Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 SKEIÐARARHLAUP MORGUNBLAÐIÐ Sprengingar, gufu- strókur og öskuslóði FLUGSTJÓRN á Reykjavíkurflugvelli fékk tilkynningu frá flugvél kl. 13.17 í gær um að svo virtist sem gos væri hafið syðst í gossprungunni við Gríms- vötn. Vélinni flaug Stefán Þorbergs- son, flugmaður hjá íslandsflugi. Hann var í útsýnisflugi yfir Skeiðarársandi eftir hádegið í gær og tók dálítinn útúrdúr upp að Grímsvötnum í lokin. „ Við vorum að koma frá því að skoða Skeiðarárhlaupið og renndum þarna uppeftir. Þá urðum við varir við mikla sprengingu og gufustrók sem steig upp í um það bil 12 þúsund feta hæð og út úr stróknum lá ösku- slóði, þannig að það fór ekkert á milli mála að þarna var gos á ferðinni. Svo flugum við þarna hringinn í kring og þá virtist þetta strax vera farið að fjara út,“ sagði Stefán. Eftir að hafa flogið tvo hringi til viðbótar sneru þeir við. „Þegar við vorum nýfarnir sáum við tvær spreng- ingar á eftir okkur og á meðan við vorum að fljúga til baka heyrðum við í flugmönnum annarra véla sem voru að tilkynna um sprengingar.14 Stefán hafði tekið mikið af myndum af hlaupinu á Skeiðarársandi en hafði einmitt lokið við filmuna þegar hann kom upp að Grímsvötnum og varð var við gufustrókinn. Honum þótti það heldur súrt í brotið og var hann snögg- ur að tryggja sér nýja filmu áður en hann hélt af stað með næsta hóp í útsýnisflug. Grímsvötn nánast tóm UM KLUKKAN hálftvö þegar jarðvís- indamenn flugu yfir Grímsvötn var ljóst að sáralítið vatn væri eftir, þótt ekki hafi tekist að mæla vatnshæð- ina. Að sögn Magnúsar Tuma Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings steytti íshellan nánast á botni víðast hvar. „Sprungur eru nær alls staðar, nema á dálitlu svæði á miðri hellunni. Laus- lega áætlað er svæðið sem sokkið hefur 40 rúmkílómetrar að stærð. Sigið frá upphafí hlaups nemur yfir 150 metrum," segir Magnús Tumi. „Mesta athygli mína vakti yfir hundrað metra djúp og sprungin rás gegnum ísstífluna austan og sunnan vatnanna. Rásin teygir sig 3-4 kíló- metra austur og suður með Gríms- fjalli en fyrir neðan hana og langt fram á Skeiðaráijökul eru víða sprungur sem hafa myndast yfír far- vegi vatnsins. Sums staðar í rásinni hefur þakið fallið niður og myndað stór göt, og í því stærsta, sem er að minnsta kosti tvö hundruð metrar í þvermál, sést rennandi vatn á botn- inum. Þetta þýðir að ísstíflan sem lokaði vötnunum hefur að miklu leyti bráðnað í hlaupinu." Stöðugt rennsli næstu vikur Magnús segir að í ljósi þessarar þróunar megi búast við að vatn muni renna stöðugt úr Grímsvötnum um skeið. „Þetta ástand gæti varað í vikur eða jafnvel mánuði. Einnig getur verið að á árum komi tíð en lítil jökulhlaup úr vötnunum, allt þar ísstíflan er fullgróin aftur.“ Jarðvísindamenn höfðu áætlað að um 3,2 rúmkílómetrar vatns væru í Grímsvötnum fyrir hlaup. Nú virðist sem það hafi verið of lágt áætlað. „Það er ljóst að bráðnað hefur úr íshellunni vegna hitans í vatninu. Það breytti þó engu um vatnshæðina. Enn er ekki hægt að segja nákvæm- lega til um hversu heitt vatnið var, en þó er ljóst að til að bræða jafnmik- ið úr ísstíflunni og raun ber vitni hefur vatnið þurft að kólna um 4-5 gráður. Það getur vel verið að vatnið hafi verið nokkru heitara en það í upphafi," segir Magnús Tumi. Gos eða gufusprengingar í ísgjánni, um 2 kílómetrum sunn- an við gíginn sem virkastur var í gosinu, urðu í gær sprengingar og gosmökkur stóð upp í loftið í 15-20 mínútur. Mjór öskugeiri lagðist á jökulinn í suð-suðvestur. Jarðvísinda- menn eru ósammála um hvort þar hafi orðið nýtt gos eða gufuspreng- ingar. „Þarna gætu hafa orðið gufu- sprengingar í grunnvatni í nýja fjall- inu, en einnig er hugsanlegt að ein- hver óvera af kviku hafí borist upp gosrásina og hún valdið sprenging- unni,“ segir Magnús Tumi. „Aukin virkni á skjálftamæli Veðurstofu á Skrokköldu gæti bent til þess að kvika hafl verið í spilinu. Jarðvísindamenn greinir á um hvort sprengíngamar sem urðu sunn- arlega á gosstöðvunum í gær voru nýtt gos eða gufusprengingar. Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson og Ragnar Stefánsson segja frá atburðum gærdagsins og breytingum á Grímsvötnum. Morgunblaðið/RAX GOSSTRÓKURINN frá sprengigosinu í Grímsvötnum stígur til himins í fjarska, en næst er kol- svartur jaðar Skeiðaráijökuls, brotinn og tættur eftir að flóðið frá Grímsvötnum ruddist fram. Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson RÁSIN sem vatnið rennur niður úr Grímsvötnum. Vatnið hefur brætt göt í isþakið á nokkrum stöðum. Hvort heldur sem er er líklegast að rekja megi þennan atburð til þrýsti- léttis á svæðinu vegna lækkunar á vatnsborði Grímsvatna. Svipaður at- burður virðist hafa gerst eftir hlaup- ið í maí 1938 því sjá má á ljósmynd- um að dálítil öskudreif lá yfir hluta sigdældarinnar um sumarið. Ég hefðL reyndar fremur talið þetta gufu-t sprengingu ef ekki hefði verið fýrir > titring á mælum Veðurstofunnar.! Nánari skoðun á skjálftagögnum ogt öskusýnum mun hjálpa til við að| skera úr um hvor tilgátan er rétt.“ 1 Virkni á mælum Veðurstofu Á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar á Skrokköldu, sem er um fímmtíu kílómetra frá gosstöðvunum, mældist í gær virkni sem vísindamenn á Veð- urstofunni telja að tengist gosi.| „Hlaupvirknin á mælum fór minnk-* andi frá því um miðnætti í fyrrinótt en rétt fýrir klukkan eitt tirðum við varir við aukningu," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. „Hann stóð í rúma klukkustund. Við* teljum að sú virkni hafi haft meiri einkenni gosvirkni en hlaupvirkni. Meðal annars varð aukningin mest á tíðnisviði sem við höfum tengt við gos. Um klukkan hálfþijú dró úr virkn- inni aftur og hún fór á svipað eða aðeins lægra stig en var fyrir klukkan eitt, þannig að hlaupvirknin hefur sennilega verið svipuð allan tímann.“ „Það er hugsanlegt að túlkanir á þessu verði öðruvísi þegar frá líður og við fáum meiri gögn, en þetta er okkar túlkun núna. Svo geta menn auðvitað þæft um það hver sé skil- greiningin á gosi, en mér finnst að ef gosefni fara úr skorpu upp á yfir- borð sé það gos,“ segir Ragnar. Ekkert sást á mæli á Grímsfjalli Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun telur sennilegast að gufusprenging hafi orðið í gosefn- um sem fyrir voru við sprunguna. „Við urðum ekki varir við neinn gos- óróa á okkar mæli á Grímsíjalli. Hlaupvirknin minnkaði um miðnætti, hélst nokkuð stöðug en stöðugur sam- dráttur hófst um hádegi. Óróinn felur reyndar smáskjálfta, en það er ljóst að engir meiriháttar skjálftar hafa orðið á þessu svæði. Ég tel að kvikan i sem kom upp í gosinu í september og október hafi komið úr kvikuhólfínu undir Bárðarbungu og skotist þaðan út að gosstöðinni. Ekkert kvikuhólf er undir nýju gosstöðinni sjálfri og enginn veruleg- ur þiýstingsléttir hefur orðið þar við hlaupið, því meginvatnsþunginn var í Grímsvötnum. Það væri ný reynsla ef gysi 10 kílómetrum norðan við Grímsvötn vegna þrýstingsléttis þar, Gufusprengingar í eldfjöllum eru al- þekkt fyrirbrigði, og komu meðal annars fram í Kröflueldum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.