Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nóvembertilboð á hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum o.fl. 25-40% afsláttur Nýjar bækur Jón Múli Árnason • ÞJÓÐSÖGUR Jóns MúIa Árna- sonar eftir Jón Múla Árnason eru komnar út. Þetta eru endurminningar revíu- höfundarins, útvarpsþularins og djassáhugamannsins. í bókinni seg- ir Jón Múliírá. ýmsu sem bar fyrir augu og eyru þegar hljóðneminn heyrði ekki til. „I henni má lesa bæði dularfullar og kímilegar út- varpssögur frá löngu liðnum tímum, ævintýri af dísum og álfum, söngv- urum, af lúðurþeyturum í Iðnó og Hljómskálanum, sjóarasögur af sönnum alþýðuhetjum á síld - og öðrum þeim mönnum sem sjaldnar er minnst fyrir hetjuskap," segir í kynningu. Ennfremur segir í kynn- ingu að Jón Múli kunni að gæða frásögnina leiftrandi húmor og hjartahlýju. Bókin er prýdd fjölda mynda úr lífi og starfi höfundar. Útgefandi er Mál og menning. ÞjóðsögurJóns Múla er 335 bls., unnin íPrentsmiðjunni Odda hf. Guðjón Ketilsson gerði kápuna. Bókin er bók mánaðarins ínóvem- ber og kostarnú 2.700 kr., en hækkarí3.880 kr. 1. desember. HEIMSBYGGÐIN SONY KV-29X1 SJÓNVARP frá Japis að verðmæti 109.650 kr JAPIS3 Gylfi Magnússon, Kaplaskjólsvegi 41, 107 Reykjavík FERÐ FYRIR 2 TIL DYFLINNAR með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 70.000 kr: Ögmundur Snorrason, Hæðargötu 14, 260 Njarðvík FRANCITAL HLÍFÐARJAKKI prjsm rSKATABUÐIN Gunnlaugur Atli Sigfússon, Þórunnarstræti 125, 600 Akureyri Hannes Þröstur Hjartarson, Jöklafold 18, 112Reykjavík Safnkort ESSO - enginn kostnaður, aðeins ávinningur Essdl Olíufélagiðhf ~50dra — ingju iinlnginn! liiUiiillllJ bók frá Máli og menningu að verðmæti 7.980 kr: Mál Ámi Þórarinsson, Stekkjartröð 5, 700 Egilsstaðir Einar Jónasson, Strýtuseli 16, 109 Reykjavík Ema Tryggvadóttir, Árvangi, 270 Mosfellsbær Guðlaugur Þór Böðvarsson, Hraunbæ 102b, llOReykjavík Halldóra Jóhannsdóttir, Teigaseli 1, 109 Reykjavík Jón Ásmundsson, Ásabraut 12, 245 Sandgerði Jón Valur Baldursson, Hjarðarholti 15, 800 Selfoss Kristjana Steinþórsdóttir, Sveighúsum 1, 112Reykjavík Sophus Magnússon, Túngötu 12,400 ísafjörður Sturlaugur Jón Einarsson, Heyklifi, 755 Stöðvarfjörður ogmenrang LISTIR Morgunblaðið/Kristinn DOFRI Hermannsson, Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir í hlutverkum sinum. Segðu mér eitt- hvað skemmtilegt LEIKLIST Stopp-lcikhópurinn SKIPTISTÖÐIN Höfundur: Valgeir Skagfjörð. Leik- stjóri: Þórarinn Eyfjörð. Hljóðntynd: Baldur Björnsson, Kári Þór Arnþórs- son og Þórarinn Eyfjörð. Leikmynd: Þorvaddur Böðvar Jónsson og Þórar- inn Eyfjörð. Búningar: Hópurinn. Förðun: Anna Toher. Tæknimenn: Guðmundur Pétursson og Walter Geir. Leikarar: Dofri Hermannsson, Eggert Kaaber, Hinrik Ólafsson og Katrin Þorkelsdóttir. Þriðjudagur 5. rióvember. UNDANFARIN ár hafa skotið upp kollinum hér á landi leikþætt- ir, söngleikir og kvikmyndir er- lendar sem innlendar sem hafa fjallað að einhveiju leyti eða öllu um misnotkun vímuefna ýmiskon- ar. Flest þessara verka hafa haft takmarkað áróðursgildi gegn fíkn- inni og sum hver í raun upphafið heim eiturlyfja og áfengis í mis- skilinni viðleitni til að skemmta fólki. Það er því ánægjulegt að ekk- ert af framangreindu á við um þessa sýningu Stopp-leikhópsins. Sýningin er miskunnarlaus frá- sögn um fjóra unglinga sem lok- ast inni á skiptistöð strætisvagna í byrjun nætur. Ekkert er dregið undan; raunsæið ræður ríkjum í söguþræði, texta og látbragði. Niðurstaðan verður áhrifarík sýn- ing þar sem skilaboðin eru skýr: Ef þú byrjar að nota fíkniefni eða venur þig ekki af þeim hið fyrsta áttu á hættu að reyna eitthvað svipað og persónur leikritsins, þ.e. ef þú verður enn til frásagnar um ferðina á botninn. Þar ræður ömurleikinn einn ríkjum í skipti- stöð þaðan sem engar leiðir eru færar. Valgeir Skagfjörð hefur áður samið leikrit fyrir svipaðan áhorf- endahóp, þ.e. síðustu árganga grunnskóla og fyrstu bekki menntaskóla. Honum fer það vel úr hendi; hann þorir að nota tungutak unglinga og nálgast þeirra hugmyndaheim fordóma- laust. Sýningar sem hann hefur sett upp í menntaskólum hafa hentað leikendum og áhorfendum þar vel þó að nokkuð hafi skort á listræna ögun til að verkin hafí átt erindi til breiðari hóps. Hér þar sem unnið er með lærðum leikur- um og vankantarnir sniðnir af stendur eftir sterk sýning sem enginn höfundur hefði getað sam- ið án þess að gjörþekkja viðfangs- efnið fyrir. Hópurinn hefur einnig notið aðstoðar fyrrverandi vímuefna- neytenda sem var vel til fundið til að fínna leiknum stað í núinu. Það er greinilegt að leikarar og leik- stjóri hafa unnið sýninguna óvenju vandlega. Þrátt fyrir að hún sé álíka að lengd og meðalkvikmynd er hvergi dauður punktur og at- hygli áhorfenda haldið út í gegn. Nosturslega unnin hljóðmynd eyk- ur áhrifamáttinn og gerir sýning- una aðgengilegri fyrir ætlaða áhorfendur. Hvergi sést vonarglæta, persón- urnar hafa aldrei nógu mikið hug- rekki til að bera til að brjótast úr viðjum þeirra aðstæðna sem þær eru fastar í. Eina gleðin er fram- kölluð á efnafræðilegan hátt eða þess krafist að aðrir segi þeirri persónunni sem dýpst er sokkin eitthvað skemmtilegt og bægi ömurleikanum þannig frá eitt augnablik. Leikurinn er mjög heildstæður og alltaf leikið af öryggi og festu. Ég leiði getum að því að hlutverk- in séu samin með leikarana í huga, svo vel henta þau hveijum einum. Katrín Þorkelsdóttir fer með erfið- asta hlutverkið en hún nær að skapa trúverðuga persónu sem söguþráðurinn spinnst um. Hinrik Ólafsson leikur hinn skemmda smáglæpamann sem er sokkinn í sjálfsvorkunn og er sérstaklega sannfærandi í átakaatriðum. Egg- ert Kaaber leikur flóknustu per- sónugerðina, fyrirmyndardreng- inn sem leynir á sér og tekst að gera honum góð skil. Hann þarf þó að skerpa framsögnina þegar hraðinn er sem mestur. Dofri Her- mannsson er hinn ofurvenjulegi unglingur sem hafði tekist að sigla milli skers og báru og ekki tapað áttum þrátt fyrir erfiðleika. Hann lagði áherslu á að vera sem eðlileg- astur og náði með því sterkum áhrifum. Engin þessara persóna er týpa frá hendi höfundar heldur eru þær þrívíðar og haga sér eftir eigin forsendum. Verkið gengur alger- lega upp í lokin, enda byggt upp af natni. Það er ástæða til að óska leikhópnum til hamingju með at- hyglisverða sýningu og vona að sem flestum unglingum verði gert kleift að sjá hana. Sveinn Haraldsson V ínartónleikar í Borgarnesi TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarð- ar stendur fyrir Vínartónleikum í Hótel Borgarnesi föstudaginn 8. nóvember kl. 21 og eru þeir þeir fyrstu af sex tónleikum sem fyrir- hugaðir eru á vetrardagskrá Tón- listarfélagsins. Flutt verða vinsæl verk eftir: Lehár, Kálmán, Strauss og fleiri. Flytjendur eru; Signý Sæmunds- dóttir sópran, Þorgeir Andrésson tenór, Jónas Þ. Dagbjartsson fiðla, Anna Guðrún Guðmunds- dóttir píanó, Páll Einarsson kontrabassi og Sigurður I. Snorr- ason klarínettur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.