Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 47 I ------------------------------------ 7 ásamt fjölskyldum okkar í rúmt ár. | Á því stóra heimili var fjöldi barna og sóttu þau mikið í félagsskap Ólafs. Hann spann upp úr sér skemmtilegar ævintýrasögur þar sem hann var sjálfur hetjan sem rataði í ýmsar ógöngur; bjó í kofum í frumskógum Afríku innan um framandlega þjóðflokka og hljóp um í strápilsi. Oft báðu börnin um sömu sögurnar og þá kom fyrir að hann fór ekki alveg rétt með en ' þá var gjarnan einhver í hópnum ) sem leiðrétti sögumanninn. Frá- sagnargleðin var einstök og í aug- um hans brá fyrir einlægri barns- legri kæti. Þegar við Ólafur komum heim frá námi biðu okkar engar stöður þannig að við opnuðum stof- ur og vorum ásamt Magnúsi Þor- steinssyni helstu vaktlæknar bæjar- ins í að minnsta kosti þrjú ár. Við Ólafur ákváðum snemma að , nýta allan tíma sem gæfist til rann- sókna. Við hvöttum hvor annan og } unnum auk þess saman að rann- sóknum á ákveðnum viðfangsefnum þar sem sérsvið okkar sköruðust. Afrakstur rannsókna okkar var fjöldi greina sem birtar voru í ýms- um fagritum. í september árið 1985 boðuðum við, ásamt Alfreð Árna- syni, til fyrsta alþjóðaþings um mylildi í miðtaugakerfi. Þingið var ) haldið í Reykjavík, var fjölsótt og j vakti töluverða athygli sérfræðinga . utap landssteinanna. P Ólafur náði miklum árangri á sviði vísinda og var hann árið 1994 sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir þau störf. Ólafur var gæfu- maður í einkalífi sínu, hann kynnt- ist eftiriifandi eiginkonu sinni, Erlu Isleifsdóttur, og eignuðust þau þrjú heilbrigð og myndarleg börn. Erla studdi Ólaf í verki og hvatti hann j ávallt til dáða. Það er til marks um j nána vináttu og ástúð þeirra hjóna I hversu vel hún reyndist Ólafi í erf- P iðu veikindastríði hans. Þegar faðir minn, Guðmundur Guðmundsson, lést árið 1959 ritaði Ólafur um hann minningargrein þar sem hann sagði að viðkynning við foreldra mína hefði gefið lífinu fag- urt innihald og mikla birtu. Mig langar að minnast Ólafs með því gera þau orð hans að mínum og vera þess þá minnugur að sú ;j birta sem Ólafur gaf lífi mínu held- ■ ur áfram að lýsa upp ófarinn veg. * Við Rósa höfum átt margar gleði- legar og eftirminnilegar stundir með Ólafi og Erlu. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar votta Erlu og fjöl- skyldu dýpstu samúð á þessari erf- iðu stundu. Gunnar Guðmundsson. I Haustið 1944 bættist heill bekk- ■ ur af föngulegu ungu fólki við hóp * okkar sem þá vorum að byija í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. í þessum hópi var m.a. stór og þrek- inn piltur með mikla rödd. Hann var alltaf með bók undir hönd, fyrri hluta dags námsbækur en seinni hlutann ýmis bókmenntaverk eða marxistísk fræði. Þessi fræði voru 1 iðkuð af ekki minni áhuga og krafti en hin sem tilheyrðu undirbúningi fyrir stúdentspróf og háskólanám. | Pilturinn var skapmikill og ákveð- inn og fór af honum það orð að hann færi sínu fram og léti ekkert aftra sér frá námi eða annarri fræðaiðkun. Hann var þegar góður félagi, hreinskiptinn og lá lítt á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Við rerum jafnan sitt á hvort borð í þjóðmálum, en ætluðum báðir í sömu átt og náðum því góð- Ium takti og veittum hvor öðrum lið þegar nokkuð lá við til að koma | hugðarefnunum fram. A menntaskólaárunum og fyrstu stúdentsárunum kynntumst við ekki mikið, m.a. vegna þess hversu andstæðar skoðanir við höfðum á flestum málum og höfðu því báðir á sér nokkum vara. Hins vegar var þá þegar vinátta með Ólafi og konu minni, sem síðar varð, en vegna j aðstæðna naut hann stundum nest- : is hennar í skólanum. Þeirra vinátta ' varð síðan til að tengja okkur Ólaf I nánar og ekki dró úr þegar Ólafur kvæntist frænku minni í framættir. Tengsl okkar jukust með árunum vegna sameiginlegs áhuga á erfða- fræðirannsóknum, heilbrigðismál- um og uppbyggingu Landspítalans til að gegna forystuhlutverki sínu sem háskólaspítali í rannsóknum, kennslu og þjónustu. Ólafur var alla tíð samur við sig, brennandi í áhuganum fyrir vísind- um og framförum og fram á síð- ustu stundu bar hann fræðin alltaf með sér. Hann talaði sig upp í jafnmikinn hita á seinni árum þegar hann talaði um erfðafræðilegar rannsóknir eins og þegar hann tal- aði um pólitík á yngri árum og eins og áður gat stundum verið erfitt að fylgja honum. Þá komst ekkert annað að fyrr en Ólafur hafði náð því sem hann ætlaði sér. Eftir að Ólafur lét af störfum sem forstöðu- maður Blóðbankans fyrir tveimur árum hugðist hann helga sig vís- indalegum rannsóknum af enn meiri krafti en áður og hélt áfram samvinnu við innlenda og erlenda vísindamenn. En því miður hafði hann þá þegar kennt þess sjúkdóms sem varð honum að aldurtila. Þrátt fyrir það vann hann eins og hann gat og áhuginn var jafnmikill og áður. Hann var að keppast við að koma sér upp aðstöðu til rannsókna í Læknagarði og skipuleggja fram- hald rannsókna sinna þar. Morgun- inn sem Ólafur lést fékk ég bréf frá honum skrifað fáum dögum áður, þar sem hann skýrði frá þess- um fyrirætlunum sínum og hvað hann þyrfti til. Hann var samur við sig til hinstu stundar. Um leið og við Þórunn minnumst bekkjarbróður, vinar og samstarfs- manns með hlýhug og virðingu, vottum við Erlu, konu ðlafs og af- komendum þeirra innilega samúð. Tómas Helgason. Nú er Ólafur vinur minn farinn. Það kom mér vissulega ekki á óvart. í fimm ár hef ég vitað, að hann hefur borið í sér banvænan sjúk- dóm. „Ég er kominn í sigti,“ eins og hann orðaði það sjálfur þegar sjúkdómurinn greindist fyrst. Þótt allir viti að okkar allra bíða sömu örlög, er það einu sinni þannig, að það er eins og eitthvað deyi í manni sjálfum, þegar góður vinur hverfur á braut. Fyrstu kynni okkar Ólafs voru er við hittumst á tröppunum hjá Skúla Árnasyni lækni, sem þá var aldraður maður en tók stundum að sér að kenna skólapiltum latínu. Þetta var einhvern tíma á miðjum stríðsárunum. Við urðum strax miklir mátar og urðum samferða í gegnum Menntaskólann í Reykjavík og tókum stúdentspróf á hundrað ára afmæli skólans 1946. Eftir það lá leið okkar í læknadeild Háskól- ans. Að námi loknu skildu leiðir um nokkurra ára bil, þegar Ólafur fór í framhaldsnám til London og stundaði nám við Hammersmith- sjúkrahúsið og víðar. Eftir heimkomu frá námi setti Ólafur á stofn rannsóknarstofu í blóðmeina- og frumurannsóknum, fyrst á Klapparstíg 27 og síðan í Domus Medica. Á báðum þessum stöðum vorum við með lækninga- stofur samtímis um margra ára skeið. Oft leit ég inn á rannsóknar- stofuna til Ólafs, þegar hlé var á milli sjúklinga, og þar var margt spjallað og málin rædd og bomar saman bækur. Alltaf var Ólafur jafn brennandi áhugasamur um vís- indi sín og hugmyndaríkur svo af bar. Hann var ætíð léttur í lund og bjartsýnn hvernig sem allt veltist og átti auðvelt með að koma auga á einföldustu lausnir á flóknum við- fangsefnum. Hann fékk snemma mikinn áhuga á erfðafræði og arf- gengi sjúkdóma í sambandi við blóðrannsóknir og skrifaði fjölda greina um þessi áhugaefni sín í Læknablaðið og erlend læknatíma- rit. Það voru ófáir sunnudags- morgnarnir sem hann leit inn til okkar, hlaðinn ritgerðum og upp- köstum af greinum og las fyrir mig og spjallaði um fram og aftur. Af Ólafi er mikill sjónarsviptir. Við söknum góðs vinar en eftir lifir minning um góðan dreng. Erlu og börnum þeirra sendi ég innilegustu samúðarkveðjur og óska þeim allrar blessunar frá mér og fjölskyldu minni. Magnús Þorsteinsson. Nú er bjart veður og sólin skín á frostköldum sunnudegi. í fjönmni við túnfótinn minn sitja sjávarfugl- arnir á flæðiskerum, klakaþöktum ög minna okkur á að ef til vill eru það ekki vitsmunir eða annar gjörvi- leiki sem skiiur manninn frá skepn- unum heldur þörfin á fötum og húsaskjóli. Útsýnið út um gluggann sameinar fegurð landsins og hörku. Hér ættu þeir einir að búa sem geta mætt köldum vindum með opin augu sem sjá fegurðina handan frostbitinna nefbrodda. Þetta er einn af þessum dögum sem minna mig á það hvernig stendur á því að tilver- an hefur alltaf verið mér svolítið óraunveruleg þá tvo áratugi sem ég hef búið í Ameríku. Það hefur alltaf vantað eitthvað sem ekki er auðvelt að skilgreina, eitthvað sem gerir frostkalda daga undir heiðskírum himni að lókal delíkatessu sem ekki finnst utan landsteina íslands. Fljót- lega eftir að ég fluttist til Ameríku fór ég að spekúlera í því hvernig ég ætti að fara að jiví að finna mér aftur stað uppi á Islandi. Fyrir at- beina Gunnars Guðmundssonar pró- fessors í taugalæknisfræði lá leið mín upp á skrifstofu Ólafs Jensson- ar, blóðbankastjóra, gamals vinar hans og félaga, sem hafði ýmsar hugmyndir um það hvernig ungt fólk ætti að búa um sig uppi á föður- landinu. Og síðan sótti ég þangað aftur og aftur. Það varð fastur liður einsog venjulega að eyða stórum hluta allra heimsókna til íslands uppi í Blóðbanka. I Bióðbankanum tók á móti mér bankastjórinn, Ólafur Jensson, alit- af af hlýju og höfðingsskap. „Má ekki bjóða prófessornum kaffi og meðví?“ Og svo fékk maður kaffi og súkkulaðikex og síðan langa fyr- irlestra um síðasta áfangann sem hafði náðst í einhveiju rannsóknar- verkefnanna eða útlistingu á því sem næst ætti að vinna. Og það var alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast. Stundum varð maður al- veg steinhissa á því hvernig svona mikill áhugi, þróttur og stórhugur gat rúmast í kytrunum niðri í kjall- ara Blóðbankans. Það var alveg íjóst að' slagæð heimsins iá undir Blóð- bankann og það þurfti ekki annað en að sitja inni á skrifstofu Ólafs með kaffibolla í hönd og þá fann maður púlsinn. Það var hreint lygi- legt hversu miklu Ólafur kom í verk við rannsóknir, oftast undir erfiðum kringustæðum og án mikils stuðn- ings frá því umhverfi sem hann vann í. En það virtist ekki skipta hann miklu máli. Honum tókst allt- af að finna leiðir til þess að koma hlutum í verk þrátt fyrir algjöran skort á þeim stuðningi sem sumir okkar líta á sem sjálfsagðan. Vísind- in voru honum köllun og hann leit á það sem sérréttindi að fá að stunda þau. „Kári,“ sagði Ólafur þegar ég var einu sinni sem oftar að hneyksl- ast á því hvernig hafði verið tekið í umsókn hans um styrk við eitt af rannsóknarverkefnum Bankans, „þegar maður sækir sjó á íslandi þá verður maður að reikna með því að það gefi á af og til.“ Álltaf uppréttur, með höfuðið hátt og augu sem sáu ævintýrið og fegurðina í því sem hann var að fást við þrátt fyrir frostkaldan skiln- ingsskort á mikilvægi verkefnanna og viðurkenningu á því að hann tókst á við þau sem margra manna maki. En nú er skarð fyrir skildi því Ólafur Jensson er horfinn til feðra sinna. Ég votta ekkju hans og börn- um innilega samúð mína. Missir okkar allra er mikill en mestur þó þeirra. Það er írskur siður að snúa erfi- drykkjum upp í hátíðir þar sem haldið er uppi á mannkosti hinna látnu. Mannkostir Ólafs voru slíkir að það mundi nægja í erfidrykkju sem entist fram á næsta vor. Þar sem ég sit hér og horfi út um gluggann á íslenska náttúru skarta sínu besta og hugsa til Ólafs Jenssonar fyllist ég þakklæti yfir því að hafa fengið tækifæri tii að nema við fótskör hans. Og ég hlakka til að fara eftir helgina inn á nýjan vinnustað í mannerfðafræði sem er fullur af ungu fólki og fá tækifæri til þess að segja því að ég hafi þekkt Ólaf Jensson, fyrsta mannerfða- fræðing íslendinga sem nokkuð kvað að, afkastamesta vísindamann sinnar kynslóðar á íslandi, þrátt fyrir frostið og rokið í fangið og algjörlega af sjálfum sér. Hvílíkt fordæmi! Kári Stefánsson. Hreyfing okkar hefur verið sam- sett úr mörgum ólíkum einstakling- um sem hafa samt átt einn hug á mikilvægum augnablikum. Ekki bara í kosningum. Heldur líka í kröfugöngum. Á útifundum. Félags- fundum. Þegar þurti að safna pen- ingum. Þegar hreyfingin tók þátt í samstarfi við aðra aðila í fjölda mála eins og í sjálfstæðisbarátt- unni, í verkalýðsbaráttunni. Þegar maður hefur verið um skeið í þess- ari hreyfingu verða félagarnir eins og óhjákvæmiiegur hluti aðgerð- anna eða fundanna eða verkefnanna af hvaða tagi sem þeir eru eða hafa verið. Einn þessara félaga var Ólaf- ur Jensson sem við kveðjum í dag. í þessum minningum er Ólafur gjarnan við hlið konu sinnar og ekki langt undan er Helga Rafns- dóttir, tengdamóðir Ólafs, ekkja ísleifs Högnasonar, hert í eldi stéttabaráttunnar á kreppuárunum. Isleifur var einn þriggja manna sem kosnir voru á þing fyrir Kommún- istaflokk íslands 1937. Þetta fólk lyfti lífskjörunum á íslandi og hefur skilið eftir sig dagsverk í velferðar- kerfi, menntakerfi, íslenskri menn- ingu og atvinnuháttum sem er ótrú- legt þrekvirki í þessu annars harð- býla landi. íslenskir sósíalistar. Þeim er sjaldan þakkað. En þeim má þakka. Ólafur var eðlilegur, svo að segja náttúrulegur hluti þessarar hreyf- ingar. Fæddur af sjómönnum með systkinahópi þaðan sem koma fal- legri raddir en úr flestum öðrum fjölskyldum á íslandi. Ætli það sé brimhljóðið sem veldur? Eða nýmet- ið umfram lognaðan troskostinn til svejta? Ólafur Jensson læknir sat einnig í framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins um skeið. Þar var hann ráða- góður og ráðsnjall og skemmtilegur. Hann hafði auga fyrir skoplegum hlutum mannlífsins og skilaði þeim húmor vel til hinna. Það veitir oft ekki af því í erilsömu flokksstarfi að hafa húmorista nálægt sér. En mestur hluti ævi Ólafs fór að sjálf- sögðu í vísindastörf. Hann var lengi forstjóri Blóðbankans. Hann gat sér þar framúrskarandi orð fyrir vís- indastörf sín og hafði sem slíkur forystuhlutverki að gegna í þróun Ríkisspítalanna. Hann gaf mér oft góð ráð þann tíma sem ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra; þau ráð nýttust mér jafnan vel þótt ég færi ekki alltaf eins vel með þau og Ólaf- ur hefði kosið. Ólafur Jensson var góður og skemmtilegur félagi; orðheppinn var hann og átti auðvelt með að ná hljómi í og með umhverfi sínu. Sá hljómur lifir. Svavar Gestsson. Sumarið 1944 réðst ég ásamt Högna ísleifssyni, þá tónlistamema, í vinnu hjá Böðvari Bjarnasyni byggingameistara við niðurrif breskra bragga ofan við Reykjavík. Á móti pilti, hávöxnum og sterkum, felldi ég niður tex-plötur úr einangr- un og reif upp gólfhlera. Ávarpaði pilturinn mig gjarnan á latínu, ofar skilningi mínum eftir 4. bekkjar lat- ínunám. Pilturinn, Ólafur Jensson, las utan skóla undir stúdentspróf. Að vinnufélaga hafði Högni nem- anda, bekkjardúx, í Menntaskólan- um á Akureyri, Guðmund Magnús- son. Allir vomm við róttæklingar, þótt Ólafur og Guðmundur væru utan allra samtaka. Daglega urðu með okkur ijörlegar umræður, um gang styijaldarinnar, lýðveldis- stofnunina og önnur landsmál og raunar hvað eina. Um haustið innrit- aðist Ólafur í Menntaskólann í Reykjavík og til hans hvarf Guð- mundur að norðan, en Högni tók meðfram tónlistarnámi að búa sig undir stúdentspróf. Fram á miðjan sjötta áratuginn var Ólafur Jensson á meðal dug- mestu félagsmanna samtaka sósíal- ista og róttækra stúdenta, eins og hann hlaut fyrir viðurkenningu eftir 30. mars 1949. Öðm fremur beindist þó hugur hans að bókmenntum, en hann varð víðlesinn; að myndlist og hljómlist, en hann hlýddi á plötur, sem Ketill bróðir hans, þá á togur- um, safnaðj; og að náttúrufræði. Áttum við Ólafur margar samvem- stundir, ekki aðeins að loknum skóla- dögum fram á vor 1946, heldur líka lt næstu sumur, meðan „þjóðin“ sat á Þórsgötu 1. Glaðværð hans og kapp var alltaf örvandi. Af lífi og sál gekk Ólafur Jensson upp í námi sínu í læknisfræði, og lauk hann cand.med.-prófi 1954 og 1955-57 lagði hann stund á meina- fræði, einkum blóðmeina, og frumu- rannsóknir við Postgraduate Medic- al School of London. Á annan ára- tug lutu læknisstörf hans síðan mjög að slíkum athugunum en 1972 tók hann við forstöðu Blóðbankans. Doktorsprófi lauk hann 1978. Þrátt fyrir starfsframa gaf Ólafur Jensson sér ávallt nokkurn tíma til félagsstarfa, í Alþýðubandalaginu sem í félögum lækna. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég einn besta vin minn. Haraldur Jóhannsson. Ólafur var forstöðulæknir Blóð- bankans frá 1. mars 1972 til 31. desember 1994 og hafði síðan að- stöðu í Blóðbankanum á meðan starfsgeta hans leyfði. Ólafur var hár og myndarlegur maður, mikill ræðumaður og góður gestgjafi. Eiginkona Ólafs var Erla Isleifsdóttir, sem lifir mann sinn. Þau voru glæsileg hjón og samhent. Þau hjónin unnu listum og var Ólaf- ur söngmaður mikill; fengum við að njóta þess þegar við hittumst á góðri stundu. Ólafur var víðsýnn og hafinn yfir hversdagsleikann, fagur- keri, sem kunni að greina hismið frá kjamanum. Fjölskylda hans var ætíð í fyrirrúmi og taldi hann sig lánsaman mann og hamingjusaman. Ólafur var vinur í raun. Hann studdi ávallt við bakið á starfsfólki Blóð- bankans og tók þátt í gleði okkar og sorgum. Hann bar ætíð hag starfsmanna sinna og bama þeirra fyrir brjósti. Hann var ánægður og hreykinn af hveiju barni sem okkur fæddist og fylgdist með því sem var að gerast hjá fjölskyldum okkar. Hann sýndi starfsfóki sínu traust til að inna af hendi dagleg verk, en vissulega var ávallt hægt að leita til hans. Starfsandinn í Blóðbankan- um var ætíð góður. Var það ekki síst að þakka jákvæðu hugarfari Ólafs, hnyttnum tilsvöram og fjöl- mörgum fróðleiksmolum sem hann lét falla. Gaf hann sér oft tíma til þess að ræða við starfsfólk og blóð- gjafa, hann var húmoristi og sagði skernmtilega frá. Ólafur kom á ýmsum breytingum í Blóðbankanum. Hann var vísinda- maður sem stóð fyrir merkum rann- sóknum í erfðafræði og naut meðal annars viðurkenninga á alþjóðavett- vangi, en verkefnin voru óþijótandi sem biðu hans til síðustu stundar. Starfsemi Blóðbankans er byggð á gömlum en traustum grunni og fer fram í gömlu húsi, þröng húsakynn- in hefðu getað sett honum þröngar skorður, en endurnýjun á starfsað- ferðum og á húsnæðinu gerir Blóð- bankann nútímalegan. Tókst honum að efla starf Blóðbankans eftir því sem best var hveiju sinni. Ólafur skilaði því góðu búi þegar hann lét af störfum. Við kveðjum Ólaf og þökkum mjög gott samstarf og vináttu. Við sendum Erlu eiginkonu hans, böm- um og öðram í fjölskyldu þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Starfsfólk Blóðbankans. • Fleiri minningargreinar um Ólaf Jensson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.