Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Jensson, dr. med., fyrrv. forstöðumaður Blóðbankans og prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 16. júní, 1924. Hann lést á heimili sínu að morgni 31. októ- ber siðastliðinn. Ól- afur var sonur hjónanna Sigríðar Olafsdóttur, verka- konu, og Jens P. Hallgrímssonar, sjómanns. Bræður hans voru Ketill, söngvari og fiskmatsmaður, og Guðbjörn, skipstjóri, sem eru nú látnir. Eftirlifandi systir Ólafs er Guðfinna, húsmóðir. Eiginkona Ólafs var Erla Guðrún ísleifsdóttir, íþrótta- kennari og myndlistarkona. Börn þeirra eru: 1) Arnfríður, námsráðgjafi, maki hennar er Þórður Sverrisson, augnlækn- ir, og börn þeirra eru Ólafur Arnar, háskólanemi, og Ása Þórhildur. 2) Isleifur, dr. med., yfirlæknir Rannsóknadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, maki hans er Erna Krisljánsdóttir, sjúkraþjálfari, og börn þeirra eru Atli, Drífa og Ásrún. 3) Sigríður, Ph.D., lífefnafræð- ingur, maki hennar er Þorkell Sigurðsson, augnlæknir, synir þeirra eru Sigurður Rafn og Jóhann Amar. Ólafur varð stúdent frá MR 1946, cand.med. frá HÍ 1954, stundaði framhaldsnám við í dag kveð ég tengdaföður minn í hinsta sinn. Með þessum fáu orð- um vil ég minnast hans í þakklætis- skyni fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast honum. Ólafur og Erla tengdamamma tóku mér vel allt frá fyrstu stundu er ég kynntist þeim fyrir 20 árum. Hlýleg, einlæg og létt í lund létu þau mig strax finna að ég var vel- komin inn í fjölskylduna. Ólafur var merkur maður í alla staði, víðlesinn og fróður um flesta hluti. Læknavísindi og rannsóknir voru bæði hans lífsstarf og áhuga- mál. Alltaf fengum við í fjölskyld- unni að heyra hvað efst var á baugi ^’i heimi rannsóknanna og hans greinaskrifa. Börn hans hafa að hluta til fetað í fótspor hans, valið rannsóknir að lífsstarfi, enda alin upp í þeim vísindaheimi sem Ólafi • tókst svo vel að miðla til annarra ! á almennu máli. En ekki var hann ! eingöngu vísindamaður, heldur mikill áhugamaður um stjórnmál, menningu og listir. Ólafur var mik- , ill söngmaður eins og margir í hans íjölskyldu, tróð gjarnan upp á mannamótum og hefði getað nýtt sér þá hæfileika vel ef hann hefði ' valið þá braut sem ævistarf. Þegar við ísleifur sonur hans bjuggum j. erlendis voru Ólafur og Erla tíðir • ^gestir hjá okkur. Alltaf var jafn- gaman að fá þau til okkar og þægi- legt að hafa þau nærri. Nágrann- amir hentu gaman að þegar „óperu- : söngvarinn“ var kominn í heim- ! sókn, því að þegar við vorum farin til vinnu hafði Ólafur tekið heilu „aríurnar" í sturtunni sem heyrðust vel út á götu að þeirra sögn. Ekki get ég látið vera að minn- ast þeirra fjölmörgu sunnudagshá- degisverða þar sem börnum, tengdabörnum og barnabömum var boðið í „sameiningariærið" svokall- aða. Tilgangurinn með þeim var að sameina alla fjölskylduna minnst einu sinni í viku. Um síðir var hóp- » urinn orðinn svo stór að illfram- . kvæmanlegt var að halda þeim áfram. í þessum boðum nutum við frásagnargleði Ólafs. Bjó hann yfír mikilli kímnigáfu og hafði yfirburða þekkingu á flestum málefnum sem á góma bar. Nú er Ólafur búinn að öðlast Hammersmith- sjúkrahúsið í Lond- on 1955-57 og við Royal Victoria Inf- irmary í Newcastle 1958. Hann varði doktorsritgerð sína við HÍ 1978. Hann varð sérfræðingur i blóðmeina- og frumurannsóknum 1959. Hann stund- aði rannsóknir hjá Krabbameinsfélag- inu frá 1958-1974 og rak eigin rann- sóknastofu frá 1959-76. Hann starfaði hjá Erfðafræðinefnd HÍ frá 1972, var forstöðumaður Blóðbank- ans 1972-94 og prófessor i læknadeild HÍ 1990-94. Ólafur var fastafulltrúi í sérfræðinga- nefnd Evrópuráðsins um blóð- bankastarfsemi frá 1972, for- maður Blóðgjafafélags ísl. frá 1981-93, sat í yfirstjórn Mann- virkjagerðar á Landspítalalóð 1972-89, ritstjóri Læknablaðs- ins 1967-71, í stjórn Félags evr- ópskra mannerfðafræðinga frá 1966 og félagi í Vísindafélagi ísl. frá 1981. Ólafur var sæmd- ur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1994 fyrir vís- indastörf. Heiðursfélagi í Blóð- gjafafélagi íslands 1996. Eftir hann hefur birst mikill fjöldi vísindagreina í erlendum og innlendum ritum. Útför Ólafs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. hvíld og ró eftir erfíða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem tók öll völd að lokum. Hann bar sjúkdóm sinn lengi vel í hljóði, notaði alla sína krafta til hinstu stundar við lestur og skriftir. Hann var óþreytandi að afla sér þekkingar á öllu því nýj- asta á rannsóknasviðinu og alltaf var stutt í skopskynið þó að líkam- legir kraftar dvínuðu. Elsku Erla, þú hefur staðið^ þig svo vel síðustu mánuði, veitt Ólafí stuðning og aðhlynningu, sem gerði honum kleift að fá að kveðja þenn- an heim í faðmi fjölskyldunnar. Öll syrgjum við, en missir þinn er mest- ur. Bömin mín horfðu á eftir Krist- jáni afa kveðja fyrir tæpu ári og núna á eftir Óla afa fara sömu leið. Söknuður þeirra er mikill, en góðar minningar munu lifa með okkur um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Erlu votta ég mína dýpstu sam- úð. Ólaf kveð ég með söknuði, virð- ingu og þökk í huga. Erna Kristjánsdóttir. Það var í kringum 1975-76 sem ég kynntist Óla fyrst er ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Sig- ríði dóttur hans. Það var ekki laust við að ég bæri óttafulla virðingu fyrir honum. Hann var ekki aðeins stór að vexti, heldur andlega stór líka. Hann var læknir, blóðbanka- stjóri og kommúnisti sem skrifaði pólitískar greinar í blöðin og hélt um þetta leyti þrumandi ræðu á 1. desemberhátíð stúdenta í H.í. Satt að segja var ég hálfkvíðinn að kynnast honum en sá ótti minn átti heldur betur eftir að reynast óþarfur. Við nánari kynni var þetta hinn ljúfasti maður sem var einstak- lega gott og skemmtilegt að ræða við. Því Óli hlustaði og mat skoðan- ir annarra. Hans bestu vinir komu jafnt frá hægri sem vinstri væng stjórnmálanna. Óli ólst upp við kröpp kjör í Sketjafirðinum. Faðir hans var Jens P. Hallgrímsson trillusjómaður og móðir hans Sigríður Ólafsdóttir fískverkakona. Erfíð lífskjör í æsku hafa eflaust átt þátt í að móta lífs- viðhorf hans og pólítískar skoðanir sem einkenndust af mannkærleik og jöfnuði. Og það var ekki bara í orði heldur einnig á borði sem sást best á því að þegar foreldrar hans voru orðnir háaldraðir sjúklingar á Hrafnistu heimsótti hann þau dag- lega og sagði þeim fréttir af sér og sínum og sýndi þeim kærleik fram á síðustu stund. Hann braust áfram til mennta, lauk læknaprófí og sérgrein í frumu- og blóðmeinafræði. Líf sitt helgaði hann lækningarannsóknum á sviði frumu- og blóðmeinafræði, krabbameina, heilablæðinga og erfðasjúkdóma. Varð forstöðumað- ur Blóðbankans 1972 og lauk dokt- orsprófí 1978. Og þegar flestir vís- indamenn fara að hægja á ferðinni um 50 ára aldur þá fer Óli að herða á sér í vísindavinnu og var gerður að prófessor í mannerfðafræði við HÍ. árið 1990. Og hann var að allt fram á síðustu mánuði ævi sinnar. Eftir hann liggja yfir 100 vísinda- greinar í innlendum og erlendum læknatímaritum. Það er ljóst að þegar afköstin eru slík gefst ekki mikill tími til tómstunda. Starfið og vísindin voru hans tómstundir enda var hann iðu- lega langt fram á kvöld og allar helgar inni á herbergi sínu við rann- sóknarstörf og ættfræðigrúsk. Hann naut þess þó af og til að fara út í náttúruna. Leyfði sér um tíma að fara nokkrum sinnum í lax- veiði en á flestum fjölskyldumynd- um af honum í náttúrunni er hann klæddur í borgaraleg klæði, jakka- föt, liggjandi í grasinu, horfandi á börn sín að leik. Og á seinni árum gaf hann sér tíma til að leika við barnaböm sín sem hann náði svo góðu sambandi við þvi hann leit á þau sem jafningja. Skemmti þeim með gríni og leik og veit ég að synir mínir höfðu mikið dálæti á honum og eru mér sérstaklega minnisstæðar listrænar myndir af dýrum og fuglum sem hann teikn- aði með þeim. Óli var listhneigður maður. Fór oft á listasýningar með Erlu konu sinni. Átti góða vini og félaga úr hópi listamanna. Hann hafði næmt skyn á málaralist og kenndi mér að sjá ýmislegt úr málverkum og höggmyndum sem ég hafði ekki skynjað áður. Hann fékk mig til að hlusta á óperuaríur og njóta þeirra. Söngurinn var Ólafi í blóð borinn eins og bræðrum hans Guð- birni og Katli og sonum þeirra. í því sambandi vil ég minnast eins atburðar. Árið 1979 voru Óli og Erla á árlegu þingi blóðbankastjóra í Evrópu sem haldið var að þessu sinni í Grikklandi. Ég og Sigga vorum svo heppin að geta hitt þau þar og vorum boðin út með þeim á útiveitingastað í Aþenu. Það var orðið rökkvað en þrátt fyrir það 30 gráða hiti. Suðræn stemmning og skyndilega byijuðu hinir virðulegu blóðbankastjórar að kalla „Ólafur, Ólafur, Ólafur“ taktfast og klappa. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og leit á Ólaf sem hafði roðn- að örlítið og sat hálfglottandi en þó með lítillátan svip. Köllin og klöppin ágerðust og að lokum lét Ólafur undan, stóð upp og gaf píanóleikaranum merki um að hann mætti byija að spila. Síðan hljóm- uðu tónar „O sole mio“ með þess- ari undurfögru og kraftmiklu tenór- rödd. Ekki bara á okkar veitinga- stað heldur langt út á götu. Ég tók eftir að fólk á næstu veitingastöðum hætti að borða og iðandi þjónar stönsuðu og allir hlustuðu. Það fór einhver undarlegur þjóðernishrollur um mig og stolt. Stolt yfir að þekkja þennan mann og stolt yfir að vera Islendingur eins og hann Óli sem fyllti hið suðræna loft með tónum eins og besti ítalski hetjutenór. Lófatakið var gífurlegt eftir söng- inn og hrifningin eftir því. Fyrir 4 árum greindist Óli með krabbamein. Hann tók því með still- ingu og æðruleysi hins gáfaða manns. Og það var eiginlega ekki fyrr en síðustu 3 mánuðina að maður varð var við að mátturinn og krafturinn var að dvína hjá hon- um. ÓIi lifði mjög viðburðaríku lífí, þar sem tekist var á með þekkingu, hugmyndaflugi og vinnu. Hann átti sína sigra og ósigra eins og gengur og það var aldrei lognmolla í kring- um Óla. Hann var gæfumaður í starfi og einkalífí. En eins og sagt er: „Að baki stórmennis er stór kona“. Erla var hans stoð og stytta í gegnum súrt og sætt og skapaði þeim og börnum þeirra hlýlegt og notalegt heimili. Að leiðarlokum vil ég þakka Óla fýrir allar þær gæfustundir sem við höfum átt með honum, allan stuðn- inginn sem hann hefur sýnt mér og mínum og að hafa opnað augu mín fyrir ýmsu sem lífið hefur upp á að bjóða. Minning hans mun lifa. Þorkell Sigurðsson. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo fullt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Með Ólafi, mínum kæra mági og vini, sem dó 31. október síðastlið- inn, eru allir þrír söngfuglarnir úr Skeijafirðinum, strákarnir þeirra Siggu frá Gesthúsum, Álftanesi, og Jens í Vogi, flognir á burt. Og hálf öld er liðin frá því þeir tóku allir saman lagið í heimahúsum með sín- um fallegu tenórröddum. Enginn kann enn full skil á hugtökunum líf, dauði, tími. En mig dreymir um að bræðurnir Óli, Ketill og Bubbi hafí nú hist á ódáinsakri, rifji upp gamla tíma ásamt horfhum ástvin- um, syngi aftur saman og gleðjist meðan þeir bíða eftir okkur öllum hinum sem þykir svo vænt um þá. Kollegum ðla læt ég eftir að tí- unda hans mörgu og stóru afrek á sviði læknavísindanna. Mig langar aftur á móti að tína til fáeinar af öllum þeim góðu og skemmtilegu minningum sem ég á um hann og fljúga nú í gegnum hugann. Hart nær fjörutíu ár eru liðin frá því ég kynntist Óla og Erlu og aldrei hef- ur borið skugga á þau kynni. Sterk tengsl voru á milli Ketils mannsins míns og Óla og þar af leiðandi milli Ijölskyldna okkar. Skiptumst við alla tíð á heimsóknum, bæði hvers- dags og á hátíðis- og tyllidögum. Þá var mörg sagan sögð, hitt og þetta skeggrætt og oftar en ekki tekið lagið. Man ég eftir einu skipti, að mig minnir heima hjá Finnu systur þeirra á góðri stundu, er við vorum komin í þrot með tregafull rússnesk lög - þá bjó Óli bara til fleiri. Hann bjó yfir ríkri kímnigáfu sem kryddaði frásögur hans og umræðu, var eilítið kaldhæðinn á stundum, en þó ekki til lýta. Gaman hafði hann líka af að fræða gesti og gang- andi um sín áhugamál, þar sem læknavísindin voru efst á blaði, en einnig svo ótal margt annað, tón- list, myndlist og lífið í öllum sínum tilbrigðum og fórst sérstaklega vel að miðla öðrum úr sínum visku- brunni. Á Álftanesárum okkar Ket- ils - þegar Óli skrifaði upp á fram- lengingarvíxla í bunkum, (þætti ekki góð lexía í dag!), en allt gekk það snurðulaust hjá okkur - komu Óli og Erla hvað oftast í heimsókn- ir, og þá oftar en ekki með vini sína, jafnvel frá fjarlægum löndum. Það varð að leyfa fólkinu að kynn- ast Álftanesinu yndislega með sínu fagra útsýni, sem löngum hefir seitt niðja Sigríðar Ólafsdóttur til sín. Stundum finnst mér svo stutt síðan þetta var og fjölskyldur okkar voru frískar og kátar saman. „Veröld sem var“ kemur aldrei aftur, en OLAFUR JENSSON minningarnar lifa og verða skýrari eftir því sem aldurinn færist yfir. Það verður erfítt fyrir nánustu fjölskyldu Óla að sætta sig við að hafa hann ekki lengur hjá sér, slík kjölfesta sem hann var henni í líf- inu. En andi hans heldur áfram að vera með fólkinu sínu og hjálpar því að hugga hvað annað. Og við stórfjölskyldan, systir, mágkonur og systkinabörn eigum eftir að sakna hans sárt, hann var einn af föstu punktunum í tilveru okkar. Tók þátt í sorgum okkar og gleði og ógleymanlegt er hversu hann fylgdist alltaf af áhuga með ferli systkinabarna sinna og gladdist yfír framgangi þeirra í lífinu meira en gerist og gengur yfirleitt meðal frændfólks og gladdi það okkur öll meira en orð fá lýst. Við Óli, Kolli og Unnur kveðjum vin okkar og frænda Ólaf Jensson með virðingu og þökk og sendum Erlu, börnum þeirra, tengdabörn- um, barnabömum og háaldraðri tengdamóður hans, Helgu Rafns- dóttur, innilegar samúðarkveður með vonum um að rætast megi orð skáldsins í kvæðinu hér að framan. Selma Samúelsdóttir. Við andlát vinar míns Ólafs Jens- sonar lít ég yfír farinn veg og í hugskoti mínu stendur þrekinn og óvenju hressilegur skóladrengur, litríkur persónuleiki sem ætíð lá mikið á hjarta. Iðulega sá ég hann á göngum Menntaskólans í Reykjavík en leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en í Háskóla Islands er við lásum undir fyrsta hluta próf við læknadeild ásamt Magnúsi Þorsteinssyni. Við vomm mjög áhugasamir um námið en gáfum okkur þó tíma ti! að líta upp úr bókunum, gengum þá rúntinn eða settumst inn á veit- ingasalinn að Þórsgötu númer eitt þar sem nú er Hótel Óðinsvé. Þang- að vandi ungt hugsjónafólk komu sína og þar var lagt á ráðin, undir kaffidrykkju, hvernig bylta ættj heiminum, mannkyninu til heilla. I umræðunni var Óli eins og annars staðar miðpunkturinn. Þó markmið okkar væri það sama vorum við sjaldnast sammála um leiðir. Oft spunnust af þessu heitar umræður en sá ágreiningur breytti engu um vináttu okkar. Á Vogi, æskuheimili Ólafs, vest- ur í Skeijafirði, ríkti mikil glaðværð og söngur. Mér er minnisstæður dillandi og innilegur hlátur Sigríð- ar, móður hans. Jens, faðir Ólafs, og bræður voru miklir söngmenn og má geta þess að einn bræðr- anna, Ketill, lærði söng á Ítalíu. Ólafur hafði geysisterka og hljómfagra rödd enda hafði hann gaman af að spreyta sig á aríum. Á árlegum fundi blóðbankastjóra í Evrópu skapaðist hefð fyrir því að hann syngi einsöng og þá við mikil fagnaðarlæti áheyrenda. Á námsárunum var Óli heima- gangur á Lokastígnum, æskuheim- ili mínu, og var reyndar eins og einn af fjölskyldunni. Oft gisti hann, einkum þegar við höfðum vakað fram eftir nóttu enda langur vegur heim að Vogi. Að loknu embættisprófí frá Há- skóla Islands árið 1954 vorum við samtímis námskandídatar á Land- spítalanum. Þrátt fyrir mikið vinnuálag var Óli nánast óþreytandi enda einstaklega ósérhlífinn og gerði sér ekki rellu út af smámun- um. Sem dæmi um hörku hans minnist ég þess er ég kom eitt sinn á morgunvakt og sá þá að önnur kinnin á Óla var stokkbólgin. Þegar ég spurði hveiju sætti sagðist hann hafa haft svo slæma tannpínu í jaxli og ekki komist til tannlæknis sökum anna þannig að hann hefði dregið tönnina sjálfur úr eftir létta deyf- ingu. Að loknu kandídatsnámi fórum við báðir til framhaldsnáms í Lond- on. Völdum við hvor sína sérgrein- ina, hann blóðmeinafræði en ég taugasjúkdóma. Á þeim tíma var aðeins einn íslenskur læknir við framhaldsnám í borginni, Davíð Davíðsson, og tókum við allir saman á leigu stórt hús. Þar bjuggum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.