Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Bömín okkar og
grunnskólarnir
SUNNUDAGINN
13. okt. sl. birtist í
Morgunblaðinu grein
eftir Gunnar Kvaran
sellóleikara undir
heitinu „Börnin okk-
ar“. Grein þessi fjallar
um uppeldi bama og
skólagöngu, þær
hættur sem í dag
steðja að uppvaxandi
æskufólki, og m.a.
koma fram í aukinni
neyslu vímuefna, og
nauðsyn þess að
bregðast við þeim
vanda. Greinin er
samfelld hvatning og
„áskorun til stjórn-
valda og allra landsmanna", eins
og segir í undirtitli, að taka til
hendi við að bæta uppeldi og al-
menna menntun barna og unglinga
bæði á heimilum og í skólum. En
sérstaklega gerir Gunnar sér vonir
um að bætt tónlistaruppeldi og
■músíkþjálfun í grunnskólum mundi
styrkja þjóðaruppeldið og geta ráð-
ið bót á mörgu sálarmeini sem nú
hijáir fjölda einstaklinga og samfé-
lagið.
Ekki má minna vera en þakka
Gunnari Kvaran fyrir þessa þörfu
og bráðsnjöllu hugvekju. Ég tek
heils hugar undir hugmyndir hans
um alhliða menntunaráhrif tónlist-
ar svo sem þegar lært er að leika
á hljóðfæri eða hlusta á tónlist.
Að vísu er ég lítt dómbær á skoðan-
ir hans í þessu efni. En ég trúi því
''fastlega að hann hafi rétt fyrir
sér. Og þessi trú mín nær ekki
aðeins til tónlistar heldur einnig
og jafnframt til annarra listgreina
og handlista. - Sérstaklega finnst
mér almennur söngur vera alltof
lítið iðkaður í grunn-
skólum. - En hér er
hægara um að tala en
úr að bæta eins og
margir hafa komist að
raun um.
Svo vill til að undi-
ritaður hefur í pistlum
sínum um skóla- og
menntamál oft bent á
nauðsyn þess að auka
þátt lista og handverks
í grunnskólum. Sama
hafa margir aðrir
skólamenn gert en
árangur af þessari við-
leitni er harla rýr,
a.m.k. innan grunn-
skólans. Hins vegar
hafa, eins og Gunnar víkur að, á
undanfömum 20-30 árum verið
stofnaðir margir tónlistarskólar
víða um land sem eru ýmist reknir
beint af sveitarfélögum eða sem
sjálfseignar- eða einkastofnanir
með íjárhagslegum stuðningi við-
komandi sveitarfélaga (sjá lög nr.
75/1985 og reglugerðir). Nemend-
ur þessara skóla borga allhá skóla-
gjöld, sbr. grein Gunnars. Tón-
listarskólarnir hafa unnið ágætt
verk í þágu músíkmenntunar í
landinu og eru ein helsta undir-
staða þess fjölbreytta tónlistar-
starfs sem nú blómstrar og allstór
hópur landsmanna nýtur sem betur
fer.
í grein sinni kemst Gunnar svo
að orði á einum stað: „Þótt segja
megi að stór hópur barna og ungl-
inga stundi tónlistarnám í landinu,
hefur þetta nám ekki hlotið þann
sess í almenna skólakerfinu, sem
það ætti að hafa. Allir nemendur
grunnskóla ættu að eiga kost á
tónlistarnámi ókeypis." Hér er vik-
Grunnskólar, segir J6n-
as Pálsson, verði mið-
stöðvar fræðslu, félags-
starfa og menningar.
ið að grundvallaratriði, stöðu tón-
mennta í skyldunáminu og þá einn-
ig óbeint annarra list- og verk-
greina.
Ekki er rúm hér til að rekja stöðu
list- og verkgreina innan grunn-
skóla né heldur ræða kennara-
menntun grunnskólakennara í
þessum fögum (tónmennt, mynd-
mennt, handmennt, heimilisfræði
og íþróttum). Ég er í hópi þeirra
sem hafa beitt sér fyrir því að
þessar greinar væru hluti af hinu
almenna kennaranámi og þær eru
nú allar kenndar sem valgreinar
innan Kennaraháskóla íslands. En
vissulega er námstíminn sem ætl-
aður er þessum greinum í þriggja
ára kennaranámi of naumt
skammtaður og mundi svo einnig
vera þótt námið væri fjögur ár eins
og lögin frá 1988 um Kennarahá-
skólann gera ráð fyrir en fjárveit-
ingar fást ekki til að framkvæma.
(Ég nota eða misnota tækifærið
og legg til að almenn kennara-
menntun verði 5 ára nám með
aukinni áherslu á valgreinar eða
valgreinasvið og æfingakennslu.
Jafnframt verði almennt mennta-
skólanám til stúdentsprófs stytt
um eitt ár.)
En hvað sem öðru líður hvet ég
alla til að lesa hina ágætu grein
Gunnars Kvarans og set í lokin á
blað fáeina punkta svo sem eins
og innlegg í þá umræðu sem grein-
in vonandi vekur.
Jónas
Pálsson.
1. Þeir sem nú vinna að endur-
skoðun námskrár fyrir grunnskóla
hljóta að gefa hugmyndum Gunn-
ars Kvarans sérstakan gaum. Per-
sónulega legg ég til að námskrá
fyrir byrjendur, 6-9 ára, verði tek-
in til gagngerðrar endurskoðunar;
grunngerð námsins nánast snúið
við^ mikil áhersla frá upphafi lögð
á að iðka dans, hljóðfæraleik, söng
og frásögn. Börnunum kennt að
hlusta einbeitt á músík, sögur og
ljóð. Æfð myndræn og leikræn tján-
ing og beiting líkamans. Ritun, lest-
ur og reikningur samofin þessu
grunnefni í markvissri framvindu
námsins og í samræmi við getu og
skilning hvers nemanda. Með þessu
er ekki gefíð í skyn að slá skuli slöku
við kennslu og nám í lestri, skrift
og reikningi enda sannfæring mín
að með þessu lagi muni nám í þess-
um greinum ganga betur en ella.
2. Stórauka ber samvinnu milli
kennara í leikskólum og fyrstu
bekkjum grunnskóla; í rauninni
ætti að sameina þessi skólastig hið
allra fyrsta. Foreldrar taki skipu-
lega þátt í starfí kennara og nem-
enda, einkum á yngri aldursstigum.
Þetta er sennilega eina leiðin til að
gera samstarf heimila og skóla
raunhæft og leggja grunn að
traustu forvamastarfí með tilstyrk
foreldra.
3. Grunnskólar verði í miklu rík-
ari mæli en nú er miðstöðvar
fræðslu, félagsstarfa og menning-
ar í sínum hverfum eða sveitarfé-
lagi. Þetta tekur til hvers konar
íþróttaiðkana, skemmtana, list-
kynninga, upplýsingamiðlunar og
stuðnings við nám fólks á ýmsum
aldri, bæði barna og fullorðinna.
4. Skilgreina þarf að nýju hlut-
verk, starfsskyldur og vinnutíma
kennara. Kennslustundin er of ein-
hæft vinnuform við núverandi sam-
félagsaðstæður. Bekkurinn verði
áfram grunneining í skólastarfi en
í mun sveigjanlegra formi en nú
er algengast. Bæta verður kjör
kennara verulega frá því sem nú
er og hækka stöðu þeirra í launa-
stiga samfélagsins, sbr. grein
Helga Hálfdanarsonar „I vænd-
um“, Mbl. 1. okt. sl.).
5. í samræmi við þessar hug-
myndir er sjálfsagt að tónlistarnám
í núverandi tónlistarskólum verði
fært, a.m.k. að hluta til, _ inn í
grunnskólana eða tónlistarskólarn-
ir starfi í nánum tengslum við þá
skóla.
6. Meðan landsfeður og stjórn-
völd hugleiða málin sýnist mér til-
valið fyrir einstaka grunnskóla að
móta námskrá eitthvað í þessa
veru og starfa sem tilrauna- eða
módelskólar. í nokkrum grunn-
skólum kunna þegar að vera til
drög að námskrá fyrir vissa aldurs-
hópa sem stefna í þá átt sem að
framan er drepið á. Og einstakir
kennarar, einkum í yngri deildum
grunnskóla, hafa án efa mótað
starfshætti þar sem tónmennt,
myndmennt og handlistir eru með
ýmsu móti tengdar kennslu í lestri,
skrift og reikningi. Vera má að
meira svigrúm reynist til skipu-
legrar nýbreytni nú þegar grunn-
skólinn hefur færst til sveitarfé-
laga. Ég skora á sveitarstjórnir að
sýna metnað í þessu efni þrátt fyr-
ir að víða hljóti fjárhagsstaðan að
vera þröng. Og vonandi láta for-
eldrar og kennarar ekki sinn hlut
eftir liggja. Hér er kjörinn vett-
vangur fyrir foreldrafélögin. Kunn-
átta kennara til að vinna tilrauna-
og þróunarstörf af þessu tagi hefur
aukist mikið á síðustu árum. En
til þess að nýta þá þekkingu þurfa
sveitarfélögin og aðrir opinberir
aðilar að bjóða fram tækifæri til
vinnu og leggja til fjármagn. -
Hugsjónir eru ekki hreyfiafl okkar
tíma með sama hætti og í upphafi
þessarar aldar. Sem betur fer
kunna einhveijir að segja. - En
hvað sem um það er skal því áfram
treyst að vonir okkar Gunnars
Kvarans um „betri“ grunnskóla
sem hafi jafnframt jákvæð lang-
tímaáhrif á líf fólks í samfélag
okkar séu, þrátt fyrir allt, ekki ein-
berir draumórar.
Höfundur erfyrrv. skólastjóri
Æfingaskólans ogfyrrv. rektor
Kennaraháskólans.
Vandamál
taugasálfræðingsins
DOKTOR Þuríður
Jónsdóttir sendir frá
sér þanka um tón-
listargagnrýni og veltir
þar fyrir sér atriðum,
sem hún líklega ætlast
til að fái einhveija
umfjöllun, þótt reynd-
ar sé fátt í vangavelt-
um Þuríðar í spurnar-
tóni. Greinin byijar á
greiningu orðsins
gagnrýni og þó ein-
göngu um fyrri lið
orðsins gagn. Mörgum
myndum nær konan
út úr þessum fyrri
hluta og kann ég ekki
að fylgja Þuríði þá ref-
ilstigu, enda aldrei dottið í hug að
leggja _ slíkan afurþunga á þetta
gagn. í einfeldni minni hef ég litið
á hugtakið tónlistargagnrýni líkum
augum og erlendir löngu viður-
kenndir tónlistargagnrýnendur, þó
með þeirri undantekningu að reyna
að særa ekki þann sem
gagnrýnin beinist að
og síst af öllu þá sem
eru á byijunarreit og
fyrst og fremst þurfa
ráð og ábendingar ef
gagnrýnanda sýnist,
eða heyrist, þeir vera á
villigötum. Þuríður
nefnir engin nöfn í
grein sinni, en hún
nefnir tónleika Höllu
Margrétar, sem fram
fóru í íslensku óper-
unni og undirritaður
var beðinn að skrifa
um. Móðursystirin, en
svo kynnir Þuríður sig
tvisvar í umræddum
vangaveltum, kallar þessa umfjöll-
un „ótrúlega niðurrifsgagnrýni“.
Ef Þuríður getur bent mér á eina
setningu í þeim dómi sem kalla
mætti niðurrifsgagnrýni, með
nokkrum rétti, þá þætti mér það
mjög leitt. Að fara nánar út í þessa
Ég ráðlegg sálfræð-
ingnum, segir Ragnar
Björnsson, að dæma
ekki þá hluti, sem hann
stendur ekki fýrír
sem fagmaður.
sálma held ég þó að yrði engum til
góðs og síst Höllu Margréti.
Orðið gagnrýni fínnst mér ekki
hafa svo spennandi yfirbragð að
borgi sig að liggja lengi yfír því,
svona einu sér. Aftur á móti fengi
það töluvert skarpara yfírbragð og
orðið meiri þunga ef framan á sig
fengi það nokkra viðbót, t.d. næt-
ur- og yrði þá nætur-gagn-rýni,
þannig yrði orðið ólíkt innihaldsrík-
ara og skemmtilegra til greiningar.
Þuríður kynnir sig sem móður,
móðursystur og dr. í taugasálfræði
og segist ekki taka mark á gagn-
rýni á sitt starf frá öðrum en aðilum
úr sama fagi. Mikið vildi ég geta
verið sammála henni, og kannski
er ég það reyndar innst inni, en
mér var kennt og síðar lærði ég,
að slíkt er hroki, a.m.k. gagnvart
þeirri listgrein sem ég starfa við.
Taugasálfræði þekki ég líklega lítið
en finnst orðið spennandi og efnið
forvitnilegt til greiningar. Hvað
veldur því t.d. að taugasálfræðing-
ur, sem hlustar ekki á aðra gagn-
rýni en frá fagmanni, ætlast til að
Ragnar Björnsson
hlustað sé á sig sem gagnrýnanda
á grein sem hann er ekki fagmaður
í, nema að hann telji tíu ára nám
í píanóleik hafa gert sig að fag-
manni í greininni, en þeir sem
kynnst hafa tónlistamámi vita að
til eru þeir margir, sem eftir þriggja
ára hljóðfæranám ná meiri árangri
en margir hinna sem dundað hafa
við nám í tíu ár eða lengur. Að
verða síðan gjaldgengur fagmaður
er önnur saga og önnur ár. Þarna
fínnst mér doktorinn flæktur orðinn
í einhverskonar taugasálfræði, ef
ég skil hana rétt. Hreinni og heil-
brigðari þótti mér sálfræði frétta-
mannsins, sem var, eins og Þuríð-
ur, ósáttur við skrifin um Höllu
Margréti í Mbl. en tók fram, áður,
eða eftir að hann lýsti vanþóknun
á skrifín, að hann hefði raunar ekki
þekkingu á því sem hann væri að
agnúast út í. Slík yfirlýsing er heið-
arleg og á henni tekur maður mark.
Þuríður taugasálfræðingur segir
í grein sinni að hvarflað hafi að
sér hvort heyrn tveggja roskinna
gagnrýnenda þurfti athugunar við
- og svo frv. Hér gengur fræðing-
urinn líklega of langt í vítaverða
átt sem kannske er ástæða til að
kanna nánar og síðar. Engum seg-
ir hún þó neinar nýjar vísindalegar
niðurstöður með yfirlýsingu um að
heyrnin gefi sig hjá „rosknu fólki“,
það vita allir, einnig þeir sem ekk-
ert dr. hafa framan við nafn sitt.
Hitt þyrfti sálfræðingurinn að vita,
að samkvæmt vísindalegum mæl-
ingum byijar heyrnin oftast að
gefa sig við 25 ára aldur. Annað
þyrfti dr. tónleikagestur einnig að
vita, að þessi tegund heyrnarmissis
hefur ekkert með tónlistarlega
skynjun að gera.
Um það hvernig gagnrýni ætti
að vera er undirritaður nokkurn-
vegin sammála doktornum, unnin
af fagmennsku, óhlutdrægni og
velvilja og þannig held ég að við
öll sem við þetta störfum reynum
að vinna og ef þessum vegvísum
er fylgt er afar sjaldgæft að þol-
andinn líti á skrifin sem niðurrifs-
gagnrýni og ef flytjandinn á rétt
til að kallast listamaður þá veit
hann, innst inni, hverju hann á að
taka mark og hveiju ekki og ein-
hverjir heimskir gagnrýnendur
geta ekki eyðilagt sannan og sterk-
an listamann, sem eitthvað hefur
að segja og þarf að segja það.
Listamaðurinn sjálfur móðgast
sjaldnast, ef einhver særist eða
móðgast þá eru það helst móð-
ursystur, móðurbræður eða nánir
vinir.
Doktorinn leggur til að tónlistar-
gagnrýni verði lögð niður ef ekki
verði á þeim nótum sem hún telur
upp í grein sinni. Ef doktorinn
meinar þetta í alvöru og heldur sig
tala fyrir hönd allra tónlistar-
manna, heur hún greinilega ekki
fylgst með umræðum um einmitt
þessa hluti, sem nokkrum sinnum
hafa komið upp. Ef, aftur á móti,
að doktorinn er með sína nánustu
í huga þá legg ég til að hann ráði
sjálfur þá gagnrýnendur sem hann
best treystir til að skrifa um eigið
fólk. Ég vona að sálfræðingurinn
fari ekki á taugum við lestur þessa
skrifs, en ýmsir aðrir eru kannski
orðnir langþreyttir á óánægjuskrif-
um úr þessari átt og mál að linni.
Forvitnilegt væri að vita hvort satt
er að doktorinn hafi ekki verið á
tónleikunum í íslensku óperunni,
sem hann vitnar til í grein sinni.
Að lokum vil ég ráðleggja sál-
fræðingnum, ef hann vill í ein-
hveiju svara þessum skrifum, að
reyna að falla ekki í eigin gröf
með því að dæma þá hluti sem
hann stendur ekki fyrir sem fag-
maður, með fullri virðingu fyrir
móður, móðursystur og vini
margra ungra tónlistarflytjenda.
Höfundur er orgelleikari og
tónlistargagnrýnandi.