Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tKgmMtmb STOFNAÐ 1913 255. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SKEIÐARARSANDUR var í gær þakinn ísjökum, stórum og smáum, sem ofurkraftur hlaup- vatnsins úr Grímsvötnum reif OFURKRAFTUR HLAUPSINS úr jaðri Skeiðarárjökuls og dreifði niður allan sand og í sjó fram. Smæð mannsins frammi fyrir náttúruöflunum verður augljós þegar þessi tíu metra breiði jaki, sem hlaupið þeytti Morgunblaðið/RAX fram á sandinn, er skoðaður. Við jakann er Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga- sviðs Orkustofnunar. Bhutto leitar til dómstóla Islamabad. Reuter. BENAZIR Bhutto, sem forseti Pak- istans vék úr embætti forsætisráð- herra á þriðjudagsmorgun, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi leita til æðstu dómstóla landsins til að fá ákvörðuninni hnekkt. Þingið var leyst upp og bráðabirgðastjórn tók við völdum í landinu á þriðjudag. Þingkosningar eru boðaðar í febrúar. Bhutto sakaði á fundinum Farooq Leghari forseta, er talinn var dygg- ur pólitískur samherji hennar, um að svíkja „heilagt loforð" sem hann hefði gefið sér um að setja aldrei löglega kjörna ríkisstjórn af. Hann hefði auk þess látið ræna eigin- manni hennar, Asif Ali Zardari, sem að sögn nýju valdhafanna er í varð- haldi „undir vernd" stjórnvalda. Bhutto krafðist þess að fá leyfi til að hitta eiginmann sinn. „Lygar, lygar og aftur lygar," sagði Bhutto um ásakanir á hendur henni um að hún hefði leyft liðs- Reuter STUÐNINGSMENN Benazir Bhutto brenna brúðumynd af Farooq Leghari forseta í Isl- amabad í gær. mönnum öryggislögreglu að myrða fólk að vild, látið spillingu óátalda, grafið undan dómstólunum og hygl- að vinum og ættingjum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að brottvikning Bhutto virtist vera í samræmi við stjórnarskrá Pakistans. Fulltrúar erlendra ríkja forðast að skipta sér af deilunum og segja að um innanríkismál Pak- istana sé að ræða. Lykilmenn hverfa úr stjórn Clintons Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sneri í gær sigri hrósandi aftur til Hvíta hússins frá heimili sínu í Arkansas-ríki en fregnir um að lyk- ilmenn í ríkisstjórn hans og nánustu samverkamenn væru á förum urðu þó til þess að beina athyglinni frá kosningasigri hans. Frá því var skýrt, að Warren Christopher utanríkisráðherra, William Perry varnarmálaráðherra og Mickey Kantor viðskiptaráð- herra, hefðu allir ákveðið að draga sig í hlé. Ennfremur var gefið til kynna, að Hazel O'Leary orkuráð- herra væri á förum. Hugsanlega einnig Janet Reno dómsmálaráð- herra. Þá hefur Leon Panetta, skrif- stofustjóri Hvíta hússins, sagst ætla að draga sig í hlé. Venja er, að breytingar eigi sér stað í ríkisstjórn við endurkjör for- seta Bandaríkjanna. Clinton reyndi að gera lítið úr hugsanlegum breyt- Þarf áfram að semja við re- públikana á þingi ingum í gær og sagði það skilning sinn, að hvorki Perry né Kantor hefðu afráðið hvað þeir gerðu. Embættismenn í ráðuneytum þeirra sögðu hið gagnstæða. Aðstoðar- menn forsetans eru sagðirvera að velja nýja menn til ráðherrastarfa og Clinton sagðist myndu fjalla um breytingarnar á blaðamannafundi eftir nokkra daga. Fregnin um brottför helstu sam- verkamanna Clintons undirstrikar þær mikilvægu ákvarðanir sem bíða hans á næstu dögum og vikum. Sú von hans að demókratar endur- heimtu meirihluta í þinginu brást. Bíður hans því það hlutskipti að þurfa að semja við repúblikana til að koma málum í gegnum þingið. Juku þeir meirihluta sinn í öldunga- deildinni. Tryggir órofa samhengi Clinton sagði, að ef áfram ríkti sá góði andi í samskiptum þings og Hvíta hússins sem var við lýði sex síðustu vikur síðasta þings, væri hægt að vinna stórvirki í þágu þjóðarinnar. Ríkisfjármálin verða fyrsta viðfangsefni hans, næst koma atvinnu- og menntamál og tilraunir til að draga úr glæpum. Leiðtogar víða um heim fögnuðu endurkjöri Clintons, sögðu það tryggja reynslu og órofið samhengi í því mikilvæga hlutverki sem Bandaríkjamenn gegndu á alþjóða- vettvangi. ¦ Kosningarnar í Bandarikjun- um/22, 23 og 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.