Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 57
BRÉF TIL BLAÐSINS
Athugasemdir vegna ummæla
Guðmundar Oddssonar
Frá Erni Alexanderssyni:
VEGNA ummæla Guðmundar Odds-
sonar á forsíðu Alþýðublaðsins
fimmtudaginn 31. október sl. sem
höfð voru eftir honum í morgun-
þætti Rásar 2 sama dag vil ég fyrir
hönd félga minna í Leikfélagi Kópa-
vogs byrja á því að þakka Guðmundi
fyrir skyndilegan áhuga á starfsemi
félagsins og því hversu vel hann virð-
ist hafa kynnt sér innra og ytra starf
þess!
í þau 10 ár sem undirritaður hefur
starfað með LK hef ég aldrei, og það
ég best veit enginn innan LK séð
Guðmund Oddsson á sýningum fé-
lagsins eða öðrum uppákomum á
þess vegum. Þó hefur hann setu
sinnar vegna í bæjarstjóm alltaf
fengið boðsmiða á leiksýningar fé-
lagsins.
Haft er eftir Guðmundi: „Það (leik-
félagið) hefur haft alla burði til að
gera góða hluti, en það hefur einfald-
lega lítið verið gert. Það sorglega
er að þetta skuli ekki geta gengið
betur því aðstaðan er glimrandi fín.
Menn hér hafa viljað fá eitthvað í
staðinn en það hefur ekki gengið
eftir.“ ... „Það eina sem við viljum
sjá er „aksjón" í leiklistarstarfsemi
í bænum.“
Hað er ekki „aksjón" í leiklistar-
starfsemi hjá áhugaleikfélagi ef ekki
eftirfarandi? Verkefnaval LK frá
1990:
Barnaleikrit: 1990 Virgill litli eftir
Ole Lund Kirkegárd. 28. sýningar.
1991 í Súrmjólkurþorpi eftir Edward
Urbenski. 23 sýningar. 1993 Ottó
nashyrningur eftir Ole Lund
Kirkegárd. (Frumsanin leikgerð fyrir
LK). 20 sýningar. 1995 Galdrakarl-
inn í Oz eftir Frank Baum. 12 sýning-
ar. 1996 Rúi og Stúi. (Nýtt frumsam-
ið barnaleikrit sem frumsýnt verður
á næstunni.) Fyrir unglinga: 1990
Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð.
(Verkið samið sérstaklega fyrir LK.)
13 sýningar. Með unglingum: 1994
Piltur og stúlka. 2 sýningar. 1994
Silfurtunglið eftir Halldór Kiljan
Laxness. 6 sýningar. 1996 Kakófína.
(Frumsamið verk fyrir unglinga-
deildina. Leikritið var valið sem full-
trúi íslands á leiklistarhátíð í Dan-
mörku sl. sumar.) 12 sýningar.
Klassísk verk: 1994 Hedda Gabler
og Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen.
(Sérstök leikgerð fyrir LK.) 10 sýn-
ingar. Gamanleikir: 1995 Á gægjum
eftir Joe Orton. (Frumflutningur á
verkinu á íslandi). 10 sýningar.
1992-1995 íþróttungur. (Frumsam-
inn látbragðsleikur sem leikinn hefur
verið í Kópavogi, lýðveldishátíð á
Þingvöllum og víðar á árunum 1992-
1995.) íslensk verk: 1992 Sonur skó-
arans og dóttir bakarans eftir Jökul
Jakobsson. 12 sýningar. Ljóðakvöld:
1994 Tíu skáld í Kópavogi. (Flutt
við opnun Gerðarsafns.) 2 sýningar.
Einþáttungur: 1996 Um skaðsemi
tóbaks eftir Chekhov. 5 sýningar.
Námskeið: 1992 Vinna leikarans.
1993 Leiklistarsaga. (I tengslum við
námskeiðið var uppsetning á nokkr-
um brotum úr helstu gamanleikum
leikbókmenntanna og var farið með
þá dagskrá m.a. í leikför til Akur-
eyrar.) 1993 Götuleikhús. (Hausa-
gerð, þeir voru m.a. notaðir á 17.
júní hátíðahöldunum og við fleiri
tækifæri í Kópavogi.) 1994 Nám-
skeið fyrir unglinga. 1994 Leik-
spuni. 1995 Leikspuni fyrir unglinga.
1995 Götuleikhús. (Sirkuslistir m.a.
í tengslum við 17. júní hátíðahöld í
Kópavogi.) Þátttaka á leiklistarhátíð-
um: 1992 Patreksfjörður (íþróttung-
ur). 1994 Mosfellsbær (HeddaGabler
og Brúðuheimilið/íþróttungur.) 1995
Strömstad í Svíþjóð (íþróttungur).
1996 Danmörk (Kakófína). 1996
Unglist ’96 í Reykjavík (Kakófína).
Leiklistarhátíð á vegum LK: 1996
Leiklistarhátíð grunnskóla Kópavogs
og LK.
Auk þess má nefna að LK hefur
jafnan komið fram á helstu tyllidög-
um í Kópavogi t.d. á þrettándanum,
sumardaginn fyrsta, 17. júní, Hlíða-
garðshátíðum, þegar kveikt er á jóla-
trénu og um áramót. Þess utan hefur
félagið verið með ýmiskonar
skemmtidagskrár sem nefndar hafa
verið vökur. Svo sem jólavökur,
bamavökur, þorravökur, o.fl. Á þeim
hefur verið sungið, flutt tónlistaratr-
iði, lesin ljóð, sögur, og settir upp
frumsamdir leikþættir sem sýndir
hafa verið með mörg önnur tækifæri.
í þessu ljósi geta lesendur síðan
dæmt orð Guðmundar Oddssonar um
starfsemi LK:
ÖRN ALEXANDERSSON,
félagsmaður í LK.
Kærkomin breyting
Frá Kristjáni Ragnari Asgeirssyni:
í KJÖLFAR greinar Ástu Dísar
Óladóttur um afleiðingar hækkunar
hámarkshraða á bundnu slitlagi
utan þéttbýlis, úr 90 km hraða í
110 km hraða, fínnst mér sjálfsagt
að svara þessum hugleiðingum
hennar með mínum eigin.
Fyrst vil ég benda áðurnefndum
greinarhöfundi á það að íslendingar
eru ekkert sérstaklega iðnir við að
virða núverandi hraðatakmarkanir
og flestir sem aka mikið um t.d.
þjóðveginn okkar gera það ekki
beinlínis ánægjunnar vegna. Þar
sem það hefur hér með verið opin-
berað er réttast að ræða hverjar
afleiðingar hækkunarinnar yrðu og
yrðu ekki.
Líklegar afleiðingar: Hraðasekt-
um myndi fækka til muna. Fólk sem
ferðast mikið á þjóðveginum þarf
ekki að hægja á sér í hvert skipti
sem það sér hvítan bíl nálgast úr
gagnstæðri átt. Fólk verður rólegra
og afslappaðra við aksturinn og það
myndi stuðla að öruggari aksturs-
hætti.
Ekki líklegar afleiðingar: Að fólk
sem venjulega ekur á u.þ.b. 120
km hraða fari að auka við hraðann.
Menn eru vanir að keyra eins og
aðstæðurnar leyfa og ég held að
ég sé ekki að uppljóstra neinum
hernaðarlegum leyndarmálum þeg-
ar ég segi að margir, ef ekki flest-
ir, mölbijóta svoleiðis núverandi 37.
grein umferðarlaganna um leyfileg-
an hámarkshraða einfaldlega vegna
þess að 36. grein umferðarlaganna,
um að haga beri akstri samkvæmt
aðstæðum, krefst þess!
í grein Ástu fær'maður á tilfínn-
inguna að hún ferðist voðalega lítið
á þjóðvegi vorum þar sem hún vill
halda því fram að aðstæður þar séu
bágbomar. Ef sú er staðreyndin vil
ég bara enda þessi orð mín með því
að hvetja hana til að ferðast innan-
lands næsta sumar og kynnast okk-
ar fagra landi betur svo ekki sé
minnst á akstursaðstæðumar á okk-
ar frábæra malbikuðu vegum.
KRISTJÁN RAGNAR ÁSGEIRSSON,
nemi í Verzlunarskóla íslands og
nýbúi í Reykjavík.
HLUTAFJARUTBOÐ
Útboðsfjárhæð:
20.000.000 kr.
Fóðurverksmiðjan Laxá hf. kt.440791-1749
Krossanesi, 603 Akureyri
Sölutímabil:
30. október - 31. desember 1996. Gengi fyrsta söludag 2,05.
Forkaupsréttartímabil:
30. október -19. nóvember 1996. Gengi til forkaupsréttarhafa 1,85.
Ekki er gert ráð fyrir skráningu
hlutabréfanna á Verðbréfaþingi
íslands að svo stöddu.
Umsjón og sölu annast Verðbréfamarkaður
íslandsbanka hf. Útboðslýsing hluta-
bréfanna, ársreikningur og samþykktir
Fóðurverksmiðjunnar Laxár ásamt öðrum
upplýsingum liggja frammi hjá Verð-
bréfamarkaði Islandsbanka hf., Kirkjusandi
og Akureyri.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi tslands •
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900.
Myndsendir: 560-8910.
Veisluscilir
Q ’ Vcitlnoahú/lð
lís Gflpi-mn
sími 555 4477
IÐNAÐARHURÐIR
HÖFÐABAKKA9, 112 REYKJAVÍK
SiMI 587 8750 - FAX 587 8751
Námskeið í
leðurviimu og
reiðtygjasmíði
LEÐURVORUDEILD
BYGGGARÐAR 7
170 SELTJARNARNES
S. 561 2I4I • FAX 56I 2I40
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator féiag laganema.
&BÍ ] öryrkjabandalag tslands Lands^ [P l.ix)skalij«il|) auntökin Þroskahjálp
Ráðstefna um ferðamál:
Ferðalög fyrir alla haldin af Landssamtökun-
um Þroskahjálp og Öryrkjabandaiagi íslands
Ráðstefnan verður haldin 8. og 9. nóvember 1996 á Hótel Sögu, A-sal
DAGSKRÁ:
Föstudagur 8. nóvember
Kl. 9.00 Húsið opnað.
Kl. 9.30 Setning.
Ólöf Ríkarðsdóttir, formaður Öryrkjabandalags islands.
Kl. 9.45 Ávarp frá samgönguráðuneytinu.
Ármann K. Ólafsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Kl. 10.00 Fatlaðir ferðamenn, vannýttur ferðamarkaður.
Ingólfur Ingólfsson, framkvæmdastjóri.
Kl. 10.30 Kaffi.
Kl. 10.45 Reykjavík — áfangastaður án hindrana?
Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar.
Kl. 11.05 Ferða- og tómstundamál fatlaðra.
Margrét Frimannsdóttir, alþingismaður.
Kl. 11.25 Pallborðsumræður undir stjórn Helga Seljan, féiagsmála-
fulltrúa.
Kl. 12.15 Hádegisverður.
Kl. 13.15 Ferðalög fyrir alla í Evrópu.
Els de Vries, Mobility International.
Kl. 13.45 Aðgengismál fatlaðs fólks í Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt.
Kl. 14.00 Nautnin að ferðast.
Arnþór Helgason, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags íslands.
Kl. 14.15 Skipulagning ferða fyrir blandaða hópa sem innihalda
hjólastólanotendur.
Poul Erik Fink, Egmont Hojskolen.
Kl. 14.45 Þjónusta við fatlaða ferðamenn á íslandi.
Kristín Sif Sigurðardóttir, Samvinnuferðum - Landsýn.
Kl. 15.00 Aðgengi fyrir fatlað fólk á ferðaþjónustubæjum.
Paul Richardson, Ferðaþjónustu bænda.
15.15 Yfir fjöll og firnindi — ferðsaga.
Reynir Pétur Ingvarsson, Sóiheimum, Grimsnesi.
Kl. 15.30 Kaffi.
Kl. 15.45 Það er vandi að ferðast í henni veröld.
Sigurður Björnsson, launafulltrúi hjá Sjáifsbjargarheimiiinu.
Kl. 16.00 Flutningar, framtíðarsýn.
Steinn Lárusson, Fiugieiðum.
Kl. 16.15—17.00 Pallborðsumræður undir stjórn Kristjáns Sigur-
mundssonar, þroskaþjálfa og starfsmannastjóra.
Laugardagur 9. nóvember
Kl. 9.30 Samnorræn sumardvöl.
Solveig Theodórsdóttir, þroskaþjálfi og fararstjóri.
Kl. 9.45 „Fötluð ferðamennska"?
Jackie Scott, Can be done, London.
Kl. 10.15 Aðgengi að strætisvögnum.
Hörður Gislason, skrifstofustjóri hjá SVR.
Kl. 10.30 Kaffi.
Kl. 10.45 Pallborðsumræður undir stjórn Dr. Sigrúnar Stefánsdóttur,
fjölmiðlafræðings.
Kl. 11.45 Samantekt og slit.
Guðmundur Ragnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Fundarstjórar: Guðmundur Magnússon, leikari og forstöðumaður
og Hildur Davíðsdóttir, starfsmaður Ass.
Aðgangur ókeypis
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir