Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ____________
VIÐSKIPTI
Franskir bílafram-
leiðendur vilja
yngri starfsmenn
París. Reutcr.
FRÖNSKU bifreiðaframleiðendum-
ir Renault SA og Peugeot PSA segj-
ast eiga í viðræðum við stjómvöld
um langtíma áætlun um yngingu
starfsliðs.
En fyrirtækin vilja ekki staðfesta
blaðafrétt um að þau reyni að fá
samþykki fyrir fyrirætlun um að
fækka störfum um 40.000 með
starfslokasamningum gegn því að
ráða 14.000 unga starfsmenn.
Blaðið Les Echos segir að þetta
muni kosta 30 milljarða franka eða
um 400 milljarða króna.
Talsmaður Renault sagði að
stjórnarformennimir Louis Schwe-
itzer og Jacques Calvet hefðu skrif-
að Alain Juppe forsætisráðherra
bréf í júlí með tillögu, að viðræður
hefðu farið fram síðan en stjórnin
ekki svarað.
Meðalaldur yfir 40 ár
Talsmaður Peugeot sagði að
franski bflaiðnaðurinn þyrfti að
yngja upp starfslið sitt. „Meðalaldur
bifreiðaverkamanna í Frakklandi
er 42-43 ár, en í samkeppnislönd-
um, einkum í Asíu, er hann innan
við 30 ár,“ sagði hann.
Þetta kvað hann há Peugeot og
Renault í samkeppninni á sama
tíma og markaðir yrðu sífellt opn-
ari. Frá 1999 verður kvótum á inn-
flutningi japanskra bíla til Evrópu
aflétt.
„Yngri verkamenn eru ódýrari í
rekstri, sveigjanlegri og opnari fyr-
ir nýjum aðferðum, meðal annars
hugmyndum um að verkamenn beri
meiri ábyrgð í starfi,“ sagði fulltrúi
Peugeot.
Meðalaldur starfsmanna Renault
er 45 ár. „Verksmiðjur fyrirtækisins
eru gamlar, sú elzta er úr stríðinu,
og meðalaldurinn því nokkuð hár,“
sagði talsmaður Renault.
Starfsmenn Renault í heiminum
voru 139.950 í árslok 1995. Þar
af unnu 72.163 vil bílaframleiðslu
í Frakklandi.
Hjá PSA Peugeot Citroen starfa
139.900, þar af 122.600 við bfla-
framleiðslu í Frakklandi.
Swissair hótar að
hætta við Sabena
BrUssel. Reuter.
YFIRMAÐUR belgíska flugfélags-
ins Sabena segir að Swiss Air hóti
í raun að afsala sér 49,5% hlut
sínum í félaginu fari Sabena ekki
að skila hagnaði.
Forstjóri Sabena, Paul Reutling-
er, sagði að Swissair íhugaði að
afskrifa fjárfestingu sína í Sabena
og þar með gæti Swissair ákveðið
hvað sem væri, meðal annars að
segja skilið við Sabena.
Swissair kann að afskrifa fjár-
festinguna ef afraksturinn verður
ónógur, sagði Reutlinger
Þegar Swissair tók við rekstri
Sabena 1995 hét félagið fjárfest-
ingu upp á sex milljarða belgískra
franka eða 193 milljóna dollara af
alls 10 milljarða franka viðbótar-
fjármagni.
Reutlinger sagði að Swissair
vildi 4% afrakstur af fjárfestingu
þess 1998, 6% 1999, 8% 2000 og
10-12% eftir þann tíma.
Talsmaður Swissair í Ziirich
sagði að ákvörðun um afskriftir
hlutabréfa í Sabena yrði ekki tekin
fyrir áramót. í svipinn hefði
Swissair ekki í hyggju að segja
skilið við belgíska félagið.
Reutlinger sagði einnig frá upp-
kasti að samningi við fjögur verka-
lýðsfélög um 4.7 milljarða franka
áætlun um að bjarga Sabena.
Hann greindi líka frá því að flug-
menn Sabena hefðu lagt niður
vinnu til að mótmæla áætluninni,
sem gerir meðal annars ráð fyrir
að störfum verði fækkað og laun
verði fryst í tvö ár.
------» » «-----
Sumitomo sak-
arHamanaka
um fjársvik
Tókýó. Reuter.
YASUO Hamanaka, fyrrum aðalkop-
arsali Sumitomo, hefur verið ákærður
fyrir skjalafals og hið gamla fyrir-
tæki hans sakar hann um fjársvik
vegna koparhneykslisins sem kostaði
það 2,6 milljarða dollara.
Kæra Sumitomo mun líklega leiða
til þess að Hamanaka verði ekki lát-
inn laus þegar gæzluvarðhaldsúr-
skurður hans rennur út. í Japan eru
strangari viðurlög við fjársvikum en
skjalafalsi.
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 19
ALLIR VIÐSKIPI4VINIR
DAGSINS FÁAFMÆLISGJÖF
Kpnið ykkur sérstök tilboð
sem eru í gangi nœstu daga
- Glös • Hnífapör • Stell
Faxafeni Sími 568 4020
Kringlunni, Sími 568 9955
|J*J| 1- H
áfej' i?j f ÆMs* á m&m v
E* *Wj Jy
qwiwk. w . U fjT,,
VIÐ HOFUM STÆKKAD
STOR OG GLÆSILEG
VöamSi lu/U'i cUia - fletna u&vb
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Stærsti viðburður á sviði upplýsingatækni hér á landi til þessa
Ráðstefna um
Scandic Hótel Loftleiðir
26. - 27. nóvember
‘ T *
S - -í' V 't
► Network
/ i
I: YM
http://www.oracle.is/
4^íjm'
GF/-C
Pcrd'c', 6r. íyrírf\fúr>n-
Oracle •
Sun •
Netscape •
Legato •
Skýrr •
Þróun •
Intranet •
deCode •
Unisys •