Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 39
Lýsamfi dæmi
lagleg Ijós
NOVEMBERTILBOÐ
í Borgarljós-keðjunni eru:
Borgarljós, Ármúla 15
Sími: 581 2660
Magasín, Bíldshöfða 20
Sími: 587 1410
Rafbúðin Álfaskeiði, Hafnarfirði
Sími: 555 3020
Árvirkinn, Selfossi
Sfmi: 482 3460
Lónið, Höfn
Sími: 478 2125
Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum
Sími: 471 1438
Siemens búðin, Akureyri
Sími: 462 7788
Radíóvinnustofan, Akureyri
Sími: 462 2817
Straumur, isafirði,
Sími: 456 3321
Rafþj. Sigurdórs, Akranesi
Sími: 431 2156
Rafbúð RÓ, Keflavík Kolihri Inftiiós k>
Sími: 421 3337
Tilboð kr. 1.990
Tilbod kr. 9.490
Discos kúpull gull
Tilboð kr. 1.990
• kr 2 490
kr. Z.49Q
■
vinnuveitenda þeirra.
Stéttarfélögin hafa á undanförn-
um árum gagnrýnt mjög miðstýr-
ingu við gerð kjarasamninga. Bent
er á að framkvæmdastjórn VSÍ hef-
ur ítrekað neitað að staðfesta kjara-
samninga sem trúnaðarmenn starfs-
fólks hafa gert. Hér má t.d. nefna
Slippstöðina á Akureyri í vor og
Járnblendi- og Sementsverksmiðj-
una 1994 eða þegar 3ja ára gamall
kjarasamningur við RSÍ var tekinn
upp úr skúffum VSÍ og ógiltur.
Gengið var tvisvar frá kjarasamn-
ingum í ísal á árunum 1989 - 1991
með sátt um lágar launahækkanir
gegn loforði um að hagræðingu inn-
an fyrirtækisins yrði skilað til laun-
þega í hærri launum. Ekki var stað-
ið við þetta þrátt fyrir að starfsfólki
fækkaði, framleiðslan ykist og fyrir-
tækið skilar nú á annan milljarð í
hagnað. Þegar starfsfólkið hefur
reynt að sækja lofuðar launahækk-
anir hefur því verið stillt upp við
vegg verkfalls og það sakað um
óábyrgar kröfur. Menn verða að
virða það við mig þótt ég sé vantrú-
aður á að VSÍ hafi nú tekið 180°
stefnubreytingu.
Flést stéttarfélaganna hafa
marglýst því yfir að þau vilji semja
beint við sína vinnuveitendur og þá
að tekið sé tillit til þess hvernig
fyrirtæki þeirra gangi. Það fer ekki
alltaf saman við óskir stóru fyrir-
tækjanna sem ráða stefnu VSI. Ef
við erum að stíga skref í þessa átt,
þá er ný stefna VSÍ stórsigur laun-
þega. Eða er VSÍ með þessu útspili
að gera tilraun til þess að smeygja
sér undan því að takast á við vand-
ann og ætli sér enn eina ferðina
að komast upp með að hækka
launataxtana um eitthvert lág-
marksmeðaltal og henda deilumál-
unum út í fyrirtækin.
Höfundur er form.
Rafiðnaðarsambands íslands.
AÐSENDAR GREINAR
upplýsingar, sem fram komu við
undirbúning þessa frumvarps, renna
stoðum undir þessa skoðun."
Ég læt Baldvin H,afsteinsson um
að útskýra fyrir lesendum í næsta
bréfi hvernig á því getur staðið að
mun lægra gjald var áður innheimt
af innfluttu sælgæti en innlendu.
Getur verið að innflutningsverð hafi
verið vantalið í stórum stíl? Ráðu-
neytið gefur þá kurteislegu skýringu,
sem dugar þó skammt, „að heild-
söluálagning hafí í reynd verið meiri
en þau 25% sem gjaldtökukerfið
gerði ráð fyrir“. Rifja má upp að það
var einmitt þessi áætlaða álagning
sem FÍS kærði til ESA (Eftirlits-
stofnunar EFTA), sem mat þessa
aðferð óheimila og krafðist breytinga
á henni. Vörugjaldið er og verður
hinn mesti ólánsskattur en breyting-
in yfir í magngjöld dregur þó úr
möguleikum til undanskota. Vonandi
fagna því allir unnendur samkeppni
á jafnréttisgrundvelli.
Auglýsingar
Baldvin Hafsteinsson segir í grein
sinni „Af tilvitnuðu átaki (íslenskt,
já-takk) að marka, virðist sem verðið
og gæðin skipti ekki lengur máli.
Aðalatriðið er, að varan skuli vera
íslensk." Þetta er auðvitað átakan-
legur misskilningur hjá honum. Með
skoðanakönnunum hefur fengist sú
niðurstaða að níu af hveijum tíu
neytendum eru sannfærðir um að
íslensk framleiðsla sé sambærileg
eða betri en innflutt vara. Við trúum
því að vöruverð hafi einnig þróast
innlendri framleiðslu í hag og hvetj-
um því neytendur til að bera saman
verð. Við bendum neytendum einnig
á að kaup á innlendri framleiðslu
hafa áhrif á atvinnustigið í landinu.
Er eitthvað rangt við þann málflutn-
ing?
Ef FÍS telur til dæmis að íslenskir
neytendur hafi sérstakan áhuga á
að efla atvinnu í Japan eða Dan-
mörku þá er þeim að sjálfsögðu
frjálst að hvetja neytendur, á þeim
forsendum, til að kaupa vörur frá
þeim löndum. Hveijir standa annars
að dönskum, frönskum og amerísk-
um dögum? Hver trúir því að slíkar
kynningar séu til þess gerðar að
breiða yfir það að vörur frá þessum
löndum séu lakari eða dýrari en aðr-
ar vörur?
í Mbl. 31. október er frá því greint
að formaður FÍS standi ásamt öðrum
að umfangsmikilli auglýsingaherferð
á Spáni. Um hana segir m.a: „í þess-
ari auglýsingaherferð erum við ekki
að auglýsa fyrirtækin okkar heldur
er öll áherslan á saltfiskinn og upp-
runa hans. Meginatriðið í herferðinni
er að fiskurinn er íslenskur." Það er
ljóst að formaður FÍS fær orð í eyra
frá lögmanninum þegar hann kemur
frá Spáni.
Iðnaður í öskustó?
Sú áður óþekkta staða er nú upp
komin að ítrekað er reynt að mark-
aðssetja innfluttar vörur undir
merkjum átaksins íslenskt, já-takk.
Við hjá Samtökum iðnaðarins teljum
þetta bera vitni um að neytendur
treysta íslenskri framleiðslu og taka
hana að öðru jöfnu fram yfir inn-
flutta vöru. Við höfum hvatt okkar
menn til að segja satt og rétt frá,
þannig að neytandinn viti að hveiju
hann gengur og ekki sé gefið í skyn,
beint eða óbeint, að varan sé íslensk-
ari en unnt er að standa við.
Sú staðreynd, að það er orðið auð-
veldara að selja innlenda framleiðslu
en innflutta, gleður okkur hjá Sam-
tökum iðnaðarins en virðist ekki
gleðja lögmanninn. Hans niðurstaða
er þessi: „Dragi maður ályktanir af
þessu, má helst ætla, að íslenskum
iðnaði hafi ekki tekist að aðlaga sig
breyttum aðstæðum og gera sig sam-
keppnisfæran við innflutning. Hann
þurfi þvi að höfða til þjóðernisvitund-
ar til að tryggja afkomu sína. Er
iðnaðurinn enn í öskustónni?"
Er manninum alvara? Trúir hann
því í alvöru að neytendur vorkenni
svo iðnaðinum í landinu að menn
ijúki til og kaupi innlendan iðnvarn-
ing af þeim sökum? Þá þekkir hann
íslenska neytendur illa. Sem betur
fer er íslenskur iðnaður nú í sókn
en Baldvin Hafsteinsson hlýtur að
harma það, því hann trúir því að
hnignun og eymd sé leynivopn iðnað-
arins í samkeppni við innflutninginn!
Verður lengra gengið í rangfærslum
og útúrsnúningi?
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
;
1
i
I
I
t
I