Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 49

Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 49 > Í i ;■ 9». & I I : _ s : i . um afkomendum innilegar samúð- arkveðjur. Elly. Kveðja til elskulegrar ömmu okk- ar og þakklæti fyrir þær dýrmætu stundir sem við nutum samvistum við hana. Þar sem amma hafði ein- staklega gaman af ljóðum finnst okkur við hæfi að kveðja hana með þessum ljóðlínum sem segja meira en mörg orð. Elskulega amma njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá. Þú varst okkur ungu hjörtum eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjarkær amma, far í friði föðurlandi himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver inn á landið unaðs bjarta englar Drottins fylgi þér. (Höf. óþekktur) Elín Asta og Kristín. Elskulega amma er dáin, angrið sára vekur tár, amma, sem var alla daga okkur bezt um liðin ár, amma sem að kunni að kenna kvæðin fögru og bænaljóð, amma, sem að ævinlega okkur var svo mild og góð. Ef við brek í bemskuleikjum brotin lágu gullin fín, þá var gott að eiga ömmu, er alltaf skildi bömin sín. Hún var fljót að fyrirgefa og finna á öllum meinum bót, okkur veittist ekkert betra en ömmu mildi og kærleiksbót. Vertu blessuð, elsku amma, okkur verður minning þín á vegi lífsins, ævi alla, eins og fagurt ljós, er skín. Vertu blessuð, kristna kona, kærleikanum gafstu mál, vertu blessuð, guð þig geymi, góða amma, hreina sál. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Sveii\jón, Ámi og Krist ín Andrea og fjölskyld- ur þeirra. Þegar við kveðjum Kristínu ömmu og hugsum til hennar fer um mann hlýja. Margir voru sunnu- dagsbíltúrarnir, sem við hjónin end- uðum í kaffi á Hringbrautinni hjá ömmu með börnin okkar. Alltaf var jafn notalegt og friðsælt að koma þar. Enda datt þessi siður aldrei út. Amma var hafsjór af fróðleik og hugprúð, enda margur lærdóm- ur, sem við lærðum bæði frá ömmu og Árna afa, því þau voru sem eitt. Amma sagði oft frá þeim sólbjarta sumardegi er hún og Árni afi giftu sig, og síðan hefði sól ríkt hjá þeim, enda sá hún gott í öllu. Hún var mjög trúuð, og kenndi okkur öllum mjög fallega bæn, sem aldrei gleymist. Enginn fór svangur frá hennar húsum, því þótt við segð- umst vera södd, varð maður að smakka á öllum kræsingunum, sem voru á borðum. En þar var alltaf veisla. Þó er kannski ríkast í huga hversu mikil reisnarkona amma var, bæði í fasi og útliti, eins og hefðarfrú. Amma bjó á Hringbraut 39 í 50 ár, en flutti að Dvalarheimil- inu Seljahlíð í sumar. Við töluðum við hana eftir að hún flutti á nýja staðinn, og var hún þá strax búin að kynnast samvistarfólki sínu, og undi sér vel þar. Sagði það vera yndislegt, alltaf jafn jákvæð. Við kveðjum þig, elsku amma, með þökk fyrir allt, með bæninni sem þú kenndir okkur. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Þín elskandi, Sveinjón og Helena, Tulsa, Bandaríkjunum. + Liv Jóhanns- dóttir fæddist í Noregi 29. septem- ber 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Franklín Kristjánsson, f. 1885, d. 1952, bygg- ingarmeistari og hönnuður frá Litlu- Hámundarstöðum í Eyjafirði, og kona hans Mathilde Vict- oria Gröndahl, f. 1892, d. 1962, norskrar ættar. Systkini Livar eru: 1) Vilhjálmur, f. 1913, læknir í Jönköping í Svíþjóð, var kvæntur Sigríði Fjólu ísleifsdóttur frá Vestmannaeyj- um, skildu, seinni kona Vil- hjálms er Margit Johanson, sænskrar ættar. 2) Hákon Franklín, f. 1915, forstjóri I Reykjavík, kvæntur Svölu Ey- jólfsdóttur. 3) Kristján Tryggvi, f. 1917, verkfræðing- ur, kvæntur Ernu Hoff , nor- skrar ættar en þau hjón fórust ásamt börnum sínum í flugslys- inu mikla í Héðinsfirði 29. maí 1947. 4) Svavar, f. 1919, skipu- lagsstjóri Búnaðarbankans, kvæntur Helgu Jóhannesdótt- ur. 5) Herdís María, f. 1925, starfsmaður Búnaðarbankans, var gift Herði G. Albertssyni lögfræðingi og forsljóra, skildu. 6) Guðrún Margrét, f. 1930, starfsmaður félagsmála- ráðuneytisins, gift Birgi Krist- inssyni símvirkja hjá Pósti og síma. Liv fluttist með foreldr- um sínum til íslands árið 1913, og bjuggu þau fyrst um skamma hríð á Hellu, Árskógs- strönd, en þaðan fluttu þau til Reykjavíkur. Jóhann byggði sér hús á Fjólugötu 25 þar sem Það getur verið afskaplega erf- itt að koma auga á þær gjörðir okkar mannanna sem mestu skipta á vegferð okkar í lífinu. Hin góðu gildi hafa í vaxandi mæli vikið fyrir hégómlegum lífsgildum nú- tíma þjóðfélags hraða og spennu. Þess vegna er það svo mikils virði að hafa kynnst jafn stórbrot- inni manneskju og Liv Jóhanns- dóttur sem vann það einstæða af- rek að komast í gegnum langt lífs- skeið án þess að tapa nokkru sinni áttum, að kunna ætíð að greina gott frá illu og fylgja einvörðungu því góða út í æsar. Menn eru verðlaunaðir á opin- berum vettvangi fyrir að byggja brýr milli byggðarlaga, yfir stór- fljót og firði, en síður fyrir að byggja brýr milli kynslóða og manna, einkum og sér í lagi ef sú Liv bjó með foreldr- um sínum og stækk- andi systkinahópi. Liv giftist 7. nóv- ember 1936, eigin- manni sínum, Eiríki Guðlaugssyni, f. 1914, d. 1988, bif- reiðastjóra frá Fell- skoti í Biskups- tungum. Börn þeirra eru Svava, f.1937, d. sama ár, Guðlaug Emilia, f.1940, starfsmaður bókaverslunar, gift Pétri Elíassyni starfsmanni ísal og eiga þau tvo syni, Eirík og Elías; Hanna Matthildur, f. 1941 starfsmaður Landsbankans, gift Edgari Guðmundssyni verkfræðingi og eiga þau fjögur börn, Atla, Guðmund, Svövu Liv og Jón Viðar; Katrín, f. 1947, starfs- maður Islandsbanka, var gift Helga Karlssjnni starfsmanni Isal og áttu þau tvo syni Karl og Hauk, Katrín og Helgi skildu, sambýlismaður Katrín- ar er Matthías Gunnarsson prentari; Jóhann Grétar f. 1955, starfsmaður Málningar- verksmiðju Slippfélagsins, kvæntur Þóreyju Jónmunds- dóttur flugfreyju og eru börn þeirra Fanney, Jóhann og Elsa Liv. Barnabarnabörnin eru alls sjö talsins. Liv og Eiríkur bjuggu I Reykjavík alla sína búskapar- tíð, lengst af á Silfurteigi 5. Eftir lát Eiríks 1988 bjó Liv áfram á Silfurteignum uns kraftar hennar þrutu fyrir um tveimur mánuðum og hún varð að leggjast inn á sjúkrahús Reylqavíkur. Utför Livar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. brúargerð er gerð af þeirri hjartans einlægni og elskusemi sem ein- kenndi brúarsmiðinn Liv Jóhanns- dóttur. Liv elskaði allt fólk sem hún kom nálægt, það var ekkert mál að bæta utanaðkomandi börnum við sín eigin börn eða barnaböm, systkinum við stóran systkinahóp eða vinum í svo stóran vinahóp að ekki varð tölu á kastað. Það var alltaf til staðar takmarkalaust hjartarými. Auk einlægni og hjartahlýju var hún gædd þeirri tegund af kímni sem aldrei var á annarra kostnað. I samtölum við Liv urðu viðmæl- endurnir að vinum af einni gerð, án tillits til aldurs, kyns, skyldleika eða starfsstéttar. Sumarið 1988 fórum við hjónin ásamt Liv og Eiríki í sumarhús í Fnjóskadal. Eiríkur átti þá við van- heilsu að stríða en lífsviljinn var óbugaður. Áttum við þar saman ógleymanlegar stundir í göngutúr- um, yfir spilum og i spjalli fram á nætur um lífið og tilveruna. Ekk- ert okkar grunaði hve sjúkdómur Eiríks var kominn á alvarlegt stig en skömmu eftir heimkomuna varð hann að ieggjast inn á spítala og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Síðla septembermánaðar þetta ár var hann allur. Liv stóð við hlið hans til hinstu stundar en þau höfðu þá lifað í hamingjusömu hjónabandi í 52 ár. Þetta tímabil kemur upp í hugann vegna þess að Liv er lögð til hinstu hvílu við hlið Eiríks á 60 ára brúðkaupsaf- mæli þeirra. Sumarið 1989 kom Liv til okkar hjóna í tvígang til Hollands þar sem við vorum búsett um þær mundir. Hún var þá sem óðast að jafna sig eftir fráfall Eiríks. Þá varð okkur ljóst hvílík heimskona hún var í eðli sínu þrátt fyrir að hún hafði ekki ferðast mikið fram að þeim tíma. Nú voru þræddar allar helstu menningarborgir sem voru innan seilingar. Amsterdam, Delft, Brugge, Maastricht, Köln, Brussel og síðast en ekki síst Par- ís þar sem ekkert dugði minna en að fara eins hátt upp í Eiffelturn- inn og komist varð. Þá fannst henni að ekki mætti fara frá Hollandi án þess að líta inn í spilavíti. Þar ákvað hún að tapa 100 gyllinum sem og hún gerði í fyrsta spili og hafði aldrei skemmt sér eins vel. Þetta voru dásamlegar stundir sem við áttum með tengdamóður minni í heila tvo mánuði. Nokkru eftir að heim var komið tókust góð kynni og vinátta með Liv og heiðursmanninum Sigurði Sveinbjörnssyni forstjóra. Sigurður hafði þá nýverið misst eiginkonu sína eftir langt hjónaband. Þau áttu sína góðu vináttu allt þar til yfir lauk, ferðuðust saman nokkr- um sinnum til útlanda, þar á með- al til Kanaríeyja, sem stytti erfiða vetur svo um munaði. Honum er þakkaður stuðningur og vinátta við Liv síðustu árin. Fyrir röskum áratug gekkst Liv undir stóran uppskurð vegna krabbameins í bijósti. Var sjúk- dómurinn það langt genginn að ekki voru taldar miklar líkur á við- unandi bata. Liv sýndi hins vegar óviðjafnanlegan sálarstyrk og gaf læknavísindunum langt nef. Þrátt fyrir erfíð tímabil inn á milli reif hún sig upp úr veikindunum hvað eftir annað og naut lífsins meðan stætt var. Þessi hetjulega barátta er í hug- um ástvina Livar enn einn vitnis- burður um mannkosti hennar. Hún hélt óskertu andlegu atgervi til hinstu stundar og kvaddi þennan heim með reisn. Ekki er vafi á að vel verður tekið á móti henni í efra. Guð blessi minningu hennar. Edgar Guðmundsson. Við komum ekki lengur við á Silfurteignum hjá henni Liv. En þangað var alltaf jafn gott að' koma, á hvaða tíma sem var og hvernig sem á stóð. Alltaf var manni tekið opnum örmum. Ég er þakklát fyrir svo góða systur sem Liv var. Hún passaði mig oft mín fyrstu ár, auk annarra starfa sem hún sinnti á stóru heim- ili, því móðir okkar var oft veik. Alla tíð fylgdist Liv með mér. Ekki í eitt skipti kom upp missætti milli okkar. Það eru nær tíu ár síðan hún sagði mér að hún væri með krabba- mein og þyrfti að ganga undir uppskurð. Það er erfitt að kyngja þess háttar frétt. En Liv tók þessu öllu með ró. Hún var ekki að. kvarta, heldur var hún þakklát fyrir hvert ár sem Guð gaf. Síðustu mánuðirnir voru langir og strangir. En ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með henni nokkrar stundir síðustu dagana og að hún var alltaf með fullri vitund. Það var svo gott að tala við hana um kærleika Jesú. Við þurf- um ekki að vera hrædd því að Jes- ús elskar okkur og kemur til að sækja okkur eins og ritað er: „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður, af himni, með kalli, með höfuðeng-’ ils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu þegar upp rísa. Síðan mun- um vér, sem cftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“ (1. Þess. 4. 16-17.) Þann dag munum við vissulega hittast á ný. Ástvinum hennar votta ég sam- úð mína og bið þeim Guðs blessun- ar. Guðrún Margrét. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LÖFTLEIIIIR Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins I Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla LIV JÓHANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.