Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 45
MINNINGAR
Mágkona mín, Steinunn Vilhjálms-
dóttir, er látin. Með henni er gengin
mikilhæf og góð kona.
Kynni okkar Steinunnar eða Systu,
eins og hún var jafnan nefnd af vinum
og ættingjum, hófst fyrir rúmum fjór-
um áratugum er ég giftist bróður
hennar, Manfreð.
Fjölskyldutengsl voru mikil í þess-
ari fjölskyldu. Systkinin voru þijú;
Manfreð, Steinunn og Karen. Foreldr-
ar þeirra, Marta og Vilhjálmur, lögðu
ríka áherzlu á að flölskyldan hittist
og væri saman. Eigum við öll fagrar
minningar um góðar stundir á heim-
ili þeirra, einkum jólaboðin sem voru
sannkallaðar fjölskylduhátíðir. Það er
því margs að minnast eftir öll þessi
ár, en í minningunni er Systa alltaf
svo hress og kát og vil ég nú að leiðar-
lokum þakka henni innilega allar góðu
stundirnar, sem við áttum saman.
Systa átti miklu bamaláni að
fagna. Það var hennar gæfa. En hún
varð líka fyrir þeirri sáru sorg að
missa son sinn, Þorstein, ungan að
aldri. Bömin hennar fjögur em allt
hið mesta manndómsfólk. Þau hafa
reynzt móður sinr' afar vel og stutt
hana í hennar veikindum.
Og nú er lífshlaupi Systu lokið.
Erfítt veikindastríð er á enda en þar
sýndi hún hvílíkt þrek og hugprýði
hún hafði til að bera.
Ég kveð mágkonu mína með virð-
ingu og þökk.
Guð veri með bömum hennar og
þeirra fjölskyldum.
Blessuð sé minning Steinunnar
Vilhjálmsdóttur.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Erla Siguijónsdóttir.
Samstarfsmaður í meira en tvo
áratugi er nú kvaddur. Steinunn Vil-
hjálmsdóttir kom til starfa í Seðla-
bankann árið 1966 og starfaði þar
allar götur til miðs árs 1995, að vísu
með nokkram hléum. Fyrstu fímm
árin vann Steinunn í hagfræðideild
bankans, en haustið 1972 kom hún
til starfa hjá undirrituðum á aðalskrif-
stofu bankans og unnum við þar sam-
an að starfsmannamálum o.fl. Reynd-
ist Steinunn mér frábær starfsmaður
og góður félagi. Síðar var hún í starfí
fyrir bankastjómina og lögfræðinga
bankans sem ritari fram til 1987.
Síðustu starfsár hennar í bankanum
vora í deild erlendra viðskipta þar sem
hún starfaði fram á mitt ár 1995, er
hún varð að láta af störfum vegna
alvarlegra veikinda.
Með alla þá reynslu í starfi sem
Steinunn hafði fengið var hún góður
liðsauki fyrir Rauða krossinn árin
1972 og 1973, þegar mest gekk á í
hjálparstörfum fyrir Vestmannaey-
inga vegna gossins í Heimaey og
þeir á faraldsfæti suðvestanlands.
Fékk ég leyfi hjá bankastjóm fyrir
Steinunni til að vinna fyrir Rauða
krossinn að þessum mikilvægu störf-
um í nokkum tíma þessi tvö ár.
Steinunn barðist sem hetja fyrir
lífi sínu seinustu árin. Sumarið 1994
fór sá er þetta ritar gangandi „Lauga-
veginn". Fararstjóri í þeirri ferð var
Sigrún, dóttir Steinunnar. Hún sagði
mér frá veikindum móður sinnar og
kvað hana hafa sagt, að hún væri
staðráðin í því að lifa út það ár. Stein-
unn náði enn lengra eða langt fram
á þetta ár og var það líkt henni með
alla þá þrautseigju og viljastyrk sem
hún var búin.
Samstarfsfólk Steinunnar í Seðla-
bankanum, fyrr og síðar, minnist
hennar með hlýju og þakklæti og tjá-
ir ættingjum hennar og vinum ein-
læga samúð.
Björn Tryggvason.
Látin er í Reykjavík skólasystir
okkar og vinkona, Steinunn Vil-
hjálmsdóttir.
Kynni okkar era orðin löng og ná
alit aftur til skólagöngu í Verzlunar-
skólanum árin 1945-’49. Á þeim
árum stofnuðum við saumaklúbb, sem
hefur verið starfandi alla tíð síðan.
Steinunn er önnur, sem fellur frá úr
hópnum.
Hún var góðum gáfum gædd og
námið í Verzlunarskólanum veittist
henni auðvelt. Ekki var hún síður
mikil hagleiksmanneskja og allt lék í
höndunum á henni. Bar heimili henn-
ar þess glöggt vitni. Lífsgleði og
kjarkur einkenndu hana alla tíð, enda
sagðist hún vilja lifa lífínu en ekki
lesa um það. Hún var félagslynd og
glaðvær og fylgdist alla tíð vel með
mönnum og málefnum. Einnig átti
hún þess kost að ferðast töluvert um
heiminn sér til mikillar ánægju, og
nutum við í saumaklúbbnum þess að
heyra hana segja frá ferðum sínum.
Einni okkar er sérstaklega minnis-
stæð ferð til Rúmeníu sumarið 1974,
þar sem Steinunn naut sín til hins
ýtrasta, og kom þá í ljós hversu fljót
hún var að átta sig á staðháttum og
kringumstæðum og fá sem mest út
úr ferðinni.
Síðustu árin urðu Steinunni erfíð,
en þá kom glöggt í ljós dugnaður
hennar og kjarkur. Árið 1990 greind-
ist hún með krabbamein og gekkst
undir uppskurð. Sjúkdómurinn lá niðri
en tók sig upp aftur 1994 og hefur
hún barist hetjulegri baráttu við hann
síðan. Þótt hún væri sárþjáð lét hún
sig ekki vanta þegar klúbburinn hitt-
ist. Okkur er í fersku minni síðast
þegar við komum allar saman á fögra
sumarsíðdegi.
Steinunn var stolt af börnum sínum
og bamabömum og minntist oft á
hve góð þau væra við sig, og var
þakklæti hennar til þeirra augljóst
fyrir umhyggjusemi og kærleika.
Á tímamótum í lífí okkar, þegar
gamlir vinir kveðja, er margs að minn-
ast og margt að þakka. Áratuga sam-
vistir hafa styrkt vináttuböndin og
aukið skilning og samheldni. Við
munum sakna glaðværðar hennar og
dillandi hláturs.
Bömum hennar, tengdabömum og
öðram ættingjum vottum við innilega
samúð. Blessuð sé minning Steinunn-
ar.
Saumaklúbburinn.
CLINIQUE
Glæsileg jólagjöf á tilboðsverði:
Tasba:
• Augnhreinsivökvi 60 ml.
• Rakamjólk 30 ml.
• „Body lotion" 45 ml.
• Rakakrem 15 ml.
• Kinnalitur.
• Púðurbursti.
Verð 3.085,"
Sendum i póstkröfu.
snyRtivöRuyí:Rsiuni\
(.1 LSIftl'
Álfheimum 74, sími 568 5170
5ENDUM I P057KR0FU
Art skór
áðurkr. 11.490
nú kr. 6.990
Dr. Martens skór
herra
áður kr. 8.490
nú kr. 4.990
dömu
áður kr. 7.990
nú kr. 4.990
Adidas skór
áður kr. 6.990
nú kr. 2.990
Laugavegi 67 sími 551 2880
ONNUR TILBOÐ • ÖNNUR TILBOÐ
ln
Rúllukragapeysur
áður kr. 2.990
nú kr. 2.490
Bolir
áður kr. 2.490
nú kr. 1.990
TILBOÐIÐ GILDIR EINNIG
í KÓKÓ KRINGLUNNI
mm
Taktur er 10 ára og í
tilefhi þess bjóðum við
10-40% af slátt
af öllum vörum,
Ujómtækjum og geisladiskum
Fullkomnustu heimabio
landsins veróa í gangi
... , Kf-
9 M ?
alarabuoin i bænum
nni DOtBY SUHROUNdI flTI 1 DOLBY SURROUNp] I HX
P R O • L 0 G I C AW P R O • L O G 1 C “
KENWOOD
NAD
Æ
Acousnc
RESEARCH
/s
lllin
þar sem gœðin heyrast
Ármúla 17, Reykjavlk, slmi 568 8840
ŒRVER
Powerful • Uusical • Accurato
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!