Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
SKEIÐARARHLAUP
MORGUNBLAÐIÐ
Sérfræðingar hjá Orkustofnun spáðu rétt um magn hlaupsins
VATNAMÆLINGAMENN Orkustofnunar að störfum við Skeiðará í gærmorgun.
Morgunblaðið/RAX
Rennslið náði 45.000
rúnunetrum á sekúndu
Morgunblaðið/Golli
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra skoðuðu aðstæður á Skeiðarársandi í gær.
ÁRNI Snorrason, forstöðumaður
vatnamælingasviðs Orkustofnunar,
segir að hlaupið á Skeiðarársandi
hafí náð hámarki um kl. 22:30 í
fyrrakvöld og þá hafi runnið um
45.000 rúmmetrar á sekúndu undan
Skeiðaráijökli. Spálíkan sem gert var
í fyrrakvöld á grundvelli mælinga í
þessu og eldri hlaupum virðist hafa
staðist, en það gerði ráð fyrir há-
marki kl. 23 um kvöldið.
Vatnamælingamenn hafa allan
októbermánuð reynt að meta hvemig
hlaupið yrði, stærð þess og vöxtur.
Ámi sagði að eitt af því sem menn
hefðu gert ráð fyrir að kynni að
gerast væri að hlaupið yrði með lík-
um hætti og það sem varð árið 1938.
Þetta hlaup líkist því að mörgu leyti,
þó með þeirri undantekingu að það
hófst með flóðbylgju. Að öðru leyti
mun vöxturinn hafa verið svipaður
og 1938.
Ámi sagði að strax á fyrstu minút-
um hlaupsins hefði rennslið verið
komið í 7.500 rúmmetra á sekúndu,
en það er tvisvar sinnum meira en
Skeiðarárhlaupið í vor náði þegar það
var í hámarki. Klukkan 12 á hádegi
hefði hlaupið verið komið í 20.000
FRÉTTIR af náttúruhamförun-
um á Skeiðarársandi eru enn
ekki farnar að hafa merkjanleg
áhrif á pantanir erlendra ferða-
manna á hálendis- og jöklaferð-
um hér á landi, að sögn starfs-
manna ferðaskrifstofa sem sér-
hæfa sig í slikum ferðum og
Morgunblaðið hafði samband við
í gær.
Lárus Halldórsson, rekstrar-
stjóri hjá Safaríferðum, sagðist
hafa orðið var við smátitring en
hann væri þó varla marktækur.
„Það var sérstaklega í upphafi
gossins að nokkrar ferðaskrif-
stofur í Hollandi höfðu samband
við okkur, þar er t.d. ferðaskrif-
stofa sem er með á skrá hjá sér
yfir hundrað einstaklinga sem
vilja fara þangað sem eldgos er,
hvar sem er í heiminum. En við
erum ekki farin að merkja neinn
kipp ennþá í sambandi við bókan-
rúmmetra á sekúndu og kl. 17 í
32.000 rúmmetra á sekúndu.
Ámi sagði að á grundvelli þessara
mælinga hefði Páll Jónsson eðlis-
fræðingur á Orkustofnun hannað lík-
an sem spáði um gang hlaupsins.
Segja mætti að líkanið hefði staðist
mjög vel og flest benti til að það
ir fyrir næsta sumar,“ sagði Lár-
us.
Fréttirnar vekja
áhuga á landinu
Framkvæmdasljóri Ferðamið-
stöðvar Austurlands, Anton Ant-
onsson, kvaðst vera nýkominn
frá Þýskalandi og Frakklandi,
þar sem hann varð var við að
fréttir af gosinu vöktu mikinn
áhuga á íslandi og taldi hann það
vera af hinu góða þegar til lengri
endurspeglaði vel gang hlaupsins frá
upphafí til enda.
Líkanið gerði ráð fyrir að hlaupið
næði hámarki kl. 23 og næði þá um
45.000 rúmmetra rennsli á sekúndu.
Ámi sagði að þetta hefði gengið eft-
ir. Líkanið gerði ráð fyrir að kl. 10
í gærmorgun væri rennslið um
tíma væri Iitið. „Annars er þetta
mjög beggja blands, sumir verða
hræddir og hætta við að fara
hingað og aðrir fá áhuga á land-
inu. Fréttirnar úti voru stórlega
ýktar, þetta hljómaði þannig að
Island væri hreinlega að springa
í loft upp,“ sagði Anton. Hann
sagði Ferðamiðstöð Austurlands
aðallega skipta við sumarfólk,
sem bókaði ekki fyrr en í febr-
úar eða mars þannig að hann
gæti ekki svarað því með vissu
15.000 rúmmetrar á sekúndu. Árni
sagði að rennslið þá hefði kannski
verið rúmlega það. Aðalstraumurinn
var þá í Gígju og áætluðu vegagerð-
armenn 15.000 rúmetra í henni. Árni
taldi að 1.500 rúmmetrar hefðu ver-
ið í Skeiðará á þessum tíma og 500
í Núpsvötnum.
Vatnið í Gígju bjargaði
Skeiðarárbrú
Skeiðarársandur var í gær þakinn
ísjökum, stórum og smáum. Giskað
er á að stærstu jakarnir hafi verið
meira en 10 metrar þar sem þeir
voru breiðastir, en flestir voru tals-
vert minni. Mikið af jökum hefur
borist niður eftir öllum sandi og í sjó
fram.
Að mati verkfræðinga Vegagerð-
arinnar er það lán í óláni að svo
mikið vatn fór í Gígju. Hefði helming-
ur af því vatni sem fór í ána farið í
Skeiðará má telja víst að það hefði
dugað til að sópa Skeiðarárbrú í
burtu. Öllum ber saman um að brúin
yfir Gígju hefði aldrei getað staðið
af sér vatnsflauminn, enda flaut hún
burt aðeins rúmum klukkutíma eftir
að flóðið kom í ána.
á þessari stundu hvort náttúru-
hamfarirnar hefðu áhrif á
ferðaáætlanir þess.
Hjá Ferðaskrifstofu Guðmund-
ar Jónassonar varð Emil Krist-
jánsson, framkvæmdasljóri utan-
landsdeildar, fyrir svörum. Hann
taldi of snemmt að segja til um
áhrif hlaupsins á ferðamanna-
straum.
„Við höfum ekki orðið vör við
nein viðbrögð við hlaupinu, enda
ekki miklar fréttir farnar að
berast af því ennþá. Hvað varðar
gosið sjálft þá skapaðist auðvitað
ákveðin sala í kringum það, til
þeirra ferðamanna sem voru
staddir hér á landi þá. Það voru
til dæmis margir sem keyptu sér
útsýnisflug meðan gosið stóð sem
hæst,“ sagði Emil og bætti við
að hann hefði enn ekki orðið var
við neina öldu „hamfaraferða-
manna".
Vatnið
hlaupið
20 kmá
haf út
RANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni
Sæmundsson kom á hafsvæðið
við Skeiðarárósa um kl. 14 í
gær og voru þar fyrst gerðar
nokkrar athuganir á ástandi
sjávar í Skeiðarárdjúpi, um 10
sjómílur frá landi, en síðdegis
fóru leiðangursmenn á gúmbát
að ósum Skeiðarár og tóku þar
sýni.
Jón Ólafsson haffræðingur
sagði að í aðalatriðum hefði
hlaupvatnið dreifst út eftir
yfirborði sjávar, og næði það
að minnsta kosti 20 kílómetra
á haf út.
„Í yfirborðslaginu er fíngert
grugg, en grófari gruggagn-
irnar hafa sokkið dýpra, þann-
ig að fullsaltur sjórinn undir
er talsvert gruggugur," sagði
Jón.
Bjarni Sæmundsson verður
áfram á svæðinu í dag, en í
nótt stóð til að gera straum-
mælingar og kanna hafsvæðið
nánar.
• •
Oflugar
gufu- og
öskuspreng-
ingar
„VIÐ vorum að fljúga yfir
Grímsvötn þegar við sáum gufu
byrja að myndast og síðan
ágerðist hún og þá áttuðum við
okkur á að þetta var gos. Þá
var klukkan kortér yfir eitt,“
segir Magnús Þór Karlsson
flugnemi, sem var í flugvél
ásamt kennara sínum yfír
Vatnajökli þegar gosið í gær
hófst.
„Síðan komu tvær öflugar
gufusprengingar sem settu upp
stróka sem síðan fóru í suður-
átt undan vindi. Þar á eftir
komu 2-3 öskusprengingar og
5-7 mínútum síðar virtist þetta
róast niður. Tíu mínútum eftir
að við fórum af svæðinu heyrð-
um við svo fjallað um þetta í
fjarskiptum annarra flugvéla
sem komnar voru á svæðið,"
sagði Magnús Þór.
„Tilkomu-
mikil sjón“
HALLDÓR Blöndal sam-
gönguráðherra var í flugvél
yfir gosstöðvunum í Vatna-
jökli þegar eldgosið í gær
hófst. „Þegar við vorum til
hliðar við gossvæðið urðu þar
þijár sprengingar, sem til-
komumikið var að sjá. Síðasta
sprengingin sem ég sá gleggst
skrúfaði sig upp í loftið og bar
ösku með sér,“ sagði Halldór.
Halldór fór ásamt Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra
og Helga Hallgrímssyni vega-
málastjóra til að líta á verk-
summerki á Skeiðarársandi í
gærmorgun og til að sjá með
eigin augum tjónið á vega-
mannvirkjum. Hann sagði það
einkum hafa vakið athygli sína
hve breiður árfarvegur Gígju-
kvíslar væri, eða um 1,5 km,
en brúin yfir hana var 430
metrar.
„Þetta hefur verið ógnarleg-
ur beljandi og hefur vegamála-
stjóri sagt að hann muni taka
það til endurskoðunar með
hvaða hætti verður staðið að
því að byggja nýja brú yfir
Gígju í stað þeirrar sem fór.“
Gos og hlaup hafa
lítil áhrif á ferða-
mannastraum