Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FLATEYRARKIRKJA 60 ÁRA
AÐSEIMDAR GREINAR
Flateyrarkirkja.
Nýtt safn-
aðarheimili
HALDIÐ verður upp á 60 ára af-
mæli Flateyrarkirkju sunnudaginn
10. nóvember nk. Messað verður í
kirkjunni kl. 14. Biskup íslands,
herra Ólafur Skúlason, prédikar og
blessar safnaðarheimili í nýrri við-
byggingu kirkjunnar. Að því loknu
býður sóknarnefnd til kaffísamsætis
í veitingastofunni Vagninum á Flat-
eyri.
Kirkjan er steinkirkja sem rúmar
um 150 manns í sæti. Hún er 18,3
metrar á lengd (viðbygging 1995
ekki talin með) og 7,8 metrar á
breidd. Hæð upp á mæni er 7,6
metrar og turninn er 17 metra hár.
Kirkjan var byggð árið 1936 af
Jóni Jónssyni, verktaka á Flateyri,
eftir teikningu Húsameistara ríkis-
ins undirritaðri af Einari Erlends-
syni.
Flateyrarkirkja var vígð 26. júlí
1936 af herra Jóni biskupi Helga-
syni (1866-1942) með aðstoð pró-
fastanna síra Sigtryggs Guðlaugs-
sonar á Núpi (1862-1959) og síra
Sigurgeirs Sigurðssonar á ísafirði
(1890-1953), síðar biskups íslands,
og sóknarprestsms í Holtspresta-
kalli, síra Jóns Ólafssonar í Holti.
Mikið fjölmenni var viðstatt og þótti
athöfnin mjög hátíðleg.
I samtímafrétt af vígsluathöfninni
segir á þessa leið:
„Kirkjan er söfnuðinum til mesta
sóma og prýði fyrir kauptúnið. Hún
er einnig ágætlega búin að gripum
og skrúða. Altaristaflan er forkunn-
arfögur, gefin af Ólafi Sveinssyni,
vélfræðingi í Reykjavík, og systkin-
um hans til minningar um foreldra
þeirra, Svein Rósinkransson og Sig-
ríði Sveinbjarnardóttur frá Hvilft.
Kvenfélagið Brynja gaf altarisstj-
aka, prestskrúða, altarisklæði og
ljóshjálm, Holtskirkja gaf kaleik og
patínu, Önfirðingar í Reykjavík
kirkjuklukkur og yfirsmiður kirkj-
unnar, Jón Jónsson, gaf gólfdregil.
Guðrún Snæbjarnardóttir læknisfrú
hefur gefið ágætan altarisdúk og tvo
þríarma ljósastjaka. Mun henni það
mest að þakka allra manna að kirkj-
an hefur verið reist. — Kirkjan er
talin hafa kostað rúmar 20 þúsund
krónur." (Kirkjuritið, okt. 1936, 2.
árg., bls. 338.)
A kirkjuskipi eru átta gluggar
með steindu gleri, gerðu af Leifi
Breiðfjörð. Fyrstu tveir (Krossfest-
ingin og upprisan) voru gefnir árið
1973 til minningar um hjónin Guð-
rúnu Torfadóttur frá Sólbakka og
síra Jóhann Lúther Sveinbjarnar-
son, prófast á Hólum í Reyðarfirði,
af börnum þeirra,^ tengdabörnum
og barnabörnum. Árið 1976 voru
aðrir tveir giuggar gefnir kirkjunni
(Skírnin og píslargangan) í þakkar-
og virðingarskyni við hjónin Guð-
laugu Sveinsdóttur og Finn Finns-
son á Hvilft, af börnum þeirra og
fóstursyni. Síðar bættust kirkjunni
fjórir gluggar í viðbót: Frá Hagalín
Guðmundssyni (Uppstigningin) til
minningar um eiginkonu hans,
Magneu Jónsdóttur frá Hrauni á
Ingjaldssandi; frá Ólafíu Hagalíns-
dóttur (Yður er í dag frelsari fædd-
ur), börnum þeirra og ættingjum,
til minningar um eiginmann og föð-
ur, Guðmund Þorláksson, oddvita
og sóknarnefndarformann; frá Hirti
Hjálmarssyni (Jesús læknar sjúka)
og sonum hans, til minningar um
eiginkonu og móður, Rögnu Sveins-
dóttur organista, og frá hjónunum
Næsta sunnudag halda
Flateyringar upp á 60
ára afmæli Flateyrar-
kirkju. séra Gunnar
Björnsson rifjar upp
sögu kirkjunnar.
Jóhanni Guðbjartssyni og Guðrúnu
Guðbjartsdóttur (Leyfið börnunum
að koma til mín), til minningar um
son þeirra, Guðbjart Jóhannsson.
Á turni kirkjunnar er hringlaga,
steindur gluggi, teiknaður og unninn
af enskum glerlistamanni, gefinn að
beiðni Guðrúnar Snæbjörnsdóttur af
fósturbörnum hennar. Þá er á turni
neonijósakross, gefinn af Láru Frið-
riksdóttur til minningar um foreldra
og fósturmóður. Á altari kirkjunnar
er róðukross, minningagjöf um hjón-
in frá Görðum, þau Gróu Finnsdótt-
ur og Guðmund Jónsson, frá börnum
þeirra.
Fjölmargar aðrar gjafir hafa
kirkjunni borist á áratugunum sex,
svo sem fundargerðarbók sóknar-
nefndar, annáll kirkjunnar og vísi-
tasíugjörðir prófasta og biskupa
bera vott. Ekki er kostur að geta
allra þeirra hér, en þær koma að
góðum notum í starfi kirkjunnar og
eru vel geymdar og ekki gleymdar.
Orgel kirkjunnar á sönglofti er
sjö radda pípuorgel frá A Kem &
Fils í Strassborg.
Á 40 ára afmæli kirkjunnar, 1976,
var hún öll máluð að innan. Það
verk vann Jón Björnsson málara-
meistari en kona hans, Gréta Björns-
son, málaði skreytingar með tákn-
myndum á neðanverða hvelfíngu,
með kórboga, framan á söngloft,
prédikunarstól og á bekkjarbríkur.
Af nýjum munum kirkjunnar má
nefna tvær fánastengur á stétt við
kirkjudyr, gefnar af Steinari Guð-
mundssyni, altarisdúk með harðang-
urssaumi, gjöf hjónanna Greips Guð-
bjartssonar, kaupmanns á Flateyri,
og Guðfinnu Hinriksdóttur og fjöl-
skyldu þeirra. I maí síðastliðnum
færðu fermingarbörn í Kjalarnes-
prófastsdæmis kirkjunni símbréf-
tæki, myndvarpa og sýningartjald.
19. október síðastliðinn færði Ragn-
heiður Erla Hauksdóttir kirkjunni
lespúlt á altari og oblátuöskjur úr
silfri til minningar um eiginmann
sinn, Þórð Júlíusson, pípulagninga-
meistara á Flateyri. Og nú hefur
Kvenfélagið Brynja gefið kirkjunni
bollastell fyrir 40 manns, í tilefni
afmælisins.
Kirkjulóðin er snyrtileg og vel
umgengin. Hefur Hjörtur Jónsson,
bakarameistari á Flateyri, umsjón
hennar með höndum. Tijáplöntur
gaf Lions-klúbbur Önundarfjarðar
og unnu félagar klúbbsins að gróður-
setningu þeirra. Fjóra ljóskastara,
sem flóðlýsa kirkjuna að utan, gáfu
Lions-mennirnir einnig.
Kirkjugarður Flateyrarsóknar
varð sem kunnugt er fyrir miklum
skemmdum í snjóflóðinu, er hljóp á
plássið 26. október 1995. Framund-
an er viðgerð á garðinum, en jafn-
framt er fyrirhugað að stækka hann
og tengja minningarlundi um þá,
sem fórust í snjóflóðinu 26. október
síðastliðinn, þegar ár var liðið frá
náttúruhamförunum, var afhjúpaður
minnisvarði með nöfnum hinna látnu
og Ijóðlínum Guðmundar Inga Krist-
jánssonar, skálds á Kirkjubóli. Minn-
ingarsjóður Flateyrar annaðist upp-
setningu þessa minningamarks, sem
er mannhæðarhár steinn með áfest-
um skildi og stendur hann á kirkju-
lóðinni spölkorn í austur frá kirkju-
dyrum.
Á ofanverðum síðasta áratug var
ákveðið að byggja við kirkjuna, fata-
hengi og snyrtingu sitt hvorum meg-
in við forkirkju og skrifstofu prests,
fundarsal, geymslu og snyrtingu að
kórbaki. Framkvæmdir hófust 1993
og lauk í október síðastliðnum. Við-
byggingin er um 40 fermetrar á
tveimur hæðum. Verktaki var Eirík-
ur Guðmundsson í Sporhamri hf. á
Flateyri. Mahóní-stiga upp á efri
hæðina smíðaði Finnur Jakob Guð-
steinsson. Er það samdóma álit að
framkvæmd þessi hafi vel tekist
enda fellur hún af smekkvísi að upp-
haflegri útlitsteikningu kirkjunnar.
Enn vantar húsgögn í fundarsal á
efri hæð. Sparisjóður Önundarfjarð-
ar gaf skrifstofuhúsgögn.
Einungis þrenn prestshjón hafa
þjónað Fjateyrarsókn þessi 60 ár:
Sr. Jón Ólafsson prófastur (1902-
19995) og frú Elísabet Einarsdóttir
(1906-1985) frá 1936-1963 (en sr.
Jón kom til Holtsprestakalls árið
1929), sr. Lárus Þorvaldur Guð-
mundsson, prófastur og frú Sigur-
veig Georgsdóttir, frá 1963-1989,
og sr. Gunnar Björnsson sóknar-
prestur og frú Ágústa Ágústsdóttir
frá 1989. Hafa aðeins fimm prestar
setið Holt í Önundarfirði á þessari
öld. Auk þeirra þriggja, sem að ofan
eru nefndir, þjónuðu Holtspresta-
kalli á öldinni sr. Janus Jónsson
(1884-1908 og sr. Páll Stephensen
frá 1908-1929.
Organisti Flateyrarkirkju er Illugi
Gunnarsson. Kirkjuvörður er Heiga
Guðbjartsdóttir.
F’ormaður sóknarnefndar er Gunn-
laugur Finnsson, bóndi og kirkjuráðs-
maður á Hvilft. Aðrir í sóknarnefnd
eru Eiríkur Guðmundsson, Eirkíkur
Sigurgeirsson, Hjördís Guðjónsdóttir
og Þorbjörg Sigurþórsdóttir. Vara-
menn eru Júlíana Jónsdóttir, Kolbrún
Elsa Jónsdóttir, Kristján Jóhannes-
son, Petrína Konráðsdóttir og Eiríkur
Finnur Greipsson.
Höfundur cr prestur á Holti í
Ónundarfirði og sóknarprestur
Flateyringa.
Með öfugum
klónum
SEM BETUR fer er
sjaldgæft að finna í ör-
stuttri grein aðra eins
blöndu af rangfærslum
og útúrsnúningi og gat
að líta í grein Baldvins
Hafsteinssonar, lög-
manns Félags íslenskra
stórkaupmanna, í Mbl.
29. október sl. undir
fyrirsögninni Opið bréf
til iðnaðarráðherra: Er
íslenskur iðnaður í raun
risinn úr öskustónni?
Tilefnið er átakið ís-
lenskt, já-takk, sem nú
er ýtt úr vör fjórða árið
í röð.
Óbeðinn ætla ég að
blanda mér í þessa um-
ræðu með nokkrum orðum, enda er
Samtökum iðnaðarins málið skylt, en
iðnaðarráðherra er fullfær um að
Kaup á innlendri fram-
leiðslu, segir Sveinn
Hannesson, hefur áhrif
á atvinnustigið.
svara fyrir sig sjálfur ef honum þykir
bréfið svara vert.
Óheft samkeppni
Baldvin virðist halda að með sam-
þykkt samningsins um EES hafí toll-
ar af iðnaðarvörum frá Evrópu verið
felldir niður og það hafi leitt til stór-
aukins innflutnings í samkeppni við
innlenda framleiðslu. Þetta er, eins
og flest annað í greininni, rangt.
Verndartollar af innfluttum iðnvarn-
ingi voru felldir niður með aðiidinni
að EFTA og samningum við EBE (nú
ESB) fyrir aldarfjórðungi. Eftir stóðu
fjáröflunartollar af vörum eins og
bílum og bílavarahlutum, heimilis-
tækjum og raftækjum.
Afnám þessara fjáröfl-
unartolla með EES-
samningnum hefur
hverfandi áhrif á ís-
lenskan iðnað, enda vita
flestir að bílar og raf-
magnstæki eru ekki
uppistaðan í íslenskri
iðnaðarframleiðslu.
Vörugjöld eru ekki
verndartollar
Það er alrangt að
breyting þessara fjár-
öflunartolla í vörugjöld
hafi verið til þess fallin
að vernda íslenska
framleiðslu, því vöru-
gjöld leggjast bæði á
ipnlenda framleiðslu og innflutning.
Ég hef margoft í ræðu og riti bent
á að þessi breyting á tollum í vöru-
gjöld er tímaskekkja og ekki í anda
EES-samningsins. Þaðan af síður
veitir hún innlendum framleiðendum
nokkra vernd. Margir, þar á meðal
Baldvin Hafsteinsson, virðast haldnir
þeim ranghugmyndum að breytingar
á jögum um vörugjald í kjölfar kæru
FÍS hafí orðið til þess að afnema
einhveija dulbúna vernd fyrir ís-
lenskra framleiðslu.
Raunar hefur komið í ljós að ýmis
innlend framleiðsla hefur borið mun
hærra vörugjald en innflutningur.
Sem dæmi má taka að á síðasta ári
bar innflutt sælgæti að meðaltali 64
kr. vörugjald á kg, en innlend fram-
leiðsla bar á sama ári að meðaltali
88 kr. gjald á kg. Eftir breytinguna
hafa (vonandi) allir greitt sama
magngjaldið. Um þetta atriði sagði
í greinargerð með frumvarpinu þegar
lögunum um vörugjald var breytt sl.
vor: „Þannig hafa innlendir framleið-
endur talið að núverandi kerfi (fyrir
breytingu) fæli í sér mismunun inn-
lendrar framleiðslu og innflutnings,
innlendu framleiðslunni í óhag. Þær
Sveinn
Hannesson
Stórsigur
launþega?
VSÍ HEFUR sent frá
sér stefnu um gerð
komandi kjarasamn-
inga. Grunntónninn er
að framkvstj. VSÍ ætlar
að gefa fyrirtækjum
heimild til þess að semja
við starfsfólk sitt. Eg
átta mig ekki alveg
hvað er nýtt við þetta
því starfsfólk og fyrir-
tæki hafa á undanförn-
um árum hagrætt vin-
nutíma á margvíslegan
hátt, t.d. með þvl að
fella niður kaffitíma,
stytta matartíma o.fl.
Sveigjanlegur vinnutími
er víða, vinnuvikunni er
hagrætt á ýmsa vegu,
báðum aðilum til hagsbóta. Um laun
er í mörgum tilfellum samið á vinnu-
stað og eru töluvert fyrir ofan ums-
amda taxta. Allt er þetta vel þekkt
og gert á vinnustöðum án afskipta
stéttarfélaga eða VSÍ.
Lausn kjarasamninga á undan-
förnum áratugum var oft sú að sam-
ið var um ýmis önnur tekjuaukandi
atriði en hækkun launataxta. Þeir
eru því í engu samræmi við raun-
laun. Um þetta snúast komandi kja-
rasamningar. Það verður að slá á
þann óróleika sem ríkir á vinnumark-
aði hér á landi. Það verður ekki gert
með því að færa umsamda launa-
taxta strípaða upp um 2 - 4%. Kostn-
aðarauki fyrirtækja við að færa taxta
að greiddum launum er hverfandi.
Hjá verkalýðshreyfíngunni starfa
mjög færir hagfræðing-
ar og forystumenn
hennar vita a.m.k.
jafnmikið um efnahags-
lífið og stjórnvöld og
forystumenn vinnuveit-
enda. Annað megin-
verkefni komandi kjara-
samninga er að koma
böndum á vaxandi
skattpíningu heimil-
anna af hálfu stjórn-
valda og ekki síður
sveitarstjórna. Reykja-
víkurborg hefur t.d. á
síðustu tveim árum tek-
ið til sín í hækkandi
sköttum og þjónustu-
gjöldum meira en ums-
amdar launahækkanir.
Ég er vantrúaður á, seg-
ir Guðmundur Gunn-
arsson, að VSÍ hafi nú
tekið 180°stefnubreyt-
ingu.
Þar á ofan hefur fjármálaráðuneytið
tekið til sín stórar fjárhæðir með því
að breyta skattakefínu og setja á
margskonar þjónustugjöld. Skulda-
staða heimila hefur vaxið og er í dag
óhugnanleg. Ekki verður komist hjá
því að taka á þessu í komandi kjara-
samningum. Það verður ekki gert í
samningum einstakra launþega og
Guðmundur
Gunnarsson