Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KÆRU sægreifabræður, þetta er hann, Moggakomminn ógurlegi, sem ógnar veldi okkar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar brýtur stjórnsýslulög
Synjun vínveitinga-
leyfis gerð ógild
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur úrskurðað að bæjarstjóm
Hafnarfjarðar hafi ekki gætt jafn-
ræðisreglu 11 gr. stjórnsýslulaga
við afgreiðslu á umsókn Þorvaldar
Ásgeirssonar um vínveitingaleyfi til
bráðabirgða í sex mánuði fyrir veit-
ingahúsið Strandgötu 30. Af-
greiðsla bæjarstjórnar frá 16. apríl
sl. hefur því verið gerð ógild og
henni gert að taka málið upp að
nýju.
I niðurstöðu ráðuneytis kemur
m.a. fram að sú mismunun sem
varð á afgreiðslu umsóknar Þor-
valdar og flestra annarra umsókna
um vínveitingaleyfi á sama svæði
hafí ekki verið byggð á frambærileg-
um og lögmætum sjónarmiðum.
Sérstaklega var talið styðja nið-
urstöðu ráðuneytisins að samkvæmt
áfengislögum er heimilt að binda
vínveitingaleyfi margvíslegum skil-
yrðum, m.a. gefa þau út tímabundið
til reynslu eða afturkalla það ef skil-
yrði hafa verið brotin.
Vínveitingaleyfi hafnað
án rökstuðnings
Félagsmálaráðherra, Páli Péturs-
syni, barst í júlí sl. stjómsýslukæra
frá Hrafnkeli Ásgeirssyni hæstarétt-
arlögmanni fyrir hönd Þorvaldar
Ásgeirssonar, Viðars Halldórssonar,
Lilju Matthíasdóttur vegna sam-
þykktar bæjarstjómar Hafnaríjarð-
ar um synjun vínveitingaleyfis til
handa Þorvaldi Ásgeirssyni.
Lögmaður kærenda hélt því fram
að umsókninni hafa verið hafnað án
rökstuðnings og án þess að tilteknir
bæjarfulltrúar hafí gert grein fyrir
atkvæðum sínum. Húseignina á
Strandgötu 30 höfðu þremenning-
arnir keypt af Miðbæ Hafnarfjarðar
hf. og töldu að leyfí yrðu auðfengin
þar sem áður var þar rekinn
skemmtistaður með vínveitingaleyfí.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
ÞÓRDÍS Eva Þórhallsdóttir og vinkona hennar Lára Guðmunds-
dóttir með húsamýs í hamstrabúri.
Músafar-
aldur og
allt eitur
uppurið
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ÁGANGUR músa er mikill á
Egilsstöðum. Eru það eingöngu
húsamýs sem heija á híbýli
manna. Að sögn meindýraeyðis
á Egilsstöðum, Þórhalls Borgars-
sonar, er óvenjumikið um mýs
núna og hefur verið alveg síðan
í ágúst. Allt eitur er upp urið í
herbúðum hans og ekki von á
því fyrr en í næstu viku.
Þórhallur segir mýsnar það
ágengar að ef dyr standa opnar
fari þær inn. Hann segir nærveru
katta ágæta lausn á músaplág-
unni. Heyrst hefur að töluvert
hafi sést af uglu hér á Héraði
og talið er að það geti haldist í
hendur við músaáganginn þar
sem uglum þykja mýs hinn
vænsti matur.
Húsamýs í búri
Þórdís Þórhallsdóttir á Egils-
stöðum elur tvær húsamýs í
hamstrabúrinu sínu. Hún segist
ekki ætla að fá sér hamstur held-
ur ætlar hún að reyna að verða
sér úti um fleiri mýs.
Aðra músina veiddi pabbi
hennar en hina fékk hún hjá
kunningja sem frétti af búrinu
og fyrri músinni.
Greinasafn um konur og kristni
Brautry ðj enda-
starf sem opnar
marga glugga
Inga Huld Hákonardóttir
INGA Huld Hákonar-
dóttir rithöfundur er
ritstjóri bókarinnar
Konur og Kristmenn,
þættir úr kristnisögu ís-
lands, en bókin er unnin
upp úr erindum sem flutt
voru á ráðstefnu sem hald-
in var á síðasta ári um
sama málefni. Höfundar
efnis í bókinni eru níu og
fjalla þeir um rannsóknir
sínar á hlut kvenna í
kristni, allt frá gerð kirkju-
klæða og kvenkyns dýrl-
ingum fyrr á öldum til
prestkvenna og kvenna í
sértrúarsöfnuðum á síðari
tímum.
„Ég er komin á kaf í
vinnu um konur og kristni
almennt. Þetta byrjaði fyr-
ir tveim árum þegar ég var
ráðin ráðgjafí við ljögurra
binda rit, sem Alþingi er
að láta gera um sögu kristni á
íslandi í tilefni af 1000 ára af-
mæli kristnitökunnar árið 2000,
um hlut kvenna í sögunni, og
skrifa sjö blaðsíður í hvert bindi.
Verkefnið hefur síðan undið mikið
upp á sig. Nú er ég búin að sanka
að mér efni sem dugar í sjálf-
stætt verk sem ég vona að eigi
eftir að koma einnverntíma út.
- Hver er niðurstaðan af bók-
inni í heild?
„Það má segja að hún opni
augu lesenda fyrir því hve mikið
er órannsakað um efnið. Bókin
opnar marga glugga inn í aldirnar
og ýtir undir frekari rannsókn-
arstarf. Þetta er því að miklu leyti
brautryðjendastarf. “
- Attirðu von á því að finna
miklar heimildir um efnið?
„Nei, í rauninni ekki. Ég hélt
að það væri lítið um málið að
segja og að ekkert efni væri til.
Ég fékk styrk frá Alþingi til að
halda ráðstefnu um þessi mál og
fékk á hana fólk, sem ég vissi að
var að grúska í sögunni, í þeirri
von að það hefði kannski rekist á
eitthvert smáræði. Erindin urðu
bæði fróðleg, skemmtileg og fjöl-
breytt og bókin varð til í kjölfar-
ið.“
- Heldur þú að bókin höfði til
almennings?
„Ég vona það. Mér fínnst konur
hafa sýnt bókinni mikinn áhuga
en viðbrögð eru J)ó lítið farin að
skila sér ennþá. Ég vona að bókin
nýtist bæði framhaldskólanemum
sem kennsluefni og þeim fjölda
kvenna sem styður kirkjuna á einn
eða annan hátt og
þeim konum sem eru
að velta fyrir sér stöðu
sinni innan kirkjunn-
ar.“
- Hafðir þú eitt-
hvað skrifað um konur
áður en þú byijaðir á þessu verk-
efni?
„Ég hef skrifað fjórar bækur,
tvær um verkakonur, eina viðtals-
bók við leikkonuna Guðrúnu Ás-
mundsdóttur, sem snerist mikið
um trúmál, og eina um konur sem
var drekkt fyrir barneignir og
ástarmál. Nú er ég komin að
drottins borði, inn á vettvang
kirkjunnar.
Fyrsta bókin kom út árið 1981
en á því tímabili fóru bækur um
sögu kvenna að koma út í auknum
mæli. Þeim fer stöðugt fjölgandi
sem skrifa um konur og þeirra
sögu og það er mikil uppsveifla í
kvennarannsóknum á öllum svið-
um. Mörgum finnst við kannski
fara fullgeyst en það er svo mik-
►INGA Huld Hákonardóttir
er fædd árið 1936. Hún á þijú
börn. Sambýlismaður hennar
er Krislján Árnason, dósent í
erlendum bókmenntum við
Háskóla íslands, skáld og þýð-
andi. Inga hefur starfað við
blaðamennsku og ritstörf um
árabil. Hún var blaðamaður
við sunnudagsblað Tímans og
seinna á DV þar sem hún var
meðal annars menningarrit-
stjóri. Hún hefur einnig lesið
sagnfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
ill tími sem þarf að vinna upp.
Konur voru nær ósýnilegar í
sögunni allt fram til 1970. Það
var gömul hefð að lærðir menn
strokuðu helst út allt um konur í
ritum sínum og þær voru ekki
teknar alvarlega. Konur hafa aft-
ur á móti lagt kirkjunni mikið lið
án þess að vera með í kirkjustofn-
uninni. Sagan var svo mikil stofn-
ana- og styijaldasaga og þar
koma þær lítt við sögu enda var
þeim ekki hleypt inn í háskóla
fyrr en á þessari öld og miklu
síðar í opinber embætti.
Ég er að vinna núna að rann-
sóknarverkefni um konur og trú
á 19. öld, bláfátækar sveitakonur
sem misstu oft helming allra
barna sem þær eignuðust. Það
eina sem þær áttu var Kristur og
trúin á hann hjálpaði þeim að
standa uppréttar. Ég mun tala
um þessar konur á ráð-
stefnu í Þjóðarbókhlöð-
unni hjá 18. aldar- félag-
inu á laugardaginn og
ætla að halda því fram
þar að þessar konur hafi
haft mjög sterka, ein-
falda og trausta menningu sem
byggðist að miklu leyti á trú sem
barst á milli þeirra munnlega. Þær
unnu svo mikið að þær máttu aldr-
ei vera að því að líta í bók og
sögðu frá á meðan þær spunnu
eða prjónuðu.“
- Agnes S. Arnórsdóttir veltir
því fyrir sér í bókinni hvort krist-
ið hjónaband hafí bætt stöðu
kvenna. Hvað segir þú um það?
„í kristnu hjónabandi er lögð
mikil áhersla á gagnkvæma hjú-
skapartryggð og þegar fram liðu
stundir var brýnt fyrir körlum að
sjá vel um heimili sitt og að hjóna-
bandið væri heilög stofnun. Það
er mikil fjölskyldupóiitík í kristn-
inni sem kemur bæði konum og
auðvitað börnum til góða.“
Hjónabandið
bætti stöðu
kvenna