Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MIIMIVIINGAR MORGUNBLADIÐ BRÍET HÉÐINSDÓTTIR + Bríet Héðins- dóttir, leikari og leikstjóri, fædd- ist í Reykjavík 14. október 1935. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 26. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. nóv- ember. í annað skipti á ör- fáum vikum er stórt skarð höggvið í hóp íslenskra leikara og leikstjóra. Að þessu sinni kveðjum við Bríeti Héð- insdóttur, eina fremstu leikkonu sinnar kynslóðar. Hún átti að baki glæsilegan feril, sem vissulega var fullverðugt ævistarf en samt var það trú okkar að hún ætti enn eft- ir að bæta þar við mörgum sigrinum enda rétt komin yfír miðjan aldur. Nú á dögum er kornungu lista- fólki gjarnan hampað. Það hefur varla hafið feril sinn, þegar fjölmiðl- ar hafa hafið það til skýjanna og íólk flykkist á sýningar til þess að sjá þessar nýju stjömur. Bríeti hefði áreiðanlega ekki þótt við hæfi að segja að áhorfendur hafi flykkst í leikhúsið til þess að sjá leik henn- ar. Hún var þjónn listarinnar og leikskáldsins. Eg man að einu sinni var hún að leikstýra í Leiklistarskól- anum og fannst nemendur ekki tala nógu virðulega um einhvern tiltek- inn leikritahöfund. Hún gat ekki orða bundist og sagði: „Þið skuluð ekki halda að áhorfendur komi til Íiess að horfa á ykkur, fólk kemur il þess að sjá verkið og hvað höf- undurinn hefur fram að færa. Ef þið viljið endilega sýna ykkur sjálf, skuluð þið ganga í Módelsamtökin.“ Við sem fylgdumst með Bríeti á sviðinu, vissum að þótt hún væri dyggur þjónn þeirra verka og höf- unda, sem hún túlkaði hveiju sinni, var hún rækilega skapandi um leið. Ég man ekki til þess að hafa séð hana lélega í neinni leiksýningu eins og þó getur komið fyrir besta fólk. Leikur hennar var ætíð áhugaverð- ur, ígrundaður, kraftmikill eða ísmeygilegur. Hún var ein örfárra íslenskra leikara, sem kunni að beita stílfærslu í textaflutningi og auka þannig á dýpt túlkunarinnar. *Hún var sérfræðingur í því sem einn eftirlætishöfunda hennar, Ber- tolt Brecht, kallaði verfremdung: að stilla sér til hliðar við persón- una, sem verið er að leika án þess að það bitni á einbeitingunni og innlifuninni. Þannig gat áhorfand- inn í senn lifað sig inn í túlkun Bríetar og jafnframt séð hvaða af- stöðu hún sem leikkona hafði til persónunnar. Slíkt er ekki á allra færi. Bríet lauk prófi frá Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins 1962 og starf- aði þar lengst af. Hún lék þar yfir 70 hlutverk og leikstýrði fjölmörg- um eftirminnilegum sýningum. , Eitthvað segir það um þroska Bríet- ar að strax í upphafi ferils síns leik- ur hún ekki einvörðungu ungu stúlkurnar heldur líka fullorðnar hefðarkonur og rustalegar kerling- ar. Meðal þeirra hlutverka sem standa manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum eru mállausa dóttirin Katrín í Mutter Courage, hin mál- gefna og glaðværa Yenta í Fiðlar- anum á þakinu og önnur henni skyld: Gróa á Leiti í Pilti og stúlku; Elísabet Englandsdrottning í Maríu Stúart, grimm og glæsileg og hin harmi slegna en sterka frú Carrar i leikriti Brechts en sá höfundur kom mjög við sögu á ferli Bríetar. Hún lék í flestum leikritum hans sem hér hafa verið sýnd og þýddi og leikstýrði sumum þeirra. Annar var sá höfundur sem hún hafði sérstakt dálæti á og dýrkaði og dáði umfram aðra menn en það ,yar Halldór Laxness. Leiðir þeirra lágu oft saman í leikhúsinu og aldr- ei var hún sælli en í nánd við verk hans. Ástu Sóllilju í Sjálf- stæðu fólki túlkaði hún svo ógleymanlega að mann verkjaði í hjartað og seinna sýndi hún okkur nístandi niður- lægingu mannlegrar eymdar sem hin lán- lausa Jarþrúður kona Ólafs Kárasonar í Húsi skáldsins. Sjálf vann hún leikgerðir upp úr Atómstöðinni og ís- landsklukkunni af meiri dirfsku og sjálf- stæði en flestir aðrir þrátt fyrir eða kannski einmitt vegna takmarka- lausrar virðingar sinnar fyrir verk- unum. Síðasta leikstjómarverkefni hennar var eigin leikgerð: Hið Ijósa man, byggt á sögu Snæfríðar í ís- landsklukkunni, mjög svo persónu- leg og áhugaverð skoðun hennar á þessum þjóðarfjársjóði. Ég held að Bríeti hafi aldrei fund- ist hún hafa nóg að gera í leikiist- inni og samt var hún alltaf að. Ef hlé varð á verkefnum í Þjóðleikhús- inu var hún sífellt að fá leyfí til að leika og leikstýra utan leikhússins. Hún bókstaflega brann af áhuga á leiklist. Allt frá upphafi ferils síns var hún sterk og hæfileikarík leik- kona en varð samt æ betri eftir því sem árin liðu og lífsreynsla og þroski dýpkaði verk hennar: Frá seinni árum má minna á safaríkan leik hennar sem griðkonan Poncia í Heimili Vemhörðu Alba, hún var eigingjörn og útsmogin Katarina Holm í Haustbrúði, metnaðargjöm og eldklár sem fjölmiðlakonan Karl- otta í Ráðherrann klipptur og spaugilega pipruð og sérvitringsleg sem Aronetta í Himneskt er að lifa eða þá hin orðljóta og tuðandi ætt- móðir Katrín í Hafinu. Undir hið síðasta vann hún marga af sínum glæsilegustu leiksigrum. Hæst reis list hennar í hlutverki móðurinnar í Blóðbrullaupi Lorca, Karenar Blix- en í einleiknum Dóttur Lúsífers og Hekúbu drottningar í Trójudætrum. Bríet lék um tíma hjá Leikfélagi Reykjavíkur, fyrst í upphafi ferils síns og lék þá m.a. Sonju í Vanja frænda og Maríu í Þjófum, líkum og fölum konum eftir Dario Fo. Síðar lék hún þar á níunda áratugn- um Títaníu drottningu í Draumi á Jónsmessunótt og eiginkonuna í farsanum Félegt fés eftir Fo. Hún tók þátt í starfsemi Grímu og leik- stýrði þar ma. sinni fyrstu leiksýn- ingu Jakob eða uppeldinu eftir Io- nesco, sem hún hafði mikið dálæti á. Síðast í fyrravetur leikstýrði hún stórskemmtilegri sýningu á Kennslustund sama höfundar. Með- al áhrifamikilla sýninga sem hún leikstýrði í Þjóðleikhúsinu má nefna Brúðheimili Ibsens, Týndu teskeið- ina, Oliver Twist, Jómfrú Ragnheiði og Lokaæfingu. Hún starfaði sem leikstjóri hjá öllum íslenskum at- vinnuleikhúsum og sviðsetti nokkr- ar óperur hjá Islensku óperunni, tvær þeirra eru meðal áhrifamestu sýninga þar á bæ: La Traviata og Aida. Margt er ótalið af afrekum Bríet- ar á leiklistarsviðinu en til þess mun tekið hversu ijölhæf hún var þegar viðfangsefnin eru skoðuð. Hún hellti sér af alkunnum ákafa yfir sérhvert verkefni og gerði þá ekki greinarmun á gamni og alvöru, hvort höfundurinn hét Fo eða Ibs- en, Ionesco eða Brecht, Laxness eða Verdi. Til Bríetar voru gerðar miklar kröfur. Hún var skarpgreind, fróð og víðlesin; ekkert mannlegt var henni óviðkomandi. Hún hafði skoð- anir á öllum hlutum og lét þær óspart í ljós. Áhugi hennar á verk- efninu hveiju sinni var svo brenn- andi og ágengur að oft þótti manni nóg um. Það var engu líkara en heimurinn stæði eða félli með við- komandi verki eða hlutverki. Af háværri eftirfylgju og eldmóði tal- aði hún sig hása um verkefnið, baðandi út örmunum og í augunum þvílík gleði og ákefð að manni fannst væntanleg leiksýning þegar hafin og fylltist andakt yfir þeim töframætti listarinnar sem á svo afdráttarlausan hátt gat heltekið listamanninn. Bríet var nautnamanneskja, sem hafði gaman af að gera sér glaðan dag. Þegar ljóst varð að vágesturinn ógurlegi hafði slegið eign sinni á hana, brást hún við af alkunnri skynsemi og kaldhæðni. Var strax ákveðin í að lífinu væri lokið, kvaðst södd lífdaga og fegin að verða laus við hrömun og heilsuleysi ellinnar. Bað vini og kunningja að færa sér kampavín og halda sér selskap þannig að hún gæti notið lífsins til hinstu stundar. En þegar menn svo komu til að veita henni huggun og uppörvun snerist dæmið oftar en ekki við: það var hún sem veitti uppörvun, miðlaði fróðleik og varð til þess að fólk fór bjartsýnna og auðugra af fundi hennar. Það var Bríeti mikil gæfa, þegar hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þorsteini Þorsteinssyni en með honum eignaðist hún dótturina Steinunni Ólínu, sem einnig varð ljósgeisli í lífi þeirra. Áður hafði hún eignast Laufeyju og Guðrúnu með fyrri manni sínum. Þau Þor- steinn og Bríet bjuggu yfir skemmtilegum andstæðum í fasi og persónugerð en áttu það sameig- inlegt að vera fluggáfuð og há- menntuð. Og á menntunarsviðinu létu þau aldrei staðar numið. Þau voru það sem á erlendum málum er kallað intellectuals og er því miður alltof sjaldgæft fyrirbæri á Islandi, stundum hefur það verið nefnt gáfumenn. Það var einstaklega gaman að vera samvistum við þau hjón. Bríet hefði án efa brugðist hin versta við ef einhver vogaði sér að halda því fram að hún hafí „búið manni sínum glæsilegt heimili“ eins og stundum er sagt j minningargreinum. Á heimili þeirra var ekki borist á á veraldlega vísu en því meiri andleg upplyfting var að sækja þau heim. Stutt kvöldheimsókn gat jafnast á við fleiri daga námskeið í bók- menntum, listum og þjóðfélagsmál- um. Meðan aðrir urðu jólastressi og kaupæði að bráð, fóru þau sér hægt en voru þó búin að lesa allar nýju skáldsögumar löngu fyrir jól, slík var eftirvæntingin eftir þeim menningarviðburði sem útkoma nýrrar íslenskrar skáldsögu var í þeirra augum. Bríet var afdráttarlaus í afstöðu sinni til manna og málefna, samt var hún efahyggjumanneskja á óvæntum augnablikum. Hún var sannur félagshyggjumaður og þjóð- emissinni í bestu merkingu þess orð - í gríni en þó ekki án allrar alvöru stofnaði hún ásamt nokkmm kunn- ingjum Hið íslenska þjóðrembufélag og var sjálfskipaður formaður. Fé- lagið starfaði þó eingöngu í heima- húsum af viðeigandi galgopaskap. Sem leikkona þurfti hún mikla athygli og stundum hafði ég lúmskt gaman af hve hneyksluð hún gat orðið á leikumm, þegar hún sjálf var að leikstýra: hve tillitslausir þeir áttu til að vera gagnvart leik- stjóra sínum. En svo rækilega gekk hún inn í hlutverk leikarans að þessu gleymdi hún um leið og hún sjálf var komin í hlutverk. Þá varð hún allra manna frekust á athygli en á þann jákvæða og áhugasama hátt, að það var einskær ánægja að veita henni alla þá athygli sem hún krafðist. Hún var óspör á hrós til vina og samstarfsmanna, þegar einhveijum tókst vel upp; eiginleiki, sem ekki er allra í leiklistinni. Hún þoldi ekki valdhafa, varð samstundis gagn- rýnin á þann sem kominn var í valdastöðu, hversu nákominn henni sem hann var og sagði fólki óspart til syndanna ef henni mislíkaði. Samt lýsti hún því nýlega yfir á prenti að farsælasta stjómarfyrir- komulag í leikhúsi væri það sem hún sjálf teldi sig búa við: menntað einveldi! Hún var ein öfárra sem gat reitt undirritaðan til reiði þann- ig að við misstum okkur út í hörku- rifrildi. En alltaf fundum við hversu heimskulegt var að missa svona stjóm á skapi okkar og urðum ein- staklega kurteis og hógvær minút- umar á eftir. Vinátta hennar var mér mikils virði. Það er erfitt að sjá á eftir Brí- eti, það er svo stutt síðan hún sat með okkur á verkefnavalsfundum í fullu fjöri með alla framtíðina í augunum og talaði um allt það skemmtilega sem við ættum eftir að gera. Það er með mikilli eftirsjá að við samstarfsfólk hennar í Þjóð- leikhúsinu kveðjum hana um leið og við sendum Þorsteini, Steinu og öðmm aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessarar merku listakonu. Stefán Baldursson. Fyrir nokkram vikum rakst ég á mynd. Á henni er Bríet Héðins- dóttir, stödd í heimsókn hjá mér ásamt Steinu og mömmu á Spáni páskana 1988. Við stöndum þarna undir Gíbraltarklettinum, þar sem straumar mætat á mótum Evrópu og Afríku. Það er einkennileg ró yfír þessari mynd. Við brostum all- ar blíðlega framan í Ijósmyndarann í vorgolunni, nema Bríet. Hún horf- ir ábúðarmikil eitthvað miklu hærra en við með sitt hvassa nef og fránu augu - horfir langt út í sjóndeildarhringinn og guð má vita að hveiju hún er að gá. Nú þegar Bríet er farin frá okk- ur verður mér hugsað til þessarar ferðar sem við kölluðum mæðgna- ferðina miklu. Og margt fleira kemur upp í hugann: Þegar við fóram á kúrs í stjömufræði í Háskólanum til að reyna að skilja sólmiðjukenningu Kópemikusar. Og allar leiksýning- amar: Sumargestir, þar sem við lékum saman, Óliver Tvist, þá leik- stýrði hún mér, Haustbrúður og Blóðbrallaup, þar sem ég leikstýrði henni - allt í Þjóðleikhúsinu. Það var mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar yfír homið á Lönguhlíðinni, mæður okkar nánir vinir eins og við Bríet og stelpurn- ar hennar og systur mínar brölluð- um ýmislegt saman líka. Bríet varð lærimóðir mín um margt. Hjálpaði mér og uppörvaði. Og skammaði mig líka. Eg er að reyna að rifja það allt upp núna þegar hennar nýtur ekki lengur við. Á bakaleiðinni frá Gíbraltar óð- um við í Miðjarðarhafinu. Þetta var sem sagt um páskana og enn ískalt heima á íslandi. Við fóram á maga- dans í Marokkó okkur öllum til óblandinnar ánægju og ég dró hana og mömmu með mér á nautaat þama á páskadag. Svo keypti Bríet sér pels. Þótt hún kynni alls ekki að prútta. Það var nefnilega ekki hennar stfll. Hún var aldrei smá í neinu. Hún hafði gaman af þessu öllu og við skemmtum okkur konung- lega. Mamma og Bríet ortu um nautaat á páskum og oft hefur mamma rifjað þessa ferð upp. Hvað Bríet var hjálpleg, hlý og ódrep- andi skemmtileg. Hún drakk í sig sögu og menningu fólksins, forvitin og áhugasöm um kjör þess. Bríet var þeirrar gerðar. Hún stóð með fólki, einkum ef það var minnimátt- ar eða hafði orðið undir. Hún gat staðið þannig með því að maður hélt að himinn og jörð ætluðu að farast. Hún var ekki allra. En þeirra sem hún var, var hún mikils virði. Guð hjálpi þeim sem henni líkaði ekki við. Þeir fengu það óþvegið. En ég margreyndi hana að því að vera það sem kallað er drengur góður. Það var sjaldan logn í kringum Bríeti. Og aldrei myndi ég halda því fram að hún hafi verið auðveld manneskja. Hún var stór í brotinu, málamiðlunarlaus. Og að lifa án málamiðlana, þótt lífið verði styttra en allir héldu, er ekki lítill árang- ur. Ég er heldur ekki viss um að Bríet hafi viljað verða gömul. Ég verð ekki gömul, sagði hún oft við mig, og mér fannst hún fullkom- lega sátt við það. Nú er hún farin. Og við verðum að sætta okkur við það. Sætta okk- ur við að geta ekki lengur hringt, á laugardagsmorgni og spurt frétta - af leiksýningum gærkvöldsins, pólitík morgundagsins, af jólabók- unum, tónlistinni eða guð má vita hvað það var sem brann á henni heitast þann daginn. Því það brann alltaf eldur þar sem Bríet var. Hún horfði hátt í lífinu, stefndi hærra en aðrir. Hún var algerlega hégómalaus, rismikil og óvenjulega gáfuð manneskja með skýr markmið í öllu sem hún gerði. Hún var engum lík. Ég mun sakna hennar alla tíð. Steina, Steinu, Guðrúnu móður hennar, Laufeyju og Gunnu sendi ég mínar hlýjustu samúðarkveðjur þessa köldu haustdaga. Þórunn Sigurðardóttir. Kveðja frá Leikfélagi Akureyrar Með Bríeti Héðinsdóttur er hnig- inn að moldu einhver merkasti leik- húslistamaður þjóðarinnar á undanfömum áratugum. Bríet var sterkur persónuleiki og mótaði á ferli sínum sem leikkona fjölmargar ógleymanlegar persónur. En Bríet var ekki einungis mikilhæf leikkona heldur notaði hún listrænt innsæi sitt, greind og menntun til þess að þróa sjálfa sig og þroska sem höf- und leikverka og ekki síður sem leikstjóra. Það var fyrst og fremst á því sviði sem Leikfélag Akur- eyrar fékk að njóta krafta hennar. Bríet skrifaði leikgerð að Jómfrú Ragnheiði eftir Guðmund Kamban og leikstýrði þessu verki sínu hjá Leikfélagi Ákureyrar leikárið 1981-82. Strax næsta ár kom Bríet aftur með eigin leikgerð af Atómstöðinni eftir Halldór Laxness og setti verkið á svið á Akureyri. Loks leikstýrði Bríet söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar leikárið 1986-87. Bríet Héðinsdóttir var skapheit- ur listamaður og kringum hana ríkti aldrei nein lognmolla meðan á æfingum og undirbúningi sýn- inga stóð. Hún lagði fram alla krafta sína og ætlaðist til hins sama af öðrum. Við þær aðstæður gat það vissulega gerst að menn beittu röddinni til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Slíkt er einung- is eðlilegt í leikhúsinu þar sem lista- mennirnir vinna allir meira og minna með tilfinningar sínar og leggja hjarta og sál í verk sitt. Það gerði Bríet. Hjarta hennar sló fyrir leiklistina. Nú þegar þetta hjarta er hætt að slá er íslenskt leikhús stóram fátækara en áður. F.h. Leikfélags Akureyrar, Sunna Borg. Enn hefur kvatt sviðið mikilhæf- ur listamaður, litríkur og merkileg- ur persónuleiki — og góður og hreinskiptinn vinur. Það eru orðin rúm fjörutíu ár síðan leiðir okkar Bríetar Héðinsdóttur lágu fyrst saman er við vorum við nám í Vínarborg. Þetta var skemmtilegur tími og margt um landann í höfuð- borg tónlistarinnar eins og jafnan síðan. Fjarlægðir urðu sjaldan miklar eftir heimkomuna, enda starfsvett- vangur Bríetar meira eða minna tengdur mínum gegnum tíðina. Bríet var ógleymanleg persóna og gædd miklum og fjölbreyttum gáfum. Vel að sér um um flesta hluti, þótt leiklistin, bókmenntir og tónlist skipuðu sérstakan sess i huga hennar. Öðrum þræði var hún jarðbundin og lét sig miklu varða mannlegt hlutskipti. Hafði ákveðn- ar skoðanir og skaphita, sem list hennar hlaut að njóta góðs af. Hún gat verið orðhvöt og „brött“ — komið manni í opna skjöldu. Bak við allt var hlýja, greind, ósvikin kímni — og viðkvæmni. Megi minning hennar lifa með okkur öllum sem þekktum hana og sefa sorg og söknuð ástvina. Hún var heil og sterk og umbúðalaus, í lífínu sem í listinni. Gerði um- hverfíð svipmeira, litríkara og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.