Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Bílaumferð um göngngötu í Hafnarstræti
Nauðsynlegt að efla
verslun við götuna
GREINARGERÐ skipulagsdeildar
Akureyrarbæjar um lágmarksað-
gerðir og kostnað við að opna
göngugötuna í Hafnarstræti tíma-
bundið fyrir bílaumferð verður lögð
fram á fundi bæjarráðs í dag,
fimmtudag.
Nokkrar umræður urðu um málið
á fundi bæjarstjómar í vikunni, en
kaupmenn við Hafnarstræti sendu
á dögunum bréf til bæjaryfirvalda
þar sem m.a. var spurst fyrir um
hvað liði athugun skipulagsnefndar
á erindi þeirra frá í fyrra um um-
ferð bíla um göngugötu Hafnar-
strætis. Lögðu þeir til að gerð verði
tilraun með hæga takmarkaða bíla-
umferð um götuna frá 15. nóvem-
ber næstkomandi til apríl loka á
næsta ári, en unnt verði að loka
henni ef þurfa þyki.
Bæjarfulltrúar voru sammála um
að nauðsynlegt væri að reyna að
efla verslun við götuna, en skiptar
skoðanir eru uppi um hvort lausnin
felist í að leyfa bílaumferð um göt-
una.
„Við verðum að taka á þessu
máli, setja í það einhvern pening,"
sagði Þórarinn B. Jónsson, Sjálf-
stæðisflokki; og tók svo til orða að
göngugatan við Hafnarstræti væri
steindauð. Nefndi hann sem dæmi
um að eitthvað væri að þegar svo
væri komið að blómabúð á besta
stað í miðbænum þrifist vart lengur.
Fulltrúar Alþýðubandalags í bæjar-
stjórn vilja greiða húsaleigubætur
Tillagan felld
TILLAGA fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins um að bærinn greiði húsa-
leigubætur til reynslu næsta ár var
felld á fundi bæjarstjórnar í vik-
unni. Bæjarráð ítrekaði þá skoðun
sína á fundi í fyrri viku að það
væri hlynnt greiðslu bótanna, en
teldi lögin um bæturnar meingölluð
og sæi sér því ekki fært að taka
þær upp. Telur ráðið að húsaleigu-
bætur eigi að greiða í gegnum
vaxtakerfið á sama hátt og vaxta-
bætur.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði flokkinn ekki leng-
ur sjá sér fært að neita að greiða
húsaleigubætur á Akureyri, reynt
hefði verið að knýja fram nauðsyn-
legar breytingar en það ekki tekist.
„Það er erfitt að standa gegn því
MENNTASMIÐJA kvenna á Akur-
eyri býður nú í nóvember tvö helg-
arnámskeið fyrir almenning.
Það fyrra nefnist „Greinaskrif á
tölvu“ en þar flétta Lára Stefáns-
dóttir kerfisfræðingur og Björg
Ámadóttir blaðamaður saman
vinnu á tölvu, ritvinnslu og upplýs-
ingaöflun á alnetinu ásamt greina-
skrifum. Byggist það námskeið á
að ritunin og tölvunotkunin séu
samþætt en ekki aðgreind.
Seinna námskeiðið ber nafnið
„Hvað býr í hellinum?“ og felst í
leikrænni tjáningu/meðferð í leið-
sögn Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur
leikara og Magneu B. Jónsdóttur
sálfræðings. Þar verður farið með
þátttakendur í ferð til að sækja til-
að láglaunafólk á Akureyri fái ekki
þessar bætur,“ sagði Sigríður.
Miðað við upplýsingar frá
Reykjavíkurborg áætlaði Sigríður
að þegar jafnvægi kæmist á
greiðslu bótanna myndu um 200
manns á Akureyri fá greiddar húsa-
leigubætur. Meðalupphæð í Reykja-
vík væri um 10.300 kónur á mán-
uði, heildarupphæðin á Akureyri
gæti því numi 24-25 milljónum
króna, ríkið greiddi 60% þannig að
hlutur bæjarins yrði 8-10 milljónir
króna.
Bæjarfulltrúar sem til máls tóku
töldu ekki ástæðu til að hvika frá
fyrri stefnu, þó svo menn væru
hlynntir því að greiða bætumar
væm lögin svo meingölluð að ekki
væri við unandi.
finningar sem fá sjaldan að líta
dagsins ljós. Unnið verður m.a. með
slökun, hreyfingar eftir tónlist og
„fantasíu".
Skráning á námskeiðin er á skrif-
stofu Menntasmiðju kvenna á Akur-
eyri, Hafnarstræti 95, 4. hæð, þar
sem allar frekari upplýsingar fást.
Menntasmiðja kvenna héfur nú
hafið sitt þriðja starfsár og eru
þrettán nemendur við skólann á
þessari fimmtu önn. Menntasmiðjan
starfar að fyrirmynd lýðháskóla á
Norðurlöndum og hefur starfsemin
verið í stöðugri þróun, enda skólinn
þróunarverkefni, styrktur af Akur-
eyrarbæ, félags- og menntamála-
ráðuneytum. Helgamámskeiðin eru
ein af nýjungum Menntasmiðjunnar.
Morgvnblaðid/Margrét Þóra
Bangsabam-
ið dregur út
vinningshafa
LEIKFÉLAG Akureyrar sendi
fyrr í haust bækling inn á öll heim-
ili á Akureyri þar sem vetrarstarf-
ið var kynnt. Bæklingurinn var
jafnframt happdrættismiði og eft-
ir sýningu á Dýrunum i Hálsa-
skógi nýlega fékk bangsabarnið,
Auður Jónsdóttir, það hlutverk að
draga út 100 heppna vinnings-
hafa. Varaformaður leikfélagsins,
Hreinn Pálsson lögmaður, fylgdist
með, en hann er til hægri á mynd-
inni, vinstra megin er leikhússtjór-
inn Trausti Ólafsson en á bak við
skráir Rebekka Þráinsdóttir niður
númerin sem dregin voru út.
Stolið úr
bókabúð
TÖLUVERT tjón var unnið í
innbroti í bókaverslunina Eddu
í fyrrinótt.
Þeir sem þar voru að verki
rifu niður hlera á austurhluta
hússins Hafnarstræti 100 og
komust þannig inn í gegnum
millihurð í bókabúðina. Þjófur-
inn eða þjófarnir höfðu á brott
með sér tölvu, símbréfstæki,
töluvert magn af töskum, m.a.
skjalatöskum, bækur, ritföng
og skiptimynt.
Biblíusýning
á Ólafsfirði
BIBLÍUSÝNING verður opnuð í
safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju í
dag, fimmtudaginn 7. nóvember,
og er hún opin frá kl. 17 til 19.
Hið íslenska Biblíufélag hefur
látið gera sýningarfleka með mynd-
um og fræðslu um Bibliuna og er
sýningin á ferð um landið. Einnig
verða til sýnis fjölmargar Biblíur.
Menntasmiðja kvenna á Akureyri
Tvö helgarnámskeið
haldin í nóvember
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
STÓRIR og smáir sýningargestir fengu að gæla
aðeins við sumar slöngurnar.
Skriðdýrasýning
í Eyjum
Vestmannaeyjum - Stóra skrið-
dýrasýningin var á ferð í Vest-
mannaeyjum í vikunni og voru
skriðdýrin til sýnis fyrir Eyja-
menn í húsi Hvítasunnusafnað-
arins. Sýningin var opin i þrjá
daga og var góð aðsókn að
henni.
Jörundur Guðmundsson, sem
stendur fyrir sýningunni, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að
dýrin á sýningunni kæmu frá
slöngugarði í Finnlandi og eru
margs konar lifandi slöngur,
snákar, eðlur, skjaldbökur,
sporðdrekar og tarantúlur til
sýnis auk safns fiðrilda, flugna
og skordýra.
Hann sagði að eftir að sýning-
in hefði verið opin þrjár vikur
í Reykjavík hafi verið haldið
með hana í ferð um landið og
hafi Vestmannaeyjar verið
fyrsti viðkomustaðurinn. Dýrin,
sem eru 106 talsins, eru flutt í
búrum þeim sem þau eru í á
sýningunni í sérstaklega útbún-
um sendibíl sem er kyntur þann-
ig að ailtaf er um 25 stiga hiti
í honum, enda verða dýrin að
vera í góðum hita. Fæði handa
dýrunum, svo sem mýs, rottur,
kjúklingar og fleira hafa starfs-
menn sýningarinnar meðferðis
en svo fengu þeir einnig síld
og loðnu til að fóðra þau á í
Eyjum.
Jörundur hefur staðið fyrir
ýmiss konar sýningum og uppá-
komum undanfarin ár. Hann
hefur flutt til landsins sex sirk-
usa, fimm tívolí og skriðdýra-
sýningin er það nýjasta sem
hann býður landsmönnum
uppá. Jörundur hefur verið öt-
ull að ferðast með sýningar sín-
ar um landið. „Það er kostnað-
arsamt, til dæmis fyrir fjögurra
manna fjölskyldu, að koma utan
af landi til Reykjavíkur og því
vil ég ferðast með þetta um
landið til að sem flestir hafi
tækifæri á að njóta þess sama
og boðið er uppá í höfuðborg-
inni og fyrir sama verð og þar
er greitt,“ sagði Jörundur.
Sérkennslumál
rædd á Austurlandi
Egilsstöðum - Niðurstöður könn-
unar á þróun og stöðu sérkennslu-
mála í grunnskólum á Austurlandi
voru ræddar á fundi sem haldinn
var hjá Svæðisskrifstofu um mál-
efni fatlaðra á Egilsstöðum.
Þessi könnun er hluti af stærri
könnun um þróun heildstæðrar og
einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyr-
ir fatlaða í heirtiabyggð og var hún
gerð í 10 bæjar- og sveitarfélögum
á Austurlandi.
Það var Berit H. Johnsen sem
vann þessa könnun og kynnti hún
niðurstöðurnar á fundinum.
Greindi hún frá viðhorfi til þróunar
og stöðu kennslu við hæfi nemenda
sem þurfa á sérkennslu að halda
og hvemig ábyrgð skiptist milli
aðila sem vinna að sérkennslumál-
um.
Benti Berit á þörf fyrir fræðslu-
og ráðgjafarþjónustu grunnskóla
og sagði að í könnuninni hefðu
komið fram fjölmargar ábending-
ar um samstarf og samstarfsaðila
svo og að auka og bæta þyrfti
samstarf við sérstofnanir á vegum
ríkisins, sérskóla og greiningarað-
ila á ýmsum sviðum. Mikil áhersla
var lögð á að kennsla og þjónusta
við nemendur með sérkennslu-
þarfir ætti að fara fram í heima-
héraði.
Heilsubótardagar
í Kjarnalundi
Arnarneshreppur - Hjónin Sigrún
Olsen og Þórir Barðdal hafa ákveð-
ið að nýta ákjósanlega aðstöðu í
Kjarnalundi og halda þar framveg-
is hinn vinsæla heilsubótardag.
Starfsemi þeirra er orðin þekkt
eftir níu ára starfrækslu á Reyk-
hólum.
í glæsilegu húsnæði Náttúru-
lækningafélags Akureyrar er gest-
um boðið upp á fyrsta flokks að-
stöðu í eins eða tveggja manna
herbergjum sem öll eru með snyrt-
ingu og sturtu.
„Náttúrufegurð og veðursæld í
Kjarnalundi er einstök og eru
margvíslegar gönguleiðir í Kjarna-
skógi, og gönguferðir eru eitt af
því sem boðið er upp á. Annars
leggjum við mikið upp úr sérstöku
heilsufæði, jóga, hugkyrrð og slök-
un,“ sögðu Sigrún og Þórir, „svo
og fræðsluerindum og tónleikum
en í nýju umhverfi bjóðast að auki
nýir möguleikar.“
Hvert námskeið stendur í sjö
daga og verður það fyrsta í Kjarna-
lundi yfir áramótin.