Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 44

Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 44
44 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN MINNINGAR Allra heilagra messa ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Látinna minnst. Prestur sr. Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. Höfundur Hall- grímskirkju Guðjón Samúelsson. Pétur Ármannsson arkitekt. Barna- samkoma og messa kl. 11. Barna- kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunn- laugsdóttur. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Kvenfélag Hallgrímskirkju selur léttan hádegisverð að lokinni messu. Minningar- og þakkarguðs- þjónusta kl. 17. Scola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur einleik á selló. Minnst látinna. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveins- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Allra heilagra messa. Minnst látinna. Prestur sr. Tómas Guð- mundsson. Organisti Jón Stefáns- son. Kammerkór Langholtskirkju syngur. Tónlistarflutningur á veg- um minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur. Kammerkór Langholtskirkju ásamt Kammer- sveit flytja kantötu Actus tragicus eftir J.S. Bach. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 13. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Gylfa Jóns- sonar, héraðsprests. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Org- anisti Gunnar Gunnarsson. Barna- starf á sama tíma. Ólafur Jóhanns- son. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 sameiginleg fyrir barnastarfið í Neskirkju og Frostaskjóli. Kirkju- bíllinn ekur um hverfið. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþónusta kl. 14. Organisti Reynir Jónasson. Ræðumaður Egill Viggósson, guð- fræðinemi. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA; Messa kl. 11. Allra heilagra messa. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt- ir. Organisti Violetta Smid. Barna- starf á sama tima í umsjá Hildar Sigurðardóttur, Erlu Karlsdóttur og Benedikts Hermannssonar. Eftir messu flytur dr. Pétur Pétursson erindi um, hvers vegna kirkjan hef- Fríkirkjusöfnuðurinn íReykjavík í dag, iaugardag, markaðsdagur Kvenfélagsins í Safnaðarheimilinu fró kl. 14.00. Sunnudag barnaguðsþjónusla kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fimmtudag fundur Kvenfélagsins f í Safnaðarheimilinu || kl. 20.30. Guðspjall dagsins: Jesús predikar um sælu. Matt. 6. ur hafnað spíritisma og fram verður borinn léttur hádegisverður. ÁRBÆJARKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11, ath. breyttur messutími. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Skráning í fyrirhugaða kirkjuferð sunnudagaskólans þ. 10. nóv. Organleikari Kristín G. Jóns- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Allra heil- agra messa. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altar- isganga. Laufey Geirlaugsdóttir syngur stólvers. Kaffisala til styrkt- ar orgelsjóði. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Sigríður Sól- veig Einarsdóttir. Sóknarprestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Ragn- ars Schram. Kirkjurútan gengur eins og venjulega. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Hjart- ar og Rúnu og kl. 12.30 í Rimaskóla í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðs- þjónusta kl. 14. Sigrún Gísladóttir framkvæmdastjóri Ellimálaráðs prédikar. Sigurður Skagfjörð syngur einsöng. Organisti Hörður Braga- son. Kaffisala líknarsjóðs eftir guðs- þjónustu. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Látinna minnst. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Kór kirkjunnar syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá frisar Kristjánsdóttur. Org- anisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKiRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugar- dag, markaðsdagur Kvenfélagsins í Safnaðarheimilinu frá kl. 14. Sunnudag barnaguðsþjónusta kl. 11.15, guðsþjónusta kl. 14. Fimmtudag kl. 20.30 fundur Kven- félagsins í Safnaðarheimilinu. Org- anisti Pavel Smid. Cecil Haralds- son. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Hátíðarmessur kl. 8, 9 og 10 f.h. Messa kl. 14. Sunnudag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: Messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Fjöl- skyldusamkoma á morgun kl. 17. Hugleiðingu hefur Kristbjörg Gísla- dóttir. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Ove Petersen frá Noregi. Allir hjartan- lega velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öil sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Bænastund kl. 19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Kirkjudagur aldraðra. Predikun sr. Ólöf Olafsdóttir. Vorboðarnir syngja undir stjórn Páls Helgason- ar. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti Guðmundur Ómar Óskars- son. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA:Messa kl. 14. Lát- inna minnst. Séra Karl Sigurbjörns- son prédikar. Bragi Friðriksson. VÍDALÍNSKIRJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. 11 ára nemendur ú Flataskóla taka þátt í athöfninni. Skólakór Garðabæjar: Litli kor syngur undir stjórn Aslaugar Ólafs- dóttur. Sunnudagaskóli í Hofs- staðakóla kl. 13. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjónarmenn: Sr. Þórhallur Heimisson, Ingunn Hildur Hauksdóttir og Bára Friðriks- dóttir. Messa á allra heilagra messu kl. 14. Altarisganga, látinna minnst. Einsöngur: Erna Guðmundsdóttir. Organisti: Natalía Chow. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Tónlistar- og bænaguðsþjónusta kl. 18. Einsöng- ur Natalia Chow. Organisti Helgi Pétursson. Fyrirbænir fyrir látnum. Hugleiðingarefni: Dauðinn og eilífð- in. Sr. Þórhallur Heimsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá Sigríðar Valdimarsdótt- ur, djákna. Hreiðar Stefánsson, æskulýðsfulltrúi, leiðir söng. Tón- list: Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Örn Arnarson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli fer fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safn- aðarheimilinu kl. 10.45. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guðmunds- sonar organista. Sunnudagaskóli kl. 11. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur eidri borgara: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Látinna minnst. Eldri borgarar lesa lestra dagsins. Prest- ur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Guð- mundur Ólafsson syngur einsöng. Organisti og stjórnandi: Einar Örn Einarsson. Kaffiveitingar í Kirkju- lundi eftir messu í boði sóknar- nefndar. Bílferðir verða frá Hvammi og Hlévangi hálftíma á undan guðs- þjónustu og eftir kaffið í Kirkjulundi. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Minning látinna. Jón Ragnars- son. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Ath. að áður boðuð messa kl. 14 verður að þessu sinni kl. 11. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Úlfar Guðmunds- son. ODDAKIRKJA, Rangárvöllum: Messa kl. 14. Sunnudagaskóli í húsakynnum grunnskólans á Hellu kl. 11. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur þjónar. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Poppmessa kl. 20.30. Hljómsveitin prelátar leið- ir safnaðarsöng í léttri sveiflu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Eftir messu er boðið til altaris og fyrir- bæna í kirkjunni. Kaffi á eftir í safn- aðarheimili. EGILSSTAÐAKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Vigfús Ingvar Ingvarsson. HOLTSPRESTAKALL, Önundar- firði: Barnaguðsþjónusta í Flateyr- arkirkju kl. 11.15. Bænir og söngv- ar. Guðspjallið í myndum. Börnin lita og læra. Afmælisbörn fá glaðn- ing. Gunnar Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í dag, laugardag, kl. 11. TTT- samvera sama dag í safnaðarheimil- inu kl. 13. Stjórnandi Sigurður Grét- ar Sigurðsson. Hátíðarguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kirkjudagurinn. Kaffiveitingar safnaðarheimilinu eftir messu. Björn Jónsson. + Guðrún Ágústa Ágústsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 2. nóvember 1909. Hún lést á sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 23. október síðastliðinn. Guð- rún var dóttir hjón- anna Ágústs Bene- diktssonar sem fæddur var í Mar- teinstungu og Guð- rúnar Hafliðadótt- ur frá Fjósum í Mýrdal. Systkini hennar voru Sigríður, Jóhanna og Jóhann Óskar og er hann einn eftirlifandi af þeim systk- inum. Hinn 4. júní 1933 giftist Lóa Willum Jörgen Andersen, f. 30. sept. 1910, d. 17. júlí 1988. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guðrún And- ersen, hennar börn eru Ágúst Heiðar, Hrafnhildur, Aðalheið- ur Lóa, Guðrún Vilborg og Elsku mamma. Ég þakka þér fyrir allt. Ég þakka þér fyrir að hafa verið til. Ég þakka þér fyrir að hafa komið mér á fætur. Ég þakka þér fyrir að hafa komið mér í skóla. Ég þakka þér fyrir að hafa komið mér út í lífið. Ég þakka þér fyrir að hjálpa mér að mannast. Ég þakka þér fyrir hjálpina með börnin mín. Ég þakka þér fyrir stuðning í sorg. Ég þakka þér fyr- ir hjálp í neyð. Ég þakka þér fyrir hjálp í veikindum. Ég þakka þér fyrir skilning og gæði. Ég óska þér góðrar ferðar heim í blómagarðinn sem ég trúi að bíði þín. Þú hlýtur að spila þar á nýtt orgel og nýjan, mjúkan, lítinn Levi- gítar. Takk fyrir mig. Þín Jóhanna. Elsku mamma. Þú elskaðir af- komendur þína skilyrðislaust og fórnaðir okkur næstum öllum tíma þínum. Þú krafðist einskis í stað- inn. Þú hafðir einfalda, bjarta og dásamlega lífsskoðun, vildir öllum vel, elskaðir börn, blóm og tónlist. Við höfum næstum því alltaf búið saman svo að í líf mitt er nú komið tóm sem aldrei verður fyllt. En þú bjóst yfir miklum aðlögunar- hæfileikum sem ég get vonandi lært að tileinka mér. Ég veit það birti á himnum þeg- ar þú komst þangað. Guð geymi þig. Halla. Tengdamóðir mín, Guðrún Ág- ústa Ágústsdóttir, eða Lóa frá Kiðjabergi eins og hún var nefnd í daglegu tali, er látin. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an fyrir einum 36 árum er ég ung- ur maður kynntist dóttur hennar Ágústu Þyrí. Efst í huga mínum þegar ég lít yfir farinn veg, er hve gott það var fyrir ungan mann að koma inn á heimili þeirra hjóna Lóu og Willums. Heimilið á Heiðarvegi 55 var miðstöð fjölskyldunnar, þar var ævinlega glatt á hjalla og var Lóa miðpunktur gleðinnar sem ríkti þar. Var vel passað uppá að enginn væri svangur og að allir fengju eitthvað í gogginn sinn. Lóa sat oft við orgelið og spilaði af hjartans lyst svo allir viðstaddir hrifust með. Lög Oddgeirs Krist- jánssonar voru henni hugleikin og oftar en ekki fékk hún alla við- stadda til að taka lagið. Lóa var mikil mannkostamanneskja og var fjölskyldan henni allt. Hún tengdi fólkið sitt vel saman og léttleiki og hlýja voru aðalsmerki hennar. Það má segja um Lóu að hún rækt- aði garðinn sinn vel, blómaræktin Lilja. 2) Jóhanna Andersen, hún eignaðist 4 börn, synina Helga Þór og Halldór Jörgen, en 2 dætur missti hún, Guðrúnu Ág- ústu í bílslysi og aðra stúlku í fæð- ingu. 3) Ágústa Þyrí Andersen, gift Þór Guðmundssyni og eiga þau 3 syni, Willum Þór, Örn og Val. 4) Willum Pét- ur Andersen, kvæntur Sigríði Ingólfsdóttur. Þeirra börn eru Þórunn, Inga Hanna, Willum og Pétur. 5) Halla Júlía And- ersen, gift Baldvin Kristjáns- syni, en þeirra börn eru Erla, Lóa og Arnar. Barnabarna- börnin eru 26 og barnabarna- barnabörnin 3. Útför Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. var henni mikils virði og nutu margir góðs af því. Ég undirritaður lærði margt af tengdamóður minni í þeim efnum, sem hefur fært mér ómælda gleði hin síðari ár og marg- ir eru afleggjararnir sem fluttir voru úr garðinum af Heiðarvegin- um í Kópavoginn. Lóa var víðlesin og var gaman að skiptast á skoðun- um við hana um málefni líðandi stundar. Að endingu vil ég koma kæru þakklæti til Höllu og fjölskyldu hennar fyrir umhyggju fyrir for- eldrum þeirra systkina síðustu árin. Veit ég að ég mæli fyrir munn þeirra allra. Einnig veit ég að Jó- hanna hefur verið móður sinni mik- il stoð síðustu árin, og hafi hún þökk fyrir. Ekki get ég minnst tengdamóður minnar nema minnast tengdaföður míns, Willums, sem lést eftir erfið veikindi. Það var gott að leita til þeirra, traust og virðing var þeirra leiðarljós. Ég vil að lokum biðja hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að varðveita minningu þeirra. Rétt eins og velheppnaður dapr endar í notalegum svefni, deyja þeir hamingjusamir sem hafa varið lífí sínu vel. Þór Guðmundsson. í dag fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför föðursyst- ur okkar, Guðrúnar Ágústu Ág- ústsdóttur (Lóu) frá Kiðjabergi. Lóa frænka hefði orðið 87 ára í dag. Það er hár aldur en samt var hún ekkert gömul. Hún var jafnung og þegar við munum fyrst eftir henni. Þó hárið hafi gránað, fæt- umir stirðnað og stafur hafi verið við hliðina á stólnum hennar var það breyting sem við tókum lítið eftir. Góða skapið, fallega brosið hennar, dillandi hláturinn, söngur- inn, orgelspilið, frásagnir, spjall um ættfræði og sterka kaffið, ekkert af þessu breyttist. Við eigum marg- ar góðar minningar frá Kiðjabergi þar sem afi okkar bjó ásamt Lóu, Willum og börnum. Seinna fluttu þau á Heiðarveg 55 og þar eignað- ist Lóa stóran garð sem hún rækt- aði af mikilli alúð og rósirnar henn- ar eru til í mörgum húsagörðum í Eyjum. Lóa var mjög músíkölsk, söng vel og spilaði á orgelið sitt sem hún eignaðist þegar hún var 9 ára. Þegar við komum í heimsókn sett- ist Lóa við orgelið og spilaði og urðu þá allir að syngja með. Það voru lögin hans Geira (Oddgeirs Kristjánssonar) sem vom í háveg- um höfð en Lóa taldi víst að allir kynnu þessi fallegu lög sem hún hélt svo mikið uppá. Mörg undan- GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.