugt varð að skipta um. Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi á rannsóknardeild Lögreglunn- ar á Akureyri, sagði tvær möguleg- ar skýringar á eldsupptökum, ann- ars vegar vegna hita frá óvarinni peru eða vegna samspils uppgufun- ar fernisolíu, sem verið var að bera á gólf kirkjunnar, og spólurofa í rafmagnstöflu. Spólurofinn stýrir hitastilli og er hugsanlegt að mynd- ast hafi neisti þegar á honum kvikn- ALTARIÐ í kirkjunni er illa útleikið eftir eldsvoðann. aði og þannig hafi kviknað I mett- uðu lofti sem var í kirkjunni. Menningar- og tilfinningagildi Vallakirkja er timburkirkja, reist af grunni sumarið 1861 og er elsta bygging í Svarfaðardal. Hún lask- aðist töluvert í kirkjurokinu svo- nefnda árið 1900, rifnaði eftir endi- löngu og færðist til á grunninum en viðgerð gekk fljótt og vel. Margt fágætra muna var í kirkjunni, m.a. predikunarstóll frá árinu 1747. „Þetta er mikið áfall, Vallakirkja er elsta hús í Svarfaðardal og hún hafði mikið menningar- og tilfinn- ingalegt gildi fyrir sóknarbörnin,“ sagði sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur. Tæplega 90 manns eru í sókninni en auk þess eru margir brottfluttir Svarfdælingar tengdir kirkjunni tilfinningabönd- um. „í þessari kirkju hafa margir átt sínar gleði- og sorgarstundir," sagði Jón Helgi. Undanfarin misseri hefur verið unnið að kostnaðarsömum endur- bótum á kirkjunni og hún færð í upprunalegt horf. Til stóð að endur- vígja hana sunnudaginn 24. nóvem- ber næstkomandi. „Það hafði verið alveg sérlega vandað til allra verka og kirkjan var orðin mjög glæsileg, eldsvoðinn er okkur öllum því mikið áfall,“ sagði sóknarprestur. Messur Útgerðarfélag Akureyringa Hlutabréf fyrir 43 milljónir seld AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 í kirkjunni. Allir velkomnir. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Minnst verður látinna, þeim þakkað og beðið fyrir þeim. Einsöngur, Sigríður Elliðadótt- ir. Bílferð verður frá Víðilundi og Hlíð. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með veitingar í Safnaðar- heimilinu að lokinni messu. Biblíu- lestur í Safnaðarheimili á mánudags- kvöld kl. 20.30. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 11 í dag, laugardag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa verður kl. 14, kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár í safnað- arsal kirkjunnar að athöfn lokinni. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, fjöl- skyldusamkoma kl. 17, KK-krakkar sýna leikþátt og börn og unglingar syngja. Tilvalin dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Heimilasamband á mánudag kl. 16, krakkaklúbbur, 6 ára og yngri kl. 17 á mánudag, 11 + fyrir 10-12 ára á fimmtudag kl. 17, hjálparflokkur kl. 20.30. Flóamark- aður á föstudag frá 10 til 17. Ungl- ingakór kl. 19.30 og unglingaklúbbur kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma kl. 11 á morgun, ræðumaður Sam D. Glad. Samkoma kl. 14 á sunnudag, stjórnandi Anna Höskuldsdóttir, ræðumaður Sam D. Glad. KK fyrir 10 til 13 ára áþriðju- dag kl. 17.30, biblíulestur og bæna- samkoma kl. 20 á miðvikudag, krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag, öll börn velkomin. Unglingasam- koma kl. 20.30 á föstudag. Bæna- samkomur verða frá 5. til 7. nóvem- ber kl. 20 öll kvöldin. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26, Messur í dag, laugar- daginn 2. nóvember, á allra sálna messu, kl. 8.30, 12.00 og 18.00. Messa kl. 11 á sunnudag. KFUM og K, Akureyri, bænastund kl. 20.30 á sunnudag. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Messa kl. 17. Látinna minnst. Geng- ið til kirkjugarðs eftir messu, þar sem vígður verður minnisvarði um ástvini sem hvíla annars staðar. Kirkjukaffi eftir vígslu. Mömmumorgunn í safn- aðarheimili á miðvikudag, 6. nóvem- ber, frá kl. 10 til 12. HLUTABRÉF í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa, sem Akureyringum eldri en 18 ára og starfsfólki ÚA voru boðin með forkaupsrétti, voru seld fyrir 43 milljónir króna, en sölu- verðmæti bréfanna sem boðin voru starfsfólki og Akureyringum var að upphæð um 650 milljónir króna. Forkaupsrétturinn rann út kl. 18 í gær. Jón Hallur Péturssson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- Iands, sem annast sölu bréfanna, sagði að menn hefðu átt von á að FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands á fjórða starfs- ári hennar verða á sunnudag, 3. nóvember, í Akureyrarkirkju kl. 17. Á þessum tónleikum skipa hljóm- sveitina 30 hljóðfæraleikarar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarsson- ar, sem er aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar. Hann nam hljómsveitarstjórn við Tónlistarhá- skólann í Utrecht í Hollandi og stundaði framhaldsnám í Helsinki. Á efnisskrá tónleikanna er tónlist eftir Mozart, Hándel, Charles Ives og Aaron Copland. Hljómsveitin flytur Lítið nætur- Ijóð, Eine Kleine Nachtmusik, ser- enöðu fyrir strengjasveit sem er eitt frægasta verk Mozarts þessarar tegundar. Þá flytur hljómsveitin Vatnasvítur Hándels á þessum tón- seld yrðu bréf fyrir á bilinu 50 til 100 milljónir króna í þessu útboði. „Þetta er heldur lakari sala en við áttum von á, það er greinilegt að fólki finnst gengið dálítið hátt,“ sagði Jón Hallur, en gengi bréfanna var 4,98. . Um 10 þúsund manns höfðu for- kaupsrétt að hlutabréfum Akur- eyrarbæjar en um 110 manns nýttu sér hann. Ætlunin er að selja hlutabréf fyrir um 650 milljónir að söluverð- mæti fyrir áramót. leikum. The Unanswered Question eða Spurning án svars er eftir banda- ríska tónskáldið Ives. Hann kannaði tóntegundarleysi, frjálst hljóðfall, kvarttóna og blandaði saman ólík- um takttegundum, ólíkum tónteg- undum og jafnvel óskyldri tónlist. Tónlist Ives er tengd sterkum bönd- um við sögu, landslag, heimspeki og bókmenntir Massachusett og Connecticut, en ekki síður við dæg- ur- lúðrasveita- og gospeltónlist. Copland var fyrstur bandarískra tónskálda að læra hjá Nadiu Bou- langer í París, þar sem nýklassíska stefnan réð ríkjum og bera fyrstu verk hans þess merki, svo sem Leik- hústónlist, Music for the Teatre, sem Sinfóníuhljómsveit Norður- lands flytur. Gleðivaka í Frey- vangi Eyjafjarðarsveit FREYVANGSLEIKHÚSIÐ og Leikdeild Ungmennafélags Reykdæla í Borgarfirði standa fýrir svonefndri Gleðivöku í kvöld í Freyvangi í Eyja- fjarðarsveit. Freyvangsleik- húsið er með sinn árlega kaba- rett, þar sem tekið er á „heit- um“ málum í sveitinni með við- eigandi hætti. Leikdeild Umf. Reykdæla heimsækir Freyvangsleikhúsið nú í fyrsta sinn. Frá hennar hendi verður boðið upp á fjöl- mörg atriði sungin og leikin. Þeirra helst er ósögulegur söng- og ærslaleikur um: Ævi, ástir og andlát Snorra Sturlu- sonar, eftir Þorvald Jónsson frá Brekkukoti í Reykholtsdal. Eftir að skemmtiatriðum lýkur verður stiginn dans fram á nótt undir skagfírskri sveiflu Geirmundar Valtýssonar og hljómsveitar hans. Hatrið og Frankie Starlight KVIKMYNDAKLÚBBUR Ak- ureyrar sýnir Hatrið (La Ha- ine) í Borgarbíói sunnudaginn 3. nóvember kl. 15 og og Frankie Starlight á mánduag, 4. nóvember kl. 18.30. Kvikmyndin Hatrið er frönsk, frá árinu 1995 og er eftir Mathieu Kassovitz. Hún hefur vakið athygli og umtal í Frakklandi um aðbúnað inn- flytjenda í úthverfum Parísar. Kvikmyndin Frankie Star- light er írsk og skartar Gabriel Byrne og Matt Dillon í aðal- hlutverkum, en myndin fjallar um dverginn Frankie og minn- ingar hans um móður sína. UPPBOÐ í SJALLANUM sunnudaginn 3. nóvember kl. 21.00. Verkin sýnd í Mánasal Sjallans ídagkl. 16.00-18.00 og á morgun kl. 14.00-18.00. Kristalbúðin Listhúsið Hólabraut 13 i3(XFlvT Þing Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Vinsæl verk á fyrstu tónleikum vetrarins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.