Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 56
>6 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Ferdinand Smáfólk MF(?E,CHAKLIE BROWN.. THANK HOU.. A DRINK OF LDATER UIILL CALM YOUR __NERVE5.. C' IT'5 JU5T UIMAT I NEEP.. Gjörðu svo vel, Kalii Bjarna... vatnssopi mun róa taugarnar... 5EE? I'M MARDLV 5HAKIN6..ANP PRETENPIN6 LUCV ISN'T E\/EN AROUNP.. Þakka þér fyrir ... þetta var einmitt það sem ég þarfn- aðist... Sérðu? Ég skelf varla nokkuð ... og ég læt sem að Gunna sé hvergi nærri... Jæja þá, komum þessari sýningu af stað! Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Reykjavík - Keflavík Frá Selmu Hannesdóttur: FLUTNINGUR innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkurflugvall- ar er að mínu mati hin mesta firra, vegna fjarlægðar og veðurs. Eg er nýkomin úr utanlandsferð og lenti á Keflavíkurflugvelli, sem ekki er svo sem í frásögur fær- andi. Við lentum í roki, rigningu og myrkri og svo tók við klukkutíma akstur til Reykjavíkur. í þessu til- felli var þetta allt í lagi. En hefði ég verið að koma úr innanlands- flugi með lendingu í Keflavík og þurft að bæta klukkutíma akstri við ferðina (og það kannski í miklu verra veðri), þá hefði ég bölvað mikið ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki fyrir hendi. Ég tel að öllum sem ferðast í flugi finnist alveg nóg hin langa bílferð í viðbót eftir fiug- ið, bara frá vellinum í Reykjavík einum saman. A.m.k. öllu lands- byggðarfólkinu og öllu fólki, sem er með börn og farangur. Að bæta 50 km akstri við hvert innanlands- flug (100 km ef farið er báðar leið- ir) finnst mér bara vitleysa og tíma- eyðsla. Við lifum í stóru landi þar sem pláss er alveg nóg og þessi litli skiki, sem Reykjavíkurflugvöllur er, dugir skammt til lóðaúthlutunar borgarinnar í framtiðinni. Hvað slysahættu varðar, sem þeir sem vilja völlinn burt ala á, gæti maður haldið að þeir hefðu ekki flogið innanlands. Suðuraðflugið kemur frá sjó frá Kópavogi, vesturaðflugið kemur frá sjó. Norðuraðflugið kemur frá sjó yfir höfnina, þvert á fjórar götur og svo strax yfir tjörnina. Austurað- flugið kemur yfir kirkjugarðinn og þeir sem þar búa eru sjálfsagt ekki að rekagáttast í því þótt nokkrir ofan moldu svífí þar yfir á dag. í flestum borgum erlendis, jafnt höf- uðborgum sem og öðrum borgum, fljúga flugvélar yfir byggð og þykir engum þar það umhugsunarvert enda batna stöðugt öryggistæki flugvélanna. Eitt vil ég benda á, sem ég tel kost fyrir Reykjavíkurflugvöll og það er það, að þótt ekki sé á honum þjónustumiðstöð þá er í grennd ein besta flugstöðvarþjónusta sem völ er á, án þess að skuldabaggi fylgi á ríki eða borg. Þar nefni ég Kringluna. Þar eru matstaðir, kaffihús, verslanir og snyrtiaðstaða. Allt undir sama þaki, sem kæmi vel að notum sem oft er þörf á í okkar rysjótta veðri. SELMA HANNESDÓTTIR, einkaflugmaður. Orkugjafinn Naten Frá Margréti, Steingerði, Helen og Svövu Steinarsdætrum: ÞEGAR haustmyrkrið færist yfir og vetrarkvíðinn sest að mönnum fer fólk að hugsa fyrir bætiefnum til að hjálpa sér gegnum skamm- degið. Við systur rákumst á umfjöll- un um undraefnið propolis og ákváðum að reyna á sjálfum okkur áhrifamátt þess. Propolis reyndist ekki fáanlegt en við vorum hins vegar svo heppnar að rekast á sér- fræðing í afurðum býflugnabúsins og hann benti okkur á Natenstauk- inn; sá inniheldur blómafijókorn, drottningarhunang og propolis í réttum dagskammti. Efni þessi eru talin vinna mjög vel saman og bæta hvert annað upp. Blómafijó- kornin innihalda öll næringarefni sem h'kaminn þarfnast, drottningar- hunangið er hreinn orkugjafi og byggir auk þess upp frumur líkam- ans og propolis byggir upp ónæmis- kerfið. Og reynslan hefur sýnt að vænt- ingar til þessara efna standast. Við erum allar sammála um að við finn- um minna fyrir þreytu en áður, þurfum minni svefn og dregið hefur úr matarlyst hjá einni sem sannar- lega fagnar því. Á ferð yfir nokkur tímabelti nú um daginn þótti henni með ólíkinum hversu lítið hún fann fyrir ferðaþreytu. Önnur er haldin sykursýki, mígr- eni auk velja- og liðagigtar. Hún telur sig hafa meiri orku en áður og finnur þar af leiðandi til aukinn- ar bjartsýni og höfuðverkjarköstum hefur fækkað. Sú þriðja hefur verið viðkvæm í maga en síðan líða tók á Naten-kúrinn hefur minni borið á því. Við erum allar ákveðnar í að halda áfram að taka inn undraefni býflugnabúsins okkur til heilsubót- ar og það sem meira er að fjölskyld- an er öll farin að taka inn Naten. Fyrir hönd okkar systranna, STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 54, Reykjavík. Hvað skal segja? 58 Er rétt að segja: Ég ætla til Lúxembúrgar. Svar: Orðliðurinn burg í erlendum staðanöfnum hefur að eðlileg- um hætti orðið borg á íslensku. Rétt væri: Ég ætla til Lúxemborg- ar. Vonandi verður Hamborg seint kölluð Hambúrg á voru máli. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.