Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mesta eignalgón síðan í Vestmannaeyjagosi? EIGNATJÓN af völdum hlaupsins á Skeiðarársandi er sennilega það mesta sem orðið hefur hérlendis í náttúruhamförum frá Vest- mannaeyjagosinu árið 1973. Við- lagatrygging íslands tryggir eignir gegn tjóni af völdum eld- gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða og hefur gert síðan hún var sett á fót árið 1975 til að taka við af rekstri Viðlagasjóðs, sem bætti m.a. eignatjón vegna eldgossins í Vest- mannaeyjum og snjóflóðsins á Norðfirði. Allar brunatryggðar eignir, fasteignir og lausafé, eru tryggðar viðlagatryggingu samkvæmt lög- um, og einnig hafnarmannvirki, hitaveitur, skolpveitur, raforku- virki, síma- og fjarskiptamann- virki, svo og skíðalyftur og brýr, sem eru lengri en 50 metrar. Til viðlagasjóðs er greitt iðgjald sem jafngilair af 0,20%o af trygg- Amerískar fléttimottur. ^VIRKA Mörkinni 3, s. 5681411. Sími 555-1500 Höfum kaupanda aö 200—250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavikursvæðínu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. mm Digranesheiði Gott ca 120 fm einbýli auk ca 35 fm bílskúrs á þessum vinsæla stað. Áhv. húsbr. ca 2,4 millj. Verð 11,5 millj. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bilsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skípti möguleg á 3ja herb. íb. Reykjavík Baughús Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. i tvíb. með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbréf. Verð 8,5 millj. Skipholt Góð ósamþ. einstaklib. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Sævangur Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180 fm auk tvöf. bílsk. Skipti mögul. á minni eign. Verð 16,0 millj. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm ib. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá jÆ Fasteignasala, I Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. ingamati viðkomandi hlutar. Eig- endur bera eigin áhættu sem er á bilinu 40 - 400 þúsund krónur. Að sögn Freys Jóhannessonar, starfsmanns Viðlagatryggingar íslands, hefur Vegagerðin greitt iðgjöld af brúm á hennar vegum og má áætla að iðgjöld vegna brúnna á Skeiðárársandi hafi numið um 2 milljónum króna ár- lega. Sjóður Viðlagatryggingar varðveittur í Seðlabankanum Sá sjóður, sem iðgjöld til Við- lagatryggingar mynda, er varð- veittur í Seðlabanka Islands og nam eigið fé hans, samkvæmt bókhaldi, 4,7 milljarðar króna, í lok ársins 1995. Ekki fengust upplýsingar í gær um núvirði þeirra bóta sem greidd- ar voru úr Viðlagatryggingu vegna tjóna á eignum í eldgosinu í Vestmannaeyjum og snjóflóðun- um á Norðfirði en telja má víst að eignatjón í Vestmannaeyjum sé það mesta sem orðið hefur í náttúruhamförum hér. Viðlagatrygging greiddi á síð- asta ári út 686 milljónir króna í tjónabætur, vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. Árið 1994 voru greiddar 141,1 milljónir króna úr Viðlagatryggingu, en þá féllu m.a. snjóflóð í Tungudal við ísafjörð. Árið 1990 varð tjón við suðurströnd landsins vegna sjávarflóða og námu greiðslur úr Viðlagatryggingu það ár 113,2 milljónum króna, eða 135,1 m.kr. miðað við núverandi lánskjaravísi- tölu. Bætur úr viðlagatryggingu árið 1983, þegar fióðið féll á Patreks- firði, námu um 6,5 m.kr. sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Viðlagatryggingar Islands og jafn- gildir það 27,6 m.kr. miðað við lánskjaravísitölu. Kostnaðarsömustu tryggingatjón af völdum náttúruhamfara árin 1970-1995 Kostnaður millj. dollar (verðl. 1992) Dauðs föll - Dagsetn. hamfarir byrja Gerð náttúruhamfara Land 16.000 38 24. ágú. 1992 Fellibylurinn „Andrew" Bandaríkin 11.838 60 17. jan. 1994 Jarðskjálfti í S-Kaliforníu Bandaríkin 5.724 51 27. sep. 1991 Hvirfilbylurinn „Mireille" Japan 4.931 95 25,jan. 1990 Vetraróveður „Daria“ Evrópa 4.749 61 15. sep. 1989 Fellibylur „Hugo“ Puerto Rico 4.528 63 17. okt. 1989 Jarðskjálfti Loma Prieta Bandaríkin 3.427 64 26. feb. 1990 Vetraróveður „Vivian" Evrópa 2.282 6.000 17.jan. 1995 Jarðskjalfti í Kobe Japan 1.938 59 4. oktJ995 Fellibylurinn „Opal“ Bandaríkin 1.700 246 10. mar. 1993 Snjóbylur við austurstr. Bandaríkin 1.600 4 11. sep. 1992 Fellibylurinn „lniki“ Bandaríkin 1.453 3. sep. 1979 Hvirfilbylurinn „Frederic" Bandaríkin 1.422 2.000 18. sep. 1974 Hvirfilbylurinn „Fifi“ Honduras 1.320 350 12. sep. 1988 Fellibylurinn „Gilbert" Jamaica 1.238 500 17. des. 1983 Snjóbylur, frost Bandaríkin 1.236 26 20.okt. 1991 Skógareldar Bandaríkin 1.224 350 2. apr. 1974 Hvirfilbylir í 14 ríkjum Bandaríkin 1.172 31 4. ágú. 1970 Hvirfilbylurinn „Celia“ Bandaríkin 1.168 25.apr. 1973 Flóð í Mississippi Bandaríkin 1.048 21 5. maí 1995 Vindur, hagl og flóð Bandaríkin 1.005 100 2. jan. 1976 Stormur í NV-Evrópu Evrópa 950 20 17. ágú. 1983 Fellibylurinn „Alicia“ Bandaríkin 923 40 21. jan. 1995 Stormur og flóð í N-Evrópu Evrópa 923 3 26. okt. 1993 Skógareldar Bandaríkin 894 28 3. feb. 1990 Hvirfilbylurinn „Herta“ Evrópa 870 47 3. sep. 1993 Fellibylurinn „Yancy“ Japan 865 13 18. ágú. 1991 Fellibylurinn „Bob“ Bandaríkin 851 36 16. feb. 1980 Flóð í Kaliforníu og Arisóna Bandaríkin Tjón af völdum náttúruhamfara hér á landi og erlendis Kostnaður síðustu ára hefur slegið öll met KOSTNAÐUR af völdum náttúru- hamfara - óveðurs, vatns- og snjó- flóða, jarðskjálfta o.þ.h. - hér heima sem erlendis, hefur á undanförnum áratug farið sívaxandi. Árið 1995 var metár að þessu leyti hérlendis, með kostnað greiddan af Viðlaga- tryggingum upp á meira en 686 milljónir króna. Tímabilið 1989- 1995 hefur á heimsmælikvarða ver- ið mettímabil hvað tjónakostnað varðar. Ýmsir mælikvarðar Ýmsir mælikvarðar eru til á því hvaða tjóni náttúruhamfarir valda. Sá mælikvarði sem algengast er að miðað sé við, þegar fyrst og fremst um tjón á eignum er að ræða, er kostnaður tryggingafélaganna, sem greiða þurfa tjónþolum bætur. Þar sem fæstar eignir fólks í þróunar- löndum eru tryggðar takmarkast þessi mælikvarði við tjón sem verða í hinum þróaðri og ríkari hluta heimsins. Aukinn tjónakostnaður skýrist ennfremur að hluta til af þeirri einföldu staðreynd, að sífellt fleiri eignir eru byggðar og tryggð- ar í heiminum. I meðfylgjandi yfirliti yfir heimsins kostnaðarsömustu tjón af völdum náttúruhamfara síðastliðinn aldar- fjórðung, sem tekið er saman af einu stærsta endurtryggingarfélagi heims, Swiss Re, blasir við hvemig Bandaríkin tróna efst á lista yfir þau lönd, sem mestan tjónakostnað hafa þurft að bera. Meðaltalstjónakostn- aður í Bandaríkjunum á síðustu 25 áram voru 3,9 milljarðar Bandaríkja- dala (261 milljarður króna) árlega, í Evrópu 1,9 milljarðar dala (127 milljarðar kr.) og 400 milljónir dala (27 milijarðar kr.) í Japan. Iðulega verður einnig stórfellt eignatjón af völdum jarðskjálfta, en alvarlegast er manntjónið sem þeir valda. Þannig lítur yfirlit yfir alvar- legustu náttúruhamfarimar allt öðravísi út, ef mælikvarðinn er mannslíf. Ef litið er til 30 mann- skæðustu náttúrahamfara frá árinu 1970 sést að yfir helmingur þeirra voru jarðskjálftar, sem ollu dauða samtals yfír hálfrar milljónar manna, víðs vegar um heiminn. Aðeins fáeinir þessara mann- skæðu jarðskjálfta komast þó í hóp þeirra kostnaðarsömustu á mæli- kvarða tryggingabóta, þar sem flestir stærstu skjálftarnir eiga sér stað í fátækari löndum heims, s.s. Kína, Perú og íran. Jarðskjálftinn í Kobe í Japan kostaði 6.000 manns lífið en var margfalt kostnaðarsam- ari en t.d. jarðskjálftinn í Tangshan- héraði í Kína árið 1976, þar sem um 250.000 manns týndu lífi. Óveðurstjón kostnaðarsömust Heildartjónakostnaður af völdum náttúruhamfara árið 1995 í heimin- um öllum var eftir því sem næst verður komizt um 12,4 milljarðar daia (830 ma. kr.), en það er meira en fjórir fimmtu hlutar tjónakostn- aðar í heiminum að öðrum slysum meðtöldum, s.s. brunum og spreng- ingum. Þetta er töluvert minni kostnaður en árið 1994, en þó tölu- vert meiri en meðaltal áranna 1970- 1994. Árin 1989 til 1995 standa upp úr sem kostnaðarmetstímabil. Af 30 heimsins kostnaðarsömustu tryggingabótatjónum frá árinu 1970 var 21 að rekja til storma. Ef aðeins er iitið til tjóna sem hafa kostað 1 milljarð dollara eða meira frá árinu 1989, en þau eru alls 14’ talsins, sést að 9 era óveðurstjón. Á tímabil- inu 1989-1995 er meðalkostnaður tryggingafélaga heimsins af völdum óveðurstjóna 9,3 milljárðar banda- ríkjadala (623 milljarðar kr.) árlega. Gróðurhúsaáhrifin Tíðar fréttir af mannskæðum eyði- leggingarmætti fellibylja, sem að undanfömu hafa margir hverjir átt upptök sín í Karíbahafi og skilið eft- ir sig slóð eyðileggingar, ekki sízt í Bandaríkjunum, hafa einnig vakið upp spumingar um hvort veðurfar á jörðinni sé að breytast af völdum gróðurhúsaáhrifanna svokölluðu. Þessi spurning var eitt viðfangs- efna á þingi norrænu vátryggingar- félaganna, sem haldið var í Kaup- mannahöfn í ágúst sl. Þar kom fram, að ýmsir evrópskir vísindamenn hefðu efasemdir um, að gróðurhúsa- áhrifin (sem koltvísýringsútblæstri er að miklu leyti kennt um) valdi veðurfarsbreytingum, sem hafi í för með sér náttúrahamfarir í formi hættulegra óveðursmyndana, storma, hvirfil- og fellibylja. Vissu- lega megi rekja aukna tíðni slíkra óveðursmyndana til hækkaðs loft- hita, en vísindamennirnir hallast frekar að því að hækkandi lofthita- stig á jörðinni orsakist af aukinni yfirborðsvirkni í sólinni frekar en af gróðurhúsaáhrifunum, þótt þau hafi eflaust sitt að segja. Vísindamennirnir benda á, að á undanfömum fjórum öldum hefur meðalhiti á jörðinni fylgt virkni sól- arinnar. Auk þess benda þeir á, að mælingar á veðurfari þurfi að ná yfir lengra tímabil en áratug - 30 ár eru talin vera lágmarksviðmiðun- artímabil í þessu samhengi - til að gefa marktækar vísbendingar um hvort um raunverulega veðurfars- breytingu sé að ræða. Kostnaður Viðlagatryggingar sveiflukenndur Hér á landi hefur tjónakostnaður af völdum náttúruhamfara verið mjög sveiflukenndur, en árið 1995 var sett algert met að því leytinu, sem ekki kemur á óvart þegar haft er í huga, að á því ári urðu bæði snjóflóðin á Vestfjörðum, í Súðavík og á Flateyri. Kostnaður Viðlaga- tryggingar íslands árið 1995 var 686 milljónir kr., og það sem af er þessu ári 102,5 milljónir, sem að sögn Geirs Zoega hjá Viðlagatrygg- ingu eru að mestu eftirhreytur frá snjóflóðatjónunum. Sveiflurnar í tjónakostnaði Viðlagatryggingar á milli ára eru gífurlegar; þær ná allt frá 6 milljónum kr. árið 1992 upp í metupphæðina árið 1995. Árið 1993 var þessi kostnaður 14,4 millj. kr. og 1994 141,5 millj. kr. Á Skeiðarársandi era mannvirki, sem tryggð eru hjá Viðlagatryggingu fyrir vel á annan milljarð króna, af þeirri upphæð er brúin yfir Skeiðará vátryggð fyrir 660 milljónir kr. Við- lagatrygging mun einnig þurfa að bæta Landsvirkjun viðgerðarkostnað við rafmagnslínur á sandinum. Óveðurstryggingar á almennum markaði í hinum alþjóðlega samanburði ber þó að hafa í huga, að almennu tryggingafélögin tryggja gegn tjón- um sem óveðursvindar valda og koma þau því ekki fram í kostnaðar- tölum Viðlagatryggingar (sam- kvæmt lögum nr. 88/1982 er Við- lagatryggingu aðeins uppálagt að vátryggja gegn beinu tjóni af völd- um eldgosa, jarðskjálfta, _ skriðu- falla, snjó- og vatnsflóða). Á hverju ári verður allnokkurt tjón af völdum veðurofsa hér á landi, en sá kostn- aður er verulegum sveiflum undir- orpinn, eins og önnur tjón sem rekja má til náttúruhamfara. Mesta tjónið sem óveður hefur valdið hérlendis á síðustu árum varð í óveðrinu 3. febrúar 1991. Heildar- tjónið var metið á um einn milljarð króna. Bætur vátryggingafélaganna voru 400-500 milljónir kr. vegna þessa einá atburðar,_ samkvæmt upplýsingum Sigmars Ármannsson- ar, framkvæmdastjóra Sambands íslenzkra tryggingafélaga. Sérstök nefnd, sem forsætisráð- herra skipaði til að meta óveðurs- tjónið, komst m.a. að þeirri niður- stöðu, að óveðurstjón eigi ekki að falla undir Viðlagatryggingu Is- lands. Hér á landi hafi sú megin- stefna verið við lýði, að mönnum skuli jafnaðarlega í sjálfsvald sett, hvort þeir kaupi vátryggingar á eignum sínum eða vegna annarra hagsmuna og jafnframt fyrir hvaða áhættum, þ.e. tjónsatburðum. Svip- aðra sjónarmiða gæti í nágranna- löndum þeim, sem íslendingar beri sig gjarnan saman við. Það skuli því heyra til undantekninga, að vá- tryggingar séu lögboðnar. Eins og ofangreindar upphæðir sýna, getur skyndilegur veðurofsi valdið gífurlegu tjóni hérlendis, bæði á eignum og mannslífum og því fyllsta ástæða fyrir landsmenn að vera ávallt undir slík áföll búnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.