Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um utanferðir og ís- lenskt verslunarfólk MIKIÐ SKELFING varð ég hissa á grein sem Magnús L. Sveins- son ritar í Morgunblað- ið og birtist laugardag- inn 2. nóvember sl. Mér virðist Magnús hafa verið eitthvað vanstilltur þegar hann setti þessa grein sam- an, og víst er að hann vandar mér ekki kveðj- urnar. Ástæða þessarar reiði Magnúsar er við- tal sem Ríkisútvarpið átti við mig sunnu- dagsmorguninn 20. október sl. eftir að fréttamaður þess hafði sýnt mér bréf til félags- manna VR, 65 ára og eldri og óskaði eftir viðbrögðum mínum við því. Bréfíð er með aðalfyrirsögn- inni: „Þrjár nætur í Glasgow á aðeins kr. 19.900 á mann í tví- býli á Charing Cross Tower.“ Síðan segir: „Nú býðst þér ein- stakt ferðatilboð. Þriggja nátta ferð til Glasgow fyrir aðeins 19.900 krónur.“ Og áfram orðrétt: „Ástæða þessa tilboðs er sam- komulag sem Versl- unarmannafélag Reykjavíkur og Flug- leiðir hafa gert um að bjóða félagsmönn- um VR sem eru 65 ára og eldri að fara í þriggja daga ferð til Glasgow.“ Síðar í bréfínu er rætt um að hótelið sem dvalið verður í sé stutt frá öllum verslununum á Sauc- hiehall Street, og ennfremur að Glasgowborg hafí lengi verið ein vinsæl- asta verslunarborgin á meðal ís- lendinga. Tilboðið gildir í október, nóvember og til 15. desember 1996 á tilteknum dögum. Hér fór ekkert á milli mála að verið var að efna til verslunarferða til Skotlands af hagsmunasamtök- um verslunarfólks og Flugleiðum. Viðbrögð mín voru fyrst og fremst undrun, þar sem mér fannst þetta einkar klaufalegt þegar tekið er tillit til þess hvert er farið, undir hvaða formerkjum og á hvaða Ég vísa því algjörlega á bug, segir Sigurður Jónsson, að fólk ætti ekki að fara til útlanda. tíma. Einnig vegna þess að VR hafði hafnað aðild að átakinu ÍS- LENSK VERSLUN - ALLRA HAGUR sem aðilar í verslun, þ.e.a.s. Kaupmannasamtök ís- lands, Félag íslenskra stórkaup- manna, Samtök samvinnuverslana og Hagkaup stóðu að til að efla íslenska verslun og tryggja jafn- framt atvinnu og kjör verslun- arfólks. Vissulega kom líka í hug- ann að um 800 verslunarmenn hafa að jafnaði verið atvinnulausir síðustu misserin á félagssvæði Verslunarmannafélags Reykjavík- ur. Reyndar kom í ljós síðar að ég var ekki sá eini sem varð undr- andi á tilboðinu þegar skrifstofu Kaupmannasamtakanna fóru að berast undirskriftalistar frá fé- lagsmönnum VR í nokkrum versi- unarfyrirtækjum þar sem tekið var HUSGAGNAHOLUN Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:587 1199 mm Þá skaltu koma og líta á ítölsku leðursófasettin frá PIQUATRO en þau eru klassísk í alla staði. Þessi sett eru alklædd nautsterku gegnumlituðu leðri og er allur frágangur hinn vandaðasti. Efþú vilt vandað og fallegt © ® © leðursett -skaltu velja Piquatro. Verðdæmi: Melissa sófasett 3-1- 3-2-1 Kr. 335.170,- -Að sjálfsögðu er svo hægt að dreifa greiðslum til margra mánaða. Veríö velkomin til okkar í Kr. 310.290,- undir ummæli mín í umræddum fréttaþætti Ríkisútvarpsins. Átakið ÍSLENSK VERSLUN - ALLRA HAGUR miðaði að því að draga fram þá staðreynd að ís- lensk verslun á í mikilli samkeppni við erlenda verslun, ekki síst í Skotlandi og írlandi. Þetta er ekk- ert óeðlilegt, og kaupmenn gera sér fulla grein fyrir að þeir verða að standa sig í samkeppninni. Enda vita allir sem það skoða, að mikið hefur áunnist í þessu efni og má t.d. nefna að s.k. merkja- vara t.d. í fatnaði, skóm, úrum og mörgum fleiri vöruflokkum er á' sama verði eða ódýrari hér á landi en í nágrannalöndunum. Markmið átaksins fólst í því að ná til þriggja markhópa: • Neytenda, en þeir voru hvattir til að kynna sér vöruframboð, verð og gæði í íslenskum versl- unum áður en þeir héldu utan í hinar s.k. borgarferðir sem einkum eru til Skotlands og írlands. Með þessu skapaðist grundvöllur undir raunhæfan samanburð. Einnig að vekja athygli á því að fleira skiptir máli en verð, og því var undir- strikuð þýðing gæða, ábyrgðar, skilaréttar og íslensks máls þegar samanburður er gerður á innkaupum í íslenskri verslun eða erlendri. • Stjórnvalda, sem hvött voru til að jafna starfsskilyrði íslenskr- ar verslunar við erlenda. Ymsir skattar og innflutningsgjöld eru lögð á íslenska verslun sem verslanir í nágrannalöndunum þurfa ekki að greiða. Vakin var athygli á því að verslunin skilar þriðjungi allra skatta af at- vinnustarfsemi á íslandi og rík- issjóður og sveitarfélög eru í samkeppni við lönd og borgir erlendis um tekjur af verslun. Ætla má að á haustdögum tapi ríkið um 400 milljónum aðeins vegna virðisaukaskatts vegna verslunar íslendinga erlendis, og 400 verslunarstörf flytjist með þessari verslun til útlanda. • Verslana sem þurfa að standa sig enn betur í samkeppninni og koma jafnframt á framfæri sjónarmiðum sínum og áhersl- um. Árangur átaksins er erfítt að meta, en vissulega hefði verið ánægjulegt að hafa versl- unarmenn sem þátttakendur í átakinu. Magnús leyfír sér að halda því fram að ég sé á móti því að fólk fari til útlanda þrátt fyrir að hann telji sig þekkja vel það sem ég hef sagt eða skrifað á opinberum vett- vangi á því eina ári sem ég hef gegnt starfi framkvæmdastjóra fyrir Kaupmannasamtök íslands. Þetta er eins fjarri sanni og verða má, enda hef ég í útvarpi og blaða- viðtöluni einmitt lagt áherslu á að það sé sjálfsagt að fólk fari til útlanda og njóti þess sem þar er boðið upp á í menningu og afþrey- ingu. Auðvitað kaupir fólk ýmis- legt í slíkum ferðum, en ferðaskrif- stofufólk, sem hefur með örfáum undantekningum ekki selt haust- ferðirnar sem verslunarferðir á þessu hausti, telur að innkaup ís- lendinga erlendis hafí minnkað miðað við það sem áður tíðkaðist, og einkum sé þetta áberandi með- al yngra fólks og þeirra sem gefa sér tíma, t.d. viku, í slíkar ferðir. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafí nokkurn tíma haldið því fram að fólk ætti ekki að fara til útlanda. Mér er tamt að taka svo til orða að heimskt sé heimaalið barn, og mér er ljúft að staðfesta að ég er sömu skoðunar og Magn- ús að eðlilegt sé að fólk geti farið til útlanda fyrir skaplegt verð. Magnús heldur því fram í grein sinni að ég hafi lítið álit á íslensku verslunarfólki og andi köldu frá mér í þess garð. Enn verður mað- ur undrandi á vitleysunni. Það er enginn að veitast að öldruðu versl- unarfólki þótt bent sé á klaufaskap forystumanna þess, og þegar ég í sumar gat þess í blaði, að danskt verslunarfólk hefði áralanga sér- menntun sem íslenskt verslunar- fólk hefði ekki, þá var ég aðeins að skýra frá staðreynd. Ur því að Magnús fylgist svona vel með orð- um mínum, hefði hann eins mátt minnast á að ég hef haft sér- stakan áhuga á að bæta starfs- menntun verslunarfólks á íslandi. í grein sem ég skrifaði nýlega í Verzlunartíðindi var ljallað um verslunarmenntun í Danmörku, en ég sat þar nýlega fund um versl- unarmenntun á Norðurlöndunum. Ég hef átt þátt í að móta nýtt verkmenntanám í verslunarfræð- um við hinn nýja Borgarholtsskóla í Reykjavík og ennfremur starfað í samstarfsnefnd um eftirmenntun verslunarfólks. Ber þetta vott um lítið álit á verslunarfólki og andúð á því? Magnús bítur svo höfuðið af skömminni með því að gera mér upp þær skoðanir vegna fyrri starfa minna, m.a. í samvinnu- hreyfingunni, að allir eigi að versla í kaupfélagi, og vænir mig um hugarfar þeirra sem dæmdu menn til hýðingar fyrr á öldum fyrir að versla á röngum stað. Þar fór hann alveg með álitið sem maður hafði af litlum kynnum byggt upp af honum sem snyrtilegum og dagfarsprúðum manni. Þegar menn grípa til þess í málefnaum- ræðu að reyna að gera lítið úr persónu andmælenda sinna, er málefnafátæktin orðin mikil og fokið í flest skjól. Ég hygg að slík- ur málflutningur stækki engan. Ég óska Magnúsi L. Sveinssyni alls góðs í störfum sínum fyrir reyk- vískt verslunarfólk. Höfundur er framkvæmdustjóri Kaupmannasamtaka íslands. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.