Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM
Bill Clinton vinnur öruggan signr í forsetakosningunum
Túlkar úrslitin sem kröfu
um samvinnu flokkanna
H
» ;»
Take Pr
in
Your Vo#<
Reuter
Reuter
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, horfir á
flugeldasýningu ásamt konu sinni, Hillary, og
dóttur, Chelsea, eftir að hafa flutt sigurræðuna
í Little Rock í Arkansas.
BOB Dole, forsetaefni repúblikana, játar sig sigr-
aðan í Washington. Að baki honum stendur kona
hans, Elizabeth. Dole sagði að sárt væri að tapa,
en menn ættu ekki að láta deigan síga.
Sagður hafa feng-
ið skýrt umboð
frá þjóðinni
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna,
vann öruggan sigur í forsetakosning-
unum á þriðjudag og sagði úrslitin
skilaboð frá kjósendum um að stjóm-
málamennimir ættu að láta af
flokkadráttunum og vinna saman í
þágu þjóðarinnar.
Clinton er fyrsti demókratinn í 52
ár sem nær endurkjöri til forseta-
embættis. Þegar tölur höfðu borist
frá 97% kjörhverfanna var Clinton
með um 50% fylgi og Bob Dole, for-
setaefni repúblikana, með um 41%.
Ross Perot, forsetaefni Umbóta-
flokksins, fékk aðeins 9% atkvæð-
anna en 18,88% í kosningunum árið
1992.
Samkvæmt spám bandarískra
sjónvarpsstöðva bar Clinton sigur úr
býtum I að minnsta kosti 31 af 50
ríkjum Bandaríkjanna og Dole aðeins
í 19. Clinton fengi samkvæmt þessu
379 kjörmenn og Dole 159, en 270
kjörmenn nægðu til að ná kjöri.
Talsmenn Clintons sögðust
ánægðir með þessi úrslit og sögðu
að í þeim fælist skýrt umboð frá
þjóðinni.
Mjög lítil kjörsókn
Kjörsóknin var minni en nokkru
sinni fyrr í sögu forsetakosninganna
í Bandaríkjunum, eða tæp 50%.
Fylgi Clintons var um sjö pró-
sentustigum meira en í kosningunum
árið 1992, þegar hann fékk 42,9%
atkvæðanna og 370 kjörmenn. Ge-
orge Bush, þáverandi forseti, fékk
37,4% atkvæðanna og 168 kjörmenn.
Kjörsóknin var þá óvenju mikil, eða
55,2%
í kosningunum árið 1988 fékk
Bush 53,37% fylgi og 426 lq'örmenn,
en forsetaefni demókrata, Michaeí
Stanley Dukakis, 45,65% og aðeins
111 kjörmenn. Kjörsóknin var þá
minni en nokkru sinni fyrr, aðeins
50,1%. Að meðaltali var kjörsóknin
um 53% á síðasta áratug.
Atvinnulaus í fyrsta sinn
Dole tók ósigrinum með reisn og
sagði við stuðningsmenn sína, sem
hylltu hann í Washington, að hann
hefði hringt í forsetann til að óska
honum til hamingju með sigurinn.
„Ég var að hugsa um það í lyftunni,
á leiðinni hingað niður, að á morgun
stend ég í fyrsta sinn á ævinni
frammi fyrir því að hafa ekkert að
gera,“ sagði Dole, sem var leiðtogi
repúblikana í öldungadeild þingsins
en afsalaði sér þingsætinu fyrir kosn-
ingabaráttuna.
„Þakka þér fyrir Dole!“ hrópuðu
stuðningsmenn frambjóðandans,
sem var augljóslega hrærður við hlý-
legar móttökur þeirra. Hann þaggaði
hins vegar niður í fólkinu þegar það
tók að hæðast að Clinton.
Hvatt til þjóðareiningar
Clinton hélt langa ræðu í heimabæ
sínum, Little Rock í Arkansas, og
þótti hún minna á innsetningarræðu
við upphaf nýs kjörtímabils frekar
en sigurávarp. „Nú er kominn tími
til að taka landið fram yfir flokk-
inn,“ sagði forsetinn, sem stóð við
gamla ráðhúsið í Little Rock ásamt
konu sinni, Hillary, og dóttur þeirra,
Chelsea. „Kjósendumir hafa sent
okkur skilaboð - vinnið saman, tak-
ist á við úrlausnarefnin, segið skilið
við pólitík sundrungarinnar og bygg-
ið upp samfélag Bandaríkjanna í
sameiningu."
Sérfræðingar í bandarískum
stjómmálum sögðu þó að kjósend-
umir hefðu valið áframhaldandi tog-
streitu milli forsetans og repúblik-
ana, sem héldu meirihluta sínum á
þinginu.
„Ég sé fram á mikil átök. Repú-
blikanar reyna öragglega að spilla
síðara kjörtímabili Clintons," sagði
Allan Lichtman, stjómmálafræðing-
ur við American University.
Margir repúblikanar tóku í sama
streng og sögðu að haldið yrði áfram
að rannsaka meintar ávirðingar for-
setans í tengslum við Whitewater-
málið og fleiri mál.
Mikið fylgi meðal kvenna
Sigurinn er sætur fyrir Clinton,
sem margir afskrifuðu fyrir tveimur
áram þegar repúblikanar náðu meiri-
hluta í báðum deildum þingsins í
fyrsta sinn í 40 ár.
Tiltölulega gott efnahagsástand
og mikið fylgi meðal kvenna era
taldar helstu skýringamar á sigri
Clintons. Utgöngukannanir ABC-
sjónvarpsins bentu til þess að 54%
kvenna hefðu kosið Clinton, en að-
eins 37% Dole.
54% kjósendanna sögðust telja
Clinton óheiðarlegan og 59% töldu
hann ekki hafa sagt sannleikann um
Whitewater-málið. Nokkrir stjóm-
málaskýrendur sögðu þetta benda til
þess að .Dole hefði fengið meira fylgi
ef hann hefði ekki beðið með að
veitast að persónu forsetans þar til
undir lok kosningabaráttunnar.
Efnahagsmálin mikilvægust
Meirihluti kjósenda taldi hins veg-
ar málefnin mikilvægari en „per-
sónueinkenni og gildismat" fram-
bjóðendanna. 70% þeirra, sem vora
þessarar skoðunar, kusu Clinton og
aðeins 20% Dole. Flestir töldu efna-
hagsmálin mikilvægust, sjúkra-
tryggingakerfið kom næst og síðan
menntamálin og fjárlagahallinn. Að-
eins 11% sögðu skattalækkanir mik-
ilvægastar en um tveir þriðju að-
spurðra sögðust ekki trúa því að
Dole gæti efnt loforð sín um að
Iækka skattana án þess að auka fjár-
lagahallann.
56% aðspurðra sögðu efnahag
Bandaríkjanna góðan eða mjög góð-
an og mikill meirihluti þeirra kaus
forsetann. Aðeins 19% vora þessarar
skoðunar fyrir §óram áram þegar
Bush beið ósigur fyrir Clinton.
Meirihluti kaþólikka kaus
Clinton
Forsetinn naut einnig meira fylgis
meðal ýmissa minnihlutahópa. Til
að mynda sögðust 83% blökkumanna
hafa kosið Clinton og athygli vakti
að forsetinn naut stuðnings 54%
kaþólikka þótt hann sé hlynntur því
að konur geti sjálfar ákveðið hvort
þær gangist undir fóstureyðingu.
Stærsti sigur Doles var í Texas,
sem er með 32 kjörmenn. Hann beið
hins vegar ósigur í Kalifomíu, fékk
þar aðeins 39% fylgi þótt hann hefði
varið miklum tíma og fjármunum í
ríkinu, enda hefur það mun fleiri
kjörmenn en önnur ríki. Clinton fékk
þar 51% atkvæðanna og alla kjör-
mennina 54.
St Jósefsspítali 70 ára
1926 -1996
Alfticiiiiiif* fmtdiu*
verdur haldlnn í Hafharborg, Ilafharfirði, föstudaginn 8. nóvember frá kl. 15-18.
Fundarefiii: Heilbrlgðisþjónustan í Hafiiarfirði og nágrenni.
Hvemig er hún nú og hvert stefiiir í framtíðinni?
Dagskrá:
15.00 Setning
Ema Fríða Berg, form. stj. St. Jósefsspítala.
15.05 Framsöguerindi:
Fundarstjóri: Gunnhildur Sigurðardóttir
hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala.
Heilsugæsla Hafnarijarðar
Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor.
Heilsugæsla Garðabæjar
Sveinn Magnússon, héraðslæknir.
Sólvangur
Sveinn Guðbjartsson, forstjóri,
Bragi Guðmundsson, yfirlæknir.
Hrafnista
Guðmundur Halivarðsson,
formaður stjómar Sjómannadagsráðs.
St. Jósefsspítali
Ásgeir Theodórs, yfirlæknir.
Sjúkraflutningar
Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri.
Félagsþjónusta
Marta Bergmann, félagsmálastjóri Hafnaríjarðar.
Bæjarbúi
Bæjarbúar eru hvattir tll að mæta og
16.25 KaíTi
16.35 Pallborðsumræður
Stjórnandi: Ámi Sverrisson, framkvæmdastjóri
St. Jósefsspitala.
Þátttakendur: Fulltrúi heilbrigðisráðuneytis,
bæjarstjóri, fulltrúar þingmanna Reykjaness,
landlæknir og frummælendur.
17.55 Samantekt
Sveinn Magnússon, héraðslæknir.
18.00 Fundi slitið
Ámi Sverrisson, framkvæmdastjóri.
Markmið fundarins er að f’á umræður
og svör við eítirfarandi spurninginn:
• Hvaða heilbrigðisþjónustu viljiun við
liaía á svæðinu?
• Hvaða heilbrigðisþjónustu er
eðlilegt að sækja til Reykjavíkur?
• Hlutverk St. Jósefespítala í sérfræði-
þjónustunni?
kynna sér heilbrigðismálin á svæðinu.
Segja dýrt að
standa utan EMU
London. Reuter.
BREZKA Evrópuhreyfingin segir að
það muni reynast fyrirtækjum í Bret-
landi dýrt, ákveði ríkisstjórnin að
standa utan Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópu. Einkum muni
vaxtahækkanir koma niður á efna-
hagslífinu.
1 bréfi, sem Evrópuhreyfmgin
sendi fjármálastofnunum og stórfyr-
irtælqum á þriðjudag, er varað við
þvi að fjármálamarkaðimir kunni að
líta á ákvörðun
um að hafna
EMU-aðild sem
yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um
að losað verði um
tökin á peninga-
málastefnunni.
Jafnframt era
færð rök fyrir að
með því að standa utan EMU muni
Bretland missa af tækifæri til að
hafa áhrif á ákvarðanir Evrópska
seðlabankans, sem muni hafa mikil
áhrif á brezkt efnahagslíf, til dæmis
um val stjórntækja í peningamálum
og verðbólgumarkmið.
ímyndunarveikislegar
yfirlýsingar
í bréfinu er svarað þeim fullyrð-
inum andstæðinga EMU-aðildar að
hún muni leiða til þess að Bretar
þurfí að standa undir hluta af eftir-
launagreiðslum annarra ESB-ríkja,
að háar fjárhæðir verði færðar frá
Bretum til fátækari svæða innan
ESB og að atvinnuleysi muni aukast.
„Yfirlýsingar [EMU-andstæðinga]
era svo ímyndunarveikislegar að
raunveraleg hætta er á að mönnum
þyki ekki taka því að hrekja þær,“
segir Quentin Davies, þingmaður
íhaldsflokksins og varaformaður
Evrópuhreyfíngarinnar.
Davies sagði að
aðild að mynt-
bandalaginu
myndi sjálfkrafa
auka aðhald að
lántökum ríkis-
sjóðs og slíkt væri
af hinu góða.
„Sumir kunna að
óska þess að við
höldum réttinum til að steypa okkur
í skuldir, en ég held að sú afstaða
njóti hvorki stuðnings á fjármála-
mörkuðunum né meðal almennings,"
sagði þingmaðurinn.
Giles Radice, þingmaður Verka-
mannaflokksins og formaður Evr-
ópuhreyfingarinnar, sagðist leggja
áherzlu á að aðild Bretlands að mynt-
bandalaginu myndi stuðla að vaxta-
lækkun, sem hvetti til fjárfestingar
fyrirtækja og gerði fjölskyldum auð-
veldara að kaupa eða byggja eigið
húsnæði.