Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 35

Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 35
34 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. CLINTON ENDURKJ ÖRINN LÍKT og búist hafði verið við fór Bill Clinton með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag og telst sú niðurstaða söguleg þar eð forseti demókrata hefur ekki verið endurkjörinn þar vestra frá því í tíð Franklins D. Roosevelt. Staðan í báðum deildum Bandaríkjaþings breyttist lítið, þar hafa andstæðingar forsetans, repúblikanar, áfram meirihluta. Athygli vekur að repúblikanar halda stöðu sinni í fulltrúadeildinni, þótt væntingar demókrata um að ná henni aftur á sitt vald hafi vísast verið óraunhæfar frá upphafi. Tæp 50 ár eru liðin frá því að Repúblikanaflokkurinn náði síðast að halda meirihluta í þessari deild þingsins. Það er einkum tvennt sem skýrir þennan örugga sigur Clint- ons. í fyrsta lagi sýna þessar kosningar fram á hversu erfitt er að fella forseta í Bandaríkjunum þegar efnahagurinn er almennt góður og alþýða manna telur hag sinn fara batn- andi. Þetta átti við að þessu sinni í Bandaríkjunum og á þetta lagði forsetinn þunga áherslu í málflutningi sínum. í öðru lagi var kosningabarátta repúbiikana og frambjóð- anda þeirra, Bobs Dole, ómarkviss og málflutningur hans mjög slakur á köflum. Árásir hans á forsetann og undirsáta hans vegna meintrar spillingar skiluðu ekki tilætluðum árangri. Aldurinn vann aukinheldur gegn Dole, en hann er tæplega 73 ára. ítrekuð ummæli hans um fórnirnar sem hann og kyn- slóð hans færðu á árum síðari heimsstyijaldarinnar í nafni friðarins og frelsins náðu ekki nema til hluta eldri kjósenda. Yngra fólk í Bandaríkjunum virðist ekki telja, að framlag Dole í þessu efni eigi sérstakt erindi við það og hefur ályktað sem svo að tími kynslóðar Dole í stjórnmálum vestra væri liðinn. Þótt staða Clintons forseta gagnvart þingheimi sé því sem næst óbreytt ríkir óvissa um seinna kjörtímabil hans. Á síð- ustu misserum hefur hann fært sig til í hinu pólitíska litrófi og nálgast mörg sjónarmið repúblikana. Hins vegar verður fróðlegt að sjá, hvort hann tekur á ný upp baráttu fyrir ýms- um umbótamálum, svo sem í heilbrigðismálum, sem hann varð að leggja til hliðar á fyrra kjörtímabili sínu. Nú getur hann ekki sótzt eftir endurkjöri að fjórum árum liðnum og hefur þess vegna fijálsari hendur en ella. Franklin D. Roosevelt og Lyndon B. Johnson gátu vísað til þess, að í forsetatíð þeirra urðu grundvallarbreytingar í bandarísku þjóðlífi, þótt hinn síð- arnefndi eigi það ekki sízt að þakka því andrúmi, sem John F. Kennedy skapaði á forsetaárum sínum. Sum umbótamál Johnsons hlutu raunar brautargengi vegna dauða Kennedys. Bill Clinton hefur sýnt, að hann hefur mikla pólitíska hæfi- leika og getur talað til bandarísku þjóðarinnar með þeim hætti að helst minnir á einn forvera hans í embætti, Ronald Reag- an. Það verður spennandi að fylgjast með því, hvort hann nýtir þá hæfileika og þann pólitíska styrk, sem fylgir endur- kjöri hans til þess að skilja eftir sig spor í sögu Bandaríkjanna. SKYNSAMLEG ÁKVÖRÐUN RÍKISSTJÓRNIN tók skynsamlega ákvörðun er hún ákvað einhliða að setja aflamark á rækjuveiðar íslenzkra skipa á Flæmingjagrunni á næsta ári. Líkt og í fyrra mótmselir ríkis- stjórnin því að önnur aðildarríki Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar, NAFO, skuli ætla að beita sóknarstýringu á rækjumiðunum. Þá var hins vegar tekin sú vanhugsaða ákvörðun að standa algerlega utan við stjórnunar- og verndun- araðgerðir fiskveiðiríkjanna, sem hagsmuna eiga að gæta, og íslenzkum skipum voru leyfðar óheftar veiðar á Flæmingja- grunni. Sóknin á Flæmingjagrunn varð meiri en menn höfðu séð fyrir og í ár stefnir í að íslenzku skipin veiði þrefaldan þann afla, sem þau fengu í fyrra, þvert á tillögur fiskifræðinga, sem lögðu til að veiðar yrðu dregnar saman. Framferði íslenzku skipanna hefur því skaðað orðstír íslands sem fiskveiðiríkis. Akvörðun ríkisstjórnarinnar um 6.800 tonna kvóta virðist hins vegar í samræmi við þau ákvæði úthafsveiðisamnings Sameinuðu þjóðanna að ríki skuli ekki aðhafast neitt, sem grefur undir verndunar- og stjórnunaraðgerðum svæðisstofn- ana á borð við NAFO. Önnur ríki ættu því að geta sætt sig við þessa niðurstöðu í bili, en auðvitað hlýtur ísland að stefna að því að ná samkomulagi við samstarfsríkin á ársfundi NAFO að ári. Nú er aðeins eftir að ná samningum við Norðmenn og Rússa um Smuguveiðar til þess að ísland geti hrósað sér af því að stunda eingöngu ábyrgar úthafsveiðar í samræmi við alþjóð- lega samninga. Allt kapp ber að leggja á að leysa Smugudeil- una fyrir næsta sumar. Ákvörðun um nýjar viðræður Islands og Rússlands vekur nýjar vonir í því efni. Morgunblaðið/RAX MAÐURINN má sín lítils, þegar náttúran talar með þeim hætti, sem hún hefur gert síðustu dagana. Og tröllaukin ísbjörgin gnæfa yfir manninum á sandinum og ekki er þyrlan heldur stór að sjá í samanburði við þau. Mesta og hraðasta hlaup ald- arinnar SKEIÐARÁRHLAUPIÐ nú kann að verða stytzta hlaupið í dögum talið, en aftur á móti er það lang- mesta hlaupið á öldinni mælt í rennsli hlaupvatns; mest 45.000 rúmmetrar á sekúndu og náði þeim á innan við sólarhring. Hlaupið 1938 náði hámarki i 40.000 rúmmetrum á sekúndu á tæpum þremur sólarhringum, en á jafnlöngum tíma er hlaupið nú nánast fjarað út. Skeiðarárhlaupið 1934 náði há- marki á tæpum níu dögum í rösk- lega 30.000 rúmmetrum, en féll niður aftur hraðast allra flóðanna. Mælarnir sýna vel flóðbylgjuna Vatnshæðarmælir, sem starfs- menn Orkustofnunar komu fyrir í Skeiðará við Skaftafellsbrekkur, sýnir vel flóðbylgjuna sem kom í upphafi hlaupsins í ánni. Mælirinn sýnir skyndilega hækkun á vatns- borði kl. 8 um morguninn og á um 30 minútum hækkaði vatns- borðið um 3,2 metra. Nokkrum mínútum síðar skall önnur bylgja á mælinum. Hann sýnir að kl. 9:10 komst vatnsborðið í 5,2 metra hæð. Það var undan þessum flóð- bylgjum sem vatnamælingamenn á Skeiðarárbrú þurftu að forða sér. Vatnshæðarmælir við Skeiðar- árbrú sýnir þessar sömu bylgjur mjög vel. Eftir að bylgjurnar höfðu liðið hjá dreifðist vatnið víðar um sandinn og vatnið tók að grafa sig niður. Hæðarmælarn- ir segja því ekki alla söguna um rennslisaukninguna í hlaupinu. knilíkön nokkurra iðarárhlaupa ■\ \ \ "~'\y Grímsvötn Benriflið íflóð- Bylgjunni Rennsli, rúmmetrar á sekúndu 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 Hlaupið sem nú er í rénum Fló£ korr þrið skv. Metra 5,0- 4,0- 3,0- 9 rv ibylgjan, rúmlega 5 metra há, niður Skeiðará kl. rúmlega 9.00 iudagsmorguninn 5. nóv. sl., mælitæki í Skaftafellsbrekkum 5,25 m \ 1,0- 0,0- 6. 30 7. )0 8.00 9 00 10 00 11 00 12 00 13 00 Olfusá er vatnsmesta vatnsfall á landinu. Meðalrennsli hennar er um 400 rúmmetrar á sek 20 km 6.000 tonn af fiski flutt yfir Skeiðarársand Styttra til megin- landsins eftir að vegurinn rofnaði EGILL Jón Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Horna- fjarðar, segir að flutt hafi verið 5-6.000 tonn af fiski frá markaðin- um yfir Skeiðarársand það sem af er árinu. Rof á samgöngum suður um land í kjölfar hlaups þýði að nú sé „styttra til Evrópu frá Horna- firði“. „Samgöngur við Evrópu eru mjög góðar og ekki spuming að meira fer þangað af fiski nú,“ segir hann. Björri Jónsson yfirmaður flutnings- deildar Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga, KASK, segir að helmingi lengri flutningsleið þýði í raun að þorskkílóið hafi lækkað um tíu krón- ur vegna aukins kostnaðar og lík- legt sé að fjöldi báta veigri sér við því að landa á Hornafirði í kjölfarið. Hann segir að flutningsgjöld þurfi að hækka um 60% vegna dýrari landflutninga. Flutningafyrirtækið HP og synir annast vöruflutninga fyrir Fisk- markað Hornafjarðar og flutnings- deild KASK fyrir kaupfélagið og einstaklinga. Heimir Heiðarsson hjá HP og sonum sagði í Morgunblaðinu í gær að fyrirtækið hefði til þessa haft 1-5 bíla í flutningum daglega en nú mætti búast við því að flutn- ingsgetan minnkaði um helming. Undir það tekur Egill Jón og segir að með því að fara norðurleiðina anni bílamir ekki fiskflutningum fyrir Fiskmarkað Hornafjarðar. Haustin hafi verið besti tíminn hjá þeim. Undirstöðurnar famar Egill Jón segir ennfremur að Austfirðirnir hafi verið að sérhæfa sig meira í uppsjávarfiski --------- á borð við síld og loðnu meðan bolfiskurinn safn- ist á suðvesturhomið og Norðurland. „Þetta raskar __________ mynstrinu og er vel hugs- anlegt að stóm línubátarnir sigli vestur. Þá má búast við að þónokk- uð meira af afla fari út til Evrópu. Einnig komum við til með að kanna hvort hægt er að senda með skipum. Fiskmarkaður Hornafjarðar hefur eflst gífurlega á undanförnum árum og nú stöndum við á hávertíðinni. Það er ekki gott að ætla að flytja ferskan afla á þrefalt lengri tíma. Við höfum byggt markaðinn upp Flutnings- gjöld hækka um 60% með því að vera áreiðanlegir í af- hendingum. Nú er búið að slá undan okkur undirstöðurnar," segir Egill Jón. Bjöm Jónsson hjá flutningsdeild KASK segir að fyrirtækið ráði yfir fjórum flutningabílum, þar af þrem- ur með tengivögnum, sem megi mest vera 13,5 metra langir sam- kvæmt evrópskum reglum. Flutt er fyrir kaupfélagið og einstaklinga og voru farnar fimm ferðir í viku áður en suðurleiðin rofnaði, að hans sögn. Fyrir dyram stendur að birgja selj- endur upp af jólavarningi fyrir mán- aðamót og þá segir Bjöm heilmikið að gera í afurðaflutningum þegar vertíð stendur sem hæst. Flutningsgjöld syðri leiðina voru 11,30 kr. á kíló með skatti en þegar nyrðri leiðin er farin eykst kostnað- ur í 18,20 kr. að Björns sögn. „Við höfum sérhæft okkur í tengivögnum við flutninga og það er ekki góð til- hugsun að draga 13,5 metra langa lest á eftir sér í kafaldsbyl í Fagra- dal og eftir fjörðunum. Breiðdals- heiðina getum við ekki farið vegna þess hversu beygjurnar þar era þröngar," segir Björn. Bjöm segir Eimskip sigla einu sinni í viku beint frá Reykjavík til Hornafjarðar. „Þeir era sólarhring á leiðinni sem hentar okkur mjög vel. Mælifellið fer hins vegar norður- leiðina fyrir Samskip og við getum því lítið notað þá ferð fyrir vöru- flutninga," segir hann. Nú er hugmyndin sú að hans sögn að aka úr Reykjavík á fimmtudags- kvöldum og til Akureyrar. „Það er oftast greiðfært þangað. Síðan er ratt á föstudögum og þá eigum við að ná yfir-------------- Möðradalsöræfi til Egilsstaða næsta dag. Síð- ________ an er bara eftir___________ að glíma við hálkuna hér í fjörðunum,“ segir Björn. Býst hann við að tveir menn verði að vera í hverjum bíl nú í stað eins, þótt gist sé á Akureyri, til að fara eftir reglum Evrópusambands- ins um hvíldartíma langferðabíl- stjóra. Loks segir Björn að reynt verði að lesta í gáma og setja í skip sem fer á þriðjudagskvöldi úr Reykjavík og er á Hornafirði sólarhring síðar, Þorskkílóið hefur lækkað um tíu krónur til þess að sleppa við norðurleiðina og halda flutningskostnaði niðri. Möðrudalsöræfi rudd fímm sinnum í viku Hreinn Haraldsson framkvæmda- stjóri rannsókna- og þróunarsviðs Vegagerðarinnar segir að ef litið sé á þann hluta hringvegar sem liggur um Skeiðarársand sé heildaramferð á veginum á ársgrundvelli 144 bílar á dag. Ekki hefur verið gerð bein talning á því hversu hátt hlutfall þeirrar umferðar er flutningabílar, að hans sögn, en viðmiðunin sem notuð er er 20%, sem þýðir um 30 bíla á dag. Vetrarumferðin telst 50 bílar á dag og reiknað er með að flutninga- bílar séu um 15 á hveijum degi. Hreinn segir ennfremur að til þessa hafi Vegagerðin reynt að halda Möðradalsöræfum opnum tvo daga í viku en nú hafi verið ákveðið að ryðja fimm sinnum vikulega ef þörf krefur. Norðurleiðin frá Höfn er um 940 kílómetrar, að Hreins sögn, en suðurleiðin, sem nú er rofín, 460 kílómetrar. Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur síðastliðin tvö ár unnið að könnun fyrir Vegagerðina á vöruflutningum eftir vegakerfinu. Athuguð er dreifing flutninga yfir árið, hvað er flutt, hvaðan og hvert. Niðurstöður eru ekki á næsta leiti en samkvæmt athugun sem gerð var á Suðurlandsvegi eina viku í júlí sem leið voru flutt tæp 60 tonn af vörum frá Suður- og Suðvestur- landi austur og tæp 47 tonn sömu leið til baka. Olafur Sigmundsson hjá Hagfræðistofnun vinnur að --------- könnuninni meðal ann- arra og segir hann að flutningar séu stöðugir yfir allt árið en gera þurfi ________ ráð fyrir breytingum vegna slátur- og vertíða eða flutningum á varningi kringum jól. Meðfylgjandi töflur eru byggðai á gagnagrunni Hagfræðistofnunai og tekur Ólafur fram að einungis sé búið að gera fímm athuganir og túlka beri niðurstöðumar með var- úð. Taflan gildir einungis fyrir flutn- inga 14.-20. júlí og nær ekki til allra flutninga til Austurlands þessa vikt að hans sögn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.