Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 52

Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 52
>2 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Emelía? er þetta virkilega þú? Auðvitað man ég ... Paraballið? Ertu að biðja mig um að koma á para- frá dansskólanum ... Hvemig gæti ég gleymt því? ballið? Þetta er sennilega rangt númer ... legðu bara Þetta hlýtur að verða rangt númer... legðu á... bara á ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tónlistarguðs- þjónustur í Hafnar- fjarðarkirkju Frá Þórhalli Heimissyni: ALLT frá fornu fari hafa menn tilbeðið Guð sinn með tónlist og söng. Söngurinn er undirstaða Davíðssálma sem við þekkjum úr Gamla testamentinu, en þeir voru sungnir og leiknir í musterinu í Jerúsalem til forna. í kirkjunni hefur söngur og tónlist verið mótandi afl í helgihaldinu frá fyrstu tíð og er svo enn í mörgum kirkjudeildum. Segja má að okkar kirkjudeild, hin lúterska, hafi valið að leggja höfuðáherslu á annað svið tilbeiðslunnar, þ.e. hið talaða orð, textalestur og fræði- lega útleggingu. Því miður hefur ofuráherslan á hið talaða orð oft orðið til þess að gera hlut söngs og tónlistar heldur lítinn. Á okkar tímum hefur orðið mikill tónlist- arleg vakning víða um lönd innan kirkjunnar. Menn hafa í auknum mæli skynjað að tónlistin er sterkur farvegur trúarinnar, að hin orðlausa upplifun lifandi tóna getur tengt sál mannsins Guði jafnvel, ef ekki betur, en hið tal- aða orð eitt sér. í Svíþjóð og Finnlandi hafa systurkirkjur hinnar íslensku þjóðkirkju þróað tilbeiðsluform sem notað er samhliða hinu hefð- bundna messuformi, einmitt til þess að koma til móts við þessa endurnýjun tónlistarinnar í helgi- haldinu. Er hér um að ræða guðs- þjónustur sem kallaðar eru „Tón- listarguðsþjónustur". í þeim er lögð höfuðáhersla á söng, bænir og tónlist, en einfaldur textalest- ur og stutt hugleiðing tengir sam- an bænir og tóna. Einnig fær þögnin að njota sín, því hluti af guðsþjónustunni fer fram í al- gerri þögn og þá gefst tóm til djúprar persónulegrar íhugunar og hugleiðslu. I Hafnarfjarðarkirkju eru á þessum vetri haldnar slíkar tón- listarguðsþjónustur annan hvern sunnudag að sænskri fyrirmynd. Sá er þetta skrifar og hefur heim- fært þetta guðsþjónustuform upp á íslenskar aðstæður, hefur starf- Haf narfjar ðarkirkj a að sem prestur í sænsku kirkj- unni undanfarin ár, en þar eru tónlistarguðsþjónusturnar orðnar fastar í sessi og haldnar hvern helgan dag. Ymsir tónlistarmenn koma að þessum guðsþjónustum í Hafnar- fjarðarkirkju. En sérstaklega má nefna börn og unglinga úr Tón- listarskóla Hafnarfjarðar sem tekið hafa þátt með tónlistar- flutningi, og munu gera svo áfram í vetur. Tónlistarguðsþjónusta er vissulega einnig kirkjupólitísk. Margir innan íslensku þjóðkirkj- unnar hafa á undanförnum miss- erum kosið að gera lítið úr tónlist- inni í guðsþjónustunni en hampa í staðinn hinni fræðilegu útlegg- ingu. Við, sem að tónlistarguðs- þjónustunum stöndum, gerum þvert á móti. Við teljum að verði að fara saman í kirkjunni orð og tónlist og hitt má ekki heldur gleymast, íhugunin og hugleiðsl- an. Þvi aðeins ef allir liðir helgi- haldsins fá að njóta sín öðlumst við samhljóm með Guði í kirkj- unni. Og ekki veitir nú af! Næsta tónlistarguðsþjónusta er sunnudaginn 3. nóvember, á Allra heilagra messu kl. 18.00 SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, aðstoðarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Hvað skal segja? 54 Væri rétt að segja: í Laxá veiddust tuttugu laxar miðað við sjö- tíu laxa úr Svartá. Svar: Hér er ekki um neina viðmiðun að ræða. Rétt væri: í Laxá veiddust tuttugu laxar en sjötíu í Svartá. E.t.v. væri rétt- mætt að segja: Tuttugu laxar úr Laxá var lítil veiði miðað við sjötíu laxa úr Svartá. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.