Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 48

Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn SIGRÍÐUR WAAGE, lést á heimili sínu í Danmörku 24. október sl. Jarðsett hefur verið í kyrrþey. Þórdis K. Pétursdóttir, Hákon J. Waage, Margrét Guðnadóttir, Indriði Waage, Inga Þórunn Waage, Eli'sabet Wage, Sigríður Þorláksdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI R. JÓNSSON forstjóri, Drápuhlfð 40, lést á dvalarheimilinu Skjóli 5. nóvem- ber. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður B. Gröndal, Halla Bjarnadóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFUR E. EINARSSON stórkaupmaður frá Garðhúsum i Grindavík, siðast til heimilis á Hrafnistu íReykjavik, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudag- inn 5. nóvember. Einar G. Ólafsson, Sigríður Þóra Bjarnadóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Ólafur Hallgrímsson, Ólafur E. Ólafsson, Þorbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Stangarholti 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 8. nóvemþer kl. 13.30. Óskar Waagfjörð Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI VILBERG, Rauðalæk 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 8. nóvember, kl. 15.00. Jónfna Magnúsdóttir, Svandi's Árnadóttir, Sævar Jóhannsson, Gylfi Vilberg Árnason, Soffía Guðlaugsdóttir og afabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JENSSON prófessor og fyrrv. forstöðumaður Blóðbankans, Laugarásvegi 3, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 15.00. Erla Guðrún ísleifsdóttir, Arnfri'ður Ólafsdóttir, Þórður Sverrisson, ísleifur Ólafsson, Erna Kristjánsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þorkell Sigurðsson og barnabörn. + Kristín Jóhann- esdóttir fædd- ist i Reykjavík 28. apríl 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. október siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Helga Vigfúsdóttur frá Ytri Sólheimum í Mýrdal, f. 16. nóv. 1876, d. 15. nóv. 1918 úr spönsku veikinni, og Jó- hannes Jónsson trésmiður, ættaður frá Deildartungu í Borgar- firði, f. 22. maí 1872, d. 17. des. 1944. Systkini hennar eru Þórdís, f. 1. okt. 1904, Jónina, f. 27. ágúst 1907, d. 4. ágúst 1996, Vigfús, f. 5. des. 1908, d. 14. apríl 1996, Karl, f. 30. sept. 1910, Þorbjöm, f. 10. mars 1912, d. 4. júlí 1989, Theodór, f. 18. sept. 1913, Elín, f. 4. apríl 1914, d. 24. júlí 1916. Hálfbræður Kristinar sam- Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum og lyfti huga Ijóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og Iöngu fama vegi, skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slika fóm sem þú mun flestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú. Þær hörmungamar bera. I hljóði barst þú hveija sorg, sem hlaustu oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin þú svífur yfir sjónum mér sem sólargeisla á vorin. Þú barst á örmum bömin þín og baðst þau guð að leiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson) feðra: Sólmundur Jósep, f. 31. mars 1930, d. 12. júlí 1989, Guðmundur, f. 31. mars 1930. Kristín giftist Árna Ólafi Pálssyni bifreiðastjóra, f. 12. nóv. 1898, d. 14. júlí 1978, Hafliða- sonar skipstjóra og Guðlaugar A. Lúð- víksdóttur. Börn þeirra eru: 1) Jó- hannes Árnason, f. 26. feb. 1925, maki Guðrún Ólöf Svein- jónsdóttir og eiga þau 3 börn. 2) María Árnadóttir, f. 4. sept. 1926, maki Friðrik E. Björg- vinsson, f. 29. jan. 1923, d. 13. sept. 1976 og áttu þau 5 börn. 3) Ólafur Helgi, f. 17. okt. 1930, d. 30. okt. 1932. Langömmu- börnin eru 16 og langa- langömmubörnin eru 5. Utför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Þakka þér fyrir allt og allt. Maria. Elskuleg tengdamóðir mín, Krist- ín Jóhannesdóttir, er látin, og lang- ar mig að minnast hennar með fá- einum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 50 árum, er ég ung stúlka kom með syni þeirra inn á heimiljð þeirra Áma og Kristínar, og voru þau mér alla tíð síðan eins og væri ég dóttir þeirra. Ámi var sá mesti öðlingur og ljúfmenni, sem ég hef kynnst, og var mikil eftirsjá þegar hann lést fyrir 18 ámm. Kristín bjó ein eftir að Árni dó, en hún var ekki ein í orðsins fyllstu merkingu, því hún var mikil félagsvera, og hafði mjög gaman af að vera með fjölskyldunni og frændrækin var hún með af- brigðum. Ef afmæli eða einhver uppákoma var hjá fjölskyldunni, var hún sjálfkjörin. Því eins og sagt er, var hún sameiningartákn okkar. Það var hún sem hringdi og spurði frétta. Ef einhver var búsett- ur utanlands, þá skrifaði amma Kristín, og sagði tíðindi að heiman. Þegar ég segi skrifa, þá hafði hún þá fallegustu rithönd sem ég hef séð, og var hún fengin til að skrifa á jólakort, og eins ef þurfti að vanda sig, þá var amma Kristín beðin um að skrifa. Ég á henni svo margt að þakka, fyrir hennar væntumþykju á mér og minni fjölskyldu. Vona ég að ég hafi verið væntumþykju hennar verð. Það verður tómlegt hjá okkur á jóladag, þegar ijölskyldan kemur saman, því í öll okkar hjúskaparár höfum við borðað saman á jóladag. En nú eru báðar ömmurnar farn- ar. Andrea amma, móðir mín, lést í júlí og Kristín amma núna, og skipuðu þær heiðurssæti við borðið hjá okkur, en þetta er nú einu sinni gangur lífsins, og þökkum við fyrir að hafa átt þær í 90 ár hjá okkur. Það verða ekki famar fleiri Bón- us-ferðir, og fenginn sér kaffisopi á eftir, en við fórum vikulega sam- an og þótti gömlu konunum báðum þetta vera skemmtiferð, eins og tengdamamma sagði, og hlakkaði til næstu Bónus-ferðar. Vonandi er hægt að hlakka til margs þar sem hún er nú, og kveð ég elskulegu tengdamóður mína með þakklæti. Guð geymi þig. Þín, tengdadóttir. Elsku mágkona mín og vinkona. „Ef við lítum yfir farinn veg færast löngu liðnar stundir okkur nær.“ Þessar Ijóðlínur, blátt áfram og einfaldar, fela í sér svo ótal margt að minningarnar streyma að og fylla hugann. En alltaf verður það eitthvað sérstakt, sem sker sig úr. Eitthvað, sem bundið er við sérstaka menn, málefni eða stund. Viss atvik í lífí. Minningin, sem efst er í huga mínum, er hún Stína mín, sem var aldrei kölluð annað en Stína mág- kona. Hún var mér mjög hjálpleg í svo mörgu. Hún vann hjá manni sínum í tólf ár, í Kjötbúðinni Borg, og var sárt saknað, er hún hætti störfum. Ennþá einu sinni hefur verið höggvið í systkinahópinn. Þau eru farin þtjú á sama árinu. Allar minningamar um Stínu bera sama svip, brosandi blíðleg og góð kona, sem öllum þótti vænt um. Oll börnin og barnabömin mín dáðu hana mjög mikið og nú er Stína allt í einu horfín. Farin yfir landamærin miklu. Farin þá leið, sem enginn fær umflúið. Við þökkum Stínu allar góðar og hugljúfar samverustundir. Við biðjum Guð að blessa heim- komu hennar og leiða hana áfram í ljósi ódauðleikans. Ég bið guð að blessa og styrkja ástvini hennar, sem syrgja og sakna. Við vitum að fagrar og góð- ar minningar milda sorgina. Sigríður H. Einarsdóttir. Elskuleg föðursystir mín, Kristín Jóhannesdóttir, er kvödd hinstu kveðju í dag. Hún var orðin rúmlega 90 ára og í öll þau ár var hún hinn sanni sólargeisli fjölskyldunnar. Ég hef dvalið langdvölum erlendis, en Stína hélt uppi bréflegu sambandi öll þessi ár og aldrei fannst mér ég vera komin alveg heim fyrr en ég fékk að njóta hins dillandi hláturs, sem Stína var alþekkt fyrir. Því verður heldur ekki neitað, að við hjónin höfum haldið mikið upp á kenningar hennar í næringar- fræði, sérstaklega þá, að þeyttur ijómi innihéldi ekki eina einustu hitaeiningu. Stína var í miklu uppáhaldi hjá sonum okkar, enda var hún þeim einstaklega góð. Einn þeirra var í Reykjavík í nokkur ár og mér er það sérlega kært, að elsta dóttir hans var skírð í höfuð þeirra mág- kvennana, Kristínar og Sigríðar. Því er það, að fráfall Kristínar er mikill missir fyrir okkur öll. Nú þegar Stína er komin til Árna síns sendi ég börnum þeirra og öll- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SIGURJÓNSSON skipstjóri, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags íslands, Háholti 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag (slands. Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir, Brynja Einarsdóttir, Jón Birgir Þórólfsson, Sigurjón Einarsson, Guðný Birna Rosenkjær, Einar Jónsson, Eygló Karlsdóttir, Guðný Agla Jónsdóttir, JóhannGunnarJónsson, Þórey Einarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, þeirra sem auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓREYJAR HJARTARDÓTTUR frá Stóru-Þúfu, Mávahlíð 33, Reykjavik. Guðmundur J. Þorsteinsson, Þór Hreiðarsson, Alma ísleifsdóttir, Sævar Hreiðarsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Sváfnir Hreiðarsson, Hafdís Haraldsdóttir, Linda Sjöfn Hreiðarsdóttir, Agla Hreiðarsdóttir, Gunnar B. Gunnarsson, Freyr Hreiðarsson, Elín Óladóttir og barnabörn. KRISTIN JÓHANNESDÓTTIR - $ 4 4 C < i i i ( ( ( ( ( 'i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.