Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• UT er komin Orðaskrá úr
stjörnufræði með nokkrum
skýringúm. Skráin er samin af
orðanefnd Stjarnvísindafélags Is-
lands sem stofnað var árið 1990
undir formennsku Þorsteins Sæ-
mundssonar stjörnufræðings, en
ásamt honum hafa þeir Gunn-
laugur Bjömsson stjarneðlis-
fræðingur og Guðmundur Arn-
iaugsson stærðfræðingur og fyrr-
verandi rektor unnið lengst að
verkinu. Skráin er bæði ensk-
íslensk og íslensk-ensk og nær
yfir rúmlega tvö þúsund hugtök.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Orðaskrá Stjamvísindafélagsins
er 160 bls. að lengd og kostar kr.
1.000.
• ÚT er komin Brjálað vald eftir
Jón Þorleifsson. Þetta er tuttug-
asta og sjöunda bók hans frá því
hann sendi frá sér bókina Nútíma-
kviksetning 1974, þá hálfsjötug-
ur.
„í bókinni deilir Jón á Samein-
uðu þjóðimar og rekur mörg dæmi
um misgjörðir þeirra. Myndin sem
Jón dregur upp af heimspólitík
og íslenskum yfirvöldum, Nato
o.fl., er ófögur,“ segir í kynningu.
Bijálað vald er 52 bls. Hún er
prentuð í Fjölföldun Þorbergs Sig-
urjóns. Höfundur gefur hana sjálf-
ur út.
__________LISTIR_______
Maðurinn og verkin
Ævisaga Harolds
Pinters fjallar um
hvernig líf hans
endurspeglast í
leikritum hans
NÝLEG ævisaga breska leik-
skáldsins Harolds Pinters, sem
leiklistargagnrýnandi The Guard-
ian, Michael Billington, skráði,
hefur fengið góða dóma í Bret-
landi. Bókin nefnist „The Life and
Work of Harold Pinter“ og þykir
bera nafn með rentu þar sem fyrst
og fremst er fjallað um tengsl lífs
Pinters og verka hans.
Bókin er unnin með samþykki
leikskáldsins og byggir Billington
að stórum hluta á skjalasafni Pint-
ers, auk þess sem rætt er við hann
sjálfan og fólk honum tengt.
Endurminningar leika æ stærri
þátt í verkum Pinters en þegar á
sjöunda áratugnum var ljóst
hversu mjög hann sótti efnivið í
leikritin í eigið líf. Hann var einka-
barn, sonur gyðinga
og varð að yfirgefa
heimili sitt á stríðsár-
unum. Helstu mótun-
arárin voru þó eftir
stríð er unglingurinn
Pinter féll inn í hóp
menningarvita af gyð-
ingaættum sem lásu
Kafka og Dostojevskíj
og horfðu á myndir
eftir Bunuel. Sam-
skipti vinanna er efni
einu skáldsögu Pint-
ers„„The Dwarfs"
(Dvergamir) sem kom
út í upphafi sjötta ára-
tugarins.
Fjölmörg dæmi eru
um hvernig reynsla Pinters endur-
speglast í verkum hans. „The Hot-
house" (Gróðurhúsið), frá 1958,
byggir á reynslu Pinters af því að
vera „tilraunadýr" á spítala, er
hann var ungur og félítill. í „Old
Times" (Liðnar stundir) er rakið
bóhemliferni hans tuttugu árum
fyrr. Fyrirmyndirnar að aðalper-
sónunum í „The Caretaker" (Hús-
vörðurinn) eru menn sem bjuggu
í sama húsi og Pinter. Þá er
„Betrayal“ (Svik)
byggð á ástarævintýri
sem Pinter átti er hann
var giftur fyrri eigin-
konu sinni.
Pinter hefur átt æ
erfiðara með að skrifa
og eru nýjustu verk
hans mun styttri en
þau eldri, auk þess sem
sum þeirra eru várt
annað en skissur. Pint-
er hefur hins vegar
leikstýrt fjölda verka
eftir sig og aðra, leikið
í nokkrum eigin verka,
og samið 22 kvik-
myndahandrit. Billing-
ton telur ljóst að fyrri
eiginkona Pinters. Vivien Merch-
ant, sé fyrirmynd flestra kvenn-
anna í verkum Pinters, hún hafi
verið skáldgyðja hans, þrátt fyrir
spennuna í hjónabandinu, sem batt
að lokum enda á það. Hins vegar
er lítið fjallað um áhrif síðari eigin-
konunnar, Anthoniu Fraser, sem
ritdómari The Independent segir
hafa fært leikskáldinu hamingju
og öryggi en að um leið hafi eitt-
hvað horfið úr verkunum.
Harold Pinter
Metnaðarfull nú-
tímaskáldsaga
SKÁLDSAGAN í
luktum heimi eftir
Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur kom nýtverið
út í sænskri þýðingu
hjá Rabén Prisma
bókaforlaginu í
Stokkhólmi. Þýðandi
er Inge Knutsson.
Fjölmargir gagnrýn-
endur hafa fjallað um
söguna sem hlotið
hefur lofsamlega
dóma. „Hin nýja
skáldsaga Fríðu Á.
Sigurðardóttur er
ekki síður heiliandi
lestur en verðlauna-
sagan sem áður hef-
ur komið út á
sænsku,“ segir Tore Winquist í
Uppsala Nya Tidning og fleiri
gagnrýnendur taka í sama streng.
I Göteborgs-Posten fjallar
Björn Gunnarsson ítarlega um
söguna. Hann kveðst aldrei hafa
komið til íslands en segist hafa
kynnst því mætavel í nútíma-
skáldskap þjóðarinnar. Þar opnist
lesendanum heimur sem liggi
kannski ekki í augum uppi en sé
þeim mun áleitnari og hann hælir
Fríðu fyrir það hversu vel henni
tekst að beina straumum nútím-
ans inn í sögur sínar.
í dagblaðinu Norra Skáne seg-
ir Caroline Alesmark meðal ann-
ars: „Þó að tónninn sé dökkur í
þessari sögu varð mér það sann-
kölluð nautn að lesa
hana. Satt að segja
greip þessi saga mig
sterkari tökum en
fyrri saga Fríðu,
Meðan nóttin líður,
sem hlaut Bók-
menntaverðlaun
Norðurlandaráðs
1992.“
í umfjöllun sinni
um söguna spyr
gagnrýnandi Borás
Tidning, Per-Ove
Ohlson, sjálfan sig í
upphafi hvort sögu-
hetjan Tómas sé enn
ein af þessum lífs-
þreyttu hetjum bók-
menntanna, upptek-
inn af sjálfum sér og fullur sjálfs-
vorkunnar, en segir síðan:
„Smám saman fær lesandinn
áhuga á honum Tómasi. Skáldinu
hefur heppnast að blása lífi í per-
sónu sem miðlar tíðaranda samfé-
lagsins í sögunni, einkum þó á
sviði tilfinningalífsins og jafn-
framt nær frásögnin af hlutskipti
Tómasar æ skerkari tökum á les-
andanum eftir því sem líður á
verkið... Ég fæ ekki séð að
neinn sænskur skáldsagnahöf-
undur jafnist fyllilega á við Fríðu
Á. Sigurðardóttur. Þessa stundina
kemur mér engin sænsk nútíma-
skáldsaga í hug sem ég treysti
mér til að skipa á bekk með þessu
metnaðarfulla skáldverki.“
Fríða Á.
Sigurðardóttir
Ágústína Vilborg Þóra
Jónsdóttir Dagbjartsdóttir Jónsdóttir
Nýjar bækur
Þijár skáldkonur
í einu kveri
LJÓSAR hendur nefnist nýtt ljóð-
verk og er þar safnað saman úr-
vali ljóða eftir þijár skáldkonur, en
þær eru Ágústína Jónsdóttir, Vil-
borg Dagbjartsdóttir og Þóra Jóns-
dóttir. í kynningu á bókinni segir
Þorsteinn Thorarensen útgáfustjóri
Fjölva, að það hafi dottið í sig að
gefa út einskonar þakkargerðar-
kver til forsjónarinnar fyrir þá ein-
stæðu árgæsku sem við höfum
notið í sumar.
Hann orðar það svona: „í tilefni
af því hvað sumarið var indælt með
sólskini, yl og gróanda vildi Fjölva-
útgáfan gleðjast með þjóðinni og
varð úr að ég valdi þijár skáldkon-
ur, sem mér þykir hvað vænst um.“
Ljósar hendur er í sama bóka-
flokki og Vegaljóð Tolkiens og
Hækur Gunnars Dal sem komu út
fyrr á árinu og útgáfan nefnir
„Litlu gimsteinana". Þrátt fyrir lít-
ið brot er kverið mjög efnismikið
sem sjá má af því, að þar birtast
valin ljóð úr samtals 16 fyrri ljóða-
bókum höfundanna, en einnig áður
óbirt ljóð. Tvær þeirra, Ágústína
og Þóra, eru jafnframt myndlistar-
konur og myndskreyta þær verk
sín en Snorri Sveinn Friðriksson
listamður myndskreytti ljóð Vil-
borgar.“
Bókin Ljósar hendur er í litlu
gjafabókarbroti, öll litprentuð með
skreytingum á hverri síðu. Hún er
96 bls. PMS Súðarvogi vann filmu-
vinnu, prentsmiðjan Grafík sá um
prentun og bókband. Verð er kr.
1.490.
ISLENSKUR DJASS
TÓNLIST
Gcisladiskur
GENGIÐ Á HLJÓÐIÐ
Geisladiskur Sigurðar Flosasonar,
Gengið á hljóðið. Flytjendur: Sigurð-
ur Flosason altsaxófónn, Scott Wend-
holt trompet, Eyþór Gunnarsson
pianó, Lennart Ginman kontrabassi
og John Riley trommur. Heildartími
68,27 mínútur. Útgefandi: Jazzis,
1996.
GENGIÐ á hljóðið er annar geisla-
diskur Sigurðar Flosasonar. Hann
er skráning á talsverðum breyting-
um á ferli þessa snjalla saxófónleik-
ara og lagasmiðs frá því fyrri disk-
ur hans, Gengið á lagið kom út
1993. Breytingar sem lúta aðallega
að fínna og faglegra yfirbragði
tónlistarinnar fremur en viðhorfs-
breytingum til viðfangsefnis. Þó
má glöggt heyra nýja strauma í
lagasmíðum Sigurðar sem er skrif-
aður fyrir öllum lögunum tíu á
disknum. Einkum þó í Heimboði til
Havana þar sem áhugi Sigurðar
fyrir rytmískri tónlist frá Kúbu
skín í gegn. Einhvern veginn nær
salsan þó ekki því ástríðufulla flugi
sem nauðsynlegt er til þess að tón-
list af þessu tagi virki þrátt fyrir
góð tilþrif frá höfundinum sem á
stundum minnir á sjálfan Paquito
D’Riviera. Allt er gert af kunnáttu
og útsjónarsemi en það er eins og
verkið sé of mikið skrifað og samið.
Sigurði lætur betur að semja til-
tölulega hefðbundin djasslög, main-
stream djass með alvarlegum lagl-
ínum, þjóðlegum á sinn hátt. Hrifn-
astur var undirritaður af tveimur
fyrstu lögunum á disknum sem
heita Hjartarætur og Illar tungur.
Fyrrnefnda lagið er með fallegri
og dálítið tregafullri laglínu sem
altsaxófónn og trompet spila í sam-
hljóm og radda undir hjá hver hjá
öðrum og vefa keðjulínur. Sigurður
leikur síðan tilfinningaríkan og
heitan sóló.
Styrkur geisladisksins er algjör
fagmennska jafnt í flutningi sem
upptöku og fyrsta flokks tónlistar-
menn, þrír frábærir sólóistar og
feykigóð rytmasveit.
Nýjar plötur
• ÚT er komin geislaplata með
söng Smárakvartettsins í
Reykjavik. Á plötunni eru 22
lög. Smárakvartettinn í
Reykjavík skipuðu þeir Sig-
mundurR. Helgason 1. ten-
ór, Halldór Sigurgeirsson 2.
tenór, Guðmundur Ólafsson,
1. bassi og Jón Haraldsson
2. bassi. Þeir voru skólabræður
í Háskólanum og stofnuðu
kvartettinn haustið 1951. Und-
irleikari þeirra var Carl
Billich. Vegna utanferðar fé-
laga til náms og starfa hætti
Smárakvartettinn starfsemi
á árinu 1956. Það sumar fór
kvartettinn í hljómleikaferð um
Norðurland svona í kveðju-
skyni og hélt að lokinni ferð-
inni kveðjutónleika í Reykjavík
í ágúst sama ár. í kynningu
segir, elstu menn muni ekki
aðrar eins móttökur og söng-
flokkurinn fékk hjá hljómleika-
gestum að skilnaði. Um sama
leyti söng Smárakvartettinn
sjö lög á segulband hjá Ríkisút-
varpinu og voru þau flutt í
sérstökum útvarpsþætti. Þess-
ar upptökur „fundust" ef svo
má segja í segulbandasafni
útvarpsins og urðu kveikjan
að hljómplötu sem var gefin
út árið 1986 með endurútgefn-
um lögum af hljómplötum
Smárakvartettsins og frum-
útgáfum af ýmsu sem kvartett-
inn flutti í útvarpi og kemur
núna 10 árum seinna á geisla-
diski.
Útgefandi erJapis. Verð
1.999 kr.
• ÚT er komin geislaplata með
söng Leikbræðra. Kvartett-
inn skipuðu þeir Gunnar
Einarsson, fyrsti tenór, Ást-
valdur Magnússon, annar
tenór, Torfi Magnússon,
fyrsti bassi og Friðjón Þórð-
arson, annar bassi.
í kynningu segir, að kvart-
ettinn hafi orðið til er þeir fé-
lagar voru á siglingu sólskins-
bjarta Jónsmessunótt út í Flat-
ey á Breiðafirði árið 1945, þá
tóku þeir lagið saman og voru
lengi eftir það ómissandi á
hverri skemmtun Breiðfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og
reyndar víðar, því þeir voru
orðnir vel þekktir er þeir héldu
sína fyrstu opinberu tónleika
1952 og höfðu meðal annars
sungið inn á tvær eða þrjár
hljómlötur. En kvartettinn varð
ekki eldri en tíu ára, því skyld-
an kallaði þá félaga til starfa.
Á geislaplötunni eru 14 lög
og geymir hún flestar hljóðrit-
anir sem til eru með söngkvart-
ettinum Leikbræðrum, en þeim
var upphaflega safnað saman
og þær gefnar út á einni hæg-
gengri hljómplötu í nóvember
1977. Tilefni hljómplötuútgáf-
unnar 1977 var að þá voru lið-
in nákvæmlega 25 ár frá því
að Leikbræður héldu sína
fyrstu opinberu hljómleika á
nokkrum stöðum landsins árið
1952. Þeir síðustu voru haldnir
í Gamla Bíói í Reykjavík það ár.
Útgefandi er Spor. Verð
1.699 kr.
Sigurður fékk til liðs við sig
félaga sinn frá námi í Bandaríkj-
unum, Scott Wendholt, sem er
mjög fær trompetleikari, með
breiðan tón og hugmyndaríkan
spuna. John Riley, sem er eftirsótt-
ur trommuleikari vestra, og Lenn-
art Ginman, sem lék með Sigurði
á fyrri disk hans, skapa mjög þétt
og rytmískt tjald og Eyþór Gunn-
arsson á þátt í þeim vefnaði auk
þess sem leikur glæsilega einleiks-
kafla.
Gengið á hljóðið er góður vitnis-
burður um íslenska djasstónlist
eins og hún gerist best, fag-
mennsku og hljóðfæraleik á heims-
mælikvarða.
Guðjón Guðmundsson.