Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 43 AÐSENDAR GREINAR Sambýli flugs og byggðar ENN OG aftur stel- ur Reykjavíkurflug- völlur senunni við gerð aðalskipulags Reykja- vikur. Miðað við nýjstu upplýsingar um ástand vallarins og kostnað við að tryggja öryggi flugs og byggðar er umræðan þó býsna sérkennileg í þetta sinn. Vanræksla og gáleysi Umræðan snýst nefnilega ekki um Álfheiður vítaverða vanrækslu Ingadóttir ríkisvaldsins, sem hef- ur í áratugi látið flugbrautir vallar- ins drabbast niður og engu kostað til endurnýjunar þeirra. Hún snýst heldur ekki um vítavert gáleysi flugmálayfirvalda sem hafa hunds- að allar tillögur áhættumatsnefnd- ar frá 1991 um öryggisaðgerðir á og við völlinn. Nei - í stað um- ræðu um þessi mikilvægu mál og þann ásetning borgaryfirvalda að taka nú heildstætt á málum við endurskoðun aðalskipulags, ástunda menn pólitískan hrá- skinnsleik. Þar fer samgönguráð- herrann fremstur en einnig tveir embættismenn hans, ferðamála- stjóri og flugmálastjóri, sem vitna opinberlega um vonsku og heimsku borgaryfirvalda. Síðast bættist í hópinn Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Þjóðvakans sál- uga, og kennir Reykjavíkurlistan- um og þó sérstaklega Guðrúnu Ágústsdóttur um ástand flugvall- arins. Malbiki slett i poila Reykjavíkurflugvöllur er upp- haflega herflugvöllur sem Bretar skelltu upp, eða réttara sagt, niður í Vatnsmýrina í stríðsbyrjun þrátt fyrir hörð mótmæli bæjarstjórnar sem taldi hann stórhættulegan svo nærri byggð. Þessir tímar gáfu Passumyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir Brúðkaupsmyndir • Stúdentamyndir PETUR PETURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 HVAÐ ER Hornitex? ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁHMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 / 568 6100 ekki tilefni til mikilla vangaveltna um það sem nú þykir skipta máli við gerð flugvalla s.s. fráveitu á af- rennslisvatni, olíu- gildrur eða aðrar mengunarvarnir. Stríðsrekendur 1940- 1945 höfðu líka meiri áhyggjur af loftárás- um og afleiðingum þeirra en hávaðmeng- un og loftmengun frá flugvélum. Þegar ís- lendingar tóku við rekstri flugvallarins í stríðslok hélt hann áfram að þróast en að mestu skipulagslaust. Nýjum þörf- um fylgdu oft skammtímalausnir og menn skelltu niður malbiki hér og malbiki þar, þegar einhver flug- brautin seig ofan í mýrina. Á hann að fara eða vera? Það var ekki fyrr en Reykja- víkurborg gerði sitt fyrsta aðal- skipulag 1960-1964, að farið var að fjalla um stöðu flugvallarins í borgarlandinu. Þá óskuðu flug- málayfirvöld eftir leyfi til að leggja tvær nýjar 2000 metra langar flug- brautir vegna þotuflugsins sem var í augsýn. Borgarstjóm neitaði og samþykkti þvert á móti að leitað skyldi að öðru flugvallarstæði fyrir millilandaflugið. Loftleiðir fluttu svo allt sitt flug til Keflavíkur 1964 og Flugfélag íslands flutti millilandaflug sitt þangað 1967. Frá þeim tíma hefur svo átt að heita að Reykjavíkurflugvöllur þjónaði innanlandsfluginu einu. Farþegaflug i innanlandsflugi er þó aðeins 20% af umferðinni um flugvöllinn: 80% af u.þ.b. 100-110 þúsund lendingum og flugtökum á ári er vegna æfinga- og kennslu- flugs, einka- og þjónustuflugs, feijuflugs og annars millilanda- flugs. Þessi mikla umferð er ein- mitt ástæðan fyrir því að sama Ábyrgðin er ráðherrans og þingsins, segir Álf- heiður Ingadóttir, sem hér skrifar um ónógt viðhald Reykjavíkur- flugvallar. spurningin kemur upp í hvert sinn sem aðalskipulag Reykjavíkur er endurskoðað: Á flugvöllurinn að fara eða vera? Við endurskoðunina nú eru aðstæður hins vegar allt aðrar en áður. Tíu tillögur til úrbóta í ágúst 1988 fórust tveir menn þegar feijuflugvél hrapaði utan vallar við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. í kjölfar þessa hörmulega slyss var skipuð nefnd til að meta áhættuna af flugvellin- um. í henni sátu Guðjón Petersen, þáverandi framkvæmdastjóri Al- mannavama ríkisins, Pétur Ein- arsson, þáverandi flugmálastjóri, Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingurinn í Reykjavík, Jó- hann H. Jónsson, fulltrúi flugmála- stjómar og undirrituð. Skýrsla nefndarinnar, „Reykja- víkurflugvöllur, sambýli flugs og byggðar," kom út 1991 og í fáum orðum sagt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ýmislegt mætti betur fara í öryggismálum vallarins. Full samstaða var um tíu tillög- ur til úrbóta. Þær byggðust allar á þeirri stefnu þáverandi og núver- andi borgaryfírvalda að flugvöllur- inn yrði enn um hríð miðstöð innanlandsflugs en að dregið skyldi úr annarri umferð og lágflugi beint frá byggðinni. Það er athyglisvert að ein tillaga nefndarinnar var ein- mitt sú að hraða skyldi fram- kvæmdum við endurbætur og ný- byggingu akbrauta á flugvellinum vegna árekstrahættu, en akbrautir voru þá löngu ónýtar vegna skorts á viðhaldi. Onnur var um stýringu að- og brottflugs í vallarsviði þann- ig að þessir áhættumestu kaflar í fluginu fari ekki fram yfir þéttri byggð, yfir stærstu sjúkrahúsum landsmanna eða miðstöð menning- arlífs og stjórnsýslu í Kvosinni. Ennfremur var gerð tillaga um byggingu nýs flugvallar fyrir æf- inga- og kennsluflug þar sem menn gætu æft snertilendingar óháð annarri flugumferð og utan byggð- ar og loks var gerð tillaga um flutning feijuflugsins til Keflavík- ur, lokun NA- SV-brautar og flutn- ing eldsneytisgeyma af flugvallar- svæðinu svo nokkuð sé nefnt. Flugbrautirnar ónýtar líka Ljóst var að framkvæmd þess- ara tillagna - sem enn hefur ekk- ert orðið af - yrði mjög dýr, jafn- vel 2-3 milljarðar króna. Sl. vetur var svo skyndilega upplýst að sjálf- ar flugbrautimar væru ónýtar líka og að skipta þurfi um jarðveg í Vatnsmýrinni ef byggja ætti þær upp að nýju. Talið er að það muni kosta 1,3 milljarða króna. Með byggingu flugstöðvar, sem er á skipulagi frá 1986, má því reikna með að það kosti 4-5 milljarða króna að gera Reykjavíkurflugvöll þannig úr garði að hann uppfylli sjálfsagðar öryggis- og þægind- akröfur. Þetta eru gríðarlega mikl- ir fjármunir og nauðsynlegt að vega og meta alla kosti í stöð- unni. Og það er einmitt það sem loks er verið að gera núna - t.d. að meta umhverfisáhrif fyrirhug- aðra framkvæmda og jarðvegs- skipta í Vatnsmýrinni, gera könn- un á áhrifum flugrekstrarins á atvinnulíf í borginni, gera hávaða- mælingar og aðrar athuganir sem varða öryggismál í framhaldi af- skýrslunni frá 1991, o.s.frv. Ábyrgðin er ráðherrans Þeir sem reyna að gera þessa vinnu borgaryfírvalda tortryggilega hafa greinilega slæma samvisku. Reykjavíkurlistinn er aðeins búinn að vera við völd í 2 ár og 5 mán- uði og á þeim tíma hefur borgarráð tvívegis ályktað um nauðsyn þess að ráðast í framkvæmdir á Reykja- víkurflugvelli. Það kemur því úr hörðustu átt þegar samgönguráð- herra og áðumefndur þingmaður kenna Reykjavíkurlistanum eða einstaka borgarfulltrúum hans um ástand mála á flugvellinum. Reykjavíkurlistinn ber enga ábyrgÚ'- á áratugalöngum trassaskap ríkis- valdsins. Ábyrgðin er ráðherrans og þingsins. Það er hins vegar fagn- aðarefni ef borgaryfírvöld ætla ekki að láta það líðast lengur að menn sletti malbiki í stærstu pollana og láti þar við sitja. Höfundur var formaður nefndar til að vinna áhættumat vegna Reykja víkurflugvailar 1988-1990. Kilmanock HIGH PERFORMANCE ÚLPUR VIHD- OG VATNSHELDAR í fullorðinsstærðum: XS-S-M-L-XL-XXL Margir litir Sendum í póstkröfu whummél^ SPORTBÚÐIN Nóatún 17 • S: 511 3555 Bestu kaupin núna DAEW00 D5320 Intel pentium 120 Mhz örgjörvi 16MB innra minni 1280MB IDE diskur 256 KB skyndiminni 14" skjár Windows 95 lyklaborð 2 PCI og 3 ISAtengiraufar lausar miro miroVideo 22SD skjákort með 2MB ED0 8x geisladrif SoundBlasterVibra 16 hljóðkort Hátalarar 129.900 stgr. m. vsk. i-; • Kassi rúmar þrjú drif (CO-Rom ofl.) • Windows 95 lyklaborð mod ibrenndum táknum • Fylgibúnaður- Windows 95 og mús • Plug’n Play, EPA Energy Star. hljóílút vifta • MPEG og AVI afspilun í fullri stærð Hafðu samband við sölumenn okkar eða komdu í verslunina. Við setjum saman með þér pakka sem hæfir óskum og verðhugmyndum þínum. Með: Intel Pentium 133 Mhz örgjörva 15" skjá 8x geisladrifi 145.900 stgr. m. vsk. | RAÐGREIÐSLUR Grensásvegur 10, bréfasími 5G8 7115 http://WWW.ejs.is/tilbori • s<tln®ejs.is Sími 563 3050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.