Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
255. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/RAX
SKEIÐARÁRSANDUR var i OFT TRITP A FTT TP TTT A T TPQTM^ fram á sandinn, er skoðaður.
gær þakinn ísjökum, stórum og wl U IVlvIvilI -L U IV lli-^rALJX OllN O Við jakann er Árni Snorrason,
smáum, sem ofurkraftur hlaup- úr jaðri Skeiðarárjökuls og fram. Smæð mannsins frammi augljós þegar þessi tíu metra forstöðumaður vatnamælinga-
vatnsins úr Grímsvötnum reif dreifði niður allan sand og í sjó fyrir náttúruöflunum verður breiði jaki, sem hlaupið þeytti sviðs Orkustofnunar.
Lykilmenn hverfa
úr stjórn Clintons
Washington. Reuter.
Bhutto
leitar til
dómstóla
Islamabad. Reuter.
BENAZIR Bhutto, sem forseti Pak-
istans vék úr embætti forsætisráð-
herra á þriðjudagsmorgun, sagði á
blaðamannafundi í gær að hún
myndi leita til æðstu dómstóla
landsins til að fá ákvörðuninni
hnekkt. Þingið var leyst upp og
bráðabirgðastjórn tók við völdum í
landinu á þriðjudag. Þingkosningar
eru boðaðar í febrúar.
Bhutto sakaði á fundinum Farooq
Leghari forseta, er talinn var dygg-
ur pólitískur samheiji hennar, um
að svíkja „heilagt loforð" sem hann
hefði gefið sér um að setja aldrei
löglega kjörna ríkisstjórn af. Hann
hefði auk þess látið ræna eigin-
manni hennar, Asif Ali Zardari, sem
að sögn nýju valdhafanna er í varð-
haldi „undir vernd“ stjórnvalda.
Bhutto krafðist þess að fá leyfi til
að hitta eiginmann sinn.
„Lygar, lygar og aftur lygar,“
sagði Bhutto um ásakanir á hendur
henni um að hún hefði leyft liðs-
Rcuter
STUÐNINGSMENN Benazir
Bhutto brenna brúðumynd af
Farooq Leghari forseta í Isl-
amabad í gær.
mönnum öryggislögreglu að myrða
fólk að vild, látið spillingu óátalda,
grafið undan dómstólunum og hygl-
að vinum og ættingjum.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
sagði að brottvikning Bhutto virtist
vera í samræmi við stjórnarskrá
Pakistans. Fulltrúar erlendra ríkja
forðast að skipta sér af deilunum
og segja að um innanríkismál Pak-
istana sé að ræða.
BILL Clinton Bandarikjaforseti
sneri í gær sigri hrósandi aftur til
Hvíta hússins frá heimili sínu í
Arkansas-ríki en fregnir um að lyk-
ilmenn í ríkisstjórn hans og nánustu
samverkamenn væru á förum urðu
þó til þess að beina athyglinni frá
kosningasigri hans.
Frá því var skýrt, að Warren
Christopher utanríkisráðherra,
William Perry varnarmálaráðherra
og Mickey Kantor viðskiptaráð-
herra, hefðu allir ákveðið að draga
sig í hlé. Ennfremur var gefið til
kynna, að Hazel O’Leary orkuráð-
herra væri á förum. Hugsanlega
einnig Janet Reno dómsmálaráð-
herra. Þá hefur Leon Panetta, skrif-
stofustjóri Hvíta hússins, sagst ætla
að draga sig í hlé.
Venja er, að breytingar eigi sér
stað í ríkisstjórn við endurkjör for-
seta Bandaríkjanna. Clinton reyndi
að gera lítið úr hugsanlegum breyt-
Þarf áfram að
semja við re-
públikana á þingi
ingum í gær og sagði það skilning
sinn, að hvorki Perry né Kantor
hefðu afráðið hvað þeir gerðu.
Embættismenn í ráðuneytum þeirra
sögðu hið gagnstæða. Aðstoðar-
menn forsetans eru sagðir vera að
velja nýja menn til ráðherrastarfa
og Clinton sagðist myndu fjalla um
breytingarnar á blaðamannafundi
eftir nokkra daga.
Fregnin um brottför helstu sam-
verkamanna Clintons undirstrikar
þær mikilvægu ákvarðanir sem bíða
hans á næstu dögum og vikum. Sú
von hans að demókratar endur-
heimtu meirihluta í þinginu brást.
Bíður hans því það hlutskipti að
þurfa að semja við repúblikana til
að koma málum í gegnum þingið.
Juku þeir meirihluta sinn í öldunga-
deildinni.
Tryggir órofa
samhengi
Clinton sagði, að ef áfram ríkti
sá góði andi í samskiptum þings
og Hvíta hússins sem var við lýði
sex síðustu vikur síðasta þings,
væri hægt að vinna stórvirki í þágu
þjóðarinnar. Ríkisfjármálin verða
fyrsta viðfangsefni hans, næst
koma atvinnu- og menntamál og
tilraunir til að draga úr glæpum.
Leiðtogar víða um heim fögnuðu
endurkjöri Clintons, sögðu það
tryggja reynslu og órofið samhengi
í því mikilvæga hlutverki sem
Bandaríkjamenn gegndu á alþjóða-
vettvangi.
■ Kosningarnar í Bandaríkjun-
um/22, 23 og 24.