Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Verðmyndun á fiski og fiskveiðisljórnun eru helztu mál 20. þings SSI UR VERIiMU Allur afli fari á inn- lenda fiskmarkaði ATVINNU- og kjaramál, verð- lagning á fiski og fiskveiðistjórnun eru stærstu mál 20. þings Sjó- mannasambands íslands, sem nú stendur yfir. Öryggi sjómnanna, aðbúnaður um borð og trygginga- mál eru einnig ofarlega á baugi. Sérstaklega verður fjallað um dauðaslys sjómanna utan vinnu- staðar og sálarleg og félagsleg áhrif á sjómenn og fjölskyldur þeirra vegna langrar útivistar skipa. Sævar Gunnarsson, formað- ur SSÍ, segir að nauðsynlegt sé að taka á óheftu framsali veiði- heimilda og allur fiskur til sölu innan lands verði að fara á fisk- markaði, eigi að takast á ná sam- komulagi um kjör sjómanna. Samningar sjómanna við útgerð- ina eru lausir um áramót. Sævar Gunnarsson ræddi tölu- vert um verðmyndun á fiski, Úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna, kjaramál og öryggismál. Um fískverðið sagði hann svo: „Það er augljóst, að enn einu sinni verður að takast á um verðmynd- unina nema til komi það sem reyndar hefði átt að gerast þegar verð var gefið fijálst, að stjórn- völd setji reglur um það hvernig verðmyndun eigi að eiga sér stað. Eg hef oft velt því fyrir mér, frá því að við gerðum síðasta samn- ing, samninginn um úrskurðar- nefndina, hve ótrúverðugt það er að þeir hagsmunaaðilar sem sátu sömu megin borðs í áratugi, í verð- lagsráði sjávarútvegsins, semji síðan um það sín á milli að setja á stofn nefnd sem ákveður það verð sem þriðji aðili á að borga fyrir þann afla sem þeir sameigin- lega eru að selja. Allur fiskur á markað Það er mín skoðun, að ekki sé nema ein leið eftir til að leysa þetta stóra vandamál í eitt skipti fyrir öll. Það er að allur afli, sem seldur er til vinnslu innanlands verði seldur um fiskmarkaði. Þó svo að samtök sjómanna hafí í upphafi, þegar kvótakerfið var sett á árið 1984, ekki verið sammála um þá leið sem farin var, þ.e. sumir vildu aflamark og aðrir sóknarmark, hafa samtökin verið sammála um það frá upp- hafí að fijálst framsal veiðiheim- ilda eigi engan rétt á sér og sé hreinlega skaðlegt. Á þessi sjónarmið hefur ekki verið hlustað. Þess í stað hefur hagræðingaráróður útvegsmanna, verið hafður að leiðarljósi og er sífellt verið að gera framsalið fijálsara og útgerðinni þóknan- legra ef nokkuð er. Hagræðing? Er það hagræðing að kvóta- brask útgerðarmanna hefur orðið þess valdandi að meirihluti þjóðar- innar trúir því að það séu svo miklir fjármunir á sveimi í grein- inni, að tímabært sé að leggja auðlindaskatt á hana? Fyrir hvern er verið að hagræða þegar búið er að selja veiðiheimildir skipa sem hafa verið á veiðum í Smugunni eða á Flæm ingjagrunni þegar þau koma heim? Og þegar mannskap- urinn spyr: Hvað um okkur? Þá er svarið stutt en ákveðið, því miður strákar mínir, þetta er ha- græðing. Er það hagræðing þegar tii dæmis síld eða rækja er seld vinnslunni og skipið sem veiði- heimildin var seld frá síðan leigt til að veiða áður seldan kvóta? Trúir því einhver að það sé bara til hagræðingar að 90% þorskveiði- heimilda síðasta fiskveiðiárs, og 80% sfldarkvóta þessa árs séu færð milli fiskiskipa? Fiskifræð- ingar gera ráð fyrir einni bestu vertíð í sögu loðnuveiða. Þrátt fyr- ir það eru dæmi um að útgerðar- menn selji sjómönnum aðgang að veiðunum með því að láta þá taka þátt í kaupum á veiðiheimildum. Er það hagræðingin? Það er vissulega hægt að hag- ræða hjá einum aðila, með þeim hætti að það stórskaði aðra sem málið varðar. Og það kemur vissu- lega öllum við, þegar um er að ræða sameign þjóðarinnar, hvern- ig fámennur hópur manna, sem fær þessa sameign til ráðstöfunar án endurgjalds, ráðstafar henni.“ Samskiptin við stjórnvöld Sævar ræddi síðan samskiptin við stjórnvöld, sem hann sagði yfirleitt góð: „Þau tvö_ ár sem ég hef verið formaður SSÍ hafa sam- skipti við stjórnvöld verið nokkuð góð. Þegar ég tala um góð sam- skipti, merkir það ekki að við höf- um verið sammála um hin ýmsu mál sem upp hafa komið en menn hafa hist og skipst á skoðunum og er það af hinu góða. Ég ætla sérstaklega að nefna þijú mál, þar sem fullkominn ágreiningur hefur verið milli okkar og stjórnvalda. Fyrst skal nefna lög sem samþykkt voru síðastliðið vor um stéttarfélög og vinnudeil- ur. í því máli rúlluðu stjórnvöld gjörsamlega yfir verkalýðshreyf- inguna, svo að með ólíkindum er. Af mörgu illu í þeim lögum eru þó afskiptin af innri málum stétt- arfélaganna hvað verst. Það sem snertir okkur sjómenn þó sérstak- lega, er hvernig staðið skal að boðun vinnustöðvunar. Mér sýnist að sá ferill taki allt að tveimur mánuðum, þar sem í samningum okkar er þriggja vikna frestur til boðunar verkfalls. Eins er með afgreiðslu á samn- ingum. Samkvæmt nýju lögunum þarf að vera búið að greiða at- kvæði um samninginn innan fjög- urra vikna frá undirritun, annars telst hann samþykktur. Þrátt fyrir nútímatækni sýnist mér að erfitt geti verið að gefa öllum sjómönn- um kost á að greiða atkvæði á þeim tíma. Veðsetning veiðiheimilda Á haustdögum 1994 var SSÍ beðið um umsögn um frumvarp til laga um samningsveð. Að mati þeirra lögfræðinga, sem ég ráð- færði mig við, er þarna á ferðinni hið bestamál, þó með einni undan- tekingu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að löglegt verði að veðsetja veiðiheimildir. Eins og kunnugt er hafa útgerðarmenn fengið veiði- heimildir til yfirráða án endur- gjalds, um það er ekki deilt. En í fyrstu grein laga um stjórn fisk- veiða stendur að auðlindin í hafinu umhverfis landið sé sameign allrar þjóðarinnar, það er jafn ljóst. Af þessum ástæðum get ég ekki með nokkru móti fallist á að tiltekinn hópur manna geti veðsett sameign okkar allra. Það eru engin rök til þess að gera veðsetningu veiði- heimilda löglega að bankar og lánasjóðir hafi undangengin ár tek- ið veð fyrir lánum í veiðiheimildum, vitandi það að um sameign þjóðar- innar er að ræða. Það er, og á að vera þeirra vandamál, hvernig þeir tryggja sína hagsmuni þegar þeir ráðstafa þeim fjármunum sem þeir hafa til ráðstöfunar. Það er í mínum huga algjör fjarstæða að þessir aðilar geti komið til stjórnvalda og óskað eftir breytingum á lögum, vegna þess að þeir hafi verið að ráðstafa fjármunum í langan tíma án þess að hafa til þess heimild að lögum. Ég kannast ekki við að stjórnmála- menn hafi leitað umboðs þjóðarinn- ar til að færa eignarhald á auðlind- inni til útgerðarmanna, með því að lögleiða veðsetningu veiðiheim- ilda.“ Veiðar á úthöfunum Loks ijallaði Sævar um veiðar á úthöfunum: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé fyrir okkur sem þjóð að ná samningum við aðrar þjóðir um veiðar á úthaf- inu. Hagsmunaaðilar og stjórnvöld verða að hafa áræði og kjark til að fara í þessa vinnu af heilindum, með það leiðarljósi að ná ásættan- legum árangri. Því miður er samn- ingurinn um veiðar okkar á norsk- íslensku síldinni dæmi um að það er ekki nóg að gera samning. Inni- hald samninga sem gerðir eru hlýt- ur að vera aðalatriði. Ég get ekki leynt því að vonbrigði mín með þann samning sem gerður var á síðastliðnu vori, um skiptingu á veiðum úr norsk-íslenska síldar- stofninum eru mikil. Það að gefa eftir, eins og við íslendingar og Færeyingarnir gerðu frá því sem upphaflega var ákveðið á sama tíma og Normenn og Rússar héldu því sem þeir höfðu upphaflega ákveðið, var gjörsamlega óásætt- anlegt. Við sjómenn höfðum allan tím- ann lýst því yfir að við værum reiðubúnir að standa að því að minnka útgefinn kvóta okkar, gegn því að Rússar og Norðmenn gerðu slíkt hið sama sem síðan hefði leitt til þess að ekki hefði verið veitt meira úr stofninum en fiskifræðingar töldu ráðlagt að veitt væri til að ganga ekki um of á stofninn. Þessi sjónarmið okkar náðu, sem kunnugt er, ekki fram að ganga og ég óttast mjög að staða okkar til að ná viðunandi samningi um veiðar úr þessum stofni hafi versnað verulega. Ekki er það til að bæta stöðuna fyrir okkur að ESB gaf út 150.000 tonna kvóta og veiddi tæplega 200.000 tonn.“ Deilt um kvóta á Flæmska hattinum SKIPTAR skoðanir eru meðal út- gerðarmanna rækjuskipa á Flæmska hattinum, hvort rétt sé að ákveða heildarkvóta íslenzkra skipa þar aðeins 6.800 tonn á næsta ári. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs Ranna, segir að þessi ákvörðun komu ekki á óvart. Arni Þorsteins- son, stjórnarformaður Njarðar hf., segir að ljós sé að draga verði úr veiðinni. Öttar Yngvason, útgerð- armaður Kans og Eriks, segir hins vegar að hér sé um að ræða hræðslupílití, sem eigi ekkert skylt við fiskifræði. Kemur ekki á óvart „ÉG hafði búizt við ákvörðun um 7.000 til 7.200 tonna kvóta okkar íslendinga á Flæmska hatt- inum, svo þessi tala kemur mér ekkert á óvart. Við eigum ekki annarra kosta völ en fara þessa leið, fyrst við vildum ekki fara eft- ir ákvörðun NAFO um sóknar- daga. þess vegna verðum við að miða við magn sem svarar til þess, sem hefði veiðzt, hefðum við sam- þykkt sóknardagana," segir Ólafur Marteinsson, annar framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma í Siglufirði. Þormóður rammi hefur gert tvö skip út á rækju á Flæmska hattin- um, Arnarnes, sem nú er hætt þeim veiðum, og Sunnu. Ólafur segir að ekki sé endanlega ljóst hvemig veiðum íslenzku skipanna verði stjórnað innan þessa ramma. Hann segir hins vegar að sér finn- ist hæpið það ákvæði í fyrirliggj- andi frumvarpi um úthafsveiðar, að ráðherra sé heimilt að kreíjast þess að útgerðir sem stundi veiðar á úthöfunum, afsali sér hluta veiði- heimilda sinnan innan íslenzku lög- sögunnar í staðinn. „Við höfum lagt í mikinn kostn- að við að afla okkur veiðireynslu á Flæmska hattinum. Tapið á út- gerð Arnarnessins þar var um 100 milljónir. Það tap berum við einir og eigum að auki að afsala okkur 7% af veiðiheimildum okkar heima fyrir. Hins vegar hagnast allir aðr- ir á þessum veiðum okkar, sjó- menn, ríkið og allir milliliðirnir. Þetta finnst mér í hæsta máta óréttlátt. Talað hefur verið, að miðað verði við þijú beztu ár hvers skips við þessar veiðar, þegar heimildum til veiða verður úthlutað. Ég er þeirr- ar skoðunar að árið í ár eigi ekki að teljast með. Það var löngu ljóst í fyrra, að draga þyrfti úr veiðun- um og þeir, sem hafa komið nýir inn á þessu ári, eru aðeins að taka frá þeim, sem áður höfðu unnið sér veiðireynslu á þessu slóðum. Því væri réttast að þeir, sem komu inn í ár, fengju ekkert. Ég reikna hins vegar ekki með að svo verði og það virðist samstaða um að úthafsveiðifrumvarpið fari í gegn,“ segir Ólafur Marteinsson. Verður að draga úr veiði „ÞAÐ virðist ljóst að draga verður úr rækjuveiðum á Flæmska hattin- um, en ég veit hins vegar ekki hvernig þessi tala, 6.800 tonn, er fundin út. Við verðum að sýna ákveðna ábyrgð við veiðar okkar á úthöfunum og forðast ofveiði," segir Ari Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Njarðar hf. sem gerir út rækjufrystiskipið Snæfell. Snæfellið hét áður Ottó Wathne og hefur skipið einna mesta veiði- reynslu íslenzkra skipa á Flæmska hattinum. Ari segir, að enn sé ekk- ert vitað um það, hvemig eigi að stjóma veiðunum, hvemig þessu magni verði skipt milli þeirra skipa, sem veiðarnar hafa stunda. „Mér finnst eðlilegt að skipin, sem hófu þessar veiðar njóti þess í einhveiju, þegar leyfilegum afla verður skipt miili skipanna. Þá finnst mér rétt að tekið verði mið af afla þeirra einhvern tiltekinn tíma, til dæmis þijú síðustu árin áður en þessi veiðistjórnun okkar kemst á. Einnig þarf að gæta þess að veiðiheimildirnar verði framselj- anlegar svo hægt verði að hagræða í útgerðinni, færa iitlar aflaheim- ildir saman á eitt skip, svo það borgi sig að sækja á þessi mið. Annars er lítið hægt að segja um þetta mál að svo stöddu,“ segir Ari Þorsteinsson. Hamfarir af manna völdum „Mér finnst þessi ákvörðun í fyrsta lagi ekki vera tímabær á meðan engin fyrirliggjandi laga- heimild er fyrir hendi til þess að setja kvóta á þessar veiðar í dag, en menn eru kannski í þeirri stöðu að þeir eru hættir að taka tillit til Alþingis. Það er búið að leggja fram frumvarp um úthafsveiðar, en það er engin lagaheimild," seg- ir Óttar Yngvason, sem er í stjórn útgerðarfélaga Kans og Eriks BA. „Þessi kvóti er ekki ákveðinn með neinum fiskifræðilegum rök- um. Þetta á ekkert skylt við ábyrga fiskveiðistjórnun því að hún hlýtur að fara eftir ástandi stofns og þeim bestu rannsóknum, sem fyrir liggja. Þessi kvóti byggist á veið- inni árið 1995 að frádregnum 10% og það á ekkert skylt við sóknar- veiðiþol stofns eða neinar rann- sóknir. Þarna er einfaldlega tekin einhver gömul löndunartala og kvótinn ákveðinn sem 90% af henni. Það á ekkert skylt við fiski- fræði, heldur einhveija hræðslu- pólitík okkar helstu keppinauta sem eru Norðmenn og dönsku Grænlendingarnir í Grænlands- verslun sem hlakka nú örugglega vel yfir sínum árangri.“ Óttar telur að miða hefði mátt aflamark Islendinga á Flæmingja- grunni við sömu veiði og stefnir í í ár, eða um 20 þúsund tonn, eða hafa veiðina fijálsa skv. Hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðina. „Mið- að við rannsóknaniðurstöður Spán- veija, þá kemur það í ljós að rækju- stofninn á Flæmingjagrunni er þrisvar sinnum stærri núna heldur en áður en veiðar hófust. Það ligg- ur líka fyrir að ýmsar veiðiþjóðir, t.d. Norðmenn, koma ekki til með að veiða nema innan við íjórðung í ár af veiði sinni 1995 vegna þess að þeir hafa engan áhuga á þessum veiðiskap. Þeir vilja miklu heldur veiða við Svalbarða eða í Barents- hafi kvótalaust. Norðmenn veiddu árið 1995 níu þúsund tonn, en í haust höfðu þeir ekki veitt nema rúmlega tvö þúsund tonn. Þeir vilja samt sem áður halda veiðum ís- lenskra skipa niðri og það er mjög auðvelt á alþjóða fundum að láta þjálfaða menn beija niður óvana íslenska fulltrúa." Óttar segir að ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri mynd, þá geri það ráð fyrir því að afla- markinu verði skipt eftir þriggja ára veiðireynslu skipanna að uppi- stöðu til. „Ég held að veiðireynsla sé það eina sem hægt er að styðj- ast við ef það á að fara að úthluta þessu á skip, en sú regla gæti einn- ig komið til greina að hafa veiðina fijálsa þangað til kvótanum er náð. Ég held að það gæti að ýmsu leyti verið sanngjarnari aðferð." Samanlagður afli Kans og Eriks er kominn í um tvö þúsund tonn það sem af er árinu. Aðspurður um til hvaða ráðstafana yrði gripið ef rækjuaflinn á Flæmingjagrunni minnkaði svo mikið sem raun bæri vitni, sagði Óttar að líklega yrði að selja skipin úr landi og senda þessa 50 sjómenn til atvinnuleitar. „Minnkun veiða íslenzkra skipa úr 20.000 tonnum í 6.800 tonn þýðir minnkun þjóðatekna um tvo milljarða sem er helmingi meira tjón en af náttúruhamförunum á Skeiðarársandi. Þessa kvóta- ákvörðun um 6.800 má kalla ham- farir af manna völdum,“ segir Ótt- ar Yngvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.