Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Yélbátaútgerð
á Akranesi 90 ára
Stuttur þáttur úr þróunarsögu athafnabyggðarlags
ÁRIÐ 190& keyptu
fimm ungir menn
fyrsta þilsfarsvélbát-
inn til Akraness. Bát-
inn skírðu þeir Fram
og er það nafn tákn-
rænt, með tilliti til
framhalds útgerðar og
uppbyggingar á Akra-
nesi og víðar. Þessir
ungu menn voru:
Magnús Magnússon á
Söndum, Ólafur Guð-
mundsson á Sunnu-
hvoli, Bjarni Ólafsson
á Litlateig, Loftur
LoftssonJ Aðalbóli og
Þórður Ásmundsson á
Háteigi, allir til heimil-
is á Akranesi.
Fram var smíðaður af Otta Guð-
mundssyni, skipasmið í Reykjavík,
föður þeirra Kristins og Péturs, fv.
skipaskoðunarstjóra. Báturinn þótti
y-stór - 12,27 smálestir og var 38
fet á lengd, 12 'h fet á breidd og 5
fet á dýpt með 10 hestafla, 2
strokka sterkbyggðri Alpha-vél.
Bátnum fylgdi eitt stórsegl, tvö
forsegl, eitt akkeri og 30 faðmar
af keðju, ennfremur spil og auka-
stykki, eins og venja
var að fylgdi. Kaup-
verðið var 8.000 kr.,
sem greiddist með
þremur afborgunum. 2
þús. kr. við undirskrift
samnings, 2 þús. kr.
litlu síðar og loks 4
þús. kr. við afhendingu
bátsins. „Svo vel útbú-
inn, að hann fáist
tryggður í þilskipa-
ábyrgðarfélagi við
Faxaflóa," eins og
skrifað stendur í kaup-
samningnum. Seljend-
ur við samning voru
þeir Þorsteinn Þor-
steinsson kaupmaður
og Matthías Þórðarson skipstjóri,
báðir til heimilis í Reykjavík.
Trúðu á framtíðina
Fram var sem sagt greiddur selj-
endum að fullu við móttöku, en
peningalán fengið hjá bónda i ná-
grenni Akraness, ásamt hjá öðrum.
Þannig varð landbúnaðurinn til að-
stoðar sjávarútveginum í upphafi.
Um þessi kaup skrifar Ólafur B.
Björnsson ritstjóri í Sögu Akraness:
Sjávarútvegur
krefst samvinnu og
sameiningar, segir
Júlíus Þórðarson, ef
hann á að standast
til framtíðar.
„Ekkert áttu þessir ungu menn til
nema hugrekki sitt, trúna á fram-
tíðina, og að þeir væru hér á réttri
leið; að vinna sjálfum sér, þorpi sínu
og þjóð nokkurt gagn. Engir þess-
ara manna voru þá myndugir, er
þeir réðust í þetta, og urðu því feð-
ur þeirra eða nánir venslamenn að
vera við samningana riðnir fyrir
þeirra hönd.“
Útgerðin hófst og var Bjarni Ól-
afsson fyrsti skipstjórinn, en Þórður
Ásmundsson vélamaður á bátnum.
Vélstjóraprófið var í því fólgið að
fá tilsögn um gang og meðferð
vélarinnar í einni ferð, inn og út
Hvalfjörð. Meiri kröfur voru ekki
gerðar í upphafi vélbátaaldar. Allt
gekk þó slysalítið. Fram var álitinn
góður og traustur bátur og færði
hann töluverð verðmæti á land á
þess tíma mælikvarða. Einnig var
hann hafður í „transporti" eins og
það var kallað og fólksflutningum
milli Akraness og Reykjavíkur.
Viðlegxiskúr í Hólmanum
Árið 1909 byggði félagið Fram
viðleguskúr í Hólmanum undir
Vogastapa. Efnið í þennan skúr var
fengið að láni í Edinborgarverslun
á Akranesi og kostnaði það 445,82
kr. Frá Hólmanum voru Fram og
aðrir bátar gerðir út á þorskaneta-
vertíðum. Skipshafnirnar báru afl-
ann upp klappirnar og gerðu að
honum þar úti, en söltuðu síðan í
steinbyrgjum, sem þeir hlóðu þar.
Leifar þeirra má enn sjá í Hólman-
um. Um mikla fiskiðju eða fiskveiði-
tækni var ekki að ræða á þessum
tíma - ekki heldur rányrkju. Menn
reyndu þó að bjargast við það, sem
handbært var. Norskur maður að
nafni Matthías, átti einnig viðlegu-
skúr í Hólmanum. íslendingar og
Norðmenn strengdu seglgarn á
milli skúranna og settu opnar
mjólkurdósir á endana, töluðu svo
fftrá. SpseííirMiM! á flðmig
Glerstúdíó síöan 1980
Óöinsgötu 7 viö Óðinstorg - sími 562-8448
Eioiniig mýjir JÓLAstinmpIar til kortagerðar
Júlíus
Þórðarson
Snúningsplata, hjól og læsing.
Verö kr. 18*100 stgr.
Opið laugardag kl. 10.00-16.00
og sunnudag kl. 12.00-16.00
m
á sjónvarpsskápum frá
H^gvieiody; 4
Verð frá kr. Wm
stgr.
GerA L D H Rétt verA Kynningarveró
998 165 60 72 59.100 49.680
8880 80 59 65 30.770 25.850
780 80 60 65 27.360 22.980
800 80 60 64 22.870 19.250
72 70 59 65 16.220 13.620
566 60 49 59 12.300 10.320
Síðustu dagar um helgina.
6% staögreiðsluafsláttur.
Borgartúni 29, símar 552 7095 og
562 7474, fax 562 2340
Loftur Loftsson
Þórður Ásmundsson
saman í þennan „milliríkjasíma“ ,
sem var ódýr og einfaldur, en gerði
þó gagn.
Eigendaskipti að Fram
Árið 1911 verða eigendaskipti á
Fram, þannig að Loftur Loftsson
og Þórður Ásmundsson kaupa hluti
hinna eigendanna. Þessir félagar
starfa síðan saman að útgerð, fisk-
verkun og verslun; kaupa fleiri og
stærri báta, byggja fiskverkunar-
stöðvar, íshús og og verslunarhús,
bæði á Akranesi og í Sandgerði.
Eftir 12 ára samstarf, eða árið
1919, hætta þeir að reka „Firmað
Loftur Loftsson & Þórður Ásmunds-
son, Akranesi og Sandgerði“, og
skipta eignunum þannig að hlutur
Lofts er Sandgerðiseignirnar en
Þórðar, Akraneseignirnar ásamt 4
vélbátum.
Loftur rak síðan útgerð og fisk-
verkun frá Reykjavík og Suðurnesj-
um um langa hríð frá því að hann
hvarf héðan frá Akranesi. Sérstak-
lega lagði hann mikla rækt við salt-
fiskverkun, ena höfðu fáir eins
mikla reynslu og þekkingu á því
sviði og hann. Um þetta leyti og
síðar gerði Þórður út vélbáta í sam-
lögum með Jóni Sigurðssyni frá
Lambhúsum, Ármanni Halldórssyni
frá Hofteigi og fleinim. Bjarni Ólafs-
son skipstjóri og Þórður Ásmunds-
son áttu einnig langt samstarf í út-
gerð og landbúnaði. Þeir ásamt þeim
Olafi B. Björnssyni og Níelsi Krist-
mannssyni byggðu fyrsta vélfrysti-
húsið á Akranesi árið 1928 og gerðu
út línuveiðarann Ólaf Bjarnason og
Þormóð á tímabili.
Áhugamenn um landbúnað
Bjami og Þórður voru einnig
miklir áhugamenn um landbúnað.
Þeir keyptu fyrsta traktorinn til
íslands, en hann kom frá Ameríku
með Gullfossi árið 1918. Þeir áttu
jörðina Elínarhöfða, sem nú er kom-
in inn í kaupstaðinn og hófu þar
erfitt landbrot með þessari vél. Má
segja að sjávarútvegurinn hafi hér
styrkt landbúnaðinn og greitt fyrri
skuld sína. Hér má einnig geta
þess að Þórður Ásmundsson og
Björn Lárusson frá Ósi við Akranes
vom hvatamenn og kaupendur að
fyrstu stórvirku skurðgröfunni, þótt
hún lenti reyndar hjá Vélasjóði rík-
isins, með samkomulagi við þá.
Fyirtæki Þórðar
Asmundssonar
Fyrirtæki Þórðar störfuðu um
langa hríð á Akranesi, en það voru
útgerðarfélagið Ásmundur hf., með
6-8 báta, hraðfrystihúsið Heima-
skagi hf. og verslun Þórðar Ás-
mundssonar ásamt bújörðunum
Elínarhöfða og Innstavogi.
Með fijálsu framtaki og sameig-
inlegu átaki sjómanna, verkafólks
og sjálfseignarbænda hefur sjón-
deildarhringurinn víkkað til sjós og
lands síðustu 90 árin. Allir frum-
heijarnir eru horfnir af sjónarsvið-
inu, en orðstír gleymist eigi þótt
afbragðs kynslóð deyi.
Hvort þróunin verður jákvæð í
framtíðinni er undir einstaklingun-
um og þjóðinni komið. - Hún er
og verður „sinnar gæfu smiður“ í
þessum málum sem öðrum.
Sjávarútvegurinn og auðlindin
verður ekki lífæð þjóðarbúsins
nema gengið verði vel um á öllum
sviðum.
Fleiri fyrirtæki á Akranesi
og sameining þeirra
Margir ungir menn fylgdu í kjöl-
far frumheijanna og hafa mörg
sjávarútvegsfyrirtæki verið stofnuð
á Akranesi frá upphafí vélbátaút-
gerðar. Haraldur Böðvarsson stofn-
aði sitt fyrirtæki um svipað leyti,
en það starfaði bæði hér á Akra-
nesi og í Sandgerði. Árið 1937 var
stofnað fyrsta almenningshlutafé-
lagið, þ.e. Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja Akraness hf., en hluthafar
voru um 200. Helstu forystumenn
þess fyrirtækis voru þeir Ólafur B.
Björnsson,ritstjóri og Valdimar
Indriðason, síðar alþingismaður, en
fyrirtækið rak bæði togara- og
bátaútgerð auk verksmiðjurekst-
ursins.
Fyrir fimm árum sameinuðust
síðan fjögur stærstu útgerðarfyrir-
tækin á Akranesi, þ.e.a.s. Haraldur
Böðvarsson & Co., Heimaskagi hf.,
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan og
Sigurður hf. Starfa þau í dag sem
eitt félag undir nafninu Haraldur
Böðvarsson hf., en það var stofn-
sett árið 1991. Krossvík hf. á Akra-
nesi gekk síðar til þessarar samein-
ingar, og um næstkomandi áramót
mun Miðnes hf. í Sandgerði vænt-
anlega ganga til sameiningar við
Akranesfyrirtækin. Stofnandi Mið-
ness hf. og fyrsti framkvæmda-
stjóri var Ólafur Jónsson útgerðar-
maður en hann var fæddur og upp-
alinn á Akranesi, þó lengst af hafi
hann rekið útgerð sína frá Suður-
nesjum.
Menn geta haft skiptar skoðanir
á því hvort sameining sjávarútvegs-
fyrirtækja hafi góð áhrif fyrir hin
dreifðu byggðarlög og oft er sagt
að ekki sé heppilegt að setja öll
eggin saman í eina körfu. Þó verð-
ur að segjast að sú varnarbarátta,
sem sjávarútvegur á nú við að stríða
hér á landi, og reyndar víða um
lönd, krefst aukinnar samvinnu og
sameiningar, ef hann á standast til
framtíðar. Akurnesingar hafa
gengið til þessarar sameiningar
með sömu trú á framtíðina sem
frumheijarnir báru í bijósti og ef
sami kraftur fylgir þeirri trú mun
vel fara.
Höfundur er útvegsmaður og fv.
fréttamaður Morgunblaðsins á
Akranesi.
Gœðavara
Gjafavara - malar ocj kaffislell.
Allir veröfiokkar.
Heiinsfrægir liönniiöir
m.a. Giaimi Versatc.
_______VERSLUNIN
Laugnvegi 52, s. 562 4244.