Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Canal Plus sem- ur við Universal París. Reuter. FRANSKA sjóvarpið Canal Plus, sem byggist á áhorfi gegn greiðslu, hefur gert samning við bandaríska kvik- myndafélagið Universal Pict- ures og tryggt sér einkarétt til sýninga á kvikmyndum þess. Canal Plus hleypti af stokk- unum . gervihnattasjónvarpi sínu Canalsatellité í apríllok. Franski keppinauturinn TPS tekur upp slíka þjónustu fyrir jól og gerði nýlega samninga við kvikmyndaverin Para- mount og .MGM í Hollywood upp á 650 milljónir dollara. Canal Plus og MCA-dóttur- fyrirtæki Seagram fyrirtækja- hópsins í Kanada sögðu að þau hefðu gert með sér langtíma- samkomulag, meðal annars um einkarétt á sýningum á kvikmyndum og sérstaka Uni- versal-rás á Canalsatellité. Universal Pictures tilheyrir MCA. Einkaréttur á nýlegum kvikmyndum Bæði Canal Plus og Kirch Gruppe í Þýzkalandi segjast eiga mesta kvikmyndasafn Evrópu. Á rás Universal verða send- ir út spennandi sjónvarpsþætt- ir á borð við „Columbo", „Magnum", „Murder She Wrote“ og „A-Team“. Canal Plus og Canalsatellité fá einn- ig einkarétt til sýninga í sjón- varpi á nýlegum kvikmyndum eins og „Waterworld“, „Babe“ og „Apollo 13“ auk eldri mynda Universals. Keppinauturinn TPS Télévision Par Satellité — eru fyrirtækjasamtök undir for- ystu óháða sjónvarpsins TFl, sem er í eigu Bouygues og ríkissjónvarpsins France Télé- vision. Deild Lyonnaise des Éaux, M6, og Compagnie Lux- embourgeoise de Télédiffusion (CLT) tilheura einnig þessum samtökum. CLT rekur RTL rásir í Þýzkalandi, Benelúx-löndun- um og austurhluta Frakk- lands. Misheppnaðar fjárfestingar í tölvufyrirtæki Verður Pearson skipt upp? STÓRFYRIRTÆKIÐ Pearson í Bretlandi hefur verið metið á 7,5 mílljarða Bandaríkjadoll- ara yrði hver einstakur hluti þess seldur eða um 500 milljarða ís- lenskra króna. Það á m.a. hið virta dagblað Financial Times, helming í tímaritinu The Economist og Pengu- in-forlagið auk Thames TV sjón- varpsframleiðandans og námsbóka- forlagsins Addison Wesley Long- man. Undanfarin þijú ár hafa ráða- menn Pearson reynt að búa sig und- ir framtíðina með því að breyta áherslum og færa út kvíarnar á sviði tölvuleikja og sjónvarps en árangur- inn hefur verið misjafn. Seld voru m.a. hlutabréf í olíufyr- irtækjum og ákveðið að kaupa Thames TV sem er stærsti sjálf- stæði framleiðandi sjónvarpsefnis í Bretlandi. Einnig voru fest kaup á Mindscape Inc. í Kaliforníu sem framleiðir tölvuleiki og hefur hið síð- astnefnda reynst þungur baggi en fyrirtækið kostaði hátt á fímmta hundrað milljóna dollara. Kaupin á Mindscape voru talin bráðnauðsynleg, tölvuleikj afyrir- tækið væri eins konar aðgöngumiði að fjölmiðlaheimi framtíðarinnar, segir í tímaritinu Business Week. Þar yrði hægt að framleiða geisla- diska með efni úr Financial Times og bókum frá Penguin. Reyndin hefur orðið sú að Mindscape lagði of mikla áherslu á útþenslu á sviði spennuleikja og hafði ekki erindi sem erfíði. Segja sérfræðingar að and- virði Mindscape sé nú aðeins helm- ingur þess sem það var keypt á. Tapið á Mindscape átti dijúgan þátt í því að arður af hlutabréfum Pearson minnkaði um 40% á fyrri helmingi ársins. Hlutabréf Pearson hafa ekki verið jafn eftirsótt á mörk- uðum og bréf í öðrum fjölmiðlasam- steypum og hefur þetta valdið því að Pearson-samsteypan í Bretlandi á öfluga fjöl- miðla og sjónvarpsfyrirtækið Thames TV en tókst illa upp er ráðamenn hugðust tryggja sér hlut í margmiðlun framtíðarinnar. RÁÐAMENN Pearson, Frank Barlow og Michael Blakenham. margar kenningar um yfírtöku hafa verið settar fram. Er einkum rætt um sjónvarpsframleiðandann Gran-ada Group PLC í þessu sambandi. Rætt er um að draga verði úr umsvifum Pearson til að treysta grundvöllinn og þá oftast bent á að Madame Tussaud’s vaxmyndasafnið og þemagarðar þess verði að líkind- um seldir. Einnig er rætt um sölu á hlut í fjárfestingafyrirtækinu Lazard Frere & Co. en fjármálaforstjóri Pearson, John Makinson, er lítt hrif- inn af síðastnefndu hugmyndinni. Hagnaðurinn af hlutabréfunum í Lazard var um 20 milljónir dollara, 1.300 milljónir króna, á fyrri helm- ingi ársins. Ljóst þykir að auðvelt yrði að selja Thames TV með góðum hagnaði. Ekki fylgst með breytingum Fjármálamenn deila margir hart á yfirstjórn Pearson fyrir stefnuleysi og efast um að stjórnendurnir fylg- ist nægilega vel með hinum hröðu breytingum sem einkenna fjölmiðla- heiminn. Samsteypan sé greinilega ekki fær um að halda utan um alla þætti starfseminnar samtímis og það sé illþolanlegt, einkum þar sem fyrir- tækið sé á margan hátt mjög væn- legt. Michael Blakenham, stjórnarfor- maður Pearson, er 58 ára gamall og afkomandi stofnanda fyrirtækis- ins. Er sagt ólíklegt að arftaki hans verði úr röðum íjölskyldunnar. Frank Barlow framkvæmdastjóri er 66 ára gamall og búist við að hann hætti á næsta ári. Margir hluthafar eru sagðir þrýsta á um að fenginn verði utan- aðkomandi framkvæmdastjóri, ef til vill Bandaríkjamaður, með trausta þekkingu á stjórnun flók- innar fjölmiðlasamsteypu. Verði hins vegar leitað til innanbúðar- manns eru einkum nefndir til sög- unnar áðurnefndur Makinson, sem er 41 árs og fyrrverandi blaðamað- ur, David Bell, 49 ára gamall, einn- ig fyrrverandi blaðamaður og stjórnandi Financial Times sem núna er yfirmaður upplýsingadeild- ar Pearson, og loks Greg Dyke, 49 ára gamall sem stjórnar umsvifum samsteypunnar í sjónvarpsmálum. Allir þrír tóku þeir sæti í stjórn Pearson fyrr á árinu er þar varð mikil uppstokkun. Tímamótaval Sagt er að valið geti haft úrslita- áhrif á stefnu Pearson. Verði fyrr- verandi starfsmaður Financial Times ráðinn megi gera ráð fyrir að hann haldi áfram að byggja upp rafræna viðskiptaþjónustu blaðsins sem þeg- ar gefi orðið jafn mikið af sér og sjálft blaðið. Hann sé jafnframt lík- legur til að ýta undir sókn blaðsins á alþjóðlegum mörkuðum. Aðal- framkvæmdastjóri þess, Stephen Hill, sem er aðeins 35 ára gamall, hefur gefið starfsmönnum þess í skyn að slík sókn gæti verið í vænd- um. Hefur ekki veitt af bjartsýni til að styrkja starfsandann en mikill niðurskurður hefur verið gerður á blaðinu að undanförnu. Verði á hinn bóginn fyrir valinu maður sem unnið hefur hjá fjölmiðla- samsteypu á borð við Walt Disney Co. eða Time Warner Inc. er líklegt að hann myndi fremur huga að fjár- festingum í sjónvarpi og Penguin, segir í Business Week. Miami. Reuter. ÞRJÁR umsvifamiklar blaðaútgáfur hafa skýrt frá stórauknum hagnaði á þriðja ársfjórðungi vegna aukinna auglýsingatekna og lægra verðs á dag- blaðapappír. Knight-Ridder Inc. segir að hagnaður fyrirtæk- isins hafi fimmfaldazt, meðal annars vegna minna taps af 15 mánaða gömlu verkfalli hjá Detroit Free Press. Times Mirror Co. skýrir frá 50% aukn- ingu að eingreiðslum undanskildum og Washing- ton Post Co. segir að hagnaður hafi aukizt um 33 af hundraði. Utkoman er í samræmi við eða heldur betri en það sem búizt hafði verið við í Wall Street. Sér- fræðingar segja að koma sé í ljós árangur af niður- skurði, sem dagblöð hafi hafizt handa um fyrir sex til níu mánuðum. Lægra verð á pappír Verð á dagblaðapappír náði hámarki í janúar þegar tonnið kostaði 743 dollara. Viðbrögð úgef- enda voru meðal annars þau að fækka fréttasíðum og segja upp fólki. Nú kostar dagblaðapappír yfírleitt 550 dollara Samtök héraðs- fréttablaða funda Egilsstöðum - Árlegur fundur „ Samtaka bæjar-og héraðs- Morgunblaðið/Anna Ingolfsdóttir p x FRÁ aðalfundi Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða. áEgSbSXr’ nyle&a haldinn Farið var í skoðunarferð um Egilsstaði og ýmis fyrirtæki heimsótt, en það er stefnan að fundargestir fái sem besta kynningu af fundarstað hveiju sinni. Fundinum lauk með heimsókn til Hákons Aðal- steinssonar bónda í Fljótsdal og var hann útnefndur „Hér- aðshöfðingi“ af samtökunum. Þetta er fyrsta útnefning sam- takanna en það var ákveðið á fundi í fyrra að útnefna ein- stakling sem hefur vakið at- hygli á sinni heimabyggð á já- kvæðan hátt. Aukinn hagnaður þriggja stórra blaðaútgefenda tonnið og sérfræðingar telja að verðið verði 550-600 dollarar tonnið út næsta ár. Hagnaður Knight-Ridder í Miami á ársfjórð- ungnum jókst í 35.4 milljónir dollara, 37 sent á hlutabréf, úr 6.6 milljónum dollara, 7 sentum á hlutabréf, á sama tíma 1995. Undanskilinn er 90.9 milljóna dollara hagnaður, 94 sent á bréf, af sölu á fjármálafréttaþjónustu Knight-Ridder til Global Financial Information Corp. fyrir 275 millj- ónir dollara í júlí. Auk Detroit Free Press gefur fyrirtækið út Miami Herald, Philadelphia Inquirer og 28 önnur blöð í Bandaríkjunum. Þjónusta á veraldarvefnum Fyrirtækið hyggst ráðast í kostnaðarsama fjár- festingu til að bjóða upp á Knight-Ridder upplýs- ingarþjónustu sína á veraldarvef alnetsins og mun sá kostnaður draga úr hagnaði til ársloka 1998, en auka hann síðan. Hagnaður Times Mirror Co. í Los Angeles jókst á fjórðungnum í 55.7 milljónir dollara, eða 43 sent á hlutabréf, úr 37.1 milljón dollara, eða 21 senti á hlutabréf á sama tíma 1995. Á ársfjórð- ungnum í fyrra var undanskilin 435 milljóna doll- ara eingreiðsla og tap vegna endurskipulagningar. Rekstrarhagnaður Times Mirror rúmlega tvö- faldaðist á tímabilinu. Auglýsingatekjur jukust um 4% og kostnaður minnkaði vegna niðurskurðar og Iægra verðs á dagbiaðapappír. Fyrirtækið gefur út Los Angeies Times, Newsday og The Baltimore Sun auk fleiri dag- blaða og tímarita.. Þegar Mark Willes tók við starfi forstjóra fyrir- tækisins í fyrra var hætt við útgáfu New York Newsday og Baltimore-blaðsins Evening Sun og Los Angeles Times minnkað til að draga úr kostnaði. Washington Post Co. skýrir frá auknum hagn- aði af dagblöðum, sjónvarpi, útvarpi og vikuritinu Newsweek. Hreinar tekjur jukust í 55.4 milljónir dollara, 5 dollara á hlutabréf, úr 41.8 milljónum dollara, eða 3,79 dollurum á hlutabréf. Hlutabréf í Knight-Ridder lækkuðu um 1 dollar í 36,625 dollara, bréf í Times Mirror lækkuðu um 25 sent í 44,875 dollara og í Washington Post lækkuðu um 3,375 dollara í 330,875 dollara. Ný stjórn í tengslum við fundinn flutti Stefán Jón Hafstein fyrirlestur. Ræddi hann um blaðaútgáfu almennt og kynnti hugmynda- fræðina sem liggur á bak við Dag-Tímann. Ný stjórn var kjörin á fundin- um og hana skipa: Steinþór Þórðarson, Austurlandi, for- maður, Arndís Þorvaldsdóttir, Austra, ritari, og Kristján Jó- hannsson, Nesfréttum, gjald- keri. Fráfarandi formaður er Elma Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.