Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 54
54 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
t
Morgunblaðið/Silli
SIGURVEGARARNIR Óli Kristinsson og Guðmundur Hákonarson
spila gegn Þóru Sigurmundsdóttur og Magnúsi Andréssyni.
BRIPS
U m s j 5 n
Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Húsavíkur
Lokið er hausttvímenningi
Bridsfélags Húsavíkur og urðu úr-
slit þessi:
Óli Kristinsson - Guðmundur Hákonarson 616
Friðgeir Guðmundsson - Gaukur Hjartarson 553
Sveinn Aðalgeirsson - Björgvin R. Leifsson 539
Þóra Sigurmundsdóttir - Magnús Andrésson 522
Bergþóra Bjamadóttir - Jón Sigurðsson 508
Næst verður spiluð fjögurra kvölda
hraðsveitakeppni.
Silli
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 28. október byijaði
4 kvölda A. Hansen barómeter tví-
menningur félagsins. 24 pör taka
þátt í mótinu og 1. kvöldið voru
spilaðar 5 umferðir. Staða efstu
para:
Jón Hjaltason — Gylfi Baldursson +92
Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbrandss. +67
Jón Pálmason - Ragnar Hjálmarsson +55
ÁmiÞorvaldsson-SævarMapússon +44
Guðlaupr Ellertsson - Björn Amarsson +38
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson +37
A. Hansen mótinu verður framhald-
ið næstu 3 mánudaga og síðan tek-
ur við aðalsveitakeppni félagsins.
Bridsfélag SÁÁ
Þriðjudaginn 29. október var spil-
aður eins kvölds tölvureiknaður
Mitchell-tvímenningur með for-
gefnum spilum. 17 pör spiluðu 9
umferðir með 3 spilum á milii para.
Meðalskor var 216 og efstu pör
voru:
N/S-riðill
Yngvi Sighvatsson - Orri Gíslason 247
Sturla Snæbjörnsson - Cecil Haraldsson 247
ÞórhallurTryggvas. - Leifur Aðalsteinss. 246
A/V-riðill
Guðlaupr Sveinss. - Lárus Hermannss. 282
RaparT.Jónsson-TryggviIngason 235
Unnsteinn Jónsson - Filipus Þórhallsson 221
Bridsfélag SÁÁ spilar öll þriðju-
dagskvöld í nýjum salarkynnum að
Ármúla 40, 2. hæð. Spilaðir eru
eins kvölds tölvureiknaðir Mitchell-
tvímenningar með forgefnum spil-
um. Spilamennska byrjar kl. 19.30
og eru allir spilarar velkomnir.
Stórmót Munins og
Samvinnuferða/Landsýnar
Stórmót Munins og Samvinnu-
ferða/Landsýnar verður haldið
laugardaginn 16. nóvember og
hefst kl. 11. Spilastaður er Brids-
heimilið Máni við Sandgerðisveg.
Spilaður verður tvímenningur eftir
monradkerfi. Keppnisgjald 6.000
pr. par. Keppnisstjóri Sveinn Rúnar
Þorvaldsson. Heildarverðlaun 180
þús.
Frítt kaffi auk léttra veitinga
meðan á verðlaunaafhendingu
stendur. Takmarkaður parafjöldi.
Skráning í BSÍ: Magnús, 423 7759,
Vignir, 423 7464, Garðar,
421 3632, Karl E„ 423 7595, Sig-
uijón, 423 7771, Eyþór, 423 7788.
ÍDAG
SKÁK
llmsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp í
sögulegri viðureign
Bandaríkjamanna og Is-
lendinga á Ólympíumótinu
í Jerevan. Nick deFirm-
ian (2.575) hafði hvítt og
átti leik, en Hannes Hlífar
Stefánsson (2.560) var
með svart.
DeFirmian lék 27.
Rd5?? Og eftir 27. - fxe4
er málið ekki lengur ein-
falt, því svartur hótar
máti í borðinu. Framhaldið
varð 28. Df6+ -
Dxf6 29. Rxf6 -
Bf5 30. Rxe8 -
Hxe8 og skák-
inni lauk um síð-
ir með jafntefli.
í staðinn gat
hvítur leikið:
27. Bxe5+!! -
Hxe5 28. Dd8+
- He8 29.
Dd4+ og svart-
ur getur aðeins
frestað mátinu í
tvo leiki með því
að fórna þungu
mönnunum. Það
skyldi þó enginn
draga þá álykt-
un að Íslendingar hafi ver-
ið heppnir í þessari viður-
eign. Allar hinar skákirnar
þijár töpuðust úr vænleg-
um töflum.
Bandaríska sveitin
fylgdi þessum stóra sigri
eftir með því að hreppa
bronsverðlaun á mótinu.
a b c d • ( 9 h
HVÍTUR leikur og mátar í fimm
HÖGNIHREKKVÍSI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Þingmenn hafa
um þarfara að
hugsa
GUÐMUNDA Jónsdótt-
ir, Elliheimilinu Grund,
hringdi og sagði að þing-
menn ættu ekki að rífast
út af þjóðsöngnum eða
of miklum hraða. Þeir
eiga að hugsa um gamla
fólkið en Guðmunda seg-
ist vera tví- eða þrískött-
uð,
Léleg
póstþjónusta
ÉG VONA að Póstur og
sími í Reykjavík velji
bréfbera sem kunna að
lesa. Um síðustu jól fékk
ég bréf sent til baka.
Nafn og heimilisfang
viðtakanda voru skrifuð
fullkomlega.
Bréfin mín eru alltaf
send tímanlega. Með
kveðju til pósthússins í
Reykjavík í von um að
þeir læri af mistökunum.
Anna María Aradóttir,
Laxárnesi í Aðaldal.
Of mikill hraði
SIGRÚN Magnúsdóttir
hringdi og átti ekki til
orð yfir frumvarpi á þingi
um að auka lögleyfðan
hraða. Hún telur þetta
óðs manns æði og vill
þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið og að fólk
greiði atkvæði á móti
þessu frumvarpi.
Tapað/fundið
Barnagleraugu
töpuðust
PÍNULÍTIL stelpugler-
augu, gyllt með bleikum
yijum, töpuðust í Holts-
búð eða Ásbúð sl.
fimmtudag. Finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 565-1779.
Armband
tapaðist
BREITT gullarmband
tapaðist nýlega.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
568-5293. Fundarlaun.
Hringur tapaðist
STÓR karlmannsgull-
hringur með bláum steini
tapaðist á leiðinni frá
Hafnarhúsinu að
Lækjartorgi sl. mánu-
dag. Finnandi er beðinn
að hringja í síma
567-5978.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl.
lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa
að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Dagók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
TOPPTILBOÐ
RUSKINNSOKKLASKOR
LANGUR LAUGARDAGUR OPIÐ FRA KL. 10-16
Póstsendum samdægurs
joppskórinn
Austurstræti 20, sími 552 2727
Teg: Yellow Stone
Stærðir: 36-42 ■ ■ * 1 1 O C
Litir: Brúnir og svartir YCfO I • I # Jf
Ath. Mikið úrval af góðum skóm ó tiiboði
- kjarni málsins!
Víkverji skrifar...
NÚ ER vetur genginn í garð og
bílar manna stundum alhrím-
aðir á morgnana. Það kemur Vík-
veija alltaf jafnmikið á óvart að sjá
ökumenn, sem hafa rétt haft fyrir
því að skafa örlítið gat á klaka-
brynjuna yfir framrúðunni og sjá
líkast til fram á veginn, en hvorki
til hliðanna né í baksýnis- og hliðar-
speglana.
Þessir ökumenn skipta svo um
akreinar eins og herforingjar og
demba sér þá gjarnan í veg fyrir
næsta bíl. Það hlýtur að vera þess
virði að eyða fimm mínútum í við-
bót á morgnana í að gera bílinn
ökufæran, 5 stað þess að stofna lífi
samborgaranna í hættu með svona
trassaskap.
XXX
VÍKVERJA berst mikið af bréf-
um þessa dagana og hér verð-
ur gripið niður í tvö. Annars vegar
skrifar Árni Ingvarsson vegna hug-
leiðinga Víkveija um steypuvið-
gerðir á gömlum húsum. Árni bend-
ir á að nota megi efnið Rainseal á
útveggi steinhúsa. Efnið hafi fyrst
verið reynt á dálitlum bletti undir
glugga á blokk í Fossvogi 1980.
Tólf árum síðar hafi allt húsið verið
sprungið nema þessi hluti þess. „Ef
Rainseal-efnið hefði verið sett á
alla blokkina 1980 og það hefði
reynzt svona vel eins og undir
glugganum, þar sem tilraunin var
gerð, hefði hver íbúðareigandi spar-
að sér 140.000 krónur á 12 árum,“
segir Árni.
Lætur Víkveiji nú lokið umijöllun
um steypuskemmdir í bili.
xxx
HITT bréfið er frá öðrum Árna,
Brynjólfssyni. Hann er ekki
sammála þeirri ábendingu frá for-
ystumanni um öryggismál sjó-
manna sem Víkveiji birti í fyrra-
dag. Sá hafði áhyggjur af því að
börn, sem lékju sér við bryggjur
landsins, notuðu ekki björgunar-
vesti.
Árni skrifar: „Hæfilegur viðbún-
aður til að varast hættur er af því
góða, en ofvernd getur valdið því
að fullorðnir og börn hætta að taka
mark á slysavörnum. Mér er sem
ég sjái böm í sjávarþorpum landsins
spranga dagiangt í björgunarvesti
með hjálm á höfði eða að þau færu
ekki fram á bryggju eða út í bát
nema að sækja fyrst heim viðeig-
andi öryggisbúnað. Þetta er tómt
mál að tala um og er aðeins til
þess að auka á öryggisleysi for-
eldra, einkum mæðra, og veldur
e.t.v. ástæðulausri sektarkennd.
Það er varasamt að hrópa í sífellu
úlfur, úlfur!
Önnur hlið á þessu máli eru við-
horf seljenda hvers konar öryggis-
búnaðar og tækja, þau er auðvelt
að skilja, ekki sízt ef þetta fer sam-
an.
Þegar ég kom út í nepjuna í
morgun fannst mér „æpandi“ að
sjá fólk illa búið, án yfirhafnar,
ekki með trefil um hálsinn, húfu á
höfði og í kuldaskóm. Það gæti
verið lausn á vanda heilbrigðisþjón-
ustunnar að lögleiða þessa hluti við
frostmark og enn öruggara væri
að í hálku færi enginn út án mann-
brodda og með hjálm á höfði. Ekki
veldur sá er varar!“
xxx
VÍKVERJA finnst að margt sé
til í ábendingu Árna. En þótt
ekki eigi að lögleiða allan möguleg-
an öryggisbúnað, hlýtur fólk að
grípa til þeirra tækja, sem eru til
og hafa þróazt hröðum skrefum
undanfarna áratugi, til að afstýra
slysum. Og hvers konar bábilja er
það að tal um öryggisbúnað auki
öryggisleysi einkum hjá mæðrmrP.
Er feðrum ekki jafnannt um börnin
sín og mæðrunum?
xxx
VÍKVERJI hafði orð á því sl.
þriðjudag, hvort ekki væri
hægt að hafa meiri starfsemi í fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum á góð-
viðrisdögum að vetri til og sagði frá
3ja ára pilti, sem ætlaði að leika
golf en koma að læstum dyrum.
Nú hefur Víkveija borizt svohljóð-
andi bréf frá forstöðumanni garðs-
ins: _
„Ágæti Víkveiji. Þökkum ábend-
inguna í Víkveija 29.10.96. Við
tökum þig strax á orðinu og aukum
dagskrá í garðinum um helgar í
vetur. Tómas Guðjónsson, forstöðu-
maður.“
Þetta eru snögg og jákvæð við-
brögð og verða áreiðanlega til þess
að auka aðsókn að fjölskyldu- og
húsdýragarðinum í vetur.