Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 41 AÐSENDAR GREINAR Jafnrétti og lífskjör fatlaðra LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa að undanförnu gagnrýnt þá skerðingu á fram- lagi til framkvæmda- sjóðs fatlaðra sem fram kemur í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1997. Félagsmálaráð- herra hefur gert til- raun til þess að gera samtökin ótrúverðug í augum þjóðarinnar vegna gagnrýninnar í stað þess að ræða mál- efnalega um niður- skurðinn og hafa við- brögð hans vakið undr- un. Því miður er gagn- rýni samtakanna hvorki byggð á misskilningi né útúrsnúningi heldur staðreyndum sem lesa má um í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár. I því stendur að áætlaðar tekjur erfðafjársjóðs séu 420 milljónir og að framlag í framkvæmdasjóð fatlaðra verði 165 milljónir. Mismunurinn er 255 millj- ónir króna. í lögum um málefni fatlaðra segir í 39. grein að tekjur framkvæmdasjóðsins séu m.a. óskertar tekjur erfðafjársjóðs og það er því augljóst að ekki á að standa við fyrirheit sem Alþingi gaf við setningu laganna. Því hefur verið borið við að sjóðurinn hafi verið skertur á síðasta ári og einn- ig, að hluta hans hafi verið ráðstaf- að í rekstur og að það afsaki fyrir- hugaðan niðurskurð á næsta ári, en því var mótmælt af Landssam- tökunum Þroskahjálp á sínum tíma. Skerðing sjóðsins nú er hins vegar meiri en nokkru sinni fýrr og það þrátt fyrir að tekið sé tillit til þess að rekstri hafí verið létt af sjóðnum. Ráðstöfunarfé sjóðsins til nýfram- kvæmda og viðhalds verður sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu 165 milljónir króna á næsta ári en er á þessu ári til sömu verkefna um 300 milljónir króna. Samkvæmt fjárlög- um 1996 fær framkvæmdasjóður- inn 257 milljónir og auk þess fær hann um 80 milljónir vegna sölu eigna Vistheimilisins Sólborgar á Akureyri og í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1996 er far- ið fram á tæplega 90 milljónir til viðbótar vegna vanáætlaðra tekna erfðafjársjóðs 1995. Samkvæmt þessu hefur framkvæmdasjóðurinn a.m.k. um 430 milljónir króna til ráðstöfunar á árinu 1996 og þrátt fyrir að rekstrarliðum að fjárhæð 125 milljónum verði létt af sjóðnum árið 1997 er um að ræða aukna skerðingu milli ára um a.m.k. 140 milljónir króna. í 1. grein laga um málefni fatlaðra segir að markmið þeirra sé „að tryggja fötluðum jafnrétti og sambæri- leg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi“. Landssamtökin Þroskahjálp taka heils- hugar undir þessi markmið og telja sig starfa í anda þeirra. Búseta fatlaðra á stórum sólar- hrings-stofnunum tryggir fötluðum ekki lífskjör á við aðra og það skap- Staðreyndin er einfald- lega sú, segir Guð- mundur Ragnarsson, að meiri peninga vantar til málefna fatlaðra. ar ekki skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Þvert á móti bendir margt til þess að það sé óæskilegt að dvelj- ast langdvölum á slíkum stofnunum og munu nær allir þeir sem til þekkja í málefnum fatlaðra sam- mála um að betri lausnir sé að finna úti í samfélaginu. Það ber að skapa fólki með fötlun skilyrði til þess að búa í venjulegum húsum í venjuleg- um íbúðarhverfum og gera þeim kleift að taka þátt í hringiðu samfé- lagsins í stað þess að aðgreina fólk með fötlun og mismuna því með því að búa því framtíðarheimili á sólarhringsstofnunum. Nú hefur verið boðuð sú stefnu- breyting að fresta því að íbúar Kópavogshælis fái aðra búsetu og er það algerlega óviðunandi og svik við þá sem þar búa, aðstandendur þeirra og starfsfólk stofnunarinnar. Að undanförnu hefur verið skipu- lagt af kostgæfni hvernig best verði staðið að brottflutningi íbúanna og er afar óskynsamlegt að kasta þeirri vinnu á glæ. Auk þess má benda á, að mun dýrara verður að leggja stofnunina niður á löngum tíma vegna þess að þá er verið að reka Guðmundur Ragnarsson hana of lengi hálftóma og óvissu- ástand sem mun skapast hefur nei- kvæð áhrif á starfsemina. Það er löngu tímabært og skylda okkar að gefa þessu fólki, sem búið hefur í lokuðu umhverfi árum og áratugum saman, kost á annarri búsetu. Það er ekki í samræmi við nútíma viðhorf til mannréttinda að búa fólki heimili á sjúkrastofnun. Það er notað sem afsökun fyrir frestun á brottflutningi íbúa hælis- ins að stytta eigi biðlista annarra fatlaðra eftir húsnæði en ef frum- varp til fjárlaga 1997 er skoðað kemur því miður í ljós að engin til- raun er gerð til þess, fyrir utan eitt meðferðarheimili fyrir 5 ein- hverf böm og ungmenni. Ekki verður hjá því komist að gera að umfjöllunarefni nýja og ein- kennilega sýn á málefni fatlaðra sem fram kom nýlega þegar félags- málaráðherra lýsti yfir því að frem- ur bæri „að gera þokkalega við sem allra flesta en að gera yfirdrifið vel við örfáa“ og að „það eru dæmi þess að einn einstaklingur kosti 10 milljónir á ári og það finnst mér mikið þegar litið er til þess að sum- ir hafa hér um bil ekki neitt“. Við þessi viðhorf er margt að athuga og þá fýrst það, að fólk kostar ekki peninga en hins vegar getur þjónusta við fólk með fötlun kostað fé og að ekki er vitað um einstaklinga sem gert er yfirdrifið vel við. Það er einnig ljóst að þeir einstaklingar sem eiga við mjög mikla fötlun að stríða og þá stund- um samfara atferlistruflun þurfa mikla og dýra þjónustuna og getur sá kostnaður eflaust numið nokkr- um milljónum króna. Það telst varla stórmannlegt að gera þetta fólk að blórabögglum fyrir þjónustuleysi annarra með því að gefa í skyn að þeir taki til sín allt fjármagnið. Staðreyndin er einfaldlega sú að meira fé vantar í málefni fatlaðra til þess að unnt sé að veita viðun- andi þjónustu. Umræða um málefni fatlaðra hefur iðulega beinst að því að gera samanburð á þjónustu nú við þjón- ustu fyrri tíma og er þá stundum leitað langt aftur. Slík umfjöllun hefur takmarkað gildi og væri eðli- legra að beina henni inn á aðrar brautir og væri til dæmis fróðlegt að sjá samanburð á því hvernig þjónustu við fatlaða er háttað í nálægum löndum. Við berum okkur gjarnan saman við Norðurlöndin þegar fjallað er um ýmis þjóðfélags- mál og það væri akkur í því að skoða hvernig þjónusta er byggð upp í þeim löndum og einnig hversu mikið fé fer þar til málefna fatl- aðra. Félagsmálaráðherra mætti gjarnan beita sé fyrir slíkri úttekt sem gæti leitt af sér nýja fram- kvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra á íslandi. Landssamtökin Þroska- hjálp munu styðja ráðherra í slíkri vinnu og bjóða fram samvinnu um hana. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þegar húsgögnin skipta máli Vönduö gæóahúsgögn á góöu veröi! Full búö af nýjum vörum frá heimsþekktum framleiðendum. Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreislu Sími 581-2275 Ármúla 8 - 108 Reykjavík * tífr” , KJUKIJNGASTRIMIAR Newman's Own Salsa sósu meó léttsteiktu grammeti 2 mslc matarolía 6 kjúklingakringur 2 UruULur eóa 600 g Newman s Own Salsa s< 250 g' spergilkál 250 g Llómkál 4 meáálstórar ^ulrœtur Skerið kj í 1/2 sm jiylcka við góðan sósunni út í og Skerið grænmetið úk 1 i n ga bri ng urna r þversutn strimla og steikið í olíunni llita í 3-4 mxnútur. Bætjð Salsa Játið malla í 2-3 mínútur. í kajfelega stóra kita og steikið í olíunni á pönnu viá vægan kita í 3-4 mxnútur. á kera íram meá krísgrjónum. Léttur Oj bragágóáui* réttur. NeWman'p Own Snlsa sósa meáalsterU og sterU KARL K. KARLSSON EHF. Umlxósóili fyrir NcwmiÐi'i Qwn vöiur á ísltmh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.