Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Kjaradómur bregst við nýjum úrskurði Félagsdóms
Ákveðið að fella niður
orlof á yfirvinnu dómara
KJARADÓMUR hefur úrskurðað að
orlofsgreiðslur vegna yfirvinnu hér-
aðs- og hæstaréttardómara skuli
felldar niður frá og með 1. desem-
ber nk. Fyrir einum mánuði úrskurð-
aði Félagsdómur að dómarar ættu
rétt á að fá orlof vegna þessara yfir-
vinnugreiðslna, en þær komu til 1.
desember 1993. Greiðslurnar voru
inntar af hendi í einu lagi um síð-
ustu áramót.
Kjaradómur úrskurðaði 12. nóv-
ember 1993 að dómarar skyldu fá
til viðbótar föstum launum greiðslur
vegna yfirvinnu. Rökin voru þau að
lög um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði hefðu leitt til
breytinga á starfí þeirra. Fljótlega
kom upp ágreiningur milli fjármála-
ráðuneytisins og Dómarafélagsins
um hvernig ætti að fara með orlofs-
greiðslur vegna yfirvinnu. Óskað var
skýringa Kjaradóms, sem tvívegis
svaraði bréflega. Þrátt fyrir það
varð að samkomulagi milli r áðuneyt-
isins og dómara að fara með málið
fyrir Félagsdóm.
Dómarar unnu málið í Félagsdómi
og segir í nýjum úrskurði Kjaradóms
að með dómnum hafi efnislega verið
breytt þeim kjörum sem Kjaradómur
ákvað þessum embættismönnum
árið 1993. „Það er niðurstaða Kjara-
dóms, að frá og með 1. desember
1996 skuli greiða héraðs- og hæsta-
réttardómurum yfirvinnu og orlof
með þeim hætti, sem fram kemur í
bréfí Kjaradóms, til starfsmanna-
skrifstofu ijármálaráðuneytisins frá
18. nóvember 1993 þar sem segir
m.a.: „Skulu tilteknir eftirvinnutím-
ar greiðast í 12 mánuði á ári hveiju
og af því leiðir að ekki skal reikna
orlof af þeim greiðslum.““
Eitt sératkvæði
Einn dómara í Kjaradómi, Jón
Sveinsson hdl., var ósammála niður-
stöðu meirihluta dómsins. Hann seg-
ir í sératkvæði sínu að hann sé sam-
mála meirihluta dómsins um að
Kjaradómur hafí ekki ætlast til þess
að orlof yrði greitt á yfirvinnu þegar
úrskurðurinn var felldur 1993. Aftur
á móti sé Kjaradómur ekki dómstóll
heldur stjórnsýslunefnd í skilningi
íslenskra laga. Fjármálaráðherra
hafi fallist á að leggja ágreining um
túlkun Kjaradóms fyrir Félagsdóm.
Niðurstaða Félagsdóms gefi ekki
sérstakt tilefni til þess að Kjaradóm-
ur breyti fyrri úrskurði sínum.
Kjaradómur er endanlegur
„Kjaradómur er endanlegur úr-
skurðaraðili. Hann er sjálfstæður
ávörðunaraðili sem Alþingi hefur
einum falið vald til að úrskurða til-
teknum aðilum launakjör. Engum
öðrum hefur verið falið það vald.
Fyrir ofan hann er enginn áfrýjunar-
aðili. Það er aðeins ein forsenda fyr-
ir því að fara með mál, sem Kjara-
dómur hefur úrskurðað um, fyrir
dómstóla og það er ef Kjaradómur
gætir ekki réttra og lömætra að-
ferða. Slíkt mál myndi sæta al-
mennri dómstólameðferð en ekki
Félagsdóms og yrði væntanlega
höfðað til ógildingar úrskurði. Þetta
tiltekna mál snýst ekki um slíka
ógildingu," sagði Þorsteinn Júlíus-
son, formaður Kjaradóms.
Þorsteinn sagði það sína skoðun
að mál þetta hefði aldrei átt neitt
erindi til Félagsdóms. Ef það væri
viðurkennt að unnt væri að áfrýja
efnislegum úrskurðum Kjaradóms
til Félagsdóms væri verið að skerða
úrskurðarvald Kjaradóms. Hann
sagði þetta ekki í samræmi við lög
um Kjaradóm sem væru alveg skýr
um að hann hefði endanlegt úrskurð-
arvald.
Þorsteinn sagði það misskilning
að Kjaradómi bæri skylda til að láta
aðila tjá sig áður en úrskurður væri
felldur. Það sæju allir að það gengi
ekki að t.d. forseti íslands væri að
tjá sig um eigin launakjör.
Bækurog *
tölvur til
Sarajevó
„STÚDENTAR hjálpa stúdent-
um“ er yfirskrift söfnunar sem
stúdentar í Háskóla íslands hafa I
staðið fyrir að undanförnu. Þeir
eru nú langt komnir með að fylla
40 feta gám af bókum, tölvum
og öðrum nauðsynjum og verður
gámurinn sendur stúdentum i
Sarajevó eftir helgina.
Söfnunin hefur gengið vel, að
sögn Einars Skúlasonar, fram-
kvæmdastjóra Stúdentaráðs Há-
skóla íslands, og hafa fjölmargir
stúdentar, fyrirtæki og einstakl-
ingar látið sitt af hendi rakna.
Meðal þess sem komið er í gám-
inn eru um 2.400 bækur, um 550
tölvuhandbækur, 7.500 tölvu-
disklingar, yfir 90 tölvur, 49
prentarar, fimm ljósritunarvél-
ar, 4.000 umslög, um 250 möpp-
ur, tíu ritvélar, fimm reiknivélar
og nokkur þúsundpennar, svo
eitthvað sé nefnt. Aætlað verð-
mæti varningsins er á sjöttu
milljón króna.
Að söfnuninni standa SHÍ og ■
stúdentaskiptasamtökin AI-
ESEC, IMSIC, ELSA og IAESTE.
Yerkalýdsfélagið Fram á Sauðárkróki stefnir
Fiskiðjunni fyrir Félagsdóm
Telja vinnslu stöðvaða
á röngum forsendum
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Fram á
Sauðárkróki hefur stefnt Fiskiðj-
unni Skagfírðingi fyrir Félagsdóm.
Félagið krefst dóms um að með
vinnslustöðvun sem boðuð var í bol-
fiskfrystingu hjá fýrirtækinu vegna
hráefnisskorts og sem stóð frá 12.
ágúst til 1. október hafí verið brotið
gegn aðalkjarasamningi; uppgefnar
forsendur fyrir stöðvuninni hafí ekki
verið til staðar. 70-80 manns féllu
af launaskrá hjá fyrirtækinu meðan
á vinnslustöðvuninni stóð en þeir
hafa síðan fengið uppsagnarbréf.
í stefnunni segir að þau fímm
skip sem Fiskiðjan Skagfírðingur á
hafí þó verið að veiðum allan þann
tíma sem vinnslustöðvunin stóð og
landað afla sem hægt hefði verið að
nota til vinnslu í bolfískdeild fyrir-
tækisins. Frá 12. ágúst til 30. sept-
ember hafí skip fyrirtækisins landað
263 tonnum af bolfíski, ýmist hjá
Fiskmarkaði Vestfjarða á ísafirði eða
í saltfískvinnslu Fiskiðjunnar en af-
köst hennar hafí aukist meðan á
vinnslustöðvun bolfiskvinnslunnar
stóð. 13 ný stöðugildi hafi orðið til
í saltfískvinnslunni meðan hráefnis-
skortur var sagður í bolfiskvinnslu.
150 tonn af rússaþorski
í frysti
í stefnunni er því einnig haldið
fram að fyrirtækið hafí ekki nýtt
tiltækar leiðir til að afla hráefnis,
svo sem með því að kaupa fisk á
mörkuðum. Þá hafí Fiskiðjan átt
150 tonn af óunnum rússafíski í
frystigeymslum sínum sem hefðu
dugað í um 20 daga vinnslu í frysti-
húsinu. Eftir að vinnslustöðvun lauk
byrjuðu starfsmenn að þíða upp
þennan físk. „Meðan til er óunninn
frystur fiskur verður að telja að
ekki sé um hráefnisskort að ræða,“
segir í stefnunni, þar sem segir einn-
ig að fyrirtækið hafi ekki haft heim-
ild til að „leika sér þannig" með
heimild í aðalkjarasamningi VSÍ og
VMSÍ til þess að boða vinnslustöðv-
un í fiskvinnslu vegna hráefnis-
skorts. Þeirri heimild megi ekki
beita þegar um er að ræða óviðun-
andi afkomu í bolfiskvinnslu og tel-
ur verkalýðsfélagið að við þær að-
stæður væri fyrirtækinu nær að
segja upp starfsmönnum með heim-
ild í uppsagnarákvæðum samnings-
ins um uppsagnarfrest og endur-
ráðningu.
Málið hefur verið þingfest í Fé-
lagsdómi og stefnda var þá veittur
frestur til 28. þ.m. til að koma at-
hugasemdum sínum á framfæri.
Jón Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Fiskiðjunnar Skagfírðings,
vildi ekki tjá sig efnislega um málið
þegar til hans var leitað. Hann vís-
aði til þess að lögmaður Vinnumála-
sambandsins færi með mál fyrirtæk-
isins fyrir Félagsdómi.
Morgunblaðið/Golli
Félag
Þroskahjálpar
Skerðingu
mótmælt
STJÓRN Félags Þroska-
hjálpar í Skagafirði og Húna-
vatnssýslum samþykkti á
fundi sínum nýlega, ályktun
þar sem harðlega er mót-
mælt 60% skerðingu tekju-
stofns framkvæmdasjóðs
fatlaðra, sem gert er ráð fyr-
ir í framkomnu fjárlaga-
frumvarpi.
Félagið telur að þau áform
bijóti í bága við lög um mál-
efni fatlaðra sem samþykkt
voru frá Alþingi 1992 en með
þeim lögum var fram-
kvæmdasjóði fatlaðra mark-
aður ákveðinn tekjustofn.
Lögreglumenn vilja athuga breytt fyrirkomulag við innheimtu bifreiðagjalda
Vilja hætta að
klippa af númer
Á FUNDI fulltrúa lögregluembætt-
anna á Suðvesturlandi í Hafnarfírði
í liðinni viku kom fram áhugi lög-
reglumanna á að láta huga að ann-
arri framkvæmd við eftirfylgju van-
goldinna trygginga- og bifreiða-
gjalda en nú er við hafður, þ.e. klippa
af bílnúmerin.
Um talsvert langt skeið hefur Iög-
reglan fengið í hendur lista frá Bif-
reiðaskoðun íslands og tryggingafé-
lögunum þar þeir aðilar sem ekki
hafa staðið í skilum með þessi gjöld
eru tilteknir. Þessum listum er síðan
fylgt við að leita uppi bifreiðar og
klippa af þeim númerin, oft að næt-
urlagi.
Klippt af 5-7
þúsund bílum
Ómar Smári Ármannsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í Reykjavík segir
nær 12 þúsund bifreiðar tilteknar á
listunum að jafnaði og hann reikni
með að klippt sé af 5-7 þúsund þeirra
á landinu öllu á hveiju ári, þar af
2-4 þúsund bílum á höfuðborgar-
svæðinu.
Ómar Smári segir fram hafa kom-
ið á fundinum hugmyndir þess efnis
að annað fyrirkomulag væri á fram-
kvæmd þessara mála, og í því sam-
bandi væri bent á að víðast hvar-
væru lögreglumenn önnum hlaðnir
vegna löggæslu.
„Þeirri spurningu var meðal ann-
ars velt upp hvort tryggingafélögin
gætu sjálf fengið heimild til að sækja
og leggja inn bílnúmer og væri því
mögulegt að fela t.d. til þess bærum
einkaaðilum þetta lögbundna verk-
efni sem lögregluyfirvöld hafa sinnt
til þessa.
Lögreglumenn veigra sér alls ekki
við að annast þessar aftökur, enda
full ástæða til að framfylgja þeim,
en þær eru hins vegar tímafrekar og
því þykir mönnum athugandi að
breyta þessari innheimtuaðgerð, bæði
fyrir tryggingafélögin og fjármála-
ráðuneytið. Þá gæti lögregjan beitt
kröftunum enn frekar að löggæslu-
málum og aðrir aðilar frekar verið
fengnir til að skipuleggja og fram-
kvæma það sérhæfða verkefni sem
hér um ræðir,“ segir Ómar Smári.
Hann kveðst eiga von á að laga-
legar hliðar málsins þurfí að skoða
sérstaklega.
Þessi mál eru einungis í frumat-
hugun, eins og sést t.d. á þeirri niður- I
stöðu fundarsins að lögreglumenn
huguðu sérstaklega nú í nóvember-
mánuði að því hvort ökutæki upp-
fylltu skilyrði til að geta verið í um-
ferð. Athugað verður m.a. hvort lög-
bundnar tryggingar hafi verið greidd-
ar af ökutækjum og hvort eigendur
þeirra hafí greitt lögbundin gjöld,
þ.e. bifreiðagjöld og þungaskatt.
Eitt númer í tísku?
Auk þess verður gripið til aðgerða
gagnvart þeim er einungis hafa eitt
skráningarnúmer á bifreiðum sínum.
Að sögn Ómars Smára virðist vera
í tísku, sérstaklega hjá ungum öku-
mönnum, að hafa bara eitt skráning-
arnúmer. Einnig séu dæmi um að
eigendur gamalla númeraplatna hafi
glatað annarri þeirra.
„Reglur segja hins vegar að á
hverri bifreið skuli vera tvö skrán-
ingarnúmer, eitt að aftan og annað .
að framan. Eftir þessu verður geng- '
ið á næstunni," segir hann.