Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKEIÐARÁRHLAUP Morgunblaðið/Árni Sæberg HÓPUR fólks safnaðist saman við Sandgígjukvisl í gær og horfði á ógnarkrafta ÍSHRÖNGL nær upp að hæl sem rekinn var niður við brúna yfir Núpsvötn og vatnsins fleyta ísjökum fram á sanda. markar hann hæð vatnsins í hiaupinu 1986. Brúin yfir Núpsvötn stóðst atlöguna BRÚIN yfir Núpsvötn virtist i gær hafa staðið af sér atlögu hiaupsins úr Grímsvötn- um og var umferð yfir hana heimiluð á ný. Skarð, sem rofið var í veginn skammt vest- an við brúna á þriðjudag, var fyllt að nýju. íshröngl, sem hlaupið bar með sér, náði upp á hæl, sem markar hæð hlaupsins árið 1986. Hlaupið breytti Núpsvötnum í stórfljót á þriðjudaginn. Hins vegar bárust engir jakar niður með svörtu vatninu og var álagið á brúna því mun minna en á aðrar brýr á sandinum. Nokkru austan við brúna yfir Núpsvötn var vegurinn lokaður, enda náði hann ekki mikið lengra. Sandgígjukvísl hafði rutt niður brú og rofið veginn á mjög löngum kafla. Þarna var nokkur hópur áhugamanna, sem fylgdist með litlum ísklumpum kútveltast niður ána. Við sjóndeildarhring var sem fjall- kambur hefði risið, en það voru risavaxnir ísjakar, sem höfðu hrannast upp á sandin- um. A milli þeirra mátti sjá enn straum- þyngra fijót og sigldu stórir jakar niður það af og til. Filippus Hannesson bóndi á Núpsstað Ægilegt að koma að Gígju „ÞETTA er allt öðru vísi en hlaup- in 1938 og 1934. Þá var ekki svona mikið í Gigju, ekki svona mikill jakaburður hingað vestur,“ sagði Filippus Hannesson, bóndi á Núpsstað, i samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann var þá nýkom- inn úr ökuferð austur á sanda, til að kanna skemmdir af völdum hlaupsins úr Grímsvötnum. Blaðamaður og ljósmyndari komu við á Núpsstað í gærmorg- un. Þar tók Eyjólfur Hannesson bóndi og bróðir Filippusar á móti þeim. Eyjólfur var upptekinn við bakstur þegar gestina bar að garði, en hann sagði að Filippus hefði farið austur á sanda og sjálf- sagt gætum við fundið hann þar. Það gekk eftir, við Núpsvötn birt- ist Filippus á Subaru-bíl sínum. Hann hristi höfuðið þegar blaða- menn inntu hann álits á hlaupinu og sagðist aldrei hafa séð annað eins. Að loknum leiðangri að rofnum veginum við Sandgígjukvísl var haldið aftur á Núpsstað, til að freista þess að fá Filippus til að lýsa nánar því sem fyrir augu bar. Filippus var að bera hey- bagga á kerru til að gefa skepn- um, en gaf sér þó tíma til að spjalla við forvitna gesti. „Ég veit ekki hvort ég get borið þetta saman við eitthvað, ég man ekkert lengur,“ sagði Filippus, en þó var greinilegt að hlaupin 1934 og 1938 voru honum í fersku minni. „Það voru auðvitað engin tæki til að mæla hlaupin þá, svo sjálfsagt er hægt að deila enda- laust um hversu stór þau voru. Þá gengu miklir jakar niður á sanda, en það var ekki svona mik- ið í Gígju þá. Það er ægilegt að koma að henni, óhemju vatn sem þar ryðst fram,“ sagði Filippus. Halda að ekkertgerist nema íReykjavík Hann sagðist ekkert vita hvað spekingar teldu hlaupið nú stórt, en það hefði brunnið við að þeir ættu erfitt með að trúa lýsingum heimamanna á hlaupunum 1934 og 1938. „Þeir halda alltaf að það gerist ekkert nema í Reykjavík, svo auðvitað eiga þeir erfitt með að leggja trúnað á svona gamlar sögur,“ sagði hann og glotti. „En auðvitað getur svosem margt gerst í Reykjavík. Stendur hún ekki á gosbelti?“ Aðspurður hvaða áhrif það hefði fyrir hann að austurleiðin væri ófær svaraði Fiiippus, að hann gæti ekki lengur sótt nábúa sína í Skaftafelli heim ogþað væri bagalegt. „Aðföng sæki ég ekki austur, því verslun er á Kirkjubæjarklaustri, en að vísu hef ég stundum verslað í Skafta- felli á sumrin." Morgunblaðið/Árni Sæberg FILIPPUS Hannesson, bóndi á Núpsstað, er ekki uppveðraður vegna hlaups úr Grímsvötnum. Filippus man tímana tvenna í samgöngum um sandinn. Hann sagði blaðamanni að troðningur- inn um hlaðið á Núpsstað væri gamli þjóðvegurinn. Þegar blaða- maður hváði sagði Filippus hvasst: „Nú, hvað annað? Ekki gat það farið leirurnar! Nei, hérna á Núpsstað gistu oft marg- ir. Hingað komu oft vermenn austan af fjörðum, sem þurftu að ganga allan sandinn til að komast í ver á Reykjanesi." Filippus virtist lítið uppveðr- aður vegna hiaupsins og aðspurð- ur kvaðst hann alveg geta sofið fyrir því. „Það kom nú einn hér um daginn, sem hélt að hlaupið myndi koma alveg upp á hlað hjá mér. Menn vita ekkert. Að vísu var þetta útlendingur." Brýrnar átti að reisa framar Brýrnar yfir jökulárnar átti að reisa framar á sandinum, að mati Filippusar. „Það var vitleysa að byggja þetta svona ofarlega, þeg- ar von er á hlaupum. Það er með ólíkindum að sjá brúna yfir Sælu- húsavötn á kafi í flaumnum núna og menn vita ekkert hvort hún er í lagi.“ Þegar bóndinn á Núpsstað sneri sér aftur að heyböggunum j ákváðu fulltrúar Morgunblaðsins j að tefja hann ekki Iengur frá störfum. Þegar blaðamaður var um það bil að setjast inn í bílinn mundi hann eftir einu, sem hann ætlaði að spyija um. „Segðu mér Filippus, þú varst búinn að spá að hlaupið kæmi ekki fyrr en í vor. Af hveiju heldur þú að gusan hafi komið núna?“ Innan úr hlöðunni kom svarið um hæl: „Þetta með hlaup í vor var bara eitthvað sem ég sagði við fjölmiðla. Það var ekkert að marka það, frekar en það sem ég hef sagt við þig núna.“ Framburður úr Skeiðarárhlaupi á haf út Ovíst hvemig humri reiðir af ENN ER ekki ljóst hvaða áhrif hlaupvatn og framburður munu hafa á lífríki sjávar úti fyrir Skeiðarár- sandi en menn hafa sérstakar áhyggjur af humarstofninum í því sambandi. „Eins og þessu hefur verið stillt upp getur þetta haft verulega slæm áhrif á umhverfið í sjónum," segir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Þá gæt- um við hæglega margfaldað tjónið með tveimur. Og nú er ég bara að tala um þennan eina stofn. Ef þetta nær yfir alla Meðallandsbugtina og Skeiðarárdjúpið, alveg út á mesta dýpi sem humar fæst á, þá er þetta mjög alvarlegt mál.“ „Síðan má gera ráð fyrir að þama veiðist ekkert í mörg ár á eftir vegna þess að humarinn er hægvaxta skepna og spurning hvernig nýliðun mun reiða af, því að stofninn gæti þurrkast algerlega út með þessu móti. Þarna hafa verið veidd um 400-500 tonn á ári að jafnaði og það er óhætt að segja að aflaverð- mæti humars á þessu svæði er a.m.k. 200-250 milljónir á ári,“ segir Hrafnkell. Hann segir að ekki sé hægt að fara að veiða humarinn að gagni fyrr en við tíu ára aldur þannig að um geti verið að ræða tjón upp á tvo til tvo og hálfan milljarð. „Svo er þetta ekki bara humarinn, því það er fleira sem býr í sjónum. En humar- inn er sú nytjategund sem á mjög óhægt um vik að forða sér, hann er staðbundinn ofan í holum, í leir og í seti. Síðan er þetta mjög þýðingar- mikið svæði fyrir flatfisk af ýmsu tagi. Þarna eru líka hreyfanlegri fisk- tegundir eins og þorskur og ýsa en þær geta betur varið sig gegn þessu.“ „I rauninni er ekki tímabært að segja mikið á þessu stigi, þetta þarf að rannsaka og auðvitað vonar mað- ur að það hafi ekki farið svona illa. Við erum að tala um fræðilegan möguleika á því að allt fari á versta veg. En það er ljóst að þarna eru mikil verðmæti í húfi og þetta er nokkuð sem er fljótt að skipta máli fyrir þjóðarbúið,“ segir Hrafnkell að lokum. Aurtotur í sjó fram FRAMBURÐUR úr Skeiðarár- hlaupinu hefur myndað totur sem ná um 200 metra í sjó fram frá Svínafellsfjöru og víð- ar út af Skeiðarársandi. Að sögn Magnúsar Guð- mundssonar, deildarstjóra hjá Landmælingum íslands, mun sjórinn líklega vinna á þeim framburði sem hlaðist hefði upp í tangana. „Þetta er ekk- ert sem maður getur sagt að sé landstækkun strax, eða ekki fyrr en set fer að setjast niður,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.