Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KOSNIIMGARNAR í BANDARÍKJUNUM VIÐHÖF- UMVERK AÐVINNA Bill Clinton Bandaríkjaforseti fékk 50%, sem hann vildi, í forsetakosningunum, en þingið er enn í höndum repúblikana. Karl Blöndal veltir fyrir sér hvort Clinton takist að tryggja sér sess í sögunni á næsta kjörtímabili, eða stjóm hans koðni niður fyrir ásökunum um spillingu og andstöðu þingsins. BILL Clinton var endurkjörinn forseti Banda- ríkjanna á þriðjudag og virtist í sigurræðu sinni horfa fram á við. „Kæru Bandaríkja- menn, við höfum verk að vinna," sagði hann. „Um það snerust þessar kosningar." Það er hins vegar hvorki ljóst hvernig Clinton hyggst veija öðru kjörtímabili sínu, né hvaða breyting- ar verða á stjórn hans, þótt vissulega sé hægt að spá í spiiin. Andstæðingar Clintons höfðu haldið því fram að hann hefði ekki óskorað umboð frá bandarísku þjóðinni á fyrra kjörtímabili sínu vegna þess að hann hefði ekki náð meirihluta atkvæða í kosningunum 1992. Því var forset- anum mjög í mun að ná því marki að þessu sinni og það tókst með naumindum. Erfið samfcúð framundan? Það dregur á hinn bóginn úr þeim sigri að repúblikanar skuli hafa haldið meirihluta sín- um í báðum deildum þingsins, fulltrúa- og öldungadeildinni. Við Clinton blasir því að líkt og undanfarin ár mun hann þurfa að kljást við liðsmenn Newts Gingrich, forseta fulltrúa- deildarinnar, og Trent Lott, arftaka Bobs Doles, forsetaframbjóðanda repúblikana, í for- ustu meirihluta flokks- ins í öidungadeildinni. Skoðanakannanir sýna að um 40 af hundraði Bandaríkja- manna treysta hvor- ugum flokknum til að vera einráður í Was- hington og líta svo á að sitji fulltrúi annars í Hvíta húsinu eigi full- trúar hins að hafa meirihluta á þingi. Sú varð enda raunin víða að kjósendur merktu við forsetaframbjóðanda annars flokksins og þingmannsefni hins. Bæði Gingrich og Lott virtust gera sér grein fyrir þessu í viðtölum á þriðjudagskvöld og einkenndust orð þeirra af sáttfýsi. Þeir lögðu áherslu á að Clinton hefði í kosingabaráttunni sett fram markmið, sem að miklu leyti sam- ræmdust stefnu repúblikana, og því væri breið- ur grundvöllur til samstarfs. Sjálfur hefur Clinton mikinn hug á að marka spor í bandaríska sögu. Eftir fyrra kjörtíma- bil hans liggja ekki mikil afrek. Fyrstu tvö árin einkenndust af stefnuleysi og misheppn- uðum tilraunum til að knýja fram breytingar. Það var ekki fyrr en eftir sigur repúblikana að stjórn Clintons fór að starfa markvisst. Má búast við að Clinton muni setja mennta- mál á oddinn og halda áfram að minnka fjár- lagahallann, en í þeim efnum varð honum einna helst ágengt á síðasta kjörtímabili. Óveðursský yfir stjórninni Hins vegar á eftir að koma í ljós hvað langt sáttavilji repúblikana nær. Ýmis hneykslismál eru eins og óveðursský yfir stjórn Clintons: Whitewater-málið, brottrekstur starfsfólks ferðaskrifstofu forsetaembættisins, sjálfsmorð Vincents Fosters, ákæra Paulu Jones um kyn- ferðislegt áreiti forsetans, skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar um ýmsa repúblikana í höndum undirmanna forsetans og nú síðast gagnrýni vegna erlendra kosningaframlaga í sjóði demókrata. Þingnefndir undir stjórn repúblikana munu ugglaust gera sér mat úr þessum málum og gæti það orðið Clinton til trafala. Sumir, þar á meðal Gingrich og William Bennett, sem stjórnaði herför stjórnar George Bush gegn eiturlyfj- um, gengu svo langt að segja að spillingin í stjórn Clintons væri slík að tæki Water- gate-hneykslinu í stjómartíð Richards Nixons fram. Bennett sagði í sjónvarpsviðtali hjá Larry King á fréttastöðinni CNN að svo gæti farið að þingið víki Clinton vegna af- glapa í starfí, en þau örlög hefðu beðið Nix- ons hefði hann ekki sagt af sér á sínum tíma. Eins og staðan er nú virðist hins vegar frá- leitt að stjórn Clintons verði svo illa úti. Það er í raun fremur það að Clinton og stjórn hans geti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll, en þungi ásakananna, sem kyndir undir grunsemdum um að forsetinn hafi eitthvað að fela. Breytingar á stjórainni Ljóst er að nokkurrar beiskju gætir í herbúð- um Clintons eftir þenna kosningasigur. „Við Bill Clinton bindur vonir við annað kjörtímabil, en ýmis ljón eru í veginum Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti gengur út á sviðið fyrir framan þinghúsið í Little Rock í Arkansas ásamt Hillary, konu sinni, og Chelsea, dóttur þeirra, til að fagna endurkjöri á þriðjudagskvöld. höfum eiginlega fengið nóg,“ sagði David Pryor öldungadeildarþingmaður degi fyrir kosningar og bætti við að aðferðir Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara í Whitewater-mál- inu, hefðu „lagt líf margra í rúst“ og þó þætti mönnum enn sem ekkert saknæmt hefði átt sér stað. Fundahöld eru þegar hafin um uppstokkun á stjórn Clintons og hefur Leon Panetta, skrif- stofustjóri hans, þegar haldið fundi með nokkr- um stjórnarliða, ýmist til að fullvissa þá um að þeir eigi erindi í næstu stjórii, eða gefa þeim kurteislega til kynna að embættistíð þeirra sé lokið. Fréttastofan Associated Press hefur eftir þremur embættismönnum stjórnarinnar að næsta víst sé að Warren Christopher utanrík- isráðherra, William Perry varnarmálaráðherra og Hazel O’Leary orkumálaráðherra muni víkja snemma á næsta kjörtímabili. Christopher og Perry njóta stuðnings forset- ans, en vilja hverfa frá. O’Leary hefur legið undir ámæli vegna óhóflegs ferðakostnaðar og verið látin vita að Clinton óski ekki eftir því að hún sitji áfram. Samkvæmt sömu heimildum vill Mickey Kantor viðskiptaráðherra segja af sér sakir leiðinda og fá annað embætti, til dæmis dóms- málaráðherra eða skrifstofustjóra. Ýmsir vilja að Janet Reno hverfí á braut, en hún er vinsæl og sagt er að erfitt verði að finna einhvern í hennar stað. Erfitt er að spá um það hverjir mundu taka við af Christopher. Nokkur nöfn hafa verið nefnd, þar á meðal Richard Holbrooke, aðstoð- arutanríkisráðherra og höfundur Dayton-sam- komulagsins, Madeleine Albright, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, George Mitchell, fyrrverandi leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeildinni, sem nú er sérlegur sendifull- trúi Clintons í friðarviðræðunum á írlandi, og Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra og góðvinur Clintons. Panetta er sjálfur sagður á útleið og er talið að hann hyggist bjóða sig fram til ríkis- stjóra Kaliforníu. Kosið um ýmis sérmál í Kaliforníu og víðar samhliða þing- og forsetakosningunum Samþykkt að afnema jákvæða mismunun Gegn kynþátta- og kyryakvóta Los Angeles. Reuter. KJÓSENDUR í Kaliforníu sam- þykktu í fyrradag að nema úr gildi svokallaða jákvæða mismunun og þeir ákváðu einnig að leyfa sjúkling- um að nota maríjúana. Var kosið um ýmiss konar sérmál í mörgum öðrum ríkjum samhliða þing- og for- setakosningunum en atkvæða- greiðslan í Kaliforníu um fyrrnefnda málið vakti mesta athygli enda getur hún mikil áhrif á landsvísu. í Florida var fellt að hækka verð á sykurpundinu örlítið til að hreinsa til á fenjasvæðunum í landinu og í Ohio var felld tillaga um að leyfa rekstur spilavíta um borð í fljótabát- um. í Kentucky var samþykkt að fella út úr stjórnarskrá ríkisins gam- alt orðalag, sem í raun hvatti til aðskilnaðarstefnu í skólum. Flest þessara sérmála vöktu lítinn áhuga utan viðkomandi ríkja en svo var ekki með „borgararéttindafrum- varpið" í Kaliforníu. Samkvæmt því er hinu opinbera bannað að mismuna fólki eftir kynþætti og kyni hvað varðar starfsráðningar, menntun og verksamninga. Var frumvarpið sam- þykkt með allmiklum mun eða með 56% atkvæða gegn 44%. Stuðningsmenn frumvarpsins fögnuðu úrslitunum í gær og kváð- ust þeir mundu beijast af alefli gegn tilraunum til að koma í veg fyrir, að það tæki gildi. í þeirra hópi var meða! annarra Pete Wilson ríkis- stjóri en Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, var andvígur frumvarpinu. Bob Dole var hins vegar hlynntur því. Andstæðingar frumvarpsins sögðu, að með því væri verið að ráðast gegn 30 ára gömlum lögum, sem ætlað væri að bæta hlut minni- hlutahópa og kvenna, en stuðnings- menn frumvarpsins héldu því fram, að lögin hefðu fyrir löngu snúist upp í andhverfu sína og fest í sessi ákveð- inn kynþátta- og kynjakvóta án til- lits til hæfileika og menntunar. í Kaliforníu er oft tónninn sleginn fyrir allt landið og því er búist við, að þessi niðurstaða muni hafa mikil áhrif í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Maríjúana leyft? í Kaliforníu og í Arizona líka var samþykkt með töluverðum mun að leyfa sjúku fólki, til dæmis þeim, sem þjást af alnæmi, krabbameini, gláku og fleiri sjúkdómum, að nota og rækta maríjúana. Andstæðingar eit- urlyfja og samtök lækna börðust gegn frumvarpinu og raunar er ekki víst, að það nái fram að ganga vegna þess, að það fer í bága við ýmis lög, jafnt kalifornísk sem alríkislög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.