Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 14
MÖFÍGUNBLAÐIÐ
í4 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
AKUREYRI
Áhugi fyrir byggingu fleiri íbúða fyrir eldri borgara
Tugir manns á biðlista
eftir íbúðum aldraðra
MIKILL áhugi er meðal eldri borg-
ara á Akureyri að kaupa íbúð sem
sérstaklega yrði hönnuð með þeirra
þarfír í huga. Niðurstöður könnunar
á íbúðarþörf fyrir eldri borgara á
Akureyri benda ótvírætt í þessa
átt, en bæjarstjóm fól starfsfólki
Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri
að gera könnun meðal íbúa 60 ára
og eldri vegna slíkrar byggingar.
Rúmlega 130 íbúðir
Á árunum fyrir 1990 voru byggð
tvö fjölbýlishús með 62 íbúðum við
Víðilund og nokkru seinna 70 ibúð-
ir í tveimur íjölbýlishúsum við
Lindarsíðu. Langur biðlisti er eftir
LEIKFÉLAG Akureyrar og Tón-
listarskólinn á Akureyri hafa
tekið höndum saman við undir-
búning hátíðardagskrár sem
flutt verður í Samkomuhúsinu
kl. 17.15 á laugardag í tilefni
af degi íslenskrar tungu.
Dagskráin hefur yfírskrifina
„Ég bið að heilsa,“ tilvísun í al-
kunna sonnettu Jónasar, en efnið
sem flutt verður er að megin-
hluta til eftir hann, ljóðaperlur
og náttúrulýsingar.
Leikararnir Amar Jónsson,
íbúðum við Víðilund og þá er einn-
ig biðlisti eftir íbúðum í Lindarsíðu.
Alls vom sendir út spurninga-
listar til allra íbúa á Akureyri á
aldrinum 60 til 80 ára, samtals
1.300 listar en svör bámst frá um
300 manns.
Af þeim sem svöraðu höfðu 90%
áhuga á að kaupa íbúð sem sér-
staklega yrði byggð fyrir aldraða.
Langflestir eða um 66% þeirra sem
svömðu vildu helst að íbúðirnar
yrðu á Brekkunni, 17% í Glerár-
hverfi, 11% á Oddeyri, 4% í Inn-
bænum og 2% í miðbænum.
Rúmur helmingur þátttakenda
kýs að búa í þriggja herbergja íbúð
Marta Nordal og Þráinn Karlsson
flytja ljóð og laust mál, Trausti
Olafsson leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar hefur umsjón með
dagskránni og kemur einnig
fram. Nýjar útsetningar Guð-
mundar Ola Gunnarssonar á lög-
um við ljóð Jónasar verða einnig
fluttar. Þær eru fyrir strengja-
kvartett en félagar úr Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands leika,
þau Anna Podhajska, Gréta
Baldursdóttir, Guðrún Þórarins-
dóttir og Stefán Öm Arnarson.
og um þriðjungur í tveggja her-
bergja íbúð. Lítil eftirspurn er eft-
ir einstaklingsíbúðum og stærri
íbúðum. Hvað húsagerð varðar
vildu 35% þátttakenda að byggð
yrðu raðhús, jafnstór hópur nefndi
fjölbýlishús og 30% þátttakenda
vildu að byggð yrðu lítil sambýli.
Ríflega helmingur eða 60% þátt-
takenda töldu æskilegt að innan-
gengt yrði úr íbúðarbyggingunni í
þjónustumiðstöð, en 40% töldu það
ekki skipta máli.
Þörfin er fyrir hendi
Gísli Kristinn Lórenzson, for-
maður húsnæðisnefndar, segir nið-
urstöður könnuninnar ekki koma
á óvart, menn hafi vitað af áhuga
eldri borgara á fleiri íbúðum. „Við
verðum mjög vör við áhuga fólks
á að fleiri íbúðir verði byggðar,
það eru tugir manns á biðlista eft-
ir íbúðum í Víðilundi og einnig er
einhver biðlisti í Lindarsíðu. Við
vitum því að þörfin á fleiri íbúðum
er fyrir hendi,“ sagði Gísli Krist-
inn, en hann benti á að ekki hafi
sérstaklega verið spurt um verð-
hugmyndir fólks í könnuninni, en
ljóst að margir hefðu áhyggjur af
þeim þætti. Það þyrfti því að finna
hagkvæmar lausnir og byggja
ódýrt.
Ný Biblíu-
þýðing kynnt
í TILEFNI af degi íslenskrar
tungu efnir Hið íslenska
Biblíufélag í samvinnu við
Akureyrarkirkju til dagskrár í
kirkjunni á sunnudag, 17. nóv-
ember.
Dagskráin hefst kl. 17 en
kynntir verða textar úr nýrri
Biblíuþýðingu sem nú er unnið
að. Þýðingarstörfin verða
kynnt og Eyvindur Erlendsson
les valda kafla úr nýju þýðing-
unni og eldri þýðingum auk
trúarlegra texta frá fyrri tíð.
Leirlist
í Gallerí
AllraHanda
KYNNING á leirlist eftir Þóru
Sigurþórsdóttir verður í Gall-
erí AllraHanda í Grófargili og
hefst hún í dag, föstudag.
Þóra lauk prófi frá leirlistar-
deild Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1990. Hún
rekur eigin vinnustofu að Ála-
fossi í Mosfellsbæ. Þóra notar
jöfnum höndum stein- og post-
ulínsleir og vinnur bæði nytja-
hluti og skúlptúra.
Jólabasar
KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá
heldur basar með handunnum
jólamunum til skreytinga og
gjafa í Listasafninu á Akur-
eyri á morgun laugardaginn
16. nóvember og hefst hann
kl. 15. Allur ágóði rennur til
líknarmála.
Messa
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kyrrðar- og bænastund í Sval-
barðskirkju næstkomandi
sunnudagskvöld, 17. nóvem-
ber kl. 21.
Morgunblaðið/Kristján
í ÍBÚÐUM fyrir aldraða við Lindarsíðu eru 70 íbúðir, þá eru
62 samskonar íbúðir í fjölbýlishúsum við Víðilund, en nú er svo
komið að þörf er fyrir fleiri íbúðir sérstaklega hannaðar með
þarfir eldri borgara í huga.
Hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu
Ég bið að heilsa
ýöhufff
Almennt hlutafjárútboð
Útgefandi: Jökull hf., kt. 631068-0149, Aðalbraut, 675 Raufarhöfn.
Sölutímabil: 15. nóvember 1996 - 15. maí 1997.
Fjárhæð útboðs: Nýtt hlutafé að nafnvirði 20.000.000 króna.
Forkaupsréttur: Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé til 29. nóvember 1996 í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Eftir þann tíma verða hin nýju hlutabréf boðin almenningi til kaups. Hluthöfum er heimilt að framselja forkaupsrétt sinn að hluta eða öllu leyti.
Gengi hlutabréfanna: Gengi hlutabréfanna verður 5,0 á forkaupsréttartímabili og einnig á fyrsta degi eftir að almenn sala hefst. Gengi bréfanna getur breyst verði breytingar á markaðsaðstæðum. Upplýsingar um gengi veitir Kaupþing Norðurlands hf.
Söluaðilar: Kaupþing Norðurlands hf. og Kaupþing hf.
Skráning: Hlutabréf Jökuls hf. eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Sótt verður um skráningu fyrir félagið á Verðbréfaþing íslands þegar hluthafar eru orðnir 200 talsins.
Umsjón með útboði: Kaupþing Norðurlands hf.
Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda.
ééHKAUPÞlNG NÖRÐURÍANDS Hf -Uaggilt verðbréfafyrirtœki- Kaupvangsstrœti 4, óOOAkureyri - Sími 462-4700, fax 461-1235
Meirihluti bæjarráðs
samþykkur umferð
bíla um göngug’ötuna
MEIRIHLUTI bæjarráðs Akur-
eyrar lagði til á fundi í gær að
gerð verði tilraun með umferð bif-
reiða um göngugötuna tímabundið
fram til loka aprfl á næsta ári með
lágmarks aðgerðum á götunni og
kostnaði.
Kaupmenn við göngugötuna
Hafnarstræti fóra á dögunum fram
á það við bæjaryfirvöld að slík til-
raun verði gerð. í greinargerð frá
skipulagsnefnd bæjarins sem lögð
var fram á fundi bæjarráðs í lið-
inni viku kemur fram að lágmarks-
kostnaður við að hleypa umferð
um göngugötuna er um ein og
hálf milljón króna.
í bókun Sigríðar Stefánsdóttur,
Alþýðubandalagi, kemur fram að
hún telur að nánari ákvæði vanti
í tillöguna til að hægt sé að taka
til hennar afstöðu. Það eigi m.a.
við um hvernig tilraunin verði
metin, hvernig hún verði fjármögn-
uð og ekki síst hvenær tilraunin
eigi að hefjast en Sigríður getur
ekki fallist á að tilraun með um-
ferð um göngugötuna hefjist fyrir
áramót.
Ánægður með
niðurstöðuna
„Ég er mjög ánægður með þessa
niðurstöðu bæjarráðs," segir Flosi
Jónsson gullsmiður, einn hvata-
manna að því að leyfa umferð bif-
reiða um göngugötuna. Hann seg-
ir samþykkt bæjarráðs ekki koma
á óvart, „ég bjóst alltaf við að
þetta yrði niðurstaðan“.
Flosi segist vonast til þess að
tilraun með umferð bifreiða hefjist
um 1. desember og að hún gangi
vel fyrir sig svo hægt verði að
taka endanlega ákvörðun um
framtíð götunnar. „Við viljum sjá
meira líf hér í miðbænum og það
er ýmislegt á döfinni í þeim efn-
um,“ segir Flosi og bætti við að
til stæði að stofna miðbæjarsamtök
sem myndu m.a. hafa það á stefnu-
skrá sinni.
Þjálfun stulkna rædd
RÁÐSTEFNA um þjálfun stúlkna
fer fram í íþróttahöllinni á Akur-
eyri á morgun, frá kl. 11 til 14.
Anna Valdimarsdóttir, sálfræð-
ingur, fjallar um stúlkur og tengir
umfjöllunina íþróttum. Þórarinn
Sveinsson, lífeðlisfræðingur, fjallar
um þrekuppbyggingu stúlkna og
tveir reyndir þjálfarar, Vanda Sig-
urgeirsdóttir og Logi Olafsson, fjalla
um þjálfun stúlkna, svara fyrir-
spurnum og taka þátt í umræðum.
Ráðstefnan er liður í átaksverk-
efni um brottfall stúlkna í íþróttum,
á vegum íþróttasambands íslands,
í samvinnu við menntamálaráðu-
neytið, íþróttabandalag Reykjavík-
ur, íþrótta- og tómstundaráð Garða-
bæjar og íþróttabandalag Akur-
eyrar.