Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________________ÚRVERINU________________________________
ísberg Ltd. í Hull hefur starfað í áratug við innflutning á ferskum og frystum fiski
Rúm 20.000 tonn af ís-
físki til Bretlands í ár
Morgunblaðið/Guðni
PÉTUR Björnsson, framkvæmdastjóri ísbergs Ltd., við skemmti-
bátalægið í Hull.
Morgunblaðið/Guðni
FISKKAUPENDUR hvísla í eyra uppboðshaldarans hvað þeir
vilja borga fyrir fiskinn.
ÚTFLUTNINGUR á ísfíski héðan
Bretlandi er nú ekki nema þriðjung-
ur af því sem hann var mestur í lok
síðasta áratugar. Pétur Bjömsson
í ísberg Ltd. í Hull átti stóran þátt
í þeirri byltingu sem varð með
gámaflutningum á ísfíski frá ís-
landi. Þessi útflutningsleið opnaði
útgerðarmönnum fiskiskipa af öll-
um stærðum aðgang að ferskfisk-
mörkuðum í Bretlandi.
Pétur Björnsson og samstarfs-
maður hans, Vic Morrow, stofnuðu
ísberg í janúar 1986 og hóf fyrir-
tækið starfsemi 1. febrúar sama
ár. Þá var Pétur búinn að vinna frá
vorinu 1981 við innflutning á ísfíski
frá íslandi og afgreiðslu fískiskipa
hjá J. Marr-fyrirtækinu, bæði í
Fleetwood og Hull. Markmið ís-
bergs var að annast innflutning og
sölu á ísfíski í Bretlandi og veita
fískiskipum nauðsynlega þjónustu.
ísberg Ltd. fæst enn við verslun
með ferskan ísfisk en athafnasviðið
hefur víkkað. Nú selur fyrirtækið
einnig frosnar sjávarafurðir, annast
þjónustu við fískiskip og sölu veið-
arfæra. Hjá ísberg í Hull starfa 13
manns og hjá dótturfyrirtækinu ís-
brand í Grimsby vinna 5 starfs-
menn. ísberg hefur einnig flutt físk
til íslands, það hefur til dæmis
keypt smokkfisk frá Falklandseyj-
um og selt hingað í beitu.
Gámabyltingin
„Það varð bylting í útflutningi á
ísfíski haustið 1982 þegar farið var
að flytja físk í gámum,“ segir Pét-
ur. Þessi útflutningur óx hröðum
skrefum og um miðjan síðasta ára-
tug varð hreinlega sprenging.
Gámafiöldinn skipti þúsundum á
hveiju ári og ísfiskur varð veruleg-
ur hluti af flutningi íslensku skipa-
félaganna til Englands. Oft fékkst
þar hærra verð en hér heima, ekki
síst fyrir aðrar tegundir en þorsk
og ýsu. Smærri bátar gátu nú selt
fisk á erlendum mörkuðum og
stærri skip gátu landað hluta afla
síns til útflutnings í gámum.
Þessi nýja flutningsleið sparaði
þann tíma og kostnað sem áður fór
í siglingar fiskiskipa til Englands.
Þegar kom fram á tiunda áratuginn
má segja að siglingar íslenskra
fískiskipa með afla til _ Englands
hafi nær alveg lagst af. Áður komu
allt að 150-180 skip á ári og stund-
um þurfti að afgreiða 5-6 skip og
báta á viku í Hull. Pétur segir að
það sé orðinn viðburður að sjá ís-
lenskt fiskiskip í Hull eða Grimsby.
Yfirleitt komi þó einhver skip í árs-
byijun, fýrstu dagarnir í janúar séu
nokkuð öruggur sölutími. Eins hafi
skip komið þegar vel hafi fískast í
Smugunni en slíkar komur hafi
hvorki verið margar né tíðar.
Megnið strax til neyslu
I lok síðasta áratugar bárust
60-65 þúsund tonn af ísfíski á ári
til Humbersvæðisins. Nú kemur
ekki nema þriðjungur af því og seg-
ir Pétur að reikna megi með rúmum
20 þúsund tonnum af ísfiski frá
íslandi í ár.
Nær allur fískurinn sem fer á
markað er handflakaður og seldur
strax til neyslu. Pétur veit ekki nema
um einn aðila í Hull sem er með
vélflökun. Sá kaupir ekki á físk-
markaðnum heldur notar uppþíddan
rússafisk og framleiðir blokk. Á
árum áður var þessi aðili stór kaup-
andi að íslenskum físki en nú er
viðburður ef hann kaupir. Pétur seg-
ir að aðalástæðan sé líklega sú að
undanfarin ár hafí lítið borist af ís-
lenskum þorski. Bæði hafi þorskverð
verið hátt á íslandi miðað við verð
í Hull og svo hafí 20% kvótaálag
dregið úr útflutningi. Þegar kvóta-
leiga sé upp úr öllu valdi muni veru-
lega um þetta. í staðinn fyrir fískinn
frá íslandi hefur einkum komið heil-
frystur fiskur frá Rússlandi og ís-
fískur frá Noregi og Færeyjum.
Á fiskmarkaðnum
Flestir virkir dagar hjá Pétri
byija á fískmarkaðnum. Þar er allt
komið á fulla ferð á sjöunda tíman-
um. Þá er búið að færa fiskinn úr
gámum og fiskiskipum, flokka og
setja í kassa. Margir miðar með
nafni seljanda eru í hveijum kassa.
Pétur segir það ævinlega vekja at-
hygli íslendinga hvað Bretarnir eru
örlátir á miðana. Kaupendur ganga
um og skoða fiskinn, lyfta þunnildi
og þefa, skoða fiskinn og meta.
Uppboðið hefst svo klukkan 7. Fisk-
markaðurinn í Hull er lítið meira
en húsin, seljendur útvega uppboðs-
haldarana. Hver uppboðshaldari er
með tvo skrifara sér við hlið.
Uppboðshaldarinn byijar boðið
nokkuð fyrir ofan þá upphæð sem
honum fínnst líklegt að fiskurinn
seljist á og telur svo niður. Kaup-
endumir gefa til kynna áhuga sinn
á kaupum með handarhreyfingu.
Því næst koma kaupendurnir og
hvísla tilboð sitt í eyra uppboðshald-
arans. Sá sem á hæsta boð á kost
á öllu partíinu í hverri tegund.
Morguninn sem blaðamaður
heimsótti fiskmarkaðinn í Hull var
afli í tveimur skemmum. í þeirri
fyrri var slatti af heimamiðum en
þeirri síðari vom um 150 tonn á
vegum ísbergs sem komið höfðu
daginn áður í gámum með skipum
Eimskips og Samskips. Að sögn
Péturs var helmingurinn af fiskin-
um frá Færeyjum og helmingurinn
frá Vestmannaeyjum og Austfjörð-
um. Þennan morgun fengust um
170 krónur fyrir kílóið af þorski en
yfir 200 krónur fyrir kíló af stein-
bít. Nokkrar stórar lúður voru boðn-
ar upp og fengust milli 600 og 700
krónur fýrir kílóið.
Ekki var fyrr búið að samþykkja
boðið en kaupendur dreifðu merki-
miðum sínum í kassana sem þeir
höfðu keypt. Kassarnir voru dregn-
ir eða ekið út í flutningabíla og
laust eftir klukkan 8 var gólfíð á
markaðnum tómt.
Aukning frá Færeyjum
Á þessu ári hefur orðið mikil
aukning á ísfíski frá Færeyjum. „Ég
hugsa að það verði ekki fjarri lagi
að Færeyingar verði með jafn mikið
eða meira af ísfíski á þessum mark-
aði í ár en við. Það hefur aldrei
gerst áður,“ sagði Pétur. ísberg
hefur selt físk frá Færeyjum og eink-
um leitað þangað eftir þorski, því
þorsk hefur vantað á markaðinn. Á
þessu ári reiknar Pétur með að Is-
berg selji einungis um helminginn
af þvi magni sem selt var var þegar
best lét. Þó er veruleg aukning frá
því í fyrra, sem var lélegasta árið
sem ísberg hefur átt í ísfíski. En
hvers vegna er framboð á ísfíski að
aukast frá íslandi og Færeyjum?
„Markaðurinn hefur verið betri
og gefið hærra verð,“ segir Pétur.
„Aðalástæðan er líklega sú að fisk-
neysla jókst í kjölfar nautafársins.
Menn eru nokkuð bjartsýnir á að
það muni hafa varanleg áhrif til
aukningar á fískneyslu hér.“
Fiskvinnslan í Hull virðist komast
þokkalega af meðan bolfískvinnslan
á íslandi er í lægð. Pétur telur að
ástæðan liggi meðal annars í þvi að
fiskvinnslan í Hull sé með hráefni á
raunverulegu markaðsverði en ekki
tilbúnu verði. Fiskur sem er keyptur
að morgni á markaði er flakaður
og seldur samdægurs á verði sem
ræðst af markaðsverðinu. Rétt hrá-
efnisverð er því alltaf lagt til grund-
vallar söluverði afurða.
Engin biðröð eftir að komast
í íslenska útgerð
Stundum hefur því heyrst fleygt
að erlendir aðilar hafi náð tangar-
haldi á íslenskum útgerðum, til
dæmis með lánafyrirgreiðslum, og
tryggt sér þannig aðgang að afla.
Pétur telur að þetta sé alger fírra.
Hann segir að fýrir nokkuð mörgum
árum hafi örlað á áhuga þar ytra
að eignast hlutdeild í íslenskri út-
gerð. Þá var fískverð mjög hátt í
Bretlandi og kvótinn við ísland mun
stærri en nú. Pétur segist ekki hafa
orðið var við áhuga af þessu tagi
lengi og telur að þótt aðgangur
útlendinga að íslenskri útgerð yrði
gefinn fijáls stæðu þeir ekki í bið-
röðum eftir því að fjárfesta í ís-
lenskum sjávarútvegi. „Ég veit ekki
hversu áhugavert það væri fyrir
erlend fyrirtæki að fara í slíkan
rekstur norður á íslandi. Ég get
ekki ímyndað mér hvað ætti að
vekja áhuga þeirra á því,“ segir
Pétur. „En það er óneitanlega
skondið að á sama tima og íslend-
ingar eru að hasla sér völl í útgerð
í hinum ýmsu löndum skuli menn
heima enn vera að hengja sig í regl-
ur sem maður skyldi ætla að væru
orðnar úreltar í samskiptum þjóða.“
Á heimleið
Pétur og kona hans, Margrét
Þorvaldsdóttir, flytja til íslands
næsta sumar ásamt fjórum börnum
þeirra. Pétur segir að þetta verði
ekki jafn mikil grundvallarbreyting
og það hljómar, aðalbreytingin verði
á ferðamunstrinu. Undanfarin ar
hefur hann dvalið talsvert á ís-
landi. Pétur hefur rekið veiðarfæra-
söluna ísfell ásamt Hólmsteini bróð-
ur sínum og Páli Gestssyni undan-
farin fimm ár. Þeir hafa flutt inn
veiðarfæri frá Bretlandi, togvíra,
keðjur og lása. Eins eru þeir með
vörur frá Portúgal, Frakklandi,
Danmörku og Asíulöndum. Þótt
Pétur flytji heim ætlar hann áfram
að reka fyrirtæki sitt í Hull og verð-
ur með aðsetur í báðum löndum.
. mountain jakki:
Ur protex 6000
vatnsheldu efni , : ,
meðútöndun. kr.x“I,UUv
áður 19.800
flís peysur:
Nýtt útlit, litir og I t"0/
mikið úrval. I J/O
Þvkkar og loftmiklar. afsl
Frá kr. 5.015.
nimbus sett:
Úr delfy 1000
vatnsheldu etni
með útöndun. kr.
Jakki og buxur.
6'xmon
^lTALSKIR GÓNGUSKÓR
stubai skór:
áður 8.700
Vatnsvarðir með
sympatex.
Þægileeir skór fyrir
léttar gögnuferíir.
O'^omon
^ ITALSKIR GONGUSKÓR
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I 2200
f
I
I
l
I
r
f
I
i
t
I:
f
t
|
‘
L
t
t
I
(:
<
£
t
(
€
£
(