Morgunblaðið - 02.11.1996, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
____________AÐSENDAR GREINAR_
Árás Krisljáns Ragnars-
sonar á Morgunblaðið
„FÓLK í sömu at-
vinnugrein má vart svo
hittast, jafnvel þótt að-
eins sé til skemmtunar
og tilbreytingar, að
umræðunum ljúki ekki
með samsæri gegn al-
menningi eða tilraunum
til að hækka vöruverð.“
Þessi fleygu orð Ad-
ams Smiths komu mér
í hug þegar ég heyrði
útundan mér í útvarp-
inu fulltrúa á aðalfundi
LIU skella uppúr og
klappa fyrir formanni
sínum þegar hann réðst
með skömmum á rit-
stjóra Morgunblaðsins.
Undirrót skammanna var nefni-
lega barátta Morgunbíaðsins gegn
því kvóta„samsæri“ sem viðgengist
hefur í skjóli ríkjandi fámennisvalds
í sjávarútvegi og Kristján Ragnars-
son fer fyrir.
Árás Kristjáns Ragnarssonar á
ritstjóra Morgunblaðsins var með
öllu órökstudd. í stuttu máli sakaði
hann ritstjórana um óheiðarleg
vinnubrögð og misbeitingu valds.
Hann fullyrti að „illmælgi og óvild“
byggi að baki málflutningi þeirra á
kvótamálum og sagði þá beita
blaðamönnum sínum „blygðunar-
laust“ á fréttasíðum blaðsins í þágu
einkaskoðana sinna. Hann kvað síð-
an uppúr um það að „síðasti alvöru
sósíalistinn" sæti nú á ritstjórastóli
Morgunblaðsins.
Það þarf vanstilltan mann til að
lesa „illmælgi og óvild“ útúr rit-
stjórnarskrifum Morgunblaðsins.
Ritstjórnargreinar blaðsins eru yfir-
leitt hófstillt umfjöllun um málefni
dagsins, þar sem reynt er að gera
sem flestum sjónarmiðum skil, og
má jafnvel segja að þar sé á stund-
um urn of slegið úr og i. Hin viku-
legu Reykjavíkurbréf hafa áunnið
sér þann sess að vera markverðasta
greinargerð um þjóðmál sem völ er
á í íslenskum fjölmiðlum. Þar er
vissulega oft tekin eindregin af-
staða, en hún er ævin-
lega studd rökum. Rit-
stjómarskrif Morgun-
blaðsins eru aldrei per-
sónuleg eða rætin, og
ritstjórarnir eru ekki
kunnir að því að fara
offari í málflutningi.
Ég get nefnt nær-
tækt einkadæmi um
vinnubrögð ritstjóra
Morgunblaðsins í
deilumálum af því tagi
sem Kristján Ragnars-
son hefur átt í við rit-
stjóra blaðsins. Faðir
minn, Ásgeir Jakobs-
son, var um langt skeið
á öndverðum meiði við
ritstjóra Morgunblaðsins um stefnu
Hafrannsóknastofnunar í físk-
verndarmálum. Engu að síður fékk
hann alltaf pláss í blaðinu til að
gera grein fyrir skoðunum sínum í
þessum efnum, og voru þó greinar
hans um fiskifræðinga Hafrann-
sóknar og „Lýsenkó“-áætlun þeirra,
sem hann kallaði svo, bæði margar
og langar. Þótt ritstjórarnir væru
algerlega ósammála föður mínum í
þessu mikilsverða máli, eins og
fram kom hvað eftir annað í.rit-
stjórnargreinum og Reykjavíkur-
bréfi, þá hvöttu þeir hann fremur
en löttu að skrifa um það á síðum
blaðsins. Núverandi ritstjórar
Morgunblaðsins hafa raunar gert
blaðið að almennum vettvangi fyrir
rökræðu um þjóðmál og blaðið sýn-
ist opið fyrir öllum sjónarmiðum og
taka fagnandi alvarlegum skoðana-
skiptum.
Ekki missir síður marks sú ásök-
un- Kristjáns að blaðamönnum
Morgunblaðsins sé „blygðunar-
laust“ beitt í fréttaskrifum til að
fylgja eftir einkaskoðunum ritstjór-
anna. Það er ekki til í víðri veröld
það fréttablað sem ekki ber með
einum eða öðrum hætti vitni um
áhugasvið ritstjóra sinna. Sú al-
menna viðurkenning sem Morgun-
blaðið nýtur sem fréttablað er til
vitnis um að ritstjórum þess hefur
tekist að gæta þess að láta áhuga
sinn á einstökum málefnum ekki
brengla grundvallarfréttamat sitt,
þannig að fréttaheiðri blaðsins er
ekki fórnað til að þjóna áhugamál-
um ritstjóranna. Það er hins vegar
gangurinn í allri blaðamennsku að
blöð og aðrir ljölmiðlar taka upp á
sína arma ýmis réttlætismál og
reyna að halda þeim vakandi með
ýmsum hætti. Til dæmis gæti fjöl-
miðill einsett sér að fylgjast sér-
Kristján Ragnarsson er
holdtekja þess „fyrir-
tækja-sósíalisma“, sem
segja má að sé eitt
helsta verkefni nútíma
stjórnmála að kveða
niður, segir Jakob F.
Ásgeirsson, og bætir
við að formaður LÍÚ
berjist fyrir miðstýringu
í sjávarútvegi.
staklega vel með mannréttindabrot-
um á Austur-Tímor eða ósamræmi
í dómum íslenskra dómstóla í mál-
um síbrotamanna o.s.frv. í slíkum
tilvikum er oft fjallað um málið á
fréttasíðum til að halda lesendum
við efnið og reyna að skapa um það
sterkt almenningsálit með þeim
óbeina hætti að koma upplýsingum
á framfæri. Það er ekkert óeðlilegt
eða óvenjulegt við slíkt, hvað þá
að um „blygðunarlaust“ athæfí sé
að ræða.
Þá er broslegt að fylgjast með
tilraunum Kristjáns Ragnarssonar
við að reyna að koma sósíalista-
stimpli á ritstjóra Morgunblaðsins,
því Kristján Ragnarsson er hold-
tekja þess „fyrirtækja-sósíalisma“
sem segja má að sé eitt helsta verk-
efni nútíma stjórnmála að kveða
niður. Allt frá því Halldór Ásgríms-
son varð sjávarútvegsráðherra,
hafa stjórnvöld og öflugustu hags-
munahóparnir í sjávarútvegi, með
Kristján Ragnarsson í broddi fylk-
ingar, talað einum rómi. Eitt
gleggsta dæmið sem íslenska
stjórnmálafræðin á um óeðlilega
mikil áhrif hagsmunaafla í stjórn-
kerfinu er gerð kvótalaganna.
Kristján Ragnarsson hefur reyndar
margsinnis sýnt það á ferli sínum
að hann berst fyrir miðstýringu í
sjávarútvegi. Hver var það t.d. sem
vildi miðstýra öllum ferskfískút-
flutningi landsins frá skrifstofu LÍÚ
til að tryggja að markaðsverðið félli
ekki?! Eins og Adam Smith fjallaði
um á sínum tíma er það yfirleitt
markmið atvinnurekenda þegar þeir
bindast samtökum að reyna að
tryggja hagsmuni sína gagnvart
hinum óvægnu „lögmálum markað-
arins“. Það gerist t.d. í kvótakerfi
verslunarinnar fyrr á öldinni. Þá
undu öflugustu innflytjendurnir vel
við höftin, þegar búið var að tryggja
þeirra hlut í kvótakerfinu - eftir
það lá ekkert á að afnema höftin.
Lærum við ekkert af sögunni? Á
æsku- og skólaárum Kristjáns
Ragnarssonar var við lýði kvóta-
kerfi í öllum innflutningi og allri
fjárfestingu í landinu, svo sem lesa
má um í bók minni Þjóð í hafti
(1988). Innflutningsverslunin var
hneppt í kvótaviðjarnar á kreppuár-
unum. Þá tókst Framsóknarflokkn-
um með stjórnvaldsákvörðunum að
auka hlutdeild SÍS í heildarinnflutn-
ingi úr 10% í 30%. Er það ljótasta
dæmi um misbeitingu pólitísks
valds í allri okkar stjórnmálasögu.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn settist
í þjóðstjórnina 1939, komst á föst
skipting um úthlutun innflutningsk-
vótanna milli SÍS-hringsins og stór-
innflytjendanna í Verslunarráði ís-
lands, sem gerði það m.a. að verk-
um að Sjálfstæðisflokkurinn hætti
Jakob F.
Ásgeirsson
um hríð að beijast gegn höftunum.
Bjuggum við því við höftin og kvóta-
úthlutun á innflutningsleyfum í
mismiklum mæli allt fram í Viðreisn.
Eins og ég lýsi í bók minni þreifst
í skjóli haftanna margvísleg spill-
ing. Til dæmis myndaðist fljótlega
svartamarkaður á leyfum, einkum
leyfum til húsbygginga eða inn-
flutnings á bílum og stærri heimilis-
tækjum. Á sjötta áratugnum mátti
auðveldlega selja leyfi til innflutn-
ings á bíl að verðmæti 20. þús. kr.
fyrir 70 þús. kr. Gekk þetta svo
langt að það myndaðist vísir að
einskonar stétt „pólitískra milliliða"
sem notaði pólitísk áhrif sín og
aðstöðu til að hagnast persónulega
í skjóli haftanna með því að hafa
meðalgöngu milli gjaldeyrisyfir-
valda og þeirra sem sóttust eftir
innflutningsleyfum.
Bjarni Benediktsson sagði að
pólitísk „úthlutunarstarfsemi"
haftaáranna hafi verið að gera „allt
heiðvirt stjórnmálastarf í landinu
ómögulegt. Og ekki síst vegna
þess,“ bætti hann við, „að úthlutun-
arstarfið var í raun og veru það,
að það var sama og verið væri að
úthluta peningum; það var sama
og verið væri að gefa stórgjafir
þeim mönnum sem leyfín fengu.
Jafnvel þó að þeir að öllu leyti færu
í flestum tilfellum heiðarlega með
sín leyfi, þá vitum við að þeirra lífs-
uppeldi var undir þessu komið.
Þarna komst ekki heiðarleg og eðli-
leg samkeppni að, heldur einungis
ákvörðun stjórnvaldanna um það,
hver mætti lifa og hver ætti að
deyja..."
Á þetta ekki við um núverandi
kvótaúthlutunarkerfi í fiskveiðum?
í raun og veru hefur málflutning-
ur ritstjóra Morgunblaðsins í kvóta-
málum ekki snúist um annað en
að sýna framá að það sé ranglát
aðferð að fela stjórnmálamönnum
að úthluta takmörkuðum gæðum
sem margir sækjast eftir. Þeir hafa
bent á þá sögulegu staðreynd að
það hlýst margvísleg spilling af því
að fela stjórnvöldum slíkt vald. Og
þeir hafa sýnt fram á að eina ráðið
sem þekkt er og kemur í veg fyrir
þá spillingu, er að setja hin tak-
mörkuðu gæði á uppboð.
Hvernig kenna má slíkan mál-
flutning við „sósíalisma“ liggur ekki
í augum uppi.
Höfundur er rithöfundur.
Einnota sósíalistar
FJÖLMIÐLAR láta sér verða tíð-
rætt um hægri og vinstri í pólitík,
eins og þau flokkunarheiti hafi ver-
ið fundin upp í gær. Þetta á að
nokkru rót að rekja til upplýsingafá-
tæktar fjölmiðlamanna, skólagöngu
þeirra, þar sem jafnvel átti að leggja
áherslu á tansaníufræði í stað inn-
lendra þjóðfélagsfræða og stans-
lausrar og viðvarandi umræðu í
þjóðfélaginu um stéttaskiptingu og
launakjör. Því hefur verið haldið
fram að börn komi illa læs úr skól-
um og einstaklingar séu til ólæsir
um tvítugsaldur. Hins vegar hefur
aldrei verið kvartað undan því að
skólafólk svona almennt séu ekki
góðir sósíalistar.
Nú þegar Jón Baldvin Hannibals-
son hefur ákveðið að láta af for-
mennsku í Alþýðuflokknum, þeim
flokki sem hefur orðið fyrir hvað
hatrömmustum árásum af hendi
kommúnista, leita fjölmiðlar eftir
upplýsingum og horfum í aðfara
formannskosninganna í Alþýðu-
flokknum hjá gömlum fjandvini Al-
þýðubandalaginu, eins og komm-
únistar einir geti upplýst hvemig
þær kosningar muni fara. Þar sem
kommúnistar eru þekktir fyrir að
kunna ekki mannasiði í pólitík, svara
þeir greiðlega spurningum fákunn-
andi íjölmiðlamanna og koma til
dyra eins og þeir einu sem færir séu
um að upplýsa Alþýðuflokkinn um
hvað honum sé fyrir bestu í form-
annskjöri. Menn úr öðrum flokkum
eru spurðir sömu spurningar. Þeir
Rauðliðar vilja ólmir,
segir Indriði G. Þor-
steinsson, taka Alþýðu-
flokkinn í gjörgæslu.
svara velflestir að um það viti þeir
ekki. Það hljóti að vera mál Alþýðu-
flokksins.
Þótt Berlínarmúrinn sé hruninn
og Sovétríkin hafi endað sem efna-
hagsleg rúst er auðheyrt á íslensk-
um kommúnistum um þessar mund-
ir, þessum sem tróðu sósíalisma í
bömin en gleymdu að láta þau læra
að lesa, að fyrr skal Alþýðuflokkur-
inn liggja dauður pólitískt en hann
komist upp með að neita að verða
rauður. Kommúnistar óðu inn í Al-
þýðuflokkinn og klufu hann nokkr-
um sinnum. Þeir jafnvel treystu sér
til að kljúfa Héðinn Valdimarsson
úr Alþýðuflokknum. Það var á tím-
um Vetrarstríðsins í Finnlandi.
Skyldi vera kennt um það í skólum?
Héðinn, um margt tröllvaxinn póli-
tíkus, þoldi ekki faðmlag kommún-
ista, en þá voru þeir um tíma ein-
angraðir á þingi. Héðinn var farinn
eftir árið. Nokkru seinna voru tals-
menn kommúnista orðnir svo óðir
út af styijaldarrekstri, að fara varð
með þrjá þeirra til Englands. Þá
unnu þeir gegn setuliðinu hér.
Ástæðan: Sovétríkin voru komin í
bandalag við nasista. Alþýðuflokk-
urinn varð aldrei slíkur bakhjarl.
Kommúnistar hafa frá því fyrir
seinni heimsstyijöld unnið að því
að ná Alþýðuflokknum undir sig.
Yfirleitt hefur þeim ekki verið sjálf-
rátt um djöfulganginn í pólitíkinni,
enda lutu þeir fyrirmælum að utan.
Nú er þeirri fyrirmælahríð lokið og
sendiboðar vinstra valdsins ýmist
dauðir eða á hælum. Engu að síður
eru þeir í Alþýðubandalaginu komn-
ir af stað aftur. Enn eru sendiboðar
hafðir í ferðum en hringurinn er
orðinn þrengri. Nú ganga þeir úr
kommaflokknum yfír í krataflokk-
inn og nota atkvæði sín samkvæmt
handbókinni. Þannig koma þeir upp
krísum í ungliðahópi kratanna, sem
fjölmiðlar eru síðan fengnir til að
fjalla um sem vandamál forustu á
grafarbakkanum. Þetta eru allt
þekkt vinnubrögð. En sósíalisminn,
eins og kommúnisminn vill gjarna
kallast á Vesturlöndum, er aðeins
einnota. Það sýndi sig við fall Svét-
ríkjanna, að það var ekki hægt að
nota hann aftur. Og það á eftir að
sýna sig við duldar aðgerðir og
áhlaup vegna flokksþings Alþýðu-
flokksins nú og síðar.
Nú telja kommúnistar að aftur
sé farið að vora hjá þeim. Nú heita
þeir vinstra aflið hér á landi og
væntanlega eitthvað ámóta annars
staðar. Ljóst er af málfutningi
þeirra, að þeir telja sig vera hand-
hafa öreigastefnu. Það vill hins veg-
ar svo til að vinstra afl fyrirfinnst
í öllum pólitískum hreyfíngum og
hefur enn ekki fundist sá aðili, sem
einkarétt hefur á hugtakinu. Öll
Norðurlönd hafa kosið yfir sig slík
fím af velferð, að hér heyrist kvart-
að yfir því að ekki haf-
ist undan að borga fyr-
ir hana. Nefndir hafa
verið biðlistar að
sjúkrahúsum þó ekki
hafi frést af faröldrum.
Staðreynd er að við
voram ekki svona al-
tekin hér áður. Ekki er
vitað til að kommúnist-
ar hafi verið beðnir for-
sjár í velferðarríkjum
Vesturheims. Nú vilja
þeir hins vegar ólmir
taka Alþýðuflokkinn í
gjörgæslu hvort sem
hann vill eða ekki og
nefna það sameiningu.
Þeir sameinuðu mikið í
Sovétríkjunum á sínum
tíma, bæði lifendur og dauða og
mokuðu síðan yfir á eftir.
Sem betur fer hefur Alþýðuflokk-
urinn staðið af sér það álag sem
hefur fylgt því á liðnum áratugum
að vera einskonar eftirsótt gengil-
beina á vegahóteli vinstri menns-
kunnar í landinu. Þar hafa komm-
únistar á biðilsbuxum, misjafnlega
reiðfara, sótt að henni nótt og dag,
stundum með bréf upp á það að
austan að nú væri runninn upp
bræðraþelstími demókrata og
kommúnista. Sú skipan mála endaði
með einum klofningnum. Eitt sinn
slapp kunnur ritstjóri Alþýðublaðs-
ins úr Rússlandi við finnsku landa-
mærin á annarri skóhlífinni. Það var
á þeim tíma þegar fulltrúar komm-
únistaflokka erlendra ríkja í Sovét-
ríkjunum þóttu slappit' í trúnni og
frægur danskur kommúnisti hvarf
sporlaust. Það fóru sem sagt engar
sögur af skóhlífum hans. Sú bága
reynsla, sem menn höfðu af komm-
únistum og líftjóninu,
sem fylgt gat gistingu
í sovét hefur verið rak-
in nokkuð síðan so-
véska spilverkið
hrundi. Samt er margt
enn óljóst. Þótt íslend-
ingar séu ekki marg-
mennir virðist rauða
veldið hafa sótt að þeim
með peningaútlátum,
viðurkenningum og
blíðmælum og allt þeg-
ið með þökkum - auð-
vitað.
Alþýðubandalagið
vill ekki sameinast Al-
þýðuflokknum til að
styrkja demókrata til
sóknar. Þau hjá Al-
þýðubandalaginu vita sem er, að sá
tími kemur að raunveruleg, pólitísk
saga þessa öfgahóps til vinstri eða
hægri eftir því hvað menn vilja kalla
hann, kemur upp úr djúpunum og
þá fyrst kynni svo að fara að rauðl-
iðar mætu flekklausan Alþýðuflokk.
Núna er meiningin að nota Alþýðu-
flokkinn til að gera breytingar á
pólitískri ímynd. En það er nokkuð
langt síðan að kommúnistar gátu
óáreittir setið yfir hlut Alþýðu-
flokksins. Þeim tekst það væntan-
lega ekki í þetta sinn nema þá vegna
þekkinarleysís fjölmiðlamanna, sem
tala alltaf um kommúnista sem heið-
virða stjórnmálamenn með hjörtu
samansett úr kristnum söfnuðum.
Höfundur er rithöfundur.
Indriði G.
Þorsteinsson