Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 64
Wioílows NT4.0 I MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Húsatryggingar Reykja- unSð víknr boðnar til sölu SPÆNSKIR kaupendur íslensks saltfisks í Barcelona á Spáni fullyrða að SÍF hafi í haust boðið saltfísk á lægra verði en aðrir íslenskir saltfisk- útflytjendur. Luis Sastre Patino, framkvæmda- stjóri_ Sagu, sem kaupir saltfísk af Jóni Ásbjörnssyni, segir að dótturfyr- irtæki SÍF, Union Islandia, hafí í haust boðið saltfísk á mun lægra verði en önnur heildsölufyrirtæki. Eduard Armengol, eigandi fyrir- tækisins Armengol, segir að þessi tilboð SÍF hljóti að leiða til þess að samkeppnisaðilar þeirra á Spáni auki þrýsting á saltfískseljendur á íslandi að lækka verðið. SÍF segist bjóða markaðsverð „Við erum að bjóða það markaðs- verð sem er í gildi. SÍF er að borga fyrir fískinn hér á landi ekki Iægra verð en aðrir. Ef við getum boðið hann á lægra verði á Spáni er það vegna þess að söiukerfi okkar er ódýrara en samkeppnisaðila okkar,“ sagði Gunnar Óm Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF. ■ Nýir útflytjendur/32-33 -----♦-------- Heimsmeistaramót í brids Islendingar í úrslit ÍSLENDINGAR spila til úrslita í dag gegn sveit Bandaríkjanna í heimsmeistaramóti í blönduðum flokki í brids sem fram fer á Ródos samhliða Ólympíumótinu. Spiluð verða 32 spil. í sveitinni með íslendingunum eru tvær breskar landsliðskonur. Islend- ingar komust í úrslit með sigri á Frökkum í gærkvöldi. Unnu þeir 77-46 í 28 spilum. HÚSATRYGGINGUM Reykjavíkur hefur verið breytt í hlutafélag og í framhaldi af því hefur borgarráð ákveðið að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins. Öll innlend tryggingafélög og tryggingamiðlar fengu send gögn um söiuna síðdegis í gær en frestur til að skiia tilboðum er til 20. nóvember. Að sögn Skúla Bjarnasonar, formanns starfshóps um sölu borgareigna, var hluti gagnanna einnig hafður á ensku til þess að gefa erlendum tryggingafélögum með starfs- leyfí á íslandi kost á að bjóða í fyrirtækið. Fjórðungur brunatrygginga fasteigna hér á landi í ársbyrjun 1995 glötuðu Húsatryggingar Reykjavíkur einkarétti sínum á brunatrygging- um fasteigna í Reykjavík. Önnur tryggingafé- lög hafa síðan náð til sín hiuta af viðskiptum félagsins en talið er að það hafi enn um fjórð- ung allra brunatrygginga fasteigna á landinu. Iðgjöld vegna bruna- trygginga nema um 126-128 milljónum króna á þessu ári Þar af er meginþorri íbúðatrygginga í Reykja- vík og stór hluti trygginga atvinnuhúsnæðis í borginni. Gögnin lesin af athygli Að sögn Skúla er ætlað að 126-128 milljón- ir króna verði greiddar í iðgjöld til Húsatrygg- inga Reykjavíkur á þessu ári, en áður en bruna- tryggingar voru gefnar fijáisar voru iðgjöldin um 200 milljónir króna. Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra, verða gögn um söluna lesin með athygli. „Vissulega höfum við áhuga á þessu fyrirtæki og ég á von á því að öll félögin sem bjóða brunatryggingar muni skoða hug sinn vel. Reyndar eru brunaiðgjöld fasteigna afar lág á íslandi, einkum á íbúðarhúsnæði. Iðgjöld fyrir tryggingar allra íbúðarhúsa í Reykjavík eru um fimmtíu milljónir króna.“ Hlaut að koma að breytingum Axel Gíslason, forstjóri VÍS, segir að sér komi ekki á óvart að Húsatryggingar Reykja- víkur séu boðnar til sölu. „Starfsemi Húsa- trygginga hefur verið rekin samkvæmt sér- stakri undanþágu eftir að lög voru sett um vátryggingastarfsemi 1994 og það hlaut að koma að því að Reykjavíkurborg yrði að gera á því breytingar. Stofn fyrirtækisins hefur minnkað verulega frá því að brunatryggingar voru gerðar fijálsar en við munum að sjálf- sögðu skoða málið.“ Áætlun fyrir 1996 Skatttekj- ur af bílum aukast um 2 milljarða ÁÆTLAÐAR skatttekjur hins opin- bera af bifreiðakaupum og bifreiða- notkun aukast á þessu ári þrátt fyrir lækkun á vörugjöldum í júní sl. Sam- kvæmt áætluninni verða skattar á hveija bifreið 150 þúsund krónur á þessu ári. Tekjuaukningin skýrist helst af auknum bílainnflutningi og nemur tæpum tveimur milljörðum króna. Tekjumar hækka úr 18.662 milljónum króna árið 1995 í 20.655 milljónir króna, samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. 1,3 milljarðar króna af tekjuaukanum eru skatttekjur af bif- reiðakaupum. Tekjur hins opinbera af bifreiðum sem hlutfall af heildar- skatttekjunum hækka, samkvæmt áætluninni, úr 16,3% í 17,1% af vergri þjóðarframleiðslu. Útgjöld til vega- mála sem hlutfall af þessum tekjum lækka úr 38,3% í 30% milli ára. Tæpir 6 milljarðar af bílakaupum Morgunblaðið/Golli Engir bið- listar lengur KRAKKARNIR á Mánabrekku, ■ íslendingar/49 > > * Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra á aðalfundi LIU Ekki er hægt að líta framhjá misskiptingu HALLDÓR Ásgrimsson utanríkis- ráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ i gær að nokkuð hefði verið rætt um álögur á sjávarútveginn að undan- förnu og víst væri að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi væri ekki vandamál dagsins. Varðandi galla aflamarkskerfisins væri ekki hægt að líta framhjá því að þar sem markaðskröftunum er sleppt laus- um gæti komið fram misskipting og óréttlæti, sem nauðsynlegt væri að takast á við og fínna leiðir til úrbóta. Þótt ráðherrann telji að aflamarkskerfið hafi ótvírætt sann- að kosti sína, sé umræðan um kosti þess og galla nauðsynleg. „Sanngjörn umræða skapar að- haíd og kallar fram hugmyndir um það sem betur má fara. En það verður að gera með rökum, ekki rökleysu. Það ríður á að menn haldi áttum og geri sér grein fyrir þeim möguleikum, sem liggja í þessu fjör- eggi okkar og að við nýtum þá í stað þess að koma í veg fyrir að þeim verði hrint i framkvæmd. Út- vegsmenn verða að taka þátt í umræðunni og færa fram rök i skipulagsmálum sjávarútvegsins. Þeir sitja hjá í alltof miklum mæli og leiðrétta ekki margvíslegan mis- skilning og ætlast til að aðrir geri það,“ sagði Halldór. Rökleysa að sannindum „Ekkert skipulag í sjávarútvegi mun standast til frambúðar nema um það ríki bærileg sátt. Við, sem vinnum i stjórnmálunum, erum helstu ábyrgðarmenn þeirrar sátt- ar. Við getum ekki rækt þessar skyldur okkar nema gengið sé fram af varfærni. Við hljótum að ætlast til þess að þeir, sem hafa auðlind- ina til afnota, rækti garðinn vel og gangi fram af ábyrgð í garð byggðanna og þjóðfélagsins. Við verðum líka að ætlast til þess að fjölmiðlar ijalli um málið hleypi- dómalaust og reyni ekki að gera rökleysu að sannindum í kappi sínu við að ná fram fyrirfram ákveðinni niðurstöðu," sagði utanríkisráð- herra. ■ Aðalfundur LÍÚ/12 og 33 nýja leikskólanum á Seltjarnar- nesi, geisluðu af kæti þegar skól- inn var formlega tekinn í notkun í gær. Skólinn leysir af tvo eldri skóla, Fögrubrekku og Litlu- brekku, og er þar rúm fyrir 90 börn samtímis en allt að 120 börn koma þar dag hvern. Með opnun skólans hefur tekist að eyða öll- um biðlistum eftir leikskólaplássi á nesinu. Skólinn er 640 fermetr- ar með fjórum ieikskóladeildum fyrir 2-6 ára börn. Kostnaður við bygginguna er um 73 milljónir, að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra. „Við erum að færa leikskólana saman og yfir á mið- bæjarsvæðið," sagði hann en við hlið nýja skólans er eldri leik- skóli, Sólbrekka. „Við ætlum að gera smátilraun í skólunum og kynna elstu börnunum tölvur, þannig að þau fá aðeins undir- búning fyrir skólagönguna." Skatttekjurnar stafa af bifreiða- kaupum, þ.e. aðflutningsgjöldum og virðisaukaskatti, og bifreiðanotkun. Undir þeim lið eru opinber gjöld af eldsneyti, aðflutningsgjöld af hjól- börðum og varahlutum, þungaskatt- ur og bifreiðagjald. Stærsti liðurinn í tekjuaukningu hins opinbera eru skattar af bifreiða- kaupum vegna aukins innflutnings. Áætlað er að tekjurnar af þessum lið hækki á þessu ári um 1.342 millj- ónir króna frá 1995, fari úr 4.634 milljónum króna í 5.976 milljónir. í fjárlögum fyrir árið 1996 var gert ráð fyrir að tekjur af bifreiða- kaupum yrðu fjórir milljarðar króna. Fyrirséð var að aukning yrði á þess- um tekjum og gerði fjármálaráðu- neytið aðra áætlun sem hljóðaði upp á 4,9 milljarða króna tekjur af bif- reiðakaupum. ■ Fækkun gjaIdflokka/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.