Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 21
ERLENT
TWA
rannsókn-
indýr
RANNSÓKN Öryggisstofnunar
samgöngumála í Bandaríkjunum
(NTSB) á flugslysinu, sem varð
undan ströndum Long Island í New
York-ríki 17. júlí sl., er Boeing-747
þota TWA-flugfélagsins splundrað-
ist á flugi, hefur kostað 24 milljónir
dollara, jafnvirði 1,6 milljarðs króna,
og sér ekki fyrir endann á henni,
að sögn blaðsins Washington Post.
Bandaríska þingið samþykkti
strax eftir slysið að veita sex millj-
ónum dollara til rannsóknar NTSB
og er kostnaðurinn því kominn
langt fram úr þeirri áætlun.
Kostnaður við rannsóknina er í
raun orðinn mun meiri því í framan-
greindri tölu eru margra milljóna
dollara útgjöld alríkislögreglunnar
(FBI) og annarra opinberra stofn-
ana, Suffolk-sýslu, New York-borg-
ar, New York-ríkis, TWA, Boeing
og fleiri fyrirtækja, ekki reiknaður
með.
Ekki skammhlaup
í mælistikunum
í fyrradag voru birtar niðurstöð-
ur úr rannsókn á tveimur mælistik-
um úr aðal eldsneytistanki TWA-
þotunnar. Talið var, að skamm-
hlaup kynni að hafa orðið í þeim
er kveikt hefði í eldfimum bensín-
gufum í tómum tankinum, en sýnt
þykir nú, að svo hafi ekki orðið.
Til stendur að valda sprengingu
í aðaltanki 747-breiðþotu eða jafn-
vel sprengja hana alla í loft upp til
þess að freista þess að finna skýr-
inguna á TWA-slysinu.
Bob Dole segist ætla að taka úrslitum forsetakosninganna með jafnaðargeði
Vill vinna að málefnum
fatlaðra
Guðs vilji bíði hann
Washington. The Daily Telegraph.
BOB Dole, forsetaefni bandarískra
repúblikana, kallar jafnt guð almátt-
ugan sem Abraham Lincoln sér til
vitnis í kosningabaráttunni en fátt
bendir til, að það muni duga til að
koma honum í Hvíta húsið. Gerir
Dole sér fulla grein fyrir því og að
undanförnu hefur hann gefíð í skyn
við stuðningsmenn sína, að hann
muni taka því með jafnaðargeði þótt
hann tapi fyrir Bill Clinton forseta.
Fyrir þá Dole og Jack Kemp, vara-
forsetaefni hans, er kosningabarátt-
an fremur farin að líkjast langdreg-
inni líkvöku en alvöruslag og Dole
virðist vera búinn að sætta sig við
ósigur. í viðtali, sem Sir David Frost
átti við hann, ræddi hann meðal ann-
ars um hvað hann ætlaði að taka sér
fyrir hendur að kosningum loknum.
osigur
„Ég er ekki að segja, að ég muni
tapa kosningunum en fari svo mun
ég áreiðanlega finna mér eitthvað
að gera. Ég vil vinna að málefnum
fatlaðra og öðrum verðugum verk-
efnum en ég mun ekki segja við sjálf-
an mig, að öllu sé lokið,“ sagði Dole.
Dole kvaðst ekki efast um tilvist
drottins og hann er með nisti um
háls með áletruninni „Verði þinn
vilji“. Sagði hann það vera guðs vilja
ef hann biði lægra hlut fyrir Clinton.
Þegar Dole sagði af sér sem öld-
ungadeildarþingmaður í júní sl.
sagði hann kjósendum, að hann
væri frambjóðandi, sem færi „ann-
aðhvort í Hvíta húsið eða heim til
sín“ en þótt hann segist bara vera
venjulegur Kansasbúi þá er ekki víst
að hann vilji setjast að í heimabæ
BOB Dole tók dálítinn þátt í hrekkjavökunni í Bandaríkjunum í fyrradag með því að deila út sæl-
gæti og öðru slíku til blaðamannanna, sem fylgja honum hvert fótmál. Af sama tilefni settu tveir
blaðamannanna upp Clintongrímu.
sínum, Russell. Þar er heldur fátt
um að vera fyrir mann, sem verið
hefur í orrahríðinni í Washington
áratugum saman, og auk þess hefur
Elizabeth, kona hans, ákveðið að
snúa aftur til starfa fyrir Rauða
krossinn.
Á kosningafundum sínum lætur
Dole þó engan bilbug á sér finna og
á fimmtudag sagði hann, að sér
hefði aukist styrkur við að fara með
bæn við minnismerkið um Lincoln í
Washington. Líkti hann baráttu sinni
við Clinton við baráttu Lincolns fyr-
ir að halda ríkinu saman.
Ofurölvi ráð-
herra rekinn
Mínsk. Reuter.
ALEXANDER Lúkashenko, for-
seti Hvíta-Rússlands, ákvað í
gær að víkja varnarmálaráð-
herra landsins frá fyrir að mæta
drukkinn í opinbera athöfn, að
sögn rússnesku fréttastofunnar
Interfax.
Varnarmálaráðherrann, Leo-
níd Maltsev, kom með forsetan-
um til athafnar í tilefni af 75
ára afmæli læknastöðvar í
Minsk.
„Ástæða brottvikningarinnar
var hegðun ráðherrans, sem var
drukkinn þegar hann átti að lesa
setningarræðu athafnarinnar,"
sagði fréttastofan. „Yfirmaður
hersins var ekki fær um að lesa
textann þannig að það skildist."
Interfax sagði að Lúkashenko
hefði gripið fram í fyrir ráðherr-
anum og skipað honum að hypja
sig út. Forsetinn hefði síðan lýst
því yfir að ráðherranum yrði vik-
ið frá. Lífverðir Lúkashenkos
vísuðu Maltsev út.
Nokkrum klukkustundum áður
hafði ráðherrann verið í veislu í
tilefni af opnun fjarskiptamið-
stöðvar í höfuðborginni.
50 ár frá prestvígslu páfa
JÓHANNES Páll II páfi minnt-
ist þess í gær að hálf öld er
liðin frá því hann var vígður
prestur og kvaðst þakklátur
Guði fyrir að hafa fengið að
þjóna kaþólsku kirkjunni
þennan t.íma. Páfi er að ná sér
eftir botnlangauppskurð í síð-
asta mánuði og virtist þreyttur
en hrærður við rúmlega
tveggja tíma messu í Péturs-
kirkjunni í tilefni af vígsluaf-
mælinu. Viðstaddir voru kard-
inálar og biskupar hvaðanæva
úr heiminum, og hundruð
presta sem voru einnig vígðir
árið 1946, auk ýmissa tiginna
gesta.
LAUGARDAG OG SUNNUD^VG
(í Sigtúni)
DAGSKRA
í Propoliskynning kli 14-18
10% kynningarafsláitur
Ragnar Þjóðólfsson fræðir fólk
um gagnsemi propolis,
drottningarhunangs og
blómafrjókorna.
2. Hallgrímur Þ. Magnýsson læknir
heldur stutta fyrirlestra um
næringu og heilsu. Hann mun
einnig fjalla um fæðubótaefni
og svara fyrirspurnum.
Fyrirlestrarnir hefjast kl. 15 og
kl. 16 báða dagana.