Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 53 i. I I f > > > J ) J I * I > J § y DANS Islendingar eiga marga frábæra dansara - sagði danski dómarinn Vagn Nymand DANS íþróttahúsiö viö Strandgötu í Ilafnar- f i r ö i. ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 5&5 DÖNSUM MEÐ FRJÁLSRIAÐFERÐ íslandsmeistaramót í 5&5 dönsum, með fijálsri aðferð, fór fram í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, síðastliðinn sunnudag 3. nóvember. ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í 5&5 dönsum, með ftjálsri aðferð, fór fram í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, 3. nóvember. Um 100 keppendur voru skráðir til leiks og var keppt í 5 flokkum auk flokks atvinnumanna. Einnig var boðið uppá keppni í dansi með grunnað- ferð og í hana voru skráðir rúmlega 160 keppendur. Keppnin hófst á setningarathöfn og ræðu varaforseta D.í. Báru Magnúsdóttur. Ræða Báru var ákaflega gott innleg í dansumræðu á Islandi. Þar á eftir fór fram dans- sýning frá Jazzballetskóla Báru. Var það stúlknahópur sem dansaði við kraftmikla tónlist úr Carmina Burana (Fortuna). Gott atriði það! Keppendur stóðu sig ákaflega vel og er hér ætlunin að rekja örlítið úrlsit dagsins. í flokki 12-13 ára eru mörg feikilega góð og efnileg dans- pör og var það strax ljóst að barátt- an um úrslitasæti yrði hörð. Sérstak- lega fannst mér standarddansarnir góðir hjá þessum aldursflokki. Gunnar Hrafn og Ragnheiður sigr- uðu, mjög verðskuldað í báðum greinunum, þau dönsuðu af miklum krafti og sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr. Þau staðsettu sig sérstak- lega vel á gólfinu og var það þeim einnig til góðs. ísak og Halldóra hafa eflaust komið fast á hæla þeirra. Þar er á ferðinni ákaflega gott danspar, með mikla útgeislun og góða tækni, í þetta sinn held ég að þau hafi reynt of mikið, á kostn- að dansins, en góður dans engu að síður. Keppnin í flokki 14-15 ára var nokkuð góð. Það verður þó að viður- kennast að Benedikt og Berglind dönsuðu í allt öðrum flokki en hin pörin, ekki svo að skilja að hin pör- in hafi ekki dansað vel, þvert á móti. Benedikt og Berglind báru sig- ur af hólmi í báðum greinum. í öðru sæti, í báðum greinum, komu Haf- steinn og Laufey, sem dönsuðu standarddansana ákaflega vel, þeim hefur farið mikið fram að undan- förnu, dansstaðan þeirra er miklu afslappaðri og allar línur miklu hreinni og skýrari, að ekki sé talað um fótaburðinn. Gott mál! Þau mættu nota hné og ökkla betur, í annars ágætlega dönsuðum latin- dönsum. Einna mesta spennan var í flokki 16-18 ára. Þar eru pör sem hafa gert það mjög gott í gegnum tíð- ina, bæði hér heima og erlendis. íslandsmeistarar í báðum greinum urðu Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir. Þau döns- uðu sérlega vel á sunnudaginn, af miklum krafti og innlifun. Þau eru ■greinilega í toppformi þessa dagana og er árangurinn eftir því. Sigur- steinn og Elísabet Sif lentu í öðru sæti í báðum greinum, eftir harða keppni. Það þarf engum að bland- ast hugur um það að þarna eru á ferð ekki síður frábærir dansarar en Brynjar og Sesselja. Þegar mað- ur er kominn í þennan gæðaflokk í dansi er dagsformið það sem skipt- ir orðið hvað mestu máli, pörin eru orðin það jöfn tæknilega séð. Form- ið var einfaldlega Brynjars og Sess- elju á sunnudaginn. Úrslit í flokki 19 ára og eldri komu svolítið á óvart. í standard- dönsunum sigruðu Brynjar Örn og Sesselja eftir að hafa dansað frá- bærlega vel. Árni Þór og Erla Sóley fundu sig ekki alveg á gólfínu á sunnudag og hafa oft dansað betur og tel ég að þar sé aftur komin spurningin um dagsformið. Það sama má segja með latin-dansana. Þar sigruðu Víðir og Magda og Árni og Erla voru í öðru sæti. Víð- ir og Magda eru mjög heillandi par og hafa mikla útgeislun. Þau döns- uðu miklu betur núna en þau gerðu í keppni hér heima á dögunum og eru greinilega að bæta sig. Árni og Erla dönsuðu latin-dansana vel á sunnudag og gæti verið að hér séu að koma fram þau ummæli sem þau fengu, eftir frábæran árangur þeirra á World Open á dögunum, að sporin þeirra séu óvenjuleg og því marki brennd að annaðhvort lík- aði dómurunum mjög vel við þau, eða alls ekki? í flokki atvinnumanna komu úrslit í latin-dönsunum á óvart. Ólafur Már og María voru að keppa sem atvinnumenn í fyrsta sinn og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu. I standarddönsunum sigruðu Jóhann Örn og Unnur Berglind og komu þau úrslit ekki svo mjög á óvart!. Keppnin á sunnudaginn gekk vel fyrir sig og voru áhorfendur ánægðir með góðan dag. Dans er greinilega ennþá á uppleið hér á Islandi og verður gaman að sjá meira til þessara frábæru dansara, sem við eigum, í vetur, þá sérstak- lega á Norðurlandamótinu, sem fram fer hér á íslandi 7. desember nk. Ég var sammála flestum dómum og held ég að svo hafi verið um flesta og tel ég að dómarar hafi komizt vel frá sínu, en þeir voru; Vagn Nymand frá Danmörku, Rob- ert Bellinger, David Osborn, Eddie Noyce og Sue Walker frá Englandi. I lokin vil ég hvetja dansáhuga- fólk til að fjölmenna á keppni sem þessa, því þar er tímanum vel varið. Jóhann Gunnar Arnarsson Leiðrétting! í greininni um Baráttu hinna beztu féll út eitt par í upptalningu úr- slita._ Það voru Daníel Traustason og Ásta Sóllilja Snorradóttir sem voru í 6. sæti í flokki 16-18 ára, þau eru frá Dansfélaginu Kvistum. Eru þau beðin velvirðingar á þess- um mistökum. SIGURSTEINN Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir lentu í 2. sæti í báð- um greinum á sunnudaginn. Hér dansa þau ástardansinn rúmbu. HÉR eru íslandsmeistarar, í báðum greinum, í flokki 16-18 ára þau Bryi\j- ar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurð- ardóttir. Hér dansa þau paso doble. GÁMAN að sjá Davíð Arnar Einarsson á gólfinu á ný. Hér er hann i léttri sveiflu með nýju dömunni sinni, Berg- lind Petersen. Morgunblaðið/Jón Svavarsson TVÖFALDIR íslandsmeistarar Bene- dikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir. Þau kepptu í flokki 14-15 ára. ÚRSLIT í DANSIMEÐ FRJÁLSRIAÐFERÐ 12-13 ára, standard-dansar 1. GunnarH.Gunnars./RagnheiðurEiríksd. GT 2. ísak N. Halldórss./Halldóra Ó. Reynisd. HV 3. Haraldur A. Skúlass./Sigrún Ýr Magnúsd. PM 4.0ddurA.Jónss./KristínMaríaTómasd. HV 5. Guðni R. Kristinsson/Helga Dögg Helgad. HV 6. Gunnar Þór Pálsson/Bryndís Símonard. KV 12-13 ára, suður-amerískir dansar 1. Gunnar H. Gunnarss/Ragnheiður Eiríksd. GT 2. ísak N. Halldórss./Halldóra Ó. Reynisd. HV 3. Haraldur A. Skúlason/SigrúnÝrMagnúsd. PM 4. Ámi Traustason/Aðalheiður Sigfúsdóttir GT 5. Oddur Amþór Jónss/Kristfn M. Tómasd. HV ó.GunnarÞórPálsson/BryndisSímonard. KV 14-15 ára, standard-dansar 1. Benedikt Einarason/Berglind Ingvarsdóttir GT 2. HafsteinnJónass/LaufeyKaritasEinarsd. GT 3. Snorri Engilbertss./Dóris Ósk Guðjónsd. ND 4. HuginnAmares./SólrúnóskBjömsd. ND 5. Helgi E. Eyjólfes./Helga Huld Bjamadóttir GT 6. Hafsteinn Vaiur Guðjónss./Nfna Haraldsd. Ýr 14-15 ára, suður-amerískir dansar 1. Benedikt Einareson/Berglind Ingvaradóttir GT 2. Hafsteinn Jónass./Laufey K. Einarsd. GT 3. Snorri Engilbertss./Dóris Ósk Guðjónsd. ND 4. Helgi Eiríkur Eyjólfss./Helga H. Bjamad GT 5. Hjörtur Hjartarss./Elín B, Skarphéðinsd. KV 6. Hafsteinn Valur Guðjónss./Nína Haraldsd. Ýr 16-18 ára, standard 1. Brynjar Ö. Þorleifss./Sesse(ja Sigurðard. KV 2. Sigureteinn Stefánss./Elísabet S. Haraldsd. GT 3. DavíðAmarEinareson/BerglindPetereen GT 4. Þorvaldur S. Gunnares./Jðhanna E. Jónsd. ND ö.HinrikÖmBjarnason/ÞórunnÓskarsdóttir ND 6. Danfel Traustas./Ásta Sólli(ja Snorrad. KV 7. Snorri Júliusson/Eva Hermannsdóttir Ýr 16-18 ára, suður-amerískir dansar 1. Brynjar Ö. Þorleifss./Sesselja Sigurðard. KV 2. Sigursteinn Stefánss./Elísabet S. Haraldsd. GT 3. Baldur Gunnbjömss./Karen B. Björgvinsd. GT 4. Hinrik Öm Bjamason/Þórunn Óskaredóttir ND 5. Þorvaldur S. Gunnarss./Jóhanna E. Jónsd. ND 6. Öm I. Björgvinss./Svanhvít Guðmundsd. GT 19 ára og eldri, standard-dansar 1. BrynjarÖ. Þorleifsson/Sesselja Sigurðard. KV 2. Árni Þór Eyþórsson/Erla Sóley Eyþörsd. KV 3. Davíð Amar Einarsson/Berglind Petereen GT 4. Þorvaldur S. Gunnares./Jóhanna E. Jónsd. ND ö.HinrikÖmBjamason/ÞómnnÓskaredóttir ND 6. Öm Ingi Björgvinss./Svanhvít Guðmundsd. GT 19 ára og eldri, suður-amerískir dansar 1. VíðirStefánsson/MagdaPozareka GT 2. Ámi Þór Eyþórsson/Erla Sóley Eyþórsd. KV 3. Sigursteinn Stefánss./Elísabet S. Haraldsd. GT 4. HansTómasBjömss./KolbrúnÝrJónsd. Ýr 5. Baldur Gunnbjömss./Karen B. Björgvinsd. GT 6. Hinrik Öm Bjarnason/Þórunn Óskarsdóttir ND 35 ára og eldri, standard-dansar 1. Jón Stefnir Hilmarss./Berglind Freymóósd. ND 2. Bjöm Sveinsson/Bergþóra M. Bergþórsd. GT Atvinnumenn, standard-dansar 1. Jóhann Öm Ólafsson/Unnur BergLind Guðmundsd. Atvinnumenn, suður-amerískir dansar 1. Ólafur M. Guðnason/María D. Steingrímsdóttir 2. Haukur Ragnarsson/Esther Inp Níelsdóttir 3. Jóhann Öm Ólafs- son/Unnur Berglind Guðmundsdóttir ÚRSLIT í KEPPNIMEÐ GRUNNSPORUM 9 ára og yngri, cha, cha, cha 1. Jónatan Örlygsson/Bryndis Maria Bjömsd. GT 2.StefánClaessen/EmaHalldórsd6ttir GT 3. Ásgrímur Geir Logason/Ásta Bjömsdóttir GT 4. Guðmundur R. Gunnarss./Jónína Sigurðard. GT 5. Baldur Kári Eyjólfsson/Sóley Emilsdóttir GT 6. Friðrik Ámason/Inga Maria Backman KV 9 ára og yngri, D-riðill 1. Ólöf K. Þórarinsd./Sigrún Anna Knútsd. GT 2. Anna M. Pétursd./Gunnhildur Emilsd. GT 3. Hólmfriður R. Einared./Stefanía B. Blumenstein GT 4. Bryndís Þórðard./Brynhildur Boliadóttir GT 10-11 ára, cha, cha og jive 1. Davíð Gili Jónsson/Halldóra Sif Halldórsd. GT 2. Sigurður Á. Gunnares./Guðbjörg Þrastard. PM 3. HrafnHjartarson/He!gaBjömsdóttir KV Ú.GunnarMárJónsson/SunnaMagnúsdóttir GT 5. Benedikt Þór Ásgeiras./Tinna Rut Pétured. HV 5,ÞorlákurÞórGuðmundss./ElvaÁrnad. ND 10-11 ára, D-riðill 1. JóhannaGM/SigrúnLiljaTraustad. GT 2. Lóa Fatumata/Sólveig Gunnarsdóttir ND 3. BerglindÁstþóred./ÞóninnM.Ríkharðsd. Ýr 4. Berglind Helgadóttir/Harpa Kristinsdóttir GT 5. Eva Dögg Sigtryggsd./Laufey Sigurðard. GT 6. Halla Jónsdóttir/Heiðrún BaJduredóttir PM 12-13 ára, standard-dansar 1. HilmirJensson/JóhannaBertaBemburg KV 2. Conrad McGreal/Kristveig Þorbergsdóttir HV 3. Guðmundur F. Hafsteinss./Ásta Sigvaldad. HV 4. HafsteinnM.Hafeteinss./IiljaR.Þórarinsd. HV 5. Eyþór Atli Einarsson/Auður Haraldsdðttir Ýr 6. Páll Kristjánss./Steinunn Þ. Kristjánsd. KV 12-13 ára, D-riðill 1. Guðný Gunnlaugsd./Sigriður S. Sigurgcired. GT 2. Freyja Rós Óskarsdóttir/Ósk Stefánsdóttir KV S.BjameylngaSigurðard./HildurKarlsd. GT 4. Maria Russo/Svandís Hreinsdóttir GT 14-15 ára, suður-amerískir dansar 1. VictorKnúturVictores./ÞóreyGunnarsd. Ýr 2. Ólafur E. Ólafss./Sigrún B. Blomsterberg GT 3. Bjarki Steingrimsson/Klara Steingrimsd. Ý r 14-15 ára, D-riðilI 1. Hafrún Ægisd./Kolbrún Þorsteinsd. ND 2. Sigrún Ösp Sigutjónsd./Tinna I ngibergsd. PM 16-24 ára, suður-amerískir dansar 1. ArnlaugurEinarsson/KatrinírisKortsd. Ýr 2. Ingi B. Harðars./V algerður Steinbergsd. PM 3. Hlynur Rúnarsson/Elisabet Jónadótttr HY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.