Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 33 LISTIR Þættir úr Borgar- firði og Skaga BÆKUR Þjódlcgur fróðlcikur ÆÐRULAUS MÆTTU ÞAU ÖRLÖGUM SÍNUM Frásagnir ef eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki eftir Braga Þórðarson. Hörpuútgáfan 1996 — 237 síður. Á ÞESSA bók eru ritaðir tólf þjóðlífsþættir frá fyrri tíð. Allir voru þeir fluttir í Ríkisút- varpinu haustið 1995, en birt- ast nú á prenti auknir og eitt- hvað breyttir. Sögusviðið er Borgarfjörður og Akranes. Virðist höfundi vera þetta efni handgengið og hugleikið, því sjálfur er hann Skagamaður og hefur raunar fjall- að mikið um skylt efni í fyrri bókum sínum t.a.m. Borgfirzkri blöndu. Þættirnir tólf fjalla um ýmis efni og eru nokkuð misjafnlega efnis- miklir og sjálf- stæðir. Fyrsti þátturinn rekur í stuttu máli ævi- kjör og aðstæður afa höfundar og ömmu. Það er eftirminnilegur og einkar vel gerður þáttur. Þátturinn Réttir og réttaferðir í Borgar- firði er borinn uppi af tveimur frásögnum af slarksömum göngum og harðsóttri rekstr- arferð. Næsti þáttur, Sam- göngur og svaðilfarir, sýnir vel um hvaða erfiðleika gat verið að etja. Athyglisverðar eru þar frásagnir Þórðar í Haga. Fremur er lítið að græða á þættinum Brúðkaupssiðir og brúðkaupsveislur í Borgarfirði, því flest það sem þar er sagt er annars staðar að finna. Skemmtanalíf á Skaganum á fyrri tíð er nokkuð góður þátt- ur, einkum vegna kveðskapar- ins sem þar er. Þá er ágæt frásögn um skottulækna og hómópata og ekki síðri um fyrstu lækna í Borgarfirði. Þar fannst mér tvennt bera hæst, hina merku sjúkrastarfsemi Kristrúnar á Bjargi og upp- skurð Jón læknis Blöndals í baðstofunni á Hofstöðum. Góð- ur er einnig þátturinn af Bjarna Ólafssyni skipstjóra. Sandgerð- isár Ákurnesinga og upphaf verkalýðsbaráttu er fremur los- aralegur og lítil þörf á honum, því eflaust kemur mun fyllri frásögn í 2. bindi Sögu Akra- ness, sem verið er að skrifa. Þátturinn Ekkjan og yfirvaldið Qallar um samskipti Kristrúnar á Bjargi við Hallgrím hrepp- stjóra í Guðrúnarkoti. Það er velsögð og áhrifamikil frásögn, en ekki fæ ég séð að hún bæti miklu við hina góðu bók Þorsteins frá Hamri. Æsku- minningar frá Akranesi eru minningar höfund- ar sjálfs og eiga sem slíkar vissu- lega fullan rétt á sér. Þá kemur að síðasta þættinum, Fréttaritarinn Oddur. Þar segir frá Oddi Sveins- syni sem lengi var fréttaritari Morg- unblaðsins á Akra- nesi. Þóttu margar fréttir hans skrítnar. Þetta er að mínu viti langbesti þáttur bókarinnar, byggður á tals- verðum heimildargögnum. Oddur þessi var á marga lund sérstæður maður, velmennt- aður hugsjónamaður, bind- indismaður til fimmtugs. Hann fékkst við ýmis störf, kennslu, sjómennsku og verslun. Ferð- aðist vítt um heim. Var laglega skáldmæltur og orti mikið. Talsvert er af skáldskap hans hér, dagbókarbrotum og frétta- klausum hans úr Morgunblað- inu. Vel er frá bókinni gengið og henni fylgir heimildaskrá og nafnaskrá. Víst er hún hugnan- legur lestur þeim sem njóta þjóðlegs fróðleiks. Sigurjón Björnsson Bragi Þórðarson Sögur til næstu bæja LEIKLIST Frcyvangsleikhúsið EINÞÁTTUNGAR Grobbbragur. Texti: Helga Ágústs- dóttir Dúett: Eraa Ólafsdóttir og Ingólfur Jóhannsson Smekksatriði. Höfundar: Helgi Þórsson, Ólafur Theódórsson og Hannes Öra Bland- on Ein sveitastemmning. Höfundur: Ólafur F. Rósinkrans Leikdeild U.M.F. Reykdæla: Snorri Sturluson. Ósögulegur ærslaleikur um ævi, ást- ir og andlát Snorra Sturlusonar eftir Þorvald Jónsson Einþáttungar sýnd- ir í Freyvangi í Eyjafirði, 2. nóvember. HEIMAMENN kölluðu þetta gleðivöku í Freyvangi og víst er það að létt var bæði yfir dagskránni og áhorfendum. Eyfirðingar fengu í heimsókn félagsmenn í leikdeild Ungmennafélags Reykdæla í Borg- arfirði sem sýndi ósögulegan ein- þáttung um ævi og ástir Snorra Sturlusonar, en sjálfir brugðu heimamenn á leik með tveimur skemmtilegum og á köflum mein- fyndnum einþáttungum. En fyrst er að segja frá grobb- bragnum sem kom undirrituðum verulega á óvart, svo vel var hann fluttur. _ Þau sem dúettinn sungu, Ema Ólafsdóttir og Ingólfur Jó- hannsson, hafa bæði bráðfallegar raddir og kunna vel að beita þeim, einkum þó Ingólfur sem hefur mikla innlifun og talsverða breidd á radd- sviðinu. Þau voru bæði kankvís og glettin og gaman væri að sjá meira til þeirra og við aðrar aðstæður. Séra Hannes Örn Blandon leik- stýrði báðum einþáttungum þeirra Eyfirðinga og fórst það verk vel úr hendi. Ekki er mér þó grunlaust um, hafandi séð fleira til þeirra í Frey- vangsleikhúsinu, að hann hafi notið góðar samvinnu leikaranna, en þeir hafa sumir hveijir prýðilega fram- sögn og furðu afslappaða og góða sviðsframkomu. I Smekksatriðinu er gert góðlátlegt grín að stöðlun og eftirliti með hreinlæti til sveita og þar vakti ekki minnsta athygli hund- ur einn fríður og fagur á feldinn sem hélt stóískri ró hvað sem á dundi í kring um hann á sviðinu. í Einni sveitastemmningu er skop- ast að ferðalagi Gests Einars Jóns- sonar um dreifðar byggðir í sjónvarp- inu í vetur leið. Þar fóru flestir á kostum og ekki síst Ólafur Theodórs- son sem fírna fyndinn í framsögn og látbragði. Einnig er Valþór Brynjars- son eftirminnilegur sem idíótið og fyllibyttan Brói Hólm, sem keyrði upp fjörið hvað sem það kostaði. Eftir hlé tróðu Borgfirðingar uppi með Snorra sinn Sturluson. Heldur voru þeim mislagðar hendur í leiklist- inni enda þurftu þau að glíma við efni sem hvorki er fugl né fiskur. Hins vegar var talsvert sungið í þess- um einþáttungi um Snorra og þar margt vel gert, ekki síst hjá Þorvaldi Jónssyni stórkúabónda í Brekkukoti í Reykholtsdal (eins og segir í leik- skrá), en hann er höfundur verksins og auðsjáanlega mikil driffjöður. Þá stigu einnig fram fjórir söngv- arar úr Borgarfirðinum og fóru vel með nokkur falleg lög, ekki síst hið fyrsta eftir Bellman. Guðbrandur Gíslason Bítur þegar hann flaðrar KVIKMYNPIR Bí 6 h ö11 i n RÍKHARÐUR III „RICHARD 111“ ★ ★ ★ «/2 Leikstjóri: Richard Loncraine. Hand- rit: Loncraine og Ian McKellen eftir leikriti Riciiard Eyre byggðu á leik- riti Shakespeares. Aðalhlutverk: Ian McKellen, Annette Bening, Kristin Scott-Thomas, Maggie Smith, Nigel Hawthorae, Robert Downey. MGM/UA. 1996. MIKIL eftirspurn eftir og áhugi er nú á bíómyndum gerðum eftir leikritum William Shakespeares. Hvert verka hans á fætur öðru er fest á filmu og njóta þau talsverðra vinsælda í bíóhúsum. Upphafsmað- ur bylgjunnar er breski leikhús- og kvikmyndagerðarmaðurinn Kenn- eth Branagh, sem lýsti því yfir þeg- ar hann gerði Hinrik V. fyrir nokkr- um árum, að hann vildi taka helgi- svipinn af skáldinu og gera Sha- kespeare aðgengilegan öllum al- menningi. Þetta hafa höfundar Rí- harðs III mjög að leiðarljósi og hafa gert einskonar „topphasarspennu- mynd“ (frasi sem bíóin gjarnan nota til að auglýsa amerískar af- þreyingarmyndirj og pólitískan samsæristrylli úr leikriti Shakespe- ares. Sögusviðið er nýstárlegt í leik- gerð leikstjórans Richard Loncraine og leikarans Ian McKellen. Þeir láta leikritið gerast eftir borgarastyijöld í Bretlandi í kringum 1930 þegar uppgangur fasismans var sem mestur í Evrópu. Og myndin lýsir einmitt fasistaríki þar sem valda- sjúkur Ríkharður III í magnaðri túlkun Ian McKellen fer um eins og skógareldur með lævísleg ráða- brugg samsæris og morða á vörum og er aldrei hættulegri en þegar hann flaðrar upp um fólk. Myndin er firnaskemmtileg, fantalega vel leikin, ekki síst af McKellen í titilrullunni, og feikilega spennandi. Loncraine, sér til þess að ekki er dauður punktur í allri uppfærslunni en þeir McKellen hafa þjappað stykkinu í 110 mínútur svo hér er fráleitt allt leikverkið á ferð- inni. Ríkharður III er ein magnað- asta leikpersóna Shakespeares, djöfull í mannsmynd, bæklaður bæði á sál og líkama, samsærismað- ur ógurlegur, samviskulaus barna- morðingi, bróðurmorðingi, morðingi kvenna og vina sinna. Valdagræðgi hans á sér engin takmörk og eins og McKellen leikur hann nýtur hann hverrar stundar og er að kafna úr hrifningu á djöfulskapnum í sjálfum sér; hvert nýtt óþokkabragð kemur honum til að brosa og jafnvel í myndavélina til okkar áhorfenda með sígarettu í kjaftinum, lítið montskegg og kryppuna upp í loft. Stundum hreinlega geislar hann af taumlausri samsærisgleði. McKell- en er eins og nýsleginn túskildingur í hlutverkinu; það glampar á hann af leikgleði. Og ef þú vilt færa Ríkharð III í átt til nútímans hvar betra er þá að bera niður en í fasistaríki? Myndin er byggð á leikriti eftir Richard Eyre, sem vann það fijálslega uppúr Ríkharði Shakespeares, en sviðsbún- aður fasismans með hástígvéluðum svartstökkum og sálarlausum arkí- tektúr á einkar vel við þegar lýst er valdasýki Ríkharðs. Hinn fasista- legi umbúnaður um leikritið er ábúð- armikill og mjög í takt við innihald- ið. Ef markmiðið hefur verið að búa til skemmtilegt bíó fyrir þá sem annars líta ekki við Shakespeare þá hefur það náðst. Leikhópurinn er mjög kræsilegur og slær hvergi feilnótu og fara fremstir í flokki Nigel Hawthorne, Maggie Smith, Annette Bening, Kristin Scott-Thomas og Robert Downey. Ríkharður III er öndvegis- skemmtun. Arnaldur Indriðason Ahugasamir listiðkendur á Héraði Egilsstöðum - Morgunblaðið. Hópur myndlistarfólks hittist reglulega á laugardags- morgnum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og iðkar þar list sína. Þetta er fólk úr Myndlist- arfélagi Fljótsdalshéraðs og hefur það hist við myndsköp- un að vetrarlagi allt frá því félagið var stofnað 1991. Til- gangur félagsins er m.a. að efla skilning og áhuga á mynd- list með því að beita sér fyrir almennri fræðslu, hvetja fólk til myndsköpunar og styðja félagsmenn við að koma verk- um sínum á framfæri. Laugar- dagsmorgnarnir eru alltaf fráteknir og þá er teiknað, málað, skoðuð myndbönd og spjallað saman. Áuk þessa hefur félagið staðið fyrir nám- skeiðum og haldið samsýning- ar félagsmanna. Félagið fékk Rakel Pétursdóttur með lit- skyggnur frá Listasafni ís- lands sem m.a. voru sýndar í Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HLUTI félagsmanna úr Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs sem hittist á laugardagsmorgnum. öllum skólum á Héraði. Stærsta verkefni félagsins hingað til er yfirlitssýning á verkum Steinþórs Eiríkssonar 1995 en sú sýning var í ME og stóð frá júní til ágúst. í nóvember mun Örn Ingi koma á vegum félagsins og halda námskeið fyrir félagsmenn og aðra áhugasama, en það er í annað sinn sem hann kemur og vinnur fyrir félagið. Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. fö) SILFURBUÐIN AX/ Kringlunni 8-12» Sími 568 9066 Þar færöu gjöfina Nú eru að verða síðustu forvöð að panta barna- myndatökuna og fá stækkanir fyrir jól Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 3 Ódýrari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.